Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 27 Laugavegi 54, sími 552 5201 Vor í Flash Peysur áður 3.990 nú 2.490 Skyrtur áður 3.490 nú 2.790 Buxur 20% afsláttur 15% afs látt ur af ö llum vör um á lö ngu m l aug ard egi • Þýsk jakkaföt frá 16.900 • Stakir jakkar og buxur • Sumarblússur og bolir • Bosweel smóking og kjólskyrtur Ullarpeysur - tilboð 1.490 GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI Laugavegi 34, sími 551 4301 NÝJAR SENDINGAR Ný sending frá Villtar & vandlátar Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið laugardag kl. 11-17 Opið kl. 10-17Langur laugardagur FRÍTT í alla miða- og stöðumæla eftir kl. 13.00 á löngum laugardegi ÞAÐ telst í meira lagi óvenjuleg sýning sem sett hefur verið upp í að- alsölum Hafnarborgar, engin al- menn listsýning á ferð. En hér kem- ur þó hönnun að sögu, fyrir sumt ekki í venjubundnum og viðteknum skilningi, hugtakið afar margþætt og víðfeðmt. Um að ræða hveitiflutninga á segl- skútum frá Mariehamn í Álandseyj- um til Ástralíu, en siglingaleiðir þarf jafnt að hanna sem skipin sjálf og allt smátt og stórt innanborðs. Borgin liggur á nesi, sem er frábær höfn frá náttúrunnar hendi, þar lágu segl- skipin á veturna á þeim tíma sem bændurnir sigldu með fisk, salt og timbur til Stokkhólms og annarra nálægra borga umhverfis Eystra- salt. Skip smíðuð í næstum hverju þorpi og margir áttu hlut í skipi eða skipum. Hérumbil 200 seglskip voru á eyjunum í lok 19. aldar, en flest ein- ungis í siglingum frá því í apríl og fram í nóvember. Þess á milli lágu skipin í vari þar til fór að vora og menn tóku að gera þau sjóklár. Þá þurfti í mörg horn að líta, úthaldið gat orðið langt og strangt. Hér tók kvenþjóðin einnig til hendinni, nú þurft að baka brauð og þurrka, strokka smjör og salta, slátra og salta kjöt í tunnur, velja væn og þol- góð jarðepli. Í upphafi fjórða áratugarins varð Mariehamn heimahöfn síðasta stóra seglskipaflota í heiminum og þangað komu skipin eftir að hveitifarmi þeirra hafði verið skipað upp í Eng- landi. Biðu þess að leggja út í næstu siglingu yfir á suðurhvel jarðar, alla bárufalda til Ástralíu. Mun hafa ver- ið mikilfengleg lifun að sjá 12–15 gríðarstór seglskip, aðallega fjórsig- lubarka með sex rásegl á hverri siglu, samtímis í höfninni, en þeir töldust ljómi og hápunkturinn í smíði stórra seglskipa. Eðlilegt að í Mariehamn sé að finna mikið minjasafn um þennan síðasta stóra seglskipaflota í heim- inum. Þaðan kemur þessi sýning, sem sett var upp í samvinnu við Sjó- minjasafn Ástralíu, flakkað hefur um heiminn og er Hafnarfjörður tíundi viðkomustaðurinn. Inn í þessa sögu ratar athafna- samur og merkur útgerðarmaður, Gustav Erikson að nafni (1872– 1947), með sjómannseðlið í æð. Fað- irinn í senn skipstjóri og útgerðar- maður, en móðirin sá um málefni út- gerðarinnar meðan spúsinn var í siglingum. Sonurinn sem tíu ára hóf sjómannsferil sinn sem léttadrengur jók myndarlega við athafnasemi föð- urins og 1935 voru 17 hinna stóru seglskipa á heimshöfunum í eigu hans, en á þeim tíma voru ekki nema 7–8 önnur seglskip á siglingum. Áland þekkt um allan heim af hinum tignarlegu farkostum, sem sigldu undir finnsku og álönsku flaggi. Er- ikson var vitur og klókur athafna- maður, sem fann leið til að gera hveitisiglingar ábatasamar í upphafi aldarinnar þegar seglskipaútgerð varð víðast að víkja fyrir gufuskipum sem sigldu með farm sinn um Pan- ama- og Súez-skurðina. Og hann nýtti sér allar smugur, gat notfært sér stöðu sína sem helsti seglskipa- eigandi í heiminum. Þannig þurfti hver og einn sem vildi komast í stýri- manns- eða skipstjóranám að hafa í að minnsta tveggja ára siglingartíma á seglskipi, sumir þurftu jafnvel að borga með sér. Einnig vildu lista- menn og ýmsir furðufuglar upplifa lífið um borð á seglskipi áður en tími barkanna væri allur. Erikson var farsæll útgerðarmaður sem fór vel að áhöfnum skipa sinna og missti aldrei neitt þeirra á hafi úti, en í seinni heimsstyrjöldinni voru tvö þeirra skotin í kaf og eitt rakst á tundurdufl og fórst í Norðursjó, fyrsta finnska skipið sem sökkt var í stríðinu. Þá var lagt hald á tvö þeirra og sigldu þau undir öðrum fánum það sem af lifði styrjaldar. Þá var í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar slökkt á vitum við allar strandlengj- ur, sem leiddi til þess að fjórsiglu- barkurinn Áland rakst á sker við Nýju-Kaledóníu og liðaðist í sundur. Þótt undarlega megi virðast er ekki ýkja langt síðan fjórsiglubarkar sigldu þöndum seglum þessa leið, hinir síðustu voru Pamir og Passat, sem lestaðir voru í Port Victoria 28. maí og 2. júní 1949, og var hinn fyr- nefndi síðasta vöruflutningaskipið til þess að fara fyrir Hornhöfða, gerðist sá sögulegi atburður 11. júlí. Báðir barkarnir í eigu Erikson-útgerðar- félagsins sem Edgar sonur hans hafði tekið við og færði með góðum árangri til nútímatækni með kæli- flutninga sem sérgrein. Að sigla þessa leið í ýmsum sjó til miðbaugs, þar sem við tók ládeyða, sunnar fellibyljir eða leifar þeirra, gat bæði verið ævintýri sem mikil raun. Fárviðri gátu skollið á og fyrir kom að seglskip hurfu með manni og mús. Erfiðasta verkið á leiðinni til Ástralíu var kjölfestan, að losa skipið við hana í Spencerflóa. Þurfti þá að moka 1.300–2.000 tonnum upp í stórum spilum, engin loftræsting í lestunum, hitinn óbærilegur og rykið þétt. Gat tekið margar vikur að losna við kjölfestuna, en fáein skip höfðu botntanka með vatni sem sjómenn- irnir kunnu skiljanlega meira en vel að meta. Þótti gott ef siglingin tók minna en 100 daga, hraðametið 83 sólarhring- ar, en lengsta útivist 163 dagar. Fylgdust Englendingar grannt með hveitiflutningum seglskipanna og dag- blöðin héldu áhugan- um vakandi með því að birta fréttir af skipakomunum, jafn- framt hvert þeirra hafi náð bestum tíma á heimferðinni. Oft var veðjað hvaða skip næði bestum tíma á árinu og 1928 hét málningarverksmiðja nokkur þeim barki glæsilegum silfurbik- ar sem fljótastur yrði. Sigurvegarinn; Her- zogin Cecilia, frá út- gerðarfélagi Gustavs Eriksons... Þetta er einungis lítill hluti mjög svo forvitnilegra upplýsinga sem frammi liggja, og á tölvuskjá geta áhugasamir fylgst með leið bark- anna í átta hlutum. Tölvuefnið fimm klukkustunda ferli ef áhugaömum hugnast að sporðrenna því öllu, Lit- skyggnum varpað á risastóran skjá á endavegg og fylgir þeim tilheyrandi hljóð af stormi og öldunið. „Knörrinn hikar, veltir súðavöngum, / votan réttir háls af öldulaugum; / blístrar pípuvörum, lotulöngum, / ljósum bregður, deplar stíruaugum; /blakr- ar voð að rá, sem ermi að armi,/ and- ar djúpt um háfa, lyftir barmi/ spyrn- ir hæli hart í lagargöngum.“ (E.B.) Þetta er sýning sem virkar fljót- skoðuð í upphafi en reynist svo luma á einhverju nýju í hverju skrefi sem gesturinn tekur og heldur áhuga- sömum skoðendum langa stund við efnið. Ekki á hverjum degi sem Ís- lendingum gefst tækifæri til að svífa seglum þöndum í hveitisiglingu um hálfan hnöttinn, annars vegar um Góðrarvonarhöfða en hins vegar Hornhöfða, veðravítið mikla. Sjálfur þakka ég með virktum fyr- ir mig. Hveitileiðin LIST OG HÖNNUN Hafnarborg Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju- daga. Til 8. apríl. Aðgangur 300 krónur. SVIFIÐ SEGLUM ÞÖNDUM SIGLINGAR UM HORNHÖFÐA Bragi Ásgeirsson Síðustu fjórbarkarnir sem lestuðu hveiti í Port Victoria, Spencerflóa, voru Pamír og Passat. Pamír jafnframt síðasta vöruflutningaskipið sem sigldi um Hornhöfða, gerðist 11. júlí 1949.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.