Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 20

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRIR bátar af Snæfellsnesi hafa á yfirstandandi fiskveiðiári veitt samtals vel á fimmta hundrað tonna umfram veiðiheimildir. Fiskistofa hefur þegar svipt þrjá bátanna veiðileyfi og veiðileyfissvipting þess fjórða tekur gildi á mánudag verði ekki búið að laga aflamarksstöðu hans. Þrír af bátunum fjórum eru gerðir út af sama aðila. Hann segist ekki líta svo á að með því að veiða umfram kvóta sé hann að brjóta lög, svo framarlega sem skip hans hafi veiðileyfi. Dragnótabáturinn Bervík SH frá Ólafsvík hefur samkvæmt upplýs- ingum á vef Fiskistofu veitt rúm 129 þorskígildistonn umfram leyfilegt aflamark, þar af tæp 79 tonn af þorski og rúm 42 tonn af ýsu. Skipið fékk ekki úthlutað þorskkvóta á yf- irstandandi fiskveiðiári en alls hefur verið fluttur tæplega 197 tonna þorskkvóti á skipið á fiskveiðiárinu. Þorskafli þess á fiskveiðiárinu er hinsvegar orðinn um 275 tonn. Þá hefur Bervík SH veitt tæp 75 tonn af ýsu á fiskveiðiárinu eða rúm 42 tonn umfram veiðiheimildir. Bervík SH hefur ekki landað afla frá því 26. febrúar sl. en Fiskistofa svipti það veiðileyfi vegna um- framafla 27. febrúar uns aflamarks- staða þess hefur verið lagfærð. Það hefur hins vegar enn ekki verið gert. Bervík SH fékk úthlutað 19 tonna kvóta á fiskveiðiárinu, í löngu, keilu og skötusel. Stærstur hluti löngu- og keilukvótans hefur hinsvegar verið færður af skipinu. Netabáturinn Aðalvík SH frá Ólafvík hefur farið rúm 118 þorsk- ígildistonn fram úr leyfilegu afla- marki á fiskveiðiárinu, þar af um 116 tonn í þorski. Skipið fékk ekki út- hlutað þorskkvóta á fiskveiðiárinu en samtals hafa verið flutt 188 tonn á skipið frá fiskveiðiáramótunum. Þorskafli þess á fiskveiðiárinu er hinsvegar orðinn rúm 304 tonn. Þá hefur skipið einnig veitt lítilsháttar umfram kvóta í ufsa, löngu, keilu, steinbít, skarkola og þykkvalúru. Aðalvík SH landaði síðast um 42 tonnum af óslægðum þorski í Þor- lákshöfn 27. mars sl. en þann sama dag var skipið svipt veiðileyfi vegna afla umfram heimildir og hefur afla- marksstaða þess ekki verið lagfærð. Netabáturinn Klettsvík SH frá Ólafsvík fékk úthlutað um 53 þorsk- ígildistonna kvóta á yfirstandandi fiskveiðiári, þar af um 48 tonn í þorski. Þá hafa verið leigð um 132 tonn af þorski á skipið. Þorskafli Klettsvíkur SH á fiskveiðiárinu er hinsvegar orðinn um 290 tonn og því hefur það veitt um 99 tonn umfram kvóta. Klettsvík SH landaði síðast um 11 tonnum af þorski 3. apríl sl. en útgerð skipsins hefur verið sent boð um veiðileyfissviptinu sem tekur gildi á mánudag hafi aflamarksstað- an ekki verið lagfærð fyrir þann tíma. Skipið var þó á sjó í gær. Markaðsvirði aflans um 70 milljónir Þá hefur netabáturinn Stormur SH frá Hellissandi veitt um 117 tonn af þorski umfram veiðiheimildir á fiskveiðiárinu. Stormur SH fékk út- hlutað um 173 tonna þorskkvóta við upphaf fiskveiðiársins en auk þess hafa verið flutt um 14,5 tonn af þorski á skipið. Þorskafli þess er hinsvegar orðinn rúm 305 tonn á fiskveiðiárinu. Stormur SH landaði síðast tæpum 6 tonnum af þorski á Rifi 2. apríl sl. en skipið var svipt veiðileyfi í gær vegna afla umfram veiðiheimildir. Bervík SH, Aðalvík SH og Kletts- vík SH eru öll gerð út af sama aðila og hafa samtals veitt um 350 þorsk- ígildistonn umfram leyfilegar veiði- heimildir á fiskveiðiárinu. Miðað við um 200 krónur fáist að meðaltali fyr- ir kílóið af þorski og ýsu á fiskmörk- uðum hérlendis má ætla að verð- mæti þess afla sem skipin þrjú hafa veitt umfram kvóta nemi um 70 milljónum króna. Kristján Kristjánsson, útgerðar- maður skipanna, segist ekki líta svo á að með því að veiða umfram veiði- heimildir sé hann að brjóta lög, svo framarlega sem skip hans hafi veiði- leyfi. Hann segist munu leiðrétta kvótastöðu skipanna þegar verð á aflamarki lækkar. „Ég lít svo á að mér sé heimilt að halda skipi til veiða á meðan það hefur veiðileyfi. Það er algengt að skip veiði umfram kvóta og séu svipt veiðileyfi. Þau fá síðan veiðileyfið á ný þegar þau hafa leigt til sín kvóta aftur. Ég leigði til skipanna um 2.000 tonna kvóta á síð- asta ári. Það verður því ekkert stór- mál að leigja þann kvóta sem skipin hafa veitt umfram núna. En á meðan leiguverðið er 180 krónur er hverj- um manni ljóst að slík útgerð geng- ur ekki. Ég á hinsvegar von á að leiguverðið lækki í vor þegar kvóta- lausu skipunum fækkar en væntan- lega verða mörg þeirra gjaldþrota með vorinu. Ég mun því leggja skip- unum þangað til verðið lækkar og framboðið eykst. Það er vissulega skelfilegt að missa veiðileyfið og þurfa að leggja skipunum. En svona er kerfið. Það er erfitt að verða sér úti um kvóta og núna er hávertíð og fiskurinn verðmætari,“ segir Krist- ján. Fátítt að svo mikið magn sé veitt umfram kvóta Kjartan Júlíusson, forstöðumaður lögfræðisviðs Fiskistofu, segir að samkvæmt lögum hafi útgerðir fjóra virka daga til að laga aflamarks- stöðu sína hafi þau veitt umfram heimildir. Skipin sem hér um ræði séu nokkuð stór og afkastamikil og geti því veitt mikið á stuttum tíma. Auk þess kunni að vera að afli skip- anna sé ekki skráður á réttum tíma inn í kerfið og hann komi því seinna fram en ella. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa umrædd skip landað afla sínum í gáma og selt á erlendum mörkuðum og því komi upplýsingar um afla þeirra seinna fram en ef þau seldu aflann hér- lendis. Kjartan segir brögð að því að ein- stakir aðilar komi fram með þessum hætti og veiði umfram veiðiheimild- ir. Sem betur fer sé það hinsvegar undantekning, einkum þegar um svo mikið magn sé að ræða. Samkvæmt lögum um umgengni við nytjastofna sjávar varða brot gegn ákvæðum laganna sektum hvort sem þau eru framin af ásetn- ingi eða gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða varða þau allt að sex ára fangelsi. Sam- kvæmt lögunum má sekt við fyrsta brot ekki vera lægri en 400 þúsund krónur en ekki hærri en 4 milljónir króna, allt eftir eðli og umfangi brots. Við ítrekað brot má sekt ekki nema lægri fjárhæð en 800 þúsund krónum og ekki hærri fjárhæð en 8 milljónum króna, sömuleiðis eftir eðli og umfangi brotsins. Hafa veitt á fimmta hundr- að tonna um- fram kvóta Fjórir bátar á Snæfellsnesi sviptir veiðileyfi vegna umframafla TÆKNILEGA verður mögulegt að hefja framkvæmdir við þekking- arþorp, sem fyrirhugað er að reisa í Vatnsmýrinni í tengslum við Há- skóla Íslands, fyrir lok þessa árs. Skilyrði fyrir því að af fram- kvæmdum geti orðið er að samn- ingar liggi fyrir um fjármögnun og við leigjendur fyrir sumarbyrjun. Þetta kom fram í máli Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands og forstöðumanns Borg- arfræðaseturs, á hádegisverð- arfundi Skýrslutæknifélags Íslands í gær. Á fundinum var fjallað um þekkingarþorp, þekkingarsetur og vísindasetur, sem eru meðal þeirra hugtaka sem notuð eru um um- hverfi, sem meðal annars er ætlað að auka líkur á nýsköpun. Unnið hefur verið að áformum um að koma á fót þekkingarumhverfi í nokkrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu. Hugmyndir þessar eru misjafnlega langt á veg komnar. Stefán sagði í erindi sínu að hönn- un þekkingarsetursins í Vatnsmýr- inni væri lokið, kostnaðar- og við- skiptaáætlun hafi verið gerð og hægt sé að hefja markaðssetningu og sýna væntanlegum leigjendum hvaða valkostir séu í boði. Einnig standi viðræður yfir um fjár- mögnun verkefnisins. Þá sé stofnun hlutafélags um uppbygginguna og reksturinn komin vel á veg. Gert er ráð fyrir að þekkingarþorpið í Vatnsmýrinni verði um 50 þúsund fermetrar að flatarmáli. Ingvar Kristinsson, sem situr í stjórn Þekkingarhússins ehf., sagði brýnt að draga að fyrirtæki erlendis frá til að byggja upp þekking- arsetur hér á landi. Hann greindi frá undirbúningi að uppbyggingu hátæknigarðs í Urriðaholti við Garðabæ. Um er að ræða 35 ára samstarfsverkefni Þekkingarhúss- ins, Oddfellowreglunnar og Garða- bæjar. Ætlunin er að byggja hús- næði fyrir hátæknifyrirtæki með þjónustu á staðnum. Auk húsnæðis fyrir fyrirtækin verður meðal ann- ars um að ræða leikskóla, skóla, heilsugæslu, stúdentaíbúðir, íbúða- hótel og fleira. Áætlað bygg- ingamagn er um 220 þúsund fer- metrar og er gert ráð fyrir að á svæðinu starfi um 8–10 þúsund manns. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir um 57 þúsund fermetrum á fyrstu 5 árunum. Ingvar sagði vinnu við hönnun standa yfir og fjár- mögnun vera í skoðun. Björn Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Þróunarfélagsins Lundar, greindi frá fyrirhugaðri þekkingarmiðstöð í landi Lundar í Kópavogi. Hann lagði ríka áherslu á að þeir sem séu að vinna að hug- myndum um þekkingarþorp eða miðstöðvar hér á landi vinni saman að því verkefni. Aðstandendur Lundar hafi leitað hugmynda í Nor- egi, meðal annars vegna þess hversu umhverfi þar svipaði mikið til umhverfisins hér á landi. Í því sambandi hafi verið horft til reynslu þeirra sem staðið hafi að svonefndri IT Forneby þekkingarmiðstöð. Þekkingarmiðstöðin Lundur bygg- ist á þeim hugmyndum sem þar hafi verið unnið eftir. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Aflvaka hf., velti því upp hvort hug- myndir um þekkingarsetur hér á landi séu raunhæfar. Í augnablikinu sé atvinnuhúsnæði til að mynda nægjanlegt. Hann sagði mikilvægt að þeir sem vinni að hugmyndum í þessa veruna gerðu það út frá ákveðinni sérstöðu, því allir virtust róa á sömu mið í þessum efnum. Að öllu jöfnu verði ekki næg eftirspurn frá innlendum fyrirtækjum til þess- ara verkefna. Erlent fjármagn og erlendir aðilar þurfi því að koma til og draga þurfi hentuga erlenda starfsemi inn í landið og inn í þessa fyrirhuguðu þekkingargarða. Þekkingarsetur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu Framkvæmdir í Vatnsmýri gætu hafist fyrir árslok Morgunblaðið/Golli Ari Skúlason spurði hvort hug- myndir um þekkingarsetur hér á landi væru raunhæfar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.