Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðni Ágústsson, hefur hafnað beiðni Nautgriparæktarfélags Ís- lands, NRFÍ, um leyfi til innflutn- ings fósturvísa úr norskum kúm, miðað við þær forsendur sem NFRÍ gaf sér. Á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins, RALA, í gær sagði Guðni m.a. að lög um innflutning dýra, nr. 54/1990, heimiluðu ekki þennan innflutning þar sem ekki mætti hefja ræktun íslenskra kynja með innfluttu erfðaefni fyrr en að undangengnum verulegum rann- sóknum. Sagðist ráðherra ekki getað heim- ilað svona innflutning nema að hann væri liður í sameiginlegri ræktunar- stefnu íslenskra bænda og rökstudd- ur með þörf búgreinarinnar að leið- arljósi. Ef Landssamband kúa- bænda og NRFÍ sameinuðust um tilraunainnflutning væri ekki útilok- að að hann kæmist að annarri nið- urstöðu en hann hefði nú gert. Ís- lenskir kúabændur væru það fáir að þeir yrðu að standa saman sem ein heild í málum sem þessum. Forsaga málsins Vegna þessa skal rifjað upp að fyr- ir um tveimur árum heimilaði ráð- herra innflutning á samskonar fóst- urvísum samkvæmt umsókn Bænda- samtaka Íslands og Landssambands kúabænda. Hafði ráðherra þá legið undir feldi í sautján mánuði, eins og hann rifjaði upp í gær á fundi með blaðamönnum. Framkvæma átti samanburðarrannsókn á íslenska kúakyninu og hinu norska NRF- kyni. Til þessa innflutnings kom ekki þar sem kúabændur höfnuðu tilraun- inni í atkvæðagreiðslu með nokkuð afgerandi hætti sl. haust. Í nóvember sl. sótti NRFÍ um heimild til að flytja inn fósturvísa af þessum sama kúastofni í Noregi. Í umsókninni var gert ráð fyrir að koma fósturvísunum fyrir í fóstur- kúm í einangrunarstöðinni í Hrísey. Að einangrun lokinni átti að dreifa sæði og fósturvísum til félagsmanna í NRFÍ. Landbúnaðarráðherra sagði í gær að ekki hefði komið fram í umsókninni hve félagsmenn væru margir eða hversu margir hefðu hugsað sér að nýta erfðaefnið. Guðni sagði að umsókn NRFÍ væri mjög ólík umsókn Bændasam- takanna og kúabænda. Annars vegar hefði verið gert ráð fyrir innflutningi til samanburðarrannsókna og hins vegar til frjálsra afnota hjá bændum án undangenginna rannsókna. Í greinargerð með umsókninni hefði þess verið getið að haft hefði verið samband við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri um að hún mæti árangur af innflutningi og áhrif hans á afkomu kúabænda. Guðni sagði að það rannsóknarferli hefði ekki verið skýrt nánar. Ráðherra vísaði einnig til þeirrar skyldu landbúnaðarráðuneytisins að hafa eftirlit með innflutningi búfjár og fylgjast með framræktun inn- flutts erfðaefnis. Þar bæri ráðuneyt- ið mikla ábyrgð. Niðurstaðan vonbrigði „Viðbrögð okkar við ákvörðun landbúnaðarráðherra eru fyrst og fremst vonbrigði. Við ætlum að hitta lögfræðing okkar og fara yfir stöð- una. Ég hef nú frekar á tilfinning- unni núna að það sé hálfleikur í mál- inu en ekki leikslok,“ sagði Jón Gíslason, formaður NRFÍ, við Morg- unblaðið um synjun ráðherra. Hann átti fundi með landbúnaðar- ráðherra í gærmorgun, áður en sá síðarnefndi tilkynnti ákvörðun sína. Aðspurður hvort sá fundur hefði gefið einhverjar vonir um að af innflutningi fósturvísa gæti orðið sagði Jón: „Nei, þvert á móti. Hann mæltist til þess að við sættumst við þessa niðurstöðu og létum málið kyrrt liggja. Það er erfitt að kyngja þessu og nú munum við hitta okkar lögfræðing og kanna stöðuna með tilliti til dómsmáls. Ég lít svo á að það sé hálfleikur í málinu en ekki leikslok.“ Landbúnaðarráðherra hafnar beiðni NRFÍ um innflutning á fósturvísum úr norskum kúm Lög um innflutning dýra heimila ekki innflutninginn Morgunblaðið/Sverrir „Lögin heimila mér ekki að leyfa þennan innflutning,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á fundi með fréttamönnum í gær. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA byggði ákvörðun sína m.a. á um- sögnum nokkurra stofnana um um- sókn Nautgriparæktarfélags Ís- lands til að flytja inn norska fósturvísa. Hér verður stiklað á stóru í þeim umsögnum:  Fagráð í nautgriparækt skilaði inn tvískiptu áliti, annars vegar um- sögn meirihluta ráðsins, þar sem mælt er með því að NRFÍ fái leyfi til innflutnings, og hins vegar séráliti Ara Teitssonar, formanns Bænda- samtakanna. Telur Ari það álitamál hvort ferli innflutningsins sé í sam- ræmi við 12. grein laga nr. 54/1990 um innflutning dýra. Hann telur til- raunainnflutning þó réttlætanlegan þar sem NRF-kynið geti bætt eig- inleika íslenska kúastofnsins. Það sé hins vegar utan verkahrings fag- ráðsins að taka afstöðu til lög- fræðilegra álitamála.  Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins (RALA) og Landbúnaðarháskól- inn á Hvanneyri skiluðu inn sam- eiginlegri umsögn þar sem mælt er gegn því að veita leyfi til innflutn- ings, miðað við þær forsendur sem NRFÍ gaf sér.  Yfirdýralæknir mælir ekki með því að NRFÍ sé veitt heimild til framhaldsræktunar á afkvæmum norskra fósturvísa, það samrýmist ekki 6. gr. laga um innflutning dýra. Hins vegar telur yfirdýra- læknir í öðru áliti að „ásættanleg áhætta“ skapist af innflutningi fóst- urvísanna ef öllum kröfum sé full- nægt varðandi sjúkdómahættu.  Dýralæknaráð leggst ekki gegn innflutningnum, sé ákveðnum skil- yrðum fullnægt af hálfu NRFÍ.  Náttúruvernd ríkisins leggst gegn innflutningnum þar sem mörgum spurningum í umsókn NRFÍ sé ósvarað.  Erfðanefnd búfjár mælir ekki með innflutningi fósturvísanna eins og umsókn NRFÍ var lögð upp.  Hagþjónusta landbúnaðarins tekur ekki afstöðu til einstakra at- riða í umsókn NRFÍ en telur þörf á hagræðingu í mjólkurframleiðslu. Stofnunin vann fræðilega rekstr- argreiningu á kúabúi og komst að því að auka mætti hagkvæmnina með innflutningi fósturvísa af NRF- kyni. Umsagnir um umsókn NRFÍ HVERGI virðast stórfelldar brota- lamir á innra eftirlitskerfi með fjárreiðum Reykjavíkurborgar þótt ýmsar úrbætur megi gera á innra eftirliti borgarkerfisins. Þetta eru helstu niðurstöður vinnuhóps sem skipaður var um eftirlit og endurskoðun hjá Reykjavíkurborg og er nú að ljúka störfum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri kynnti helstu niðurstöður hópsins á borgar- stjórnarfundi í gær. Sjálfstæðismenn sögðu fjölmörg dæmi, þar sem framkvæmdir á vegum borgarinnar hafa farið fram úr áætlun, sýna að víða sé pottur brotinn. Þeir hafa lagt fram tillögu í borgarráði sem gerir m.a. ráð fyrir því að eftirlit með fyrirtækj- um sem Reykjavíkurborg á 50% hlut í eða meira verði aukið. Einn- ig segja þeir að eftir breytingar sem gerðar hafa verið á rekstr- arformi margra fyrirtækja í eigu borgarinnar, sé erfiðara en áður að fylgjast með fjárreiðum þeirra og stjórnsýslu. Í tillögunni, sem sjálfstæðismenn lögðu fram í borg- arráði 26. mars, er einnig lagt til að skoðað verði hvernig best verði staðið að reglubundnu og sjálf- stæðu eftirliti með fjárreiðum og stjórnsýslu borgarsjóðs. Segir hluta tillög- unnar óþarfan Borgarstjóri sagði þennan hluta tillögunnar óþarfan þar sem vinnu- hópurinn sem skipaður var fyrir rúmu ári hefði einmitt það hlut- verk að koma með tillögur þar um. Nú væri í burðarliðnum skýrsla sem KPMG endurskoðun vann með hópnum. Ingibjörg sagðist vonast til að geta lagt skýrsluna fyrir borgarráð á þriðjudag, en hún hefur fengið drög að henni í hendur. „Það sem er athyglisvert í þess- ari skýrslu er að hvergi virðast stórfelldar brotalamir á þeim innri eftirlitskerfum sem sett hafa verið hjá borginni, þótt ýmsar úrbætur megi gera,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði ýmislegt koma fram í tillög- unum um hvernig betur megi standa að eftirliti hjá borginni, bæði hvað varðar vinnuferla og staðsetningar stofnana í eigu borg- arinnar. Vinnuhópurinn hafi ekki síst verið skipaður til að tryggja aukið eftirlit með framkvæmdum á vegum borgarsjóðs. Í tillögunum sé m.a. gert ráð fyrir yfirliti yfir stöðu einstakra framkvæmda þannig að betur verði hægt að fylgjast með framvindunni. Eftirlit með fjárreiðum fyrirtækja erfiðara en áður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, sagði starfsum- hverfi borgarfulltrúa hafa breyst mjög síðustu ár með breytingum sem hafa orðið á rekstri fyrirtækja í eigu borgarinnar. Erfiðara sé fyrir borgarfulltrúa að fá upplýs- ingar um fjárreiður og stjórnsýslu fyrirtækja í eigu borgarinnar sem hafa farið inn í byggðasamlög, sameignafélög og hlutafélög á síð- ustu árum. „Þetta er ótækt. Það þarf að kanna réttarstöðu borg- arfulltrúa, kjörinna fulltrúa, til að- gangs að upplýsingum, hvort sem fyrirtækin heita Lína.Net ehf., Höfði eða Félagsbústaðir,“ sagði Vilhjálmur. Tillögu sjálfstæðismanna ætti að taka fyrir með jákvæðum huga þar sem vinnuhópurinn, sem nú er að ljúka störfum, taki ekki á þessum málum. „Við erum að tala um að komið verði upp reglubundnu og sjálf- stæðu eftirliti þannig að hægt verði að framkvæma stjórnsýslu- legt eftirlit eins og Ríkisendur- skoðun er að framkvæma í fyr- irtækjum. Það sé stofnunin sjálf sem ákveði hvenær hún leggi til atlögu við einstaka fyrirtæki eða stofnanir borgarinnar og fari ofan í saumana á allri stjórnsýslu og leggi spilin á borðið,“ sagði Vil- hjálmur. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði Borgarendurskoðun ekki hafa nógu öflug stjórntæki og að auka þurfi frelsi stofnunarinnar til að rannsaka sjálfstætt einstök mál. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Reykjarvíkurlista, sagði Borgarendurskoðun sjálf- stæða stofnun sem hafi fullt frelsi til að annast innra eftirlit og að stofnunin geti haft frumkvæði til að kalla eftir upplýsingum. Ekki taldar brotalamir í fjárreiðum borgarsjóðs Breytingar á rekstrarformi sagðar torvelda eftirlit BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ástandsins í Pal- estínu og Ísrael: „Hinar skelfilegu fréttir frá Betlehem hljóta að hitta okkur öll í hjartastað. Í sjálfri fæðingarkirkj- unni er verið að deyða fólk. Á þeim stað þar sem Jesús fæddist, boðberi friðar og sátta, eru engin heilög vé virt og hatrið eitt ræður för. Þessir hryllilegu atburðir hrópa upp í him- ininn. Biðjum fyrir þessu þjáða fólki! Áköllum Guð friðarins um frið – réttlátan frið sem tryggi börnum Ísraels og Palestínu öryggi og frelsi, hvert svo sem þjóðerni þeirra er og trú. Biðjum Guð sáttargjörð- arinnar að milda hjörtu leiðtoga Ísraels og Palestínu að þeir leiti sátta en ekki hefnda. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að beita sér af fullum þunga á al- þjóðavettvangi gegn þessu blóðbaði. Við Íslendingar getum ekki horft á aðgerðarlausir meðan fólk er lítils- virt, limlest og deytt í fæðingarborg friðarhöfðingjans, né annars staðar í þessu stríðshrjáða landi. Sömuleiðis vil ég hvetja alla landsmenn til að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfs kirkna við fjölskyldur á Gaza-ströndinni (reikningur Hjálparstarfs kirkjunn- ar nr. 27 í Spron á Skólavörðustíg) en hjálparstarfið hyggst veita þar matvælaaðstoð en ástandið þar er ískyggilegt.“ Yfirlýsing vegna ástands- ins í Palestínu og Ísrael BÍLSTJÓRI, sem var að sturta kjarna ofan í gryfju við gerð brim- varnargarðs við höfnina á Húsavík, lenti í því óhappi í gær að fara of aftarlega þannig að afturendinn fór ofan í gryfjuna en framendinn stóð upp í loftið og þar við sat. Starfs- menn Ístaks hf., sem er verktaki við framkvæmdina, brugðust skjótt við og komu með stórvirkar vinnuvélar og drógu bílinn upp. Engan sakaði og bíllinn er lítt skemmdur. Morgunblaðið/Hafþór Óhapp við Húsavíkurhöfn Húsavík. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.