Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 1
78. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. APRÍL 2002 SPRENGINGAR og skothvellir kváðu við fyrir utan Fæðing- arkirkjuna í Betlehem í gær en í henni hafa nokkur hundruð Pal- estínumanna leitað hælis, óbreytt- ir borgarar, palestínskir lög- reglumenn og nokkrir tugir annarra vopnaðra manna. Auk þess er í kirkjunni nokkur hópur presta og annarra gæslumanna hennar. Palestínumennirnir sögðu í símaviðtali í gær, að ísraelsku her- mennirnir, sem sitja um kirkjuna, hefðu sprengt upp bakdyrnar en Ísraelar neita því. Borgarstjórinn í Betlehem, Hanna Nasser, sagði hins vegar í viðtali við jórdanska sjónvarpið, að Ísraelar hefðu skot- ið á aðrar dyr kirkjunnar og byggjust til að ráðast til inngöngu. Áður hafði einn kirkjuprestanna, faðir David Jaeger, lýst yfir, að árás á kirkjuna gæti ekki endað með öðru en blóðbaði. Sagði hann, að Ísraelar hefðu að vísu heitið að ráðast ekki til inngöngu en hvorki Palestínumenn né prestarnir treystu orðum þeirra. Í gær skutu Ísraelar til bana einn starfsmann kirkjunnar, krist- inn Palestínumann, er hann nálg- aðist kirkjuna. Lá blóðugt lík hans í nokkrar klukkustundir á götunni áður en Ísraelar leyfðu, að það væri fjarlægt. Ísraelar halda því fram, að kristnir menn séu í gísl- ingu Palestínumanna í kirkjunni en ekkert þykir benda til þess. Ísraelar hafa meinað frétta- mönnum, sem vilja komast að því hvað um er að vera, að nálgast Fæðingarkirkjuna. Hefur Betle- hem eins og aðrar borgir á Vest- urbakkanum verið lýst hernaðar- svæði. Harðir bardagar geisuðu í gær í Nablus en Ísraelar höfðu þá ráðist inn í allar helstu borgir á Vestur- bakkanum nema Jeríkó. Einnig voru mjög hörð átök í flótta- mannabúðunum í Jenin þar sem ísraelskir hermenn fóru hús úr húsi í leit að mönnum, sem þeir gruna um hryðjuverk. Fréttir um mannfall voru óljósar en talið, að fimm Palestínumenn hefðu verið felldir í gær og 19 í fyrradag. Um 80 Palestínumenn hafa fallið síðan Ísraelar réðust inn á Vesturbakkann fyrir viku. Ron Kitrey, einn hershöfðingja Ísraela, sagði, að 1.100 Palest- ínumenn hefðu verið handteknir. Palestínumenn segjast óttast, að Ísraelar muni ráðast inn á Gaza- svæðið þegar þeir hafi lagt undir sig allan Vesturbakkann. Til- kynntu talsmenn helstu vopna- sveitanna meðal þeirra, að þær væru að leggja á ráðin um sameig- inlega vörn ef til þess kæmi. Á myndinni er ísraelskur foringi í Betlehem að stugga burt frétta- mönnum, sem vildu komast að Fæðingarkirkjunni. Reuters Óttast blóðbað í Fæðing- arkirkj- unni SÆNSK tunga er á undanhaldi í sænskum háskólum og innan sumra fyrirtækja og við því verður að bregðast. Efla verður sænskuna eftir fremsta megni, meðal annars með setningu sérstakra laga þar að lútandi. Kemur þetta fram í áliti einnar nefndar sænska þingsins en hún hefur að undanförnu fjallað um stöðu tungunnar og vaxandi ásælni enskunnar. Åke Gustavsson, formaður nefndarinnar, segir, að á sum- um sviðum háskólanáms hafi enskan bolað sænskunni næst- um alveg í burt og hann telur nauðsynlegt að kveða á um það með lögum, að í öllum greinum skuli kennt á sænsku auk ensk- unnar ef um það er að ræða. Sagði frá þessu í Svenska Dagbladet fyrr í vikunni. Að hverfa á sumum sviðum Ekki eru samt allir sammála því, að þróuninni verði snúið við með lögum, til dæmis ekki Lars Melin, dósent í sænsku við há- skólann í Stokkhólmi. Hann segir þó engan vafa leika á, að sænskan sé að hverfa á sumum sviðum. Nefnir hann sem dæmi, að í líftækni og náttúru- vísindum fyrirfinnist hún varla lengur. Eigi það ekki bara við um sænskuna, heldur mörg önnur tungumál, sem séu að gefast upp fyrir enskunni. Hingað til hefur verið litið á það sem sjálfsagðan hlut, að sænskan sé opinbert mál í Sví- þjóð en þingnefndin vill taka af öll tvímæli um það með lögum. Búist er við, að þau verði sett fyrir júnílok á næsta ári. Vilja lög til verndar sænskunni GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, skoraði í gær á Ísraela að flytja her sinn burt af heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna en sak- aði jafnframt Yasser Arafat um að hafa „svikið þjóð sína“ með því að hafa ekki stöðvað sjálfsmorðsárás- irnar. „Við getum ekki lengur horft upp á þetta ofbeldi. Því verður að linna,“ sagði Bush og tilkynnti, að Colin Powell utanríkisráðherra færi til Mið-Austurlanda í næstu viku. Ræðu Bush var fagnað víða um heim í gær en Ísraelar segjast munu halda hernaðinum áfram þar til samið verði um vopnahlé. Bush sagði í ræðu sinni, að Bandaríkjastjórn viðurkenndi rétt Ísraela til að verja sig fyrir hryðju- verkamönnum en til að greiða fyrir friði yrðu þeir að hætta innrásum inn á palestínsku heimastjórnar- svæðin og hefja brottflutning hers- ins frá þeim borgum, sem hann hefði lagt undir sig. Bush gagnrýndi Arafat harðlega og sagði, að hann gæti sjálfum sér um kennt hvernig komið væri með því að hafa ekki komið í veg fyrir mannskæðar sjálfsmorðsárásir. „Hann nýtti ekki tækifærin og sveik með því vonir síns eigin fólks,“ sagði Bush. Krafðist hann þess, að Arafat lýsti yfir stuðningi við vopnahlé og tæki aftur upp samstarf við Ísraela í öryggismálum. „Ég vænti meiri og betri forystu, meiri árangurs.“ Palestínumönnum verði hlíft við niðurlægingu Í ræðunni skoraði Bush á Ísraela að sýna Palestínumönnum, sem væru og yrðu áfram nágrannar þeirra, meiri virðingu. „Ísraelar eiga að sýna af sér mannúð og hlífa saklausum Palest- ínumönnum við daglegri niðurlæg- ingu.“ Bush lýsti yfir, að í samræmi við Mitchell-áætlunina yrðu Ísraelar að hætta að koma upp gyðingabyggð- um á palestínsku landi. Hersetunni yrði að ljúka með því að Ísraelar drægju her sinn inn fyrir sín við- urkenndu landamæri í samræmi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna nr. 242 og 338. Á þeim grunni gætu þeir síðan samið frið við Líbani og Sýr- lendinga. Bush skoraði á arabaríkin að koma þeim boðum til skila, að hryðjuverk og sjálfsmorðsárásir væru vísasti vegurinn til að gera vonina um sjálfstætt ríki Palestínu- manna að engu. Varaði hann jafn- framt ríki á borð við Sýrland og Ír- an við að kynda undir ófriðnum. Ræða Bush þykir veruleg stefnu- breyting því fyrir fáum dögum varði hann árás Ísraelshers á höfuðstöðv- ar Arafats. Gagnrýni á stefnu hans hefur hins vegar farið mjög vax- andi, jafnt heimafyrir sem erlendis. Yfirlýsingum Bush fagnað Ræðu Bush hefur verið fagnað víða og líka meðal sumra Palestínu- manna þótt þeir mótmæli ummæl- um hans um Arafat. Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, ESB, hét Bush í gær fullum stuðningi við hugsanleg- ar friðarumleitanir og Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði ræðuna marka „tíma- mót“. Ísraelar ákváðu í gær að leyfa Anthony Zinni, sendimanni Banda- ríkjastjórnar, að hitta Arafat en í yfirlýsingu frá skrifstofu Sharons sagði, að þrátt fyrir áskoranir Bush yrði hernaðinum haldið áfram þar til um vopnahlé hefði samist. Bush skorar á Ísraela að draga herliðið til baka Washington. AP, AFP. Gagnrýndi Arafat harðlega en sagði að hersetu Ísraela yrði að linna  Fjölskyldum umbunað/23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.