Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 22

Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 22
EKKI verður leitað til hluthafa Ís- landssíma á þessu ári til að veita meira fé til starfseminnar, en áætlað er að auka veltu félagsins um 40–60%. Hluthafar Íslandssíma hafa staðið vel við bakið á fyrirtækinu, að sögn Ósk- ars Magnússonar forstjóra en stærstu hluthafar eru Landsbanki Ís- lands og tengd félög með um 27%, Frumkvöðull, fyrirtæki Burðaráss, með um 15% og 3P Fjárhús með 10%. Íslandssími hélt í gær kynningu fyrir aðila á fjármálamarkaði í tilefni af því að ársreikningur félagsins ligg- ur nú fyrir. Hann sýnir m.a. 990 millj- óna króna tap á síðasta ári. Óskar fjallaði einnig um markaðs- starf Íslandssíma. Eftir að reksturinn var einfaldaður og Íslandssími GSM t.d. sameinað móðurfélaginu hefur markaðsstarf eininganna einnig sam- einast. Íslandssími mun nú einbeita sér að kjarnastarfseminni sem felst í fjarskiptaþjónustu um fastlínu, GSM og Netið. Uppbyggingu grunnþátta fjarskiptakerfis Íslandssíma er nú lokið og við tekur markaðssetning. „Við erum í rauninni að taka félagið úr tæknigír yfir í markaðsgír,“ sagði Óskar m.a. Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri Íslandssíma, gerði grein fyrir afkom- unni og birti auk þess m.a. tvö sýni- dæmi um hvernig fjarskiptamarkað- ur og þar með afkoma Íslandssíma gæti þróast til ársins 2006. Miðað við tvær mismunandi áætl- anir um árlegan vöxt á fjarskipta- markaði til ársins 2006 ætti markaðs- hlutdeild Íslandssíma samkvæmt dæmum Viðars að vera á bilinu 19%– 21,5% árið 2006. Rekstrartekjur yrðu 6,7–7,9 milljarðar miðað við 1,5 milljarða á síðasta ári og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 2–2,5 milljarðar en þessi liður var neikvæður um 408 milljónir á síðasta ári. Fjarskipta- markaðurinn er metinn á alls 22,5 milljarða króna á síðasta ári í dæmi Viðars en er kominn upp í 34,3–36,9 milljarða árið 2006 miðað við mismun- andi forsendur um vöxt markaðarins. Viðar lagði áherslu á að sýnidæmin bæri á engan hátt að skoða sem áætl- anir Íslandssíma um vöxt. Einungis væri um að ræða dæmi um það hvern- ig starfsemin gæti þróast og hver vöxturinn gæti orðið út frá mismun- andi forsendum. Morgunblaðið/Kristinn Óskar Magnússon segir að Íslandssími sé að færast úr tæknigír yfir í mark- aðsgír. Uppbyggingu grunnþátta fjarskiptakerfis Íslandssíma sé nú lokið. Íslandssími sækir ekki aukið fé til hluthafa EKKERT lát er á góðri loðnuveiði en loðnuskipin voru í gær að fá mjög góðan afla undan Malarrifi á Snæfellsnesi. Loðnuafli vertíð- arinnar er nú orðinn rúm 900 þús- und tonn og þar af hafa veiðst tæp 754 þúsund tonn frá áramótum. Eft- ir aukningu loðnukvótans um 100 þúsund tonn á fimmtudag er heild- arkvóti vertíðarinnar tæp 1,1 millj- ón tonna og því enn tæp 194 þúsund tonn eftir af kvótanum. Mörg skip- anna eru þó langt komin eða búin með kvóta sinn. Loðnuvertíðin er nú farin að styttast verulega í annan endann, loðnan er komin fast að hrygningu en Eggert Þorfinnsson, skipstjóri á Þorsteini EA, á von á því að veiði haldist góð í einhverja daga í viðbót. „Skipin eru nú að veiða úr þessari svokölluðu vestangöngu en hún er komin álíka langt í kyn- þroska og sú loðna sem kom að aust- an. En vonandi tekst okkur að halda veiðunum áfram í einhverja daga í viðbót,“ segir Eggert. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Huginn VE á loðnumiðunum fyrir sunnan land, en loðnan veiðist nú nær eingöngu út af Vesturlandi. Líður að lokum loðnuvertíðar VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Eimskips við Íslenska aðalverktaka hf. um byggingu vöruhótels á athafnasvæði Eim- skips í Sundahöfn. Bygging á nýju vöruhóteli mun skapa Eimskip aukin tækifæri til að efla þjónustu við viðskiptavini í samræmi við auknar óskir um alhliða flutninga- þjónustu. Vöruhótelið verður 19.200 m² að stærð með 21.000 brettaplássum. Það mun taka við stærstum hluta af vöruhúsarými Eimskips í Reykjavík, að undan- skilinni frystigeymslunni, Sunda- frost, sem var byggð 1996. Sunda- skálar 1 og 2 sem byggðir voru fyrir um 30 árum verða rifnir en þessar byggingar henta ekki leng- ur starfseminni. Eimskip kynnti áform um uppbyggingu vöruhótels á árinu 2001 og unnið hefur verið að undirbúningi verksins síðan. Meðal annars hefur félagið kynnt sér þróun í hönnun og rekstri vörudreifingarmiðstöðva erlendis og unnið með innlendum og er- lendum ráðgjöfum við að tryggja sem mesta hagkvæmni og öryggi í rekstri. Íslenskir aðalverktakar hf. munu sjá um byggingu vöruhót- elsins. Áætlaður byggingartími er 12 mánuðir og munu framkvæmdir hefjast í mars. Heildarfjárfesting vegna þessarar húsbyggingar, tölvubúnaðar, hillukerfa, lyftara og annars búnaðar er um 2 milljarðar króna. Stofnað hefur verið sérstakt fé- lag um eignarhald húsbyggingar, Eignarhaldsfélagið Sundabakki ehf, í eigu Hf. Eimskipafélags Ís- lands (31,6%), Sjóvá Almennar hf. (31,6%), Skeljungs hf. (31,6%) og Þyrpingar (5%). Rekstur starfsem- innar verður í sérstöku hlutafélagi, Vöruhótelið ehf. sem er í eigu Eimskips og TVG Zimsen. Stór hluti birgðahalds og dreif- ingarstarfsemi Eimskips og TVG Zimsen færist inn í hið nýja félag. Vöruhótelið ehf. verður með sjálf- stæðan rekstur og býður fram þjónustu sína á innanlandsmarkaði þótt viðskiptavinir Eimskips í sjó- flutningaþjónustu verði væntan- lega í hópi stærstu viðskiptavina. Samið um byggingu nýs vöruhótels Eimskips Heildarkostnaður er um tveir millj- arðar króna Tölvugerð mynd af væntanlegu vöruhóteli Eimskips. SÍLDARVINNSLAN hf. hefur keypt hlut Kaldbaks hf. í fóðurverk- smiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Markmið Síldarvinnslunnar hf. með kaupunum er að styrkja stöðu félags- ins í framleiðslu á fóðri til fiskeldis og er liður í aukinni þátttöku Síldar- vinnslunnar hf. í fiskeldi almennt. Síldarvinnslan hf. og Kaldbakur hf. hafa undirritað samkomulag þess efnis að Síldarvinnslan hf. eignist 53,5% hlut Kaldbaks hf. í fóðurverk- smiðjunni Laxá hf. á Akureyri. Gert er ráð fyrir því að kaupverðið verði greitt með hlutabréfum í Síldar- vinnslunni hf. að nafnvirði 18,5 millj- ónir króna, háð samþykki aðalfund- ar. Eftir kaupin á Síldarvinnslan hf. 63,9% hlutafjár í Laxá. Laxá fram- leiðir gæludýra- og fiskeldisfóður og hefur framleitt fóður til fiskeldis fá því árið 1987. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi á fiskeldisfóðri hérlend- is, með um 68% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Auk fóðurfram- leiðslunnar útvegar Laxá hf. margs- konar tækjabúnað fyrir fiskeldi, fóðrunarbúnað, klakbúnað, súrefnis- tæki, fiskdælur o.fl. Framleiðsla Laxár er að mestu leyti seld innanlands en fyrirtækið hefur einnig sótt á erlenda markaði. Mikil áhersla er lögð á vöruþróun og hafa starfsmenn aflað sér verulegrar þekkingar á sviði fóðurframleiðslu. Fullkominn tæknibúnaður í verk- smiðju Laxár tryggir hágæða vöru og auðveldar fyrirtækinu að mæta ólíkum kröfum viðskiptavina. Aukin þátttaka í fiskeldi „Síldarvinnslan hf. hefur verið að auka þátttöku sína í fiskeldi undan- farin misseri og þessi kaup á hlutafé í Laxá styrkir stöðu okkar hvað varð- ar framleiðslu á fóðri til fiskeldis. Auk þess styrkir þetta stöðu Síldar- vinnslunnar hf. innan fiskeldisgeir- ans almennt,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Síldarvinnsl- unnar hf. „Félagið er hluthafi í Sæsilfri hf. sem hefur, frá því á síð- asta ári, byggt upp laxeldi í Mjóafirði á myndarlegan hátt, auk þess sem Síldarvinnslan hf. stendur fyrir til- raunum á hlýraeldi í Neskaupstað og er með þorsk í kvíum í Norðfirði. Á næstunni verður einnig hafist handa við smíði laxasláturhúss hér í Nes- kaupstað, en laxaslátrun hefst hjá okkur næsta haust,“ segir Björgólfur Jóhannsson. Síldarvinnslan hf. hefur ennfrem- ur gert samkomulag við Kaldbak hf. um kaup á 32,2% hlut Kaldbaks hf. í Barðsnesi ehf. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með hluta- bréfum í Síldarvinnslunni hf. að nafn- virði 48 milljónir króna, háð sam- þykki aðalfundar. Við þetta á Síldarvinnslan hf. 75,3% hlutafjár í Barðsnesi ehf. Barðsnes ehf. gerir út nótaskipið Birting NK 119 og starfrækir fiski- mjölsverksmiðju í Sandgerði sem af- kastar um 600 tonnum á sólarhring. Félagið ræður yfir 2,33% aflahlut- deild í úthlutuðum loðnukvóta, 5 leyf- um í úthlutuðum síldakvóta og 3 leyf- um í norsk-íslenska síldarstofninum. Höfum trú á rekstrinum „Við stofnuðum Barðsnes ehf. í fé- lagi við Kaupfélag Eyfirðinga fyrir rúmlega þremur árum. Rekstur Barðsness ehf. hefur verið erfiður allt frá stofnun en félagið byggist al- farið á veiðum og vinnslu uppsjáv- arfisks. Við höfum trú á að rekstur- inn komi til með að batna á næstu misserum og lofar yfirstandandi loðnuvertíð góðu í þeim efnum,“ seg- ir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. „Við erum með þessum kaupum að styrkja okkur enn frekar í veiðum og vinnslu upp- sjávarfisks, sem er styrkasta stoðin undir rekstri Síldarvinnslunnar hf.,“ segir Björgólfur. Síldarvinnslan kaupir meirihluta í Laxá hf. Síldarvinnslan hefur ennfremur gert samkomulag við Kald- bak hf. um kaup á 32,2% hlut Kaldbaks hf. í Barðsnesi ehf. TAP líftæknisjóðsins MP BIO hf. til lækkunar á eigin fé félagsins árið 2001 var 633 milljónir króna. Þar af var innleyst tap af starfsemi tímabils- ins 31 milljón. Eignarhlutir félagsins í óskráðum félögum, sem öll eru erlend, eru sem fyrr metnir miðað við kaupverð í er- lendri mynt að teknu tilliti til hækkana gagnvart íslenskri krónu. Í tilkynningu frá félaginu segir að vegna almennrar lækkunar á verði skráðra hlutabréfa á mörkuðum og áætlaðrar lækkunar á verði óskráðra hlutabréfa sé það mat stjórnar og framkvæmdastjóra MP BIO að rétt sé að gæta ýtrustu varfærni við mat á verði óskráðra hlutabréfa og færa þau niður um 800 milljónir króna. Stjórnendur félagsins vilja eftir sem áður leggja áherslu á að þrátt fyrir að þeir hafi fulla trú á að eignir félagsins muni skila þeim ávinningi sem vonast sé eftir sé fjárfesting í lyfja-, líftækni- og erfðatæknifyrir- tækjum almennt afar áhættusöm og beri að skoða eignir og starfsemi fé- lagsins með tilliti til þess. Þar sem bókfært verð hlutabréfa í eigu MP BIO í lok tímabilsins er lægra en skattalegt verð þeirra myndast reiknuð skattinneign. Reiknuð skattinneign í lok tímabilsins nemur 73 milljónum króna. Vegna óvissu um nýtingu hennar í framtíð- inni er hún ekki færð til eignar. Óskráð hlutabréf MP BIO færð niður um 800 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.