Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 14
AKUREYRI
14 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Brekkugötu 27a · Akureyri · Sími 462 1285 · GSM 692 7278
ÁSGEIR Magnússon, formaður
bæjarráðs og framkvæmdaráðs Ak-
ureyrar, sagði að ekki yrði ráðist í
framkvæmdir í göngugötunni á
þessu ári eins og til stóð. Hug-
myndin var að bjóða út umfangs-
miklar framkvæmdir í miðbænum
en Ásgeir sagði að ákveðið hafi ver-
ið að fara í lagfæringar á göngugöt-
unni eins og hún er og setja þar
niður götugögn eins og hugmyndin
um framkvæmdir í götunni gerðu
ráð fyrir. Um er að ræða m.a.
steina, kassa og blómaker, sem eiga
að afmarka akstursleiðina þar í
gegn.
„Það var ákveðið að setja þessar
framkvæmdir ekki inn á fram-
kvæmdaáætlun nú í sumar,“ sagði
Ásgeir. Áætlaður kostnaður við
framkvæmdir í göngugötunni er
um 50 milljónir króna og fram-
kvæmdir í Skátagilinu upp á aðrar
50 milljónir króna.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur verslunum
fækkað umtalsvert í miðbænum
undanfarin misseri og sagði Ragnar
Sverrisson, formaður Kaupmanna-
félags Akureyrar, að bæjaryfirvöld
þyrftu að gera eitthvað fyrir
miðbæinn, til þess að auka umferð
fólks þar um. Ragnar sagði að bær-
inn þyrfti að setja hálfan milljarð
króna í miðbæinn á næstu 10 árum.
Ásgeir sagði kaupmenn hefðu
helst fett fingur út í að ekki væri
hægt að keyra í gegnum göngugöt-
una. Nú væri búið að hleypa umferð
þar í gegn og setja niður bílastæði.
„Ég get tekið undir það að heil-
mikið megi gera fyrir miðbæinn.
Þar eru margir blettir sem kalla á
að tekið sé til hendinni. En það er í
mörg horn að líta með peningana
og menn þurfa því að velta hlut-
unum fyrir sér. Við komum þó aldr-
ei til með að breyta þeirri stað-
reynd að húsnæði sem reist er á
fyrri hluta síðustu aldar og skipu-
lagning hverfa, hentar kannski ekki
þeirri verslunarstarfsemi sem
menn eru með í dag.“
Ásgeir sagði það sjálfsagt rétt að
einhverjar verslanir í miðbænum
hafi lagt upp laupana og aðrar flust
til. Hins vegar væru þær verslanir
sem hefðu lagst af vegna aðstöðu-
leysis í miðbænum eða vegna til-
komu Glerártorgs ekki margar.
Hann sagði að hús í miðbænum,
sem áður hýstu verslanir og voru
komin í niðurníðslu, hefðu tekið
miklum breytingum til batnaðar og
fengið ný hlutverk . Hann nefndi í
því sambandi París og húsnæðið
þar sem Kaffi Akureyri er til húsa.
„Sú breyting sem hefur átt sér stað
í fjölmörgum þessara húsa, sem
menn eru að telja upp að verslanir
hafi horfið úr, eru mjög jákvæðar
og af hinu góða,“ sagði Ásgeir.
Formaður bæjarráðs um framkvæmdir í miðbænum
Margir blettir sem kalla
á að tekið sé til hendinni
ÞRÁTT fyrir ungan aldur hefur
Helga Bjarkadóttir haft mikil
kynni af sjúkrahúsum og hefur
farið í nokkrar aðgerðir en hún
fæddist með augnsjúkdóm sem
kallast drer (cataract) og upp úr
því fékk hún barnagláku. Helga
er 19 mánaða gömul, fædd 24.
ágúst 2000, og eru foreldrar
hennar ung hjón á Akureyri, þau
Rut Sverrisdóttir og Bjarki Hilm-
arsson. Þau fór í alls fimm ferðir
til Lundúna á síðasta ári með
stúlkuna í augnaðgerðir.
Augasteinar hennar voru ónýt-
ir, óskýrir og skyggðir og þurfti
að fjarlægja þá þegar Helga var
aðeins þriggja og fjögurra vikna
gömul. Rut, móðir hennar, fædd-
ist með sama sjúkdóm. Hún sagði
að í sínu tilfelli hefði orðið um
stökkbreytingu að ræða og hún
ekki vitað af því að sjúkdóm-
urinn erfðist. „Okkur var sagt að
litlar líkur væru á að sjúkdóm-
urinn erfðist, en nú vitum við að
á því eru um 50% líkur,“ sagði
Rut, en hún hefur 10% sjón. Ekki
er enn vitað hver sjón Helgu er.
Ýmsir fylgikvillar
komu fljótt í ljós
Hægri augasteinn Helgu var
fjarlægður þegar hún var
þriggja vikna og sá vinstri viku
seinna og fimm vikna var hún
komin með sterk gleraugu. Rut
sagði að aðgerðir sem þessar
tækjust yfirleitt vel, en í tilviki
Helgu litlu hefðu fljótlega ýmsir
fylgikvillar komið í ljós. Augn-
þrýstingur, einkum á hægra
auga, hefði verið mikill og
augndropar ekki dugað til. Þessi
mikli augnþrýstingur leiddi til
þess að Helga fékk barnagláku.
Vegna þrýstingsins stækkaði
auga hennar mjög, það af-
skræmdist og hún varð blind á
því um tíma. Í kjölfarið héldu
þau Rut og Bjarki með hana til
Lundúna í maí í fyrra þar sem
hún gekkst undir fjögurra tíma
aðgerð á Morsfield sjúkrahúsinu
sem sérhæfir sig í augn-
aðgerðum. Þar var sett rör í aug-
að og diskur þar fyrir aftan. Þau
héldu á ný út í júní og fengu
góða skoðun, en þegar á leið júlí
kom í ljós að örvefsmyndun var
mikil í auganu. Diskurinn sem
átti að taka við frárennslinu frá
rörinu í auganu hafði fyllst af ör-
vef og því stíflast. Hann var
skrapaður í burtu og saumar
voru einnig losaðir. Fjölskyldan
kom heim í ágúst, en í september
þótti sýnt að aftur þyrfti að
skrapa örvef í burt og þess
freistað með aðgerð að koma í
veg fyrir að augað framleiddi svo
mikinn örvef. Aftur var reynt í
fimmtu ferð fjölskyldunnar til
Lundúna í október og þá heppn-
aðist aðgerðin vel að sögn þeirra
Bjarka og Rutar. „Okkur var
sagt að hún væri óvenju erfitt til-
felli,“ segja þau.
Til stóð að þau héldu enn á ný
utan til skoðunar eftir áramót,
en þá veiktist Helga þannig að
enn hefur ekki orðið af ferðinni.
„Það er biðstaða hjá okkur núna,
en það getur eitthvað gerst hve-
nær sem er,“ sagði Rut. „Við vit-
um í rauninni aldrei hvenær við
þurfum að rjúka af stað, fyr-
irvarinn er oftast ekki mikill,“
bætti Bjarki við.
Höfum fengið ótrúlega
mikla hjálp
Rut er heima við með Helgu og
Bjarki er nemandi við trésmíða-
deild Verkmenntaskólans á Ak-
ureyri. Fimm ferðir til Lundúna
á einu ári auk ferða suður á
Landspítala – háskólasjúkrahús
hafa því gengið nærri fjárhag
fjölskyldunnar. Þau sögðu að þar
sem ekki væri um að ræða lífs-
hættulegan sjúkdóm, líkt og
hjartagalla væri einungis greitt
fyrir annað foreldrið. „Við höfum
fengið ótrúlega mikla hjálp frá
ættingjum og vinum og líka frá
fólki sem við þekkjum lítið sem
ekkert. Við höfum oft orðið hissa
þegar fólk hefur bankað upp á
hjá okkur til að rétta hjálp-
arhönd,“ sögðu þau og nefndu
sérstaklega til sögunnar fólk úr
Ólafsfirði, en þaðan er faðir
Bjarka. „Við erum afskaplega
þakklát, þetta sýnir okkur í hve
góðu samfélagi við búum þar sem
allir eru tilbúnir að hjálpa.“
Helga Bjarkadóttir fæddist með sjaldgæfan augnsjúkdóm
Fimm að-
gerðir í
Lundúnum
á síðasta ári
Morgunblaðið/Kristján
Helga litla skoðar myndaalbúm þar sem hún sjálf er í aðalhlutverki.
Mynd /Bjarki Hilmarsson
Helga með mömmu sinni, Rut
Sverrisdóttur, skömmu áður
en farið var í eina af mörgum
augnaðgerðum síðasta árs.
Mynd/Bjarki Hilmarsson
Helga nýkomin úr sinni
fyrstu aðgerð, þar sem auga-
steinarnir voru fjarlægðir.
NOKKUÐ er síðan tófan fór að
gagga sig saman í Svarfaðardal, en
félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ á
Dalvík segja það boða gott vor þegar
tófurnar fari að gagga sig saman
snemma.
Veðurklúbbsmenn segja votan
einmánuð boða gott vor og svo hafi
verið það sem af er. Annars segja fé-
lagar í klúbbnum að vorið sé enn
ekki komið en það sé þó á næsta leiti
þótt hann eigi eftir að gusa aðeins úr
sér eins og þeir orða það í veðurspá
sinni fyrir aprílmánuð.
Stuttur norðanskellur
Nokkrir félaganna telja að það
komi óvæntur hraustlegur norðan-
skellur en standi stutt. Að öðru leyti
verði veðrið í apríl líkt og svo oft í
þeim mánuði; hríðarlenja, slydda,
rigning og svo sól og gott á milli.
Tófan farin að gagga í Svarfaðardal
Boðar gott vor
Dalvíkurbyggð
FRAMFARAFÉLAG Eyjafjarðar
er heiti á nýju félagi sem nýlega var
stofnað í Eyjafjarðarsveit. Á stofn-
fundinum gengu um fjörutíu manns
í félagið. Einkunnarorð félagsins
eru að sögn stofnenda heiðarleiki,
opin samskipti og samheldni og til-
gangur þess að efla samfélagið í
Eyjafjarðarsveit í hvívetna.
Á fundinum kom fram mikill
áhugi fyrir því að félagið stæði að
framboði fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 25. maí næstkomandi.
Stofnfélagar skráðu sig í áhuga-
hópa um málefni sveitarfélagsins og
munu þeir hefja starfsemi á næst-
unni. Fram kom á fundinum að eitt
aðalmarkmið félagsins er að al-
menn og opin umræða standi að
baki heildarstefnumótun og for-
gangsröðun verkefna í sveitarfé-
laginu.
Í stjórn félagsins voru kjörin:
Aðalsteinn Hallgrímsson, Garði,
Arnar Árnason, Hranastöðum, Sig-
urður Eiríksson, Vallartröð 3, og til
vara Jófríður Traustadóttir,
Tjarnalandi, og Karl Frímannsson,
Hrafnagilsskóla.
Stjórn félagsins hvetur íbúa
sveitarinnar til að ganga til liðs við
félagið og taka virkan þátt í að gera
gott samfélag enn betra.
Framfara-
félag Eyja-
fjarðar
stofnað
Eyjafjarðarsveit
ÞORSTEINN Haukur Þorsteinsson
frá Tollgæslunni og Þorsteinn Pét-
ursson lögreglumaður heimsóttu
nemendur í 8.-10. bekk í grunnskól-
um Akureyrar í vikunni, þar sem
Þorsteinn Haukur ræddi við ung-
mennin um skaðsemi fíkniefna og
ýmislegt tengt fíkniefnamálum. Með
Þorsteini Hauki í för var fíkniefna-
hundurinn Bassi, sem einnig er á
starfssamningi hjá Tollgæslunni.
Bassi er þjálfaður af Þorsteini Hauki
og í hans umsjá og hefur hann reynst
mjög vel við leit að fíkniefnum.
Heimsóknin er liður í forvarnarverk-
efni, þar sem Tollgæslan og lögregl-
an vinna saman.
Skaðsemi
fíkniefna til
umfjöllunar
♦ ♦ ♦