Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 16
Málefnafundur Samfylkingar Reykjanesbær SAMFYLKINGIN í Reykjanesbæ boðar til málefnafundar um íþrótta-, tómstunda- og menningar- mál, mánudaginn 8. apríl nk. í hús- næði Samfylkingarinnar í Hólm- garði 2. Þessi fundur er annar í röðinni af fjórum sem Samfylkingin stendur fyrir í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninganna. Farið verð- ur yfir stöðu ofangreindra mála- flokka og munu þau Stefán Bjarka- son, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundadeildar, og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi hafa framsögu og svara fyrirspurn- um. SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Victoria Antik Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 11-16. FORVARNIR eru skildgreindar sem megininntak í allri starfsemi Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar (FFR), allt frá barnaverndarstarfi til öldrunar- mála. Þá eru forvarnir hafðar að leiðarljósi í stefnumóta- og áætlana- gerð stofnunarinnar. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu FFR fyrir árið 2001. Í skýrslunni segir að fjölskyldu- mál hafi verið í brennidepli á síðasta ári, „enda fjölskyldan, hvernig sem hún er skilgreind, vettvangur alls starfs stofnunarinnar.“ Sérstök áhersla var lögð á stuðning við for- eldra og fólst sá stuðningur í nám- skeiðum fyrir foreldra barna 0–6 ára sem stofnunin stóð fyrir, skipu- lögðu samstarfi var komið á við For- eldrahús Vímulausrar æsku og hald- in var foreldraráðstefna undir heitinu „Hönd í hönd“ í samstarfi við foreldrafélög grunnskólanna. Barnavernd er stærsti málaflokk- ur FFR. Ný stefna sem gerð var í vinnslu barnaverndarmála hjá stofnuninni hefur m.a. skilað sér í því að foreldrar leita nú sjálfir í mun meiri mæli eftir þjónustu. Megin- áherslan er lögð á stuðning og leið- beiningar til foreldra varðandi upp- eldi og aðbúnað barna þeirra. Á síðasta ári fengu 283 foreldrar fé- lagslega eða uppeldislega ráðgjöf hjá stofnuninni. Í skýrslunni segir ennfremur að í samræmi við stefnu- mótun fyrir Reykjanesbæ hafi starfsheitið öldrunarfulltrúi verið samþykkt, „en með því er lagður grunnur að markvissari heildar- mynd af þjónustu bæjarins við aldr- aða.“ Á síðasta ári var mikil uppbygg- ing í félagslegu leiguhúsnæði og voru 25 slíkar íbúðir byggðar fyrir aldraða sem áætlað er að taka í notkun nú í vor. Starfshópur lauk á síðasta ári störfum sem skipaður var til vinnu á stefnu Reykjanesbæjar í málefnum innflytjenda. Afrakstur vinnu starfshópsins bíðu nú ákvörðunar bæjarstjórnar, en í skýrslunni segir að innflytjendur séu ört vaxandi hópur í Reykjanesbæ. Á síðasta ári tók Reykjanesbær í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Rauða kross Íslands á móti fimm flóttamannafjölskyldum frá gömlu Júgóslavíu. Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta á Reykjanesi hafði um- sjón með verkefninu og verða því gerð nánari skil með ársskýrslu við lok verkefnisins í júní næstkomandi. Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar jukust verulega milli áranna 2000 og 2001, eða um rúm 43%. Í skýrslunni segir að rekja megi hækkunina til þrenginga í atvinnulífi, aukinnar skuldabyrði, verðbólgu og lágra launa. Forvarnir og stuðningur við foreldra í brennidepli Reykjanesbær Morgunblaðið/RAX Fjölskyldumál voru í brennidepli á síðasta ári hjá Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustu Reykjanesbæjar, segir m.a. í ársskýrslu stofnunarinnar. Á DÖGUNUM var gamla vigtar- húsið við Sandgerðishöfn flutt á nýjan stað við Þóroddsstaði, en þar er nú að rísa sumarhúsahverfi og tjaldstæði. Vigtarhúsið verður þjónustuhús á svæðinu fyrir ferða- menn. Húsið var byggt um 1970 og var á steyptum kjallara með steypta gólfplötu. Til að hægt væri að flytja húsið var það sagað af sökklinum og híft á vagn sem flutti það á nýja staðinn. Frá því að hætt var að nota húsið fyrir höfnina hefur verið þar fiskmarkaður og aðstaða Félags smábátaeigenda. Á staðnum þar sem húsið stóð verður nú settur upp sjálfsala á bensíni og olíu. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hafnarvigtarhúsið var híft á vagn sem flutti það á nýja staðinn. Hafnarvigt- arhúsið fær nýtt hlutverk Sandgerði Víðir tekur samkomu- húsið á leigu Garður HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur samþykkt drög að samningi við unglingaráð Knattspyrnufélags- ins Víðis um leigu á samkomuhús- inu Garði til eins árs.Unglingaráðið tekur reksturinn að sér í fjáröfl- unarskyni. Ráðið þarf ekki að greiða hreppnum leigu en annast greiðslu á rafmagni, hita og síma frá upphafi leigutímans, sem er 1. apríl sl. Æfingaraðstaða mjög góð Ólafur Róbertsson, formaður unglingaráðsins, segir að áhuginn fyrir fótbolta sé mikill í Garðinum og að um 120-130 iðkendur æfi und- ir merkjum Víðis. „Aðstaða til æf- inga er eins og best verður á kos- ið,“ sagði Ólafur. „Með því að sjá um rekstur samkomuhússins getum við í Víði unnið fyrir okkur sjálf og þurfum ekki eins mikið að leita til fyrirtækja um styrki.“ Ólafur segir að m.a. verði hagn- aður af rekstri samkomuhússins notaður til að greiða laun þjálfara sem starfar fyrir félagið árið um kring. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson FREYJA GK var að koma úr síð- asta róðrinum fyrir páskafrí þeg- ar myndin var tekin við Sandgerð- ishöfn á dögunum. Báturinn var Kominn á lygnan sjó Sandgerði kominn í gegnum Hamarssundið og á lygnan sjó þar sem fuglinn heldur sig og vonast eftir að fá eitthvað ætilegt í gogginn, ef heppnin er með í för. Fyrir utan braut sjórinn á Bæjarskerseyrinni. Óvissa um staðsetningu íbúða aldraðra Garður EKKI hefur náðst samkomulag við stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj- um um staðsetningu íbúða fyrir aldraða sem Gerðahreppur hyggst byggja á lóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði. Byggingarnefnd íbúða fyrir aldraða í Garði hefur hafið útboð á byggingu þeirra. Samkvæmt til- lögum arkitekts eiga þær að vera á lóð hjúkrunarheimilisins Garð- vangs. Byggingarnefndin hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir stjórn Dval- arheimila á Suðurnesjum en áður hafði verið gert ráð fyrir að slíkar íbúðir yrðu byggðar annars staðar í nágrenni hjúkrunarheimilisins. Stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj- um ákvað að óska eftir formlegu áliti eignaraðila á hugmyndum Gerðahrepps á fundi sínum á dög- unum. Hreppsnefnd samþykkti á síð- asta fundi að fara þess á leit við stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj- um að formlega afstaða til erindis hreppsnefndar um staðsetningu íbúðanna liggi fyrir eigi síðar en í dag, 3. apríl. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦Hand- verks- og listasýning undirbúin Reykjanesbær SÝNINGIN Handverk og list verð- ur haldin í Reykjanesbæ dagana 11. og 12. maí næstkomandi. Undanfar- in ár hefur handverks- og listafólk á Reykjanesi tekið þátt í stórri sýn- ingu sem haldin hefur verið árlega í Laugardalshöll í Reykjavík, en í ár verður haldin sérstök sýning í Íþróttahúsinu í Reykjanesbæ. Um 40 aðilar hafa þegar tilkynnt þátt- töku sína og koma þeir víðsvegar að, jafnt af Reykjanesi sem og úr nágrannabyggðarlögum. Enn getur lista- og handverks- fólk boðað þátttöku sína en það er Markaðs-, atvinnu- og menningar- svið Reykjanesbæjar í Kjarna sem stendur að sýningunni. Sýningin verður í senn listasýn- ing og sölusýning. Áhugafólk um söfn og listir hefur úr nógu að moða á næstunni í Reykjanesbæ því í vetrarlok verður opnað í Duushúsunum Bátasafn Gríms Karlssonar skipstjóra í Njarðvíkum. Grímur Karlsson hef- ur smíðað á annað hundrað skipslíkön. Fyrir tilstuðlan Báta- félagsins, áhugamannafélags í Reykjanesbæ um stofnun safns með skipum Gríms, hefur Reykja- nesbær eignast 58 skipslíkön eftir hann. Margir bátanna eru Suður- nesjabátar en einnig eru bátar víða að af landinu, meira og minna kunnir úr sjávarútvegssögu lands- manna. Reykjanesbær hefur búið út mjög glæsilega aðstöðu fyrir bátasafnið í um 400m² sal í Duus- húsunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.