Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GERT er ráð fyrir því að þriðju og
síðustu umræðu um frumvarp um
Kárahnjúkavirkjun og stækkun
Kröfluvirkjunar ljúki á Alþingi í dag
og að það verði afgreitt sem lög frá
Alþingi í dag eða á morgun. Annarri
umræðu um frumvarpið lauk fyrir
hádegi í gær með atkvæðagreiðslu
um efnisgreinar frumvarpsins. Hafði
þá önnur umræða farið fram á
nokkrum þingfundum og stóð fram
til klukkan þrjú í fyrrinótt. Alls sam-
þykktu 43 þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, Framsóknarflokksins og
meirihluti þingflokks Samfylkingar-
innar fyrstu grein frumvarpsins en í
henni er kveðið á um að Landsvirkj-
un sé heimilt að reisa og reka vatns-
aflsvirkjun í Fljótsdal með allt að 750
MW afli ásamt aðalorkuveitum og
virkja til þess vatnsföllin Jökulsá á
Brú og Jökulsá í Fljótsdal í tveimur
áföngum, þ.e. Kárahnjúkavirkjun.
Níu þingmenn; þingmenn Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og tveir þingmenn Samfylkingarinn-
ar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir
og Rannveig Guðmundsdóttir, auk
Sverris Hermannssonar, formanns
Frjálslynda flokksins, greiddu at-
kvæði gegn fyrstu greininni en tveir
þingmenn sátu hjá, þau Guðjón A.
Kristjánsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, og Katrín Fjeldsted,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Svipuð niðurstaða fékkst þegar
greidd voru atkvæði um aðra til
fjórðu grein frumvarpsins nema
hvað Sverrir Hermannsson sat þar
hjá en hafði áður greitt atkvæði gegn
fyrstu greininni. Í annarri til fjórðu
grein frumvarpsins er m.a. kveðið á
um að iðnaðaráðherra sé heimilt að
veita Landsvirkjun leyfi til að
stækka Kröfluvirkjun í allt að 220
MW ásamt aðalorkuveitum.
Áður en atkvæði voru greidd um
efnisgreinar frumvarpsins í gær var
borin upp tillaga Árna Steinars Jó-
hannssonar, þingmanns VG, um að
frumvarpinu verði vísað frá. Hafði
þingmaðurinn lagt fram frávísunar-
tillöguna „í ljósi þess að allt er í
óvissu um framvindu Noral-verkefn-
isins“, eins og segir m.a. í tillögunni.
Tillagan var hins vegar felld; 42
þingmenn Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokksins og meirihluta þing-
flokks Samfylkingarinnar, greiddu
atkvæði gegn tillögunni en sjö þing-
menn, þingmenn VG og Sverrir Her-
mannsson greiddu atkvæði með
henni. Fjórir þingmenn sátu hjá, þ.e.
þau Guðjón A. Kristjánsson, Katrín
Fjeldsted, Rannveig Guðmundsdótt-
ir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Árni Steinar sagði m.a. þegar at-
kvæðagreiðslan fór fram að með
Kárahnjúkafrumvarpinu væri verið
að leggja drög að gríðarlegum nátt-
úruspjöllum. Ennfremur sagði hann
að deildar meiningar væru um arð-
semi Noral-verkefnisins. Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði
hins vegar að Kárahnjúkavirkjun
væri stór og metnaðarfull fram-
kvæmd og kvaðst hún þakklát fyrir
þann stuðning sem frumvarpið hefði
hlotið innan þings og utan.
Katrín á móti
Einstaka þingmenn gerðu grein
fyrir afstöðu sinni til frumvarpsins
þegar atkvæðagreiðsla fór fram um
það fyrir hádegi í gær. Bryndís
Hlöðversdóttir, þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, tók fram að
frumvarpið nyti stuðnings meiri-
hluta þingflokks Samfylkingarinnar.
Sá stuðningur væri þó með
ákveðnum fyrirvörum, m.a. þeim að
áætlanir um arðsemi framkvæmdar-
innar stæðust og að þjóðhagsleg
áhrif framkvæmdanna yrðu jákvæð
þegar og ef farið yrði út í þær. „Tveir
þingmenn Samfylkingarinnar sem
hafa lýst yfir andstöðu við fram-
kvæmdina gera það vegna umhverf-
issjónarmiða,“ sagði Bryndís og vís-
aði þarna til Þórunnar Sveinbjarnar-
dóttur og Rannveigar Guðmunds-
dóttur.
Katrín Fjeldsted, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar
hún greindi frá því að hún væri á
móti frumvarpinu að við blasti að
meirihluti væri fyrir því á Alþingi að
virkja við Kárahnjúka og reisa álver
við Reyðarfjörð. „Mín sýn á framtíð-
ina er önnur og hið sama má segja
um marga sjálfstæðismenn sem ég
er málsvari fyrir,“ sagði hún. „Nú-
verandi virkjunaráform munu skaða
hálendi Íslands meira en hægt er að
sætta sig við þrátt fyrir þær mót-
vægisaðgerðir sem umhverfisráð-
herra hefur krafist með úrskurði sín-
um. Ég tel að arðsemi á fyrirhuguð-
um framkvæmdum sé ekki slík að
hún réttlæti svo stórfelld náttúru-
spjöll.“
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
iðnaðarnefndar þingsins, minnti á að
átta fulltrúar iðnaðarnefndar væru
fylgjandi frumvarpinu, einn nefndar-
manna hefði verið á móti því, þ.e.
Árni Steinar Jóhannsson. Sagði
Hjálmar að rökin fyrir því að átta
nefndarmenn styddu frumvarpið
væru m.a. þau að Noral-verkefnið
gæti lagt grunninn að mikilli hag-
sæld á Íslandi. Guðjón Guðmunds-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði m.a. að yrði frumvarpið ekki
samþykkt mætti líta á það sem skila-
boð um að Kárahnjúkavirkjun væri
frátekin fyrir Norsk Hydro. Það
væri því nauðsynlegt að afgreiða
frumvarpið sem lög frá Alþingi á
næstu dögum. Að síðustu má geta
þess að Guðjón A. Kristjánsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
sagði frá því að stuðningur sinn við
frumvarpið hefði verið skilyrtur við
það að tryggt væri að orka frá Kára-
hnjúkavirkjun yrði nýtt til atvinnu-
uppbyggingar á Austurlandi. „Nú er
það mál allt í uppnámi,“ sagði hann
og kvaðst myndu sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu um frumvarpið.
Fleiri þingmenn gerðu grein fyrir af-
stöðu sinni þegar atkvæðagreiðsla
fór fram um efnisgreinar frumvarps-
ins. Að síðustu fór fram atkvæða-
greiðsla um það hvort vísa ætti
frumvarpinu til þriðju og síðustu
umræðu og var það samþykkt með
48 atkvæðum gegn sex atkvæðum
þingmanna VG. Eftir atkvæða-
greiðsluna í gær hófst þriðja og síð-
asta umræða um frumvarpið.
Litið alvarlegum augum
Í umræðum á Alþingi í gær véku
þingmenn VG aftur að því að iðn-
aðarráðherra, Valgerður Sverris-
dóttir, hefði leynt þingið upplýsing-
um með því að skýra ekki frá því
strax og hún vissi að Norsk Hydro
treysti sér ekki til að standa við
tímasetningar vegna Reyðarálsverk-
efnisins. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG, vitnaði m.a. í orð Þórð-
ar Friðjónssonar, formanns sam-
ráðsnefndar um Reyðarálsverkefnið,
þar sem hann hefði sagt í fjölmiðlum
að í lok febrúar hefðu ákvarðanir
verið teknar hjá Norsk Hydro sem
leiddu til þess að fyrirtækið treysti
sér ekki til þess að standa við tíma-
setningar varðandi verkefnið. Full-
yrti hann að slíkt framferði, að halda
upplýsingin frá þingi, hefði verið litið
alvarlegum augum á öllum nálægum
þjóðþingum.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra ítrekaði hins vegar að það
skipti máli hvenær endanleg ákvörð-
un hefði verið tekin hjá Norsk
Hydro. „Á meðan engin ákvörðun
var tekin um að breyta út af tíma-
áætlunum og vinna ekki samkvæmt
undirritaðri viljayfirlýsingu þá stóð
sú yfirlýsingin,“ sagði ráðherra m.a.
Kárahnjúkafrumvarp að
lögum í dag eða á morgun
Morgunblaðið/Golli
Valgerður Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson ræðast við á Alþingi í gær.
ÁSTANDIÐ fyrir botni Miðjarðar-
hafs var til umræðu utan dagskrár á
Alþingi í gær en Ögmundur Jónas-
son, þingflokksformaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs,
var málshefjandi umræðunnar. Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
var til andsvara. Ögmundur sagði að
óhugnanlegar fréttir bærust frá Pal-
estínu á degi hverjum og svo virtist
sem ofbeldið magnaðist jafnt og þétt.
„Úr fjarlægð verðum við vitni að of-
beldi sem framið er á frumstæðan en
yfirvegaðan hátt,“ sagði hann.
„Þótt ljóst sé að einstakir menn
eða hópar úr röðum Palestínumanna
hafa framið hryllileg hryðjuverk þá
er engu að síður greinilegt hver hef-
ur yfirhöndina,“ sagði hann enn-
fremur, „mótmæli okkar eiga að
beinast gegn Ísrael og þeim sem
halda yfir þeim verndarhendi;
bandarískum stjórnvöldum. Án
stuðnings þeirra fengju ísraelskir
ráðamenn engu áorkað.“ Spurði
hann því næst utanríkisráðherra
m.a. að því hvort hann teldi koma til
álita að draga úr eða jafnvel slíta
stjórnmálasambandi við Ísrael dragi
þeir ekki herlið sitt til baka af svæð-
um Palestínumanna og láti þeir ekki
af ofbeldisaðgerðum.
Í máli Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra kom fram að ábyrgð
Ísraelsmanna væri mikil og að þeir
væru ekki hafnir yfir lög og rétt.
„Við hljótum…að fordæma harðlega
ofbeldisaðgerðir beggja aðila, bæði
Ísraelsmanna og annarra á þessu
svæði,“ sagði hann. Ítrekaði hann þá
skoðun sína að hann teldi nauðsyn-
legt að senda alþjóðlegt friðargæslu-
lið eða eftirlitssveitir til Palestínu.
„Ég tel að það sé vonlaust að tryggja
varanlegan frið á svæðinu án dvalar
slíkra alþjóðlegra sveita.“ Að síðustu
svaraði ráðherra því til að það hefði
ekki „verið hugleitt“, eins og hann
orðaði það, að slíta stjórnmálasam-
bandi við Ísrael. „Ég tel að það þjóni
ekki tilgangi á þessu stigi málsins að
gera slíkt. Það er mat flestra þjóða í
heiminum.“
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, notaði
tækifærið og minnti þingmenn á
þingsályktunartillögu Samfylkingar-
innar um sjálfstæði Palestínu. „Ég
tel brýnt að sú tillaga verði afgreidd
sem allra fyrst,“ sagði hún og benti á
að í tillögunni væri einnig lagt til að
alþjóðlegar öryggissveitir eða friðar-
gæslusveitir yrðu sendar til verndar
Palestínumönnum.
Bandaríkjamenn
leika lykilhlutverk
Sigríður Anna Þórðardóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og for-
maður utanríkismálanefndar þings-
ins, minnti á að Ísland hefði frá
upphafi stutt stofnun og tilverurétt
Ísraelsríkis og að það styddi einnig
sjálfsákvörðunarrétt Palestínu-
manna.
„Það er brýnt að á alþjóðlegum
vettvangi verði stórhertum þrýstingi
beitt til að leysa deilurnar fyrir botni
Miðjarðarhafs en slík lausn þarf að
fela í sér að Ísraelum verði tryggt ör-
yggi innan alþjóðlegra viðurkenndra
landamæra og síðan með stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínu.“
Sverrir Hermannsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði m.a. að
Bandaríkjamönnum bæri skylda til
að skerast í leikinn í Mið-Austur-
löndum og Þuríður Backman, þing-
maður VG, sagði að ástandið hefði
fengið að þróast vegna þess að í
„gildi væri alveg sérstakt bandalag
Bandaríkjamanna og Ísraels“.
Magnús Stefánsson, Framsóknar-
flokksi, sagði að það hlyti að fara
styttast í að alþjóðasamfélagið beitti
beinum aðgerðum til að setja niður
deilurnar á svæðinu og sagði ljóst að
í því tilfelli lékju Bandaríkjamenn
lykilhlutverk. „Við hljótum að gera
auknar kröfur um að Bandaríkja-
menn beiti sínu valdi til að setja nið-
ur þær deilur sem þarna eru.“
Rannveig Guðmundsdóttir Sam-
fylkingunni, minnti m.a. á fyrr-
greinda þingsályktunartillögu Sam-
fylkingarinnar og taldi að Alþingi
ætti að álykta um ástandið og senda
frá sér yfirlýsingu en Einar K. Guð-
finnsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, taldi hins vegar varasamt
að Alþingi beindi mótmælum sínum
eingöngu til annars aðilans. „Við
hljótum að fordæma hryðjuverk í
hvaða formi sem þau eru af hvaða að-
ila sem þau eru gerð.“
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur VG, lýsti yfir vonbrigðum með að
engin mótmæli hefðu verið send frá
íslenskum stjórnvöldum til ísr-
aelskra yfirvalda.
Þingmenn hafa áhyggjur
af stöðu mála í Palestínu
ALÞINGI samþykkti í gær
frumvarp til laga um tíma-
bundna lækkun á almennu
vörugjaldi af bensíni um 1,55
kr. eða úr 10,50 kr. í 8,95 kr.
Gert er ráð fyrir því að lögin
öðlist þegar gildi en ákvæði
laganna gilda til júníloka
2002. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar töldu það þó of
skamman tíma. Lögðu þing-
menn Samfylkingarinnar, Jó-
hanna Sigurðardóttir og Öss-
ur Skarphéðinsson, það til að
lögin myndu gilda til 1. nóv-
ember 2002. Sú tillaga var
hins vegar felld í atkvæða-
greiðslu.
Vöru-
gjald af
bensíni
lækkar
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 10.30 í dag. Meðal þess sem
verður á dagskrá er þriðja um-
ræða um Kárahnjúkafrum-
varpið.