Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 16
Málefnafundur
Samfylkingar
Reykjanesbær
SAMFYLKINGIN í Reykjanesbæ
boðar til málefnafundar um
íþrótta-, tómstunda- og menningar-
mál, mánudaginn 8. apríl nk. í hús-
næði Samfylkingarinnar í Hólm-
garði 2. Þessi fundur er annar í
röðinni af fjórum sem Samfylkingin
stendur fyrir í aðdraganda sveit-
arstjórnarkosninganna. Farið verð-
ur yfir stöðu ofangreindra mála-
flokka og munu þau Stefán Bjarka-
son, framkvæmdastjóri íþrótta- og
tómstundadeildar, og Valgerður
Guðmundsdóttir menningarfulltrúi
hafa framsögu og svara fyrirspurn-
um.
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Victoria Antik
Síðumúla 34 Sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Opið mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 11-16.
FORVARNIR eru skildgreindar
sem megininntak í allri starfsemi
Fjölskyldu- og félagsþjónustu
Reykjanesbæjar (FFR), allt frá
barnaverndarstarfi til öldrunar-
mála. Þá eru forvarnir hafðar að
leiðarljósi í stefnumóta- og áætlana-
gerð stofnunarinnar. Þetta kemur
fram í nýútkominni ársskýrslu FFR
fyrir árið 2001.
Í skýrslunni segir að fjölskyldu-
mál hafi verið í brennidepli á síðasta
ári, „enda fjölskyldan, hvernig sem
hún er skilgreind, vettvangur alls
starfs stofnunarinnar.“ Sérstök
áhersla var lögð á stuðning við for-
eldra og fólst sá stuðningur í nám-
skeiðum fyrir foreldra barna 0–6
ára sem stofnunin stóð fyrir, skipu-
lögðu samstarfi var komið á við For-
eldrahús Vímulausrar æsku og hald-
in var foreldraráðstefna undir
heitinu „Hönd í hönd“ í samstarfi
við foreldrafélög grunnskólanna.
Barnavernd er stærsti málaflokk-
ur FFR. Ný stefna sem gerð var í
vinnslu barnaverndarmála hjá
stofnuninni hefur m.a. skilað sér í
því að foreldrar leita nú sjálfir í mun
meiri mæli eftir þjónustu. Megin-
áherslan er lögð á stuðning og leið-
beiningar til foreldra varðandi upp-
eldi og aðbúnað barna þeirra. Á
síðasta ári fengu 283 foreldrar fé-
lagslega eða uppeldislega ráðgjöf
hjá stofnuninni. Í skýrslunni segir
ennfremur að í samræmi við stefnu-
mótun fyrir Reykjanesbæ hafi
starfsheitið öldrunarfulltrúi verið
samþykkt, „en með því er lagður
grunnur að markvissari heildar-
mynd af þjónustu bæjarins við aldr-
aða.“
Á síðasta ári var mikil uppbygg-
ing í félagslegu leiguhúsnæði og
voru 25 slíkar íbúðir byggðar fyrir
aldraða sem áætlað er að taka í
notkun nú í vor.
Starfshópur lauk á síðasta ári
störfum sem skipaður var til vinnu á
stefnu Reykjanesbæjar í málefnum
innflytjenda. Afrakstur vinnu
starfshópsins bíðu nú ákvörðunar
bæjarstjórnar, en í skýrslunni segir
að innflytjendur séu ört vaxandi
hópur í Reykjanesbæ.
Á síðasta ári tók Reykjanesbær í
samvinnu við félagsmálaráðuneytið
og Rauða kross Íslands á móti fimm
flóttamannafjölskyldum frá gömlu
Júgóslavíu. Fjölskyldu- og fé-
lagsþjónusta á Reykjanesi hafði um-
sjón með verkefninu og verða því
gerð nánari skil með ársskýrslu við
lok verkefnisins í júní næstkomandi.
Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar
jukust verulega milli áranna 2000 og
2001, eða um rúm 43%. Í skýrslunni
segir að rekja megi hækkunina til
þrenginga í atvinnulífi, aukinnar
skuldabyrði, verðbólgu og lágra
launa.
Forvarnir og stuðningur
við foreldra í brennidepli
Reykjanesbær
Morgunblaðið/RAX
Fjölskyldumál voru í brennidepli á síðasta ári hjá Fjölskyldu- og fé-
lagsþjónustu Reykjanesbæjar, segir m.a. í ársskýrslu stofnunarinnar.
Á DÖGUNUM var gamla vigtar-
húsið við Sandgerðishöfn flutt á
nýjan stað við Þóroddsstaði, en þar
er nú að rísa sumarhúsahverfi og
tjaldstæði. Vigtarhúsið verður
þjónustuhús á svæðinu fyrir ferða-
menn. Húsið var byggt um 1970 og
var á steyptum kjallara með steypta
gólfplötu. Til að hægt væri að flytja
húsið var það sagað af sökklinum
og híft á vagn sem flutti það á nýja
staðinn. Frá því að hætt var að nota
húsið fyrir höfnina hefur verið þar
fiskmarkaður og aðstaða Félags
smábátaeigenda. Á staðnum þar
sem húsið stóð verður nú settur upp
sjálfsala á bensíni og olíu.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Hafnarvigtarhúsið var híft á vagn sem flutti það á nýja staðinn.
Hafnarvigt-
arhúsið fær
nýtt hlutverk
Sandgerði
Víðir tekur
samkomu-
húsið
á leigu
Garður
HREPPSNEFND Gerðahrepps
hefur samþykkt drög að samningi
við unglingaráð Knattspyrnufélags-
ins Víðis um leigu á samkomuhús-
inu Garði til eins árs.Unglingaráðið
tekur reksturinn að sér í fjáröfl-
unarskyni. Ráðið þarf ekki að
greiða hreppnum leigu en annast
greiðslu á rafmagni, hita og síma
frá upphafi leigutímans, sem er 1.
apríl sl.
Æfingaraðstaða
mjög góð
Ólafur Róbertsson, formaður
unglingaráðsins, segir að áhuginn
fyrir fótbolta sé mikill í Garðinum
og að um 120-130 iðkendur æfi und-
ir merkjum Víðis. „Aðstaða til æf-
inga er eins og best verður á kos-
ið,“ sagði Ólafur. „Með því að sjá
um rekstur samkomuhússins getum
við í Víði unnið fyrir okkur sjálf og
þurfum ekki eins mikið að leita til
fyrirtækja um styrki.“
Ólafur segir að m.a. verði hagn-
aður af rekstri samkomuhússins
notaður til að greiða laun þjálfara
sem starfar fyrir félagið árið um
kring.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
FREYJA GK var að koma úr síð-
asta róðrinum fyrir páskafrí þeg-
ar myndin var tekin við Sandgerð-
ishöfn á dögunum. Báturinn var
Kominn á lygnan sjó
Sandgerði
kominn í gegnum Hamarssundið
og á lygnan sjó þar sem fuglinn
heldur sig og vonast eftir að fá
eitthvað ætilegt í gogginn, ef
heppnin er með í för. Fyrir utan
braut sjórinn á Bæjarskerseyrinni.
Óvissa um
staðsetningu
íbúða
aldraðra
Garður
EKKI hefur náðst samkomulag við
stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj-
um um staðsetningu íbúða fyrir
aldraða sem Gerðahreppur hyggst
byggja á lóð hjúkrunarheimilisins
Garðvangs í Garði.
Byggingarnefnd íbúða fyrir
aldraða í Garði hefur hafið útboð á
byggingu þeirra. Samkvæmt til-
lögum arkitekts eiga þær að vera
á lóð hjúkrunarheimilisins Garð-
vangs.
Byggingarnefndin hefur kynnt
hugmyndir sínar fyrir stjórn Dval-
arheimila á Suðurnesjum en áður
hafði verið gert ráð fyrir að slíkar
íbúðir yrðu byggðar annars staðar
í nágrenni hjúkrunarheimilisins.
Stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj-
um ákvað að óska eftir formlegu
áliti eignaraðila á hugmyndum
Gerðahrepps á fundi sínum á dög-
unum.
Hreppsnefnd samþykkti á síð-
asta fundi að fara þess á leit við
stjórn Dvalarheimila á Suðurnesj-
um að formlega afstaða til erindis
hreppsnefndar um staðsetningu
íbúðanna liggi fyrir eigi síðar en í
dag, 3. apríl.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦Hand-
verks- og
listasýning
undirbúin
Reykjanesbær
SÝNINGIN Handverk og list verð-
ur haldin í Reykjanesbæ dagana 11.
og 12. maí næstkomandi. Undanfar-
in ár hefur handverks- og listafólk á
Reykjanesi tekið þátt í stórri sýn-
ingu sem haldin hefur verið árlega í
Laugardalshöll í Reykjavík, en í ár
verður haldin sérstök sýning í
Íþróttahúsinu í Reykjanesbæ. Um
40 aðilar hafa þegar tilkynnt þátt-
töku sína og koma þeir víðsvegar
að, jafnt af Reykjanesi sem og úr
nágrannabyggðarlögum.
Enn getur lista- og handverks-
fólk boðað þátttöku sína en það er
Markaðs-, atvinnu- og menningar-
svið Reykjanesbæjar í Kjarna sem
stendur að sýningunni.
Sýningin verður í senn listasýn-
ing og sölusýning.
Áhugafólk um söfn og listir hefur
úr nógu að moða á næstunni í
Reykjanesbæ því í vetrarlok verður
opnað í Duushúsunum Bátasafn
Gríms Karlssonar skipstjóra í
Njarðvíkum. Grímur Karlsson hef-
ur smíðað á annað hundrað
skipslíkön. Fyrir tilstuðlan Báta-
félagsins, áhugamannafélags í
Reykjanesbæ um stofnun safns
með skipum Gríms, hefur Reykja-
nesbær eignast 58 skipslíkön eftir
hann. Margir bátanna eru Suður-
nesjabátar en einnig eru bátar víða
að af landinu, meira og minna
kunnir úr sjávarútvegssögu lands-
manna. Reykjanesbær hefur búið
út mjög glæsilega aðstöðu fyrir
bátasafnið í um 400m² sal í Duus-
húsunum.