Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 11

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 11 LANDSVIRKJUN er ekki eigandi vatnsréttinda í uppsveitum Árnessýslu heldur ríkið samkvæmt ný- legum úrskurði óbyggðanefndar og í kjölfarið hafa komið upp spurningar varðandi álagningu auð- lindagjalds vegna nýtingar þessara réttinda. Auð- lindanefnd fjallaði á sínum tíma í skýrslu sinni sér- staklega um vatnsaflið sem auðlind og fer hér á eftir síðari hluti þess kafla sem fjallaði um vatns- orkuna, en það er fjórði kafli skýrslunnar. Birtir eru undirkaflar 4.4., 4.5. og 4.6., sem fjalla um auð- lindarentu í vatnsaflsvirkjunum, sérstaka gjald- töku að norskri fyrirmynd og niðurstöður og til- lögur. „Vatnsaflsvirkjanir eru mishagkvæmar og kostnaður við framleiðslu rafmagns í þeim ólíkur. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fyrst sé ráðist í bygg- ingu þeirra vatnsorkuvera sem hagkvæmust eru þannig að kostnaður við hverja virkjaða kílóvatt- stund fari vaxandi eftir því sem ráðist er í óhag- kvæmari virkjanir. Þannig myndast mishá auð- lindarenta í sérhverri virkjun, sem svipar mjög til þeirrar rentu sem myndast í landbúnaði þegar mis- gott land er notað eins og vikið var að í kafla 2.4. Þar sem bygging vatnsaflsvirkjana er mikil fjár- festing er yfirleitt ekki ráðist í virkjanir nema tryggt sé að hægt verði að selja raforkuna. Að öllu jöfnu má gera ráð fyrir að það verð sem hægt sé að selja raforkuna á sé hærra en kostnaðurinn við byggingu og rekstur raforkuversins. Enda þótt fræðilega sé hægt að skilgreina hvernig auðlinda- renta myndist við raforkuframleiðslu í vatnsorku- verum er í reynd því sem næst ómögulegt að segja til um hversu mikið af hagnaði orkuveranna megi rekja til nýtingar misgóðra virkjunarstaða og hversu mikið til annarra þátta, svo sem mismun- andi getu fyrirtækja til að fá sem mest úr aðföngum sínum (hæfnishagnað) og markaðsstöðu fyrirtækj- anna. Flest orkufyrirtæki eru annaðhvort einok- unarfyrirtæki eða búa við fákeppni og alkunna er að hagnaður slíkra fyrirtækja getur verið mun meiri en þar sem samkeppni er virkari. Raforkufyr- irtæki þurfa iðulega að greiða fyrir vatnsréttindi, auk bóta til landeigenda vegna þess landsvæðis sem t.d. fer undir uppistöðulón eða spillist vegna annarrar notkunar. Auk þess má ætla að seljendur vatnsréttinda reyni eftir föngum að fá sem stærst- an hluta af þeim auðlindaarði sem hugsanlega kann að myndast við virkjunina. Samanburður á kostnaði við virkjanir, sem hafa þurft að greiða fyrir vatns- réttindi og annarra sem ekki hafa þurft að gera slíkt getur því verið villandi og gefið til kynna að auðlindarenta hinna síðarnefndu sé hærri en raunin er. Á síðustu áratugum hefur umhverfissjónarmið- um verið gefinn sífellt meiri gaumur þegar ákvarð- anir um virkjanir hafa verið teknar. Settar hafa verið reglur um að meta eigi umhverfisáhrif virkj- ana og tíundað nákvæmlega hvað í slíku mati skuli felast. Samhliða hafa verið þróaðar aðferðir við að meta þann umhverfisskaða sem hlýst af því að virkjanir eru byggðar og háspennulínur lagðar. Fyrir vikið hefur virði þess lands sem nýtt er fyrir virkjanir hækkað og kostnaður við virkjanir farið vaxandi. Að sama skapi má ætla að sá auðlindaarð- ur sem fellur orkufyrirtækjunum sjálfum í skaut hafi minnkað. Greiðsla auðlindaarðs af vatnsafli hefur hingað til verið lítið á dagskrá í heiminum þótt það gæti breyst í náinni framtíð. Eina dæmið sem nefndinni er kunnugt um gjald af auðlindaarði af vatnsorku er að finna í Noregi og hefur nefndin kannað það mál sérstaklega. 4.5 Sérstakt gjald að norskri fyrirmynd Í ársbyrjun 1997 tóku gildi ný lög um orkuskatta í Noregi. Í þeim fólst m.a. að sérstakt gjald var lagt á orkuver en með því var reynt að færa til ríkisins hluta af þeim auðlindaarði sem myndast við nýtingu vatnsorkunnar. Gjaldheimta þessi byggist á ákveðnu endurmati á tekjum og gjöldum virkjan- anna. Rafmagnsframleiðsla hverrar virkjunar er virt til tekna á markaðsverði á norska skyndimark- aðnum en þó tekið tillit til langtímasamninga (a.m.k. þeirra er gerðir voru fyrir gildistöku lag- anna). Til gjalda telst raunverulegur rekstrar- kostnaður, þ.m.t. afskriftir, en ekki bókfærður fjár- magnskostnaður. Þess í stað er fjármagns- kostnaður reiknaður sem ávöxtunarkrafa á það fé sem bundið er eins og það endurspeglast í bók- færðu verði hverrar virkjunar. Ávöxtunarkrafan var 9,5% árið 1997, þ.e. jöfn summu vaxta á rík- isskuldabréfum (5,5%) og áhættuþóknunar (4%). Stofn umrædds gjalds er tekjur að frádregnum rekstrarkostnaði og reiknuðum fjármagnskostnaði. Auðlindagjaldið var 32% árið 1999. Í greinargerð sem orkumálastjóri tók saman að beiðni auðlinda- nefndar eru útfærð nokkur dæmi um álagningu gjalds að norskri fyrirmynd á íslensk orkuver. At- hugað er hver gjaldtakan yrði af gömlu, litlu vatns- orkuveri (Lagarfljótsvirkjun), nýju, stóru vatns- orkuveri (Blönduvirkjun), jarðgufuveri (Kröflu- virkjun) og hitaveitu. Í þessum kafla er einungis litið til vatnsorkuvera. Sú athugun leiddi í ljós að kostnaður á framleidda kílóvattstund var að með- altali mun lægri í norskum virkjunum en í báðum íslensku vatnsorkuverunum. Í þessu sambandi ber að hafa í hug að norsku virkjanirnar eru að jafnaði mun eldri en þær íslensku og bókfært virði þeirra því lægra. Af þeim 60 norsku virkjunum sem athug- unin náði til greiddu 13 umrætt gjald árið 1997 og var bókfært virði þeirra virkjana mun lægra en hinna. Þá reyndist rekstrarkostnaður íslensku virkjananna tveggja vera jafnhár eða hærri en þeirra norsku. Í greinargerð orkumálastjóra er einnig athugað hvernig gjaldið gæti breyst á líftíma virkjana, enda lækkar reiknaður fjármagnskostn- aður í hlutfalli við bókfært verð. Gert var ráð fyrir stöðugum tekjum og rekstrarkostnaði og 8,5% ávöxtunarkröfu. Miðað við þær forsendur yrði aldr- ei greitt neitt gjald af Blönduvirkjun ef svipuðum reglum væri beitt og í Noregi þannig að neikvæður auðlindaarður geymdist á vöxtum og drægist frá skattlagningu síðar. Niðurstöðurnar eru lítt næmar fyrir raforkuverði; jafnvel þótt það hækkaði um 75% til stóriðju frá því sem það var 1998 og notast væri við hæsta hugsanlega viðmiðunarverð til al- menningsveitna kæmi ekki til gjaldtöku af Blöndu- virkjun. Öðru máli gegnir um Lagarfljótsvirkjun. Ef raforkuverð væri 2 krónur á kWh eða hærra myndi nú þegar þurfa að greiða hið sérstaka gjald af henni. Þessi niðurstaða mundi á hinn bóginn breytast ef miðað væri við framangreindar forsend- ur, bæði fram og aftur í tímann. Virkjunin hefði þá safnað upp svo miklum neikvæðum auðlindaarði á fyrstu áratugum starfseminnar að aldrei yrði greitt gjald af henni, enda skilaði hún engum auðlindaarði á líftíma sínum. Þessi tvö dæmi gefa vísbendingu um að auðlindaarður af íslenskum vatnsorkuverum væri ekki mikill við núverandi aðstæður og gjald- taka af því tagi sem stunduð er í Noregi því vart skila miklum tekjum til ríkisins. Tekið skal þó fram að til stofnkostnaðar íslenskra virkjana telst allur kostnaður við vegagerð og kaup á vatnsréttindum, sem og allar bætur vegna eignarnáms sem greidd- ar eru áður en virkjanirnar hefja starfsemi sína. Bætur sem greiddar eru síðar eru hins vegar gjald- færðar. Grundvöllur skattlagningar er einnig ótraustari hér á landi, þar sem enginn samkeppn- ismarkaður er fyrir raforku eins og í Noregi og verðlagning hennar því háð ákvörðun ríkis og sveit- arfélaga sem eiga orkuverin. 4.6 Niðurstöður og tillögur 4.6.1 Vatnsafl í þjóðareign Orka fallvatna er ein helsta auðlind þjóðarinnar en samkvæmt íslenskri löggjöf fylgir réttur til nýt- ingar hennar eignarhaldi á landi. Mikil óvissa ríkir hins vegar um það hve stór hlutur nýtanlegs vatns- afls er í eigu ríkis og annarra opinberra aðila. Engin skipuleg heildarúttekt hefur verið gerð á þessu, auk þess sem enn hefur ekki verið skorið úr um mörk þjóðlendna en mikinn hluta ónýtts vatnsafls er að finna í óbyggðum. Líkindi benda þó til þess að allt að tveimur þriðju hlutum vatnsaflsins sé í eigu rík- isins, sveitarfélaga og opinberra orkufyrirtækja. Í samræmi við almenna stefnumótun nefndarinnar telur hún að tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíð- inni eðlilegrar hlutdeildar í þeim umframarði (auð- lindarentu), sem nýting vatnsafls í eigu þjóðarinnar skapar. Af því vatnsafli sem er í einkaeign er sam- kvæmt framansögðu ekki efni til töku auðlinda- gjalds, en hins vegar gæti ríkið innheimt kostn- aðargjöld eða lagt á auðlindaskatt í þeim tilvikum. 4.6.2 Skipulag raforkumála Skipulag raforkuframleiðslu hefur hér á landi eins og víða annars staðar einkennst af opinberum rekstri og eru öll raforkufyrirtæki landsins í eigu ríkis, sveitarfélaga eða þessara aðila sameiginlega. Eru þessi fyrirtæki í reynd rekin sem þjónustufyr- irtæki þar sem verðlagning á seldri orku hefur ráð- ist af fleiri sjónarmiðum en arðsemi einni saman. Þannig hefur verðlagning orku á hinum almenna markaði innanlands miðast við kostnaðarverð og lága arðgjöf fjármagns, en sala til stóriðju verið samkvæmt langtímasamningum sem gerðir hafa verið í beinni samkeppni við það verð sem boðist hefur við sambærileg skilyrði erlendis. Orkufyrir- tækin hafa vegna hins opinbera eignarhalds verið undanþegin tekjusköttum frá upphafi og hefur ver- ið stefnt að því að þau byggðu upp eignastöðu sína með fé úr rekstri frekar en framlögum eigenda sinna. Þessar aðstæður hafa vafalaust ráðið því að gjaldtöku af hugsanlegum auðlindaarði hefur verið lítill gaumur gefinn fram undir þetta. Á síðustu ár- um hefur hins vegar orðið mikil stefnubreyting í skipulagi raforkumála víða um lönd þar sem stefnt hefur verið að því að koma á virkri samkeppni eftir því sem tæknilegar aðstæður hafa leyft. Jafnframt hefur einkavæðing raforkufyrirtækja átt sér stað í stórum stíl, t.d. í Bretlandi og víðar í Evrópu. Má gera ráð fyrir því að svipuð þróun sé framundan hér á landi, enda hafa Íslendingar þegar skuldbundið sig til að aðskilja framleiðslu og dreifingu raforku og stefna á næstu árum að virkri samkeppni milli raforkuframleiðenda. 4.6.3 Greiðsla auðlindaarðs Þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á raf- orkumarkaðnum er nefndinni aðeins kunnugt um að auðlindaskattur á vatnsorku hafi verið tekinn upp í einu landi, Noregi. Nemur hann 32% af áætl- uðum auðlindaarði einstakra virkjana. Útreikning- ar gerðir fyrir nefndina benda ekki til þess að sú gjaldtökuleið leiddi til teljandi tekjuöflunar, væri henni beitt hér á landi að skipulagi orkumála óbreyttu. Sum réttindi til nýtingar á vatnsafli eru eins og áður segir háð einkaeignarrétti en önnur yrðu í þjóðareign samkvæmt tillögum nefndarinn- ar. Að teknu tilliti til þessa telur nefndin að inn- heimta eigi auðlindaarð af vatnsafli í þjóðlendum sem enn hefur ekki verið selt eða framselt svo skuldbindandi sé og yrði því að þjóðareign með því að selja langtíma nýtingarréttindi á uppboði ef nægileg samkeppni er fyrir hendi. Að öðrum kosti skuli semja um greiðslu auðlindagjalds á grundvelli þess umframarðs, sem gera má ráð fyrir að falli til á samningstímanum. Vegna þeirra sértæku breyt- inga sem væntanlega verða gerðar á skipulagi raf- orkufyrirtækja og raforkumarkaðnum á næstu ár- um telur nefndin ekki fært að setja fram ákveðnar hugmyndir um það hvernig skuli greiða fyrir þau orkuréttindi sem eru í eigu raforkufyrirtækja landsins. Nefndin leggur til að mat á því verði þátt- ur í þeirri endurskoðunarvinnu sem framundan er á þessu sviði. Líklegt er að lokaáfangi þróunarinnar verði einkavæðing raforkufyrirtækja, en með út- boði hlutafjár sköpuðust skilyrði til að fá greitt fullt markaðsverð fyrir þau vatnsréttindi sem þessi fyr- irtæki, ríki og sveitarfélög hafa sannanlega eignast. 4.6.4 Kostnaðargjöld Auk greiðslu fyrir nýtingu þess vatnsafls sem er í þjóðareign og greiðslu fyrir umhverfistjón er rétt að settar verði ákveðnar reglur er tryggi að ríkinu sé endurgreiddur sá kostnaður sem það hefur lagt fram vegna rannsókna og annarrar þjónustu sem koma virkjunaraðilum til góða. Slík kostnaðargjöld ættu þeir ekki síður að greiða sem nýta vatnsafl í einkaeign.“ Auðlindanefnd fjallaði sérstaklega um vatnsaflið í skýrslu sinni Mishá auðlindarenta í sérhverri virkjun Mishá auðlindarenta verður til í hverri vatnsaflsvirkjun fyrir sig og fer hún eftir því hversu hag- kvæmar virkjanirnar eru. Svipar það mjög til þeirrar auðlinda- rentu sem verður til þegar mis- gott land er brotið til ræktunar að því er fram kemur í skýrslu auðlindanefndar. Séð yfir vélasal Hrauneyjafossvirkjunar þar sem er stærsta vélasamstæða í landinu. Niður- staða hjá Álftanes- hreyf- ingunni NIÐURSTAÐA liggur fyrir í skoðanakönnun sem uppstill- ingarnefnd Álftaneshreyfingar- innar í Bessastaðahreppi lét gera meðal stuðningsmanna sinna um val á frambjóðendum á framboðslistann fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Alls tóku 244 þátt í könnuninni. Álftaneshreyfingin er kosn- ingabandalag Framsóknar- flokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og óflokksbundinna. Skoðanakönnunin fór þannig fram að þátttakendur gátu valið um fjóra frambjóðendur fyrir hvern þessara hópa. Merkja átti við tvo frambjóðendur í hverj- um hópi í 1. eða 2. sætið, átta frambjóðendur alls. Niðurstöð- ur könnunarinnar eru leiðbein- andi fyrir val á framboðslistann í vor. Skv. upplýsingum frá kjör- nefnd Álftaneshreyfingarinnar voru niðurstöður skoðanakönn- unarinnar sem hér segir: Fyrir Framsóknarflokk var Jón Þór Björnsson í 1. sæti, Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir í 2. sæti, Sigurbjörn Úlfarsson í 3. sæti og Jón Breiðfjörð Höskuldsson í 4. sæti. Hjá Samfylkingu varð Kristján Sveinbjörnsson í 1. sæti, Bragi Sigurvinsson í 2. sæti, Eygló Ingadóttir í 3. sæti og Kjartan Kjartansson í 4. sæti. Hjá Vinstri-grænum varð Sigurður Magnússon í 1. sæti, Jóhanna Rútsdóttir í 2. sæti, Sigtryggur Jónsson í 3. sæti og Jóhanna Aradóttir í 4. sæti. Hjá óflokksbundnum varð Guðrún Þ. Hannesardóttir í 1. sæti, Sveinbjörn I. Baldvinsson í 2. sæti, Júlíus Björnsson í 3. sæti og Kristín Norðdahl í 4. sæti. Karlavígi féll í skákheiminum Chen Zhu sló út Pon- omariov ÞAU tíðindi gerðust í fyrstu um- ferð Grand Prix-skákkeppni FIDE, sem hófst í Dubai í Sam- einuðu arabísku furstadæmun- um á miðvikudag, að FIDE- heimsmeistari kvenna, Chen Zhu, bar sigurorð af FIDE- heimsmeistara karla, Ruslan Ponomariov. Í skákheiminum er talað um að þar með hafi enn eitt karla- vígið fallið og þetta hafi verið í fyrsta sinn í íþróttum sem heimsmeistari kvenna leggi heimsmeistara karla að velli í sömu grein. Ponomariov var þar með úr leik í mótinu en tefldar eru at- skákir með úrsláttarfyrirkomu- lagi. Að sögn skákskýrenda Morgunblaðsins getur Ponom- ariov greinilega ekki tekið jafn- stórt upp í sig og Bobby Fischer á sínum tíma þegar hann sagði í viðtali við tímaritið Harpers árið 1962 að kvenfólk gæti ekki teflt! Alls hófu 32 skákmenn leik í Dubai. Önnur umferð fór fram í gær en þar beið Chen Zhu lægri hlut fyrir Anatoly Karpov, fyrr- verandi heimsmeistara. Þriðja umferð fer svo fram í dag þar sem átta stórmeistarar mætast í fjórum viðureignum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.