Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 32

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVARTI kötturinn í Reykjavík hefur sett fram loforðalistann fyrir kosningarnar í vor. Fjöldi aðal- loforða er á bilinu 90–100 og tala undir-loforða margfeldi þar af. Með því að setja ostbita við hverja músarholu í bænum ætlar kött- urinn að veiða nógu marga íbúa til að ráða yfir þeim öllum. Hver trúir á nokkur hundr- uð loforð sem hvorki eru verðlögð né tíma- sett? Loforð upp í annarra ermi Mikilvægt á loforða- lista Sjálfstæðismanna er: ,,Við ætlum að eyða biðlistum eftir hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara.“ Lofs- vert, en… Að gefa svona loforð án vissu um að hægt sé að efna það stappar nærri mannvonsku. Það er útlátalítið að lofa fjármunum í uppbyggingu hjúkrunarheimila þegar ríkið rek- ur þau. Lætur nærri að rekstur á einu hjúkrunarrými á ári kosti jafnmikið og að byggja fyrir ann- að. Ný hjúkrunarheimili verða fá tryggingu ríkis fyrir rekstri. Ef sá vilji er til staðar má fjármagna byggingarkostnaðinn með fram- lögum frá Framkvæmdasjóði aldr- aðra (40%), sveitarfélögum og sjóðum. Þetta stóra loforð er því gefið með vondri samvisku: Hver sá sem stjórnar borginni mun ekki efna þetta loforð einn. Samgöngur, öryggi og félagslegar íbúðir Oddviti sjálfstæðismanna er laus á loforð fyrir hönd fyrrum félaga í ríkisstjórn. Enginn ágreiningur er um að ljúka fyrsta áfanga Sunda- brautar, beðið er eftir samgöngu- ráðherra. Svo er um fleiri sam- göngumannvirki. Enginn ágreiningur er um að málefni lög- gæslu séu í ólestri. Er það trú- verðugt núna að einn ráðherra (fyrrverandi) segist geta samið við annan (núverandi) um mál sem enginn botn hefur fengist í árum saman? Er ,,þjónustusamningur“ við Sólveigu Pétursdóttur það sem borgarbúar hafa beðið eftir? Hvers vegna voru sjálfstæðismenn ekki sammála tillögu sem sam- þykkt var í borgarstjórn á síðasta ári um að leita eftir viðræðum við dómsmálaráðherra um að borgin tæki yfir hina staðbundnu lög- gæslu í borginni? Og hvað með þetta loforð: ,,Við ætlum að leysa húsnæðisvanda þeirra fjölskyldna sem…eru á bið- listum eftir félagslegu húsnæði.“ Jæja? Án þess að ríkisvaldið rétti sinn afskipta hlut eftir að hafa lagt niður það kerfi sem áður tryggði lágtekjufólki húsnæði? Er það ,,loforð“ D-listans við útsvars- greiðendur í Reykjavík að þeir axli vanræksluskuldir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar? Loforðalisti sjálfstæðismanna sýnir að ekki þarf að skipta um forsytu í borg- arstjórn heldur ríkisstjórn. Skólamálin Enginn dregur í efa að grunn- skólinn stórbatnaði við að sveitarfélögin tóku við honum. Staða kennara er gjörbreytt (sbr. viðtal í Mbl. við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur frambjóðanda). Skól- ar hafa fengið sjálf- stæði, samráð við for- eldra batnað, nám er fjölbreyttara og markvissara, einsetn- ing að skila glæsileg- um árangri fyrir sam- felldan náms- og frístundadag nem- enda. Mikið starf framundan og áhugi sjálfstæðismanna lofsverður. Hér talar forysta Reykjavíkurlistans undanfarin ár þó miklu skýrar en orð sjálfstæð- ismanna. Nema verið sé að fela raunverulega stefnu þeirra? Eru þeir með hugmyndir um útboð á skólarekstri? Er verið að gefa í skyn víðtæka einkavæðingu í skól- um svo dæmi sé tekið af því sem glittir í þegar nákvæmlega er farið í saumana á textanum? Þetta er málefnaleg spurning sem verður að svara. Tækifærissinnuð íhaldsstefna Hið ósagða vekur athygli. Selja á Línu.net (væntanlega eins og Landssímann?), en hvað með Orkuveituna sjálfa? Ólafur F. Magnússon, sem nú stýrir klofn- ingsframboði Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst að hann einn borg- arfulltrúa listans hafi lagst gegn sölu Orkuveitunnar. Hvers vegna er þetta ,,loforð“ ekki með? Framboð ,,Loforðalistans“ í kosningunum í vor markar tíma- mót í yfirboðasögu íslenskra stjórnmála. D-listinn hegðar sér eins og versta tegund af ábyrgð- arlausu smáframboði á vinstri kantinum í eina tíð. Ábyrgu sjálf- stæðisfólki hlýtur að vera brugðið. Stærstu loforðin snerta vandasöm og erfið stjórnmál sem oddviti listans hafði engan áhuga á fyrir hönd borgarinnar þegar hann var í kjörstöðu til að bæta úr í rík- isstjórn: samgöngubætur, fé- lagslegt húsnæði, hjúkrunarheim- ili. Loforðakraðak á kostnað annarra, án forgangsröðunar eða kostnaðaráætlana, er tækifæris- mennska. Minnka á tekjur en ekki sagt hversu mikið, ekki hvenær. Auka á útgjöld gríðarlega – strax, eða hvenær? Stefnuskráin er íhaldssöm á verstu lund. Ekki vegna þess sem hún segir, heldur vegna þess sem hún er. Án framtíðarsýnar fyrir borgina, án greiningar á verkefn- um eða vanda, án skilnings á tæki- færum sem þarf að grípa. Full af yfirlýsingum sem gefandi getur ekki staðið við. Hún er af verstu tegund íhaldsstjórnmála, sem byggjast á því að fólk láti kaupast til að velja skaffara til valda á fjögurra ára fresti, trúi á jólasvein að vori og hafi enga ábyrgðartil- finningu fyrir sér, samfélaginu né framtíð þess. Ostbiti við hverja músarholu Stefán Jón Hafstein Höfundur er frambjóðandi Reykjavíkurlistans til borgarstjórnarkosninga í vor. Kosningar Framboð ,,Loforðalistans“ í kosningunum í vor, segir Stefán Jón Hafstein, markar tímamót í yfirboða- sögu íslenskra stjórnmála. KVÓTAKERFIÐ stjórnar ekki veiðunum heldur takmarkar það magn sem má veiða af hverri fiskitegund. Þetta fyrirkomulag er því hrein heimska. Norðmenn voru framsýnni með sína kvótsetningu, sérstak- lega hvað varðar þorskstofninn. Þar hafa togararnir 32% og bátaflotinn 68% og má ekki flytja veiðiheim- ildir á milli bátanna og togaranna. Ef kvótinn minnkar lækkar pró- sentan hjá togurunum. Þegar kvót- inn var settur hér á landi 1984 var bátaflotinn með 52% en togararnir 48%. Mín skoðun er sú að ef við friðum ekki uppeldissvæði þorsksins fyrir Norðurlandi fyrir togveiðum endar það með hruni eins og skeði í Kan- ada. Við verðum að skilja á milli veiða togaranna og bátanna og færa þorskkvótann yfir á bátaflotann og væri fyrirkomulagið hjá Norðmönn- um okkur góð fyrirmynd. Hér hafa menn staðið í að prenta peninga út á óveiddan fisk og hefur gríðarlegt magn peninga farið út úr greininni, 200 milljarða skuld segir sína sögu. Þetta undrast enginn sem fylgst hef- ur með ýmsum málum sem komið hafa upp sem tengjast spillingu. Þegar kvótinn var sett- ur á gleymdist það al- veg að áhöfnin hefur átt um helming aflans vegna hlutaskiptanna sem tíðkast hafa hér um aldir. Það er staðreynd að togararnir fá um helm- ingi minna fyrir tonnið af þorski í útflutnings- verðmætum en bátarn- ir sem eru að veiða stærri fisk. Þetta sést á verðmun á mörkuðum og togararnir eru að drepa 4-5 sinnum fleiri fiska en bátarnir í hvert veitt tonn og er gríðarlegt magn drepið af ókynþroska þorski úti fyrir Norðurlandi öllu frá Horni austur fyrir Langanes. Erlend skip veiddu lítið sem ekkert á þessu svæði fyrr en upp úr 1965 og þá bara yfir blásumarið en á svæðinu frá Ísafirði að Eyjafirði og þaðan austur að Seyðisfirði var alger hafnleysa fyrir togarana fram yfir 1973-1974. Í 33 ár, frá 1950 til 1982, bæði ár meðtalin, var þorskaflinn við Ísland rúm 400 þúsund tonn að meðaltali. Frá 1950 til 1975 voru útlendingar að veiða 1/3 af þorskaflanum en síðu- togarar okkar voru mikið á þorsk- og karfaveiðum við Grænland og Ný- fundnaland fram til 1959, en á þess- um árum var lítið sem ekkert veitt á smáfiskasvæðum fyrir Norðurlandi. Bátaflotinn okkar veiddi um 200 þús- und tonn á þessum árum. Það er mín skoðun að markaðs- setja á veiðarnar með sóknarstýr- ingu eins og gert var hér áður en kvótinn var settur á og setja allan fisk á markað og greiða gjald fyrir, veiðileyfi mætti kalla það gjald eða virðisaukaskatt, og mætti það vera nokkuð hátt 24-34%. Þá myndu óhagkvæmustu veiðarnar síast út og þjóðfélagið nyti þeirrar hagkvæmni en ekki nokkrir einstaklingar sem raka saman peningum og fara með þá úr landi og fólkið sem hafði rétt til að veiða hrökklast af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Með þessu fyrirkomulagi hyrfi allt brottkast af bátaflotanum og kæmi í veg fyrir að fyrir okkur fari eins og Kanada- mönnum. Þessi framleiðsla milljónamær- inga hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar hefur verið þjóðfélaginu dýr. Skuldir þjóðarinnar hafa tvöfaldast á 11 árum. Kvótinn Halldór Halldórsson Fiskveiðar Markaðssetja á veið- arnar með sóknarstýr- ingu, segir Halldór Halldórsson, eins og gert var hér áður en kvótinn var settur á. Höfundur er fv. skipstjóri. Í UMRÆÐUM á Alþingi um sjávarút- veg nú nýverið, hélt Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylk- ingar, ræðu. Þar vék hann að Vinnslustöð- inni hf. með eftirfar- andi orðum: ,,Sum þessara fyrir- tækja sem hafa kannski selt einna mest frá sér eru í þannig stöðu að þau hafa líklega verið ná- lægt gjaldþroti og væru að öllu eðlilegu kannski gjaldþrota. Úr þessum fyrirtækj- um hafa verið búnar til peninga- vélar með leigu veiðiheimilda. Menn ættu t.d. að athuga hvernig Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur rétt sig af. Hún hefur leigt frá sér á síðustu fimm árum í kring- um 7 þús. þorskígildistonn. Ekki stóð hún vel á þeim tíma sem út- leigan hófst.“ Þessi ummæli eru lík ýmsum öðr- um fullyrðingum í sjávarútvegsum- ræðunni. Í fyrsta lagi er fullyrt, að vísu á grundvelli gagna frá Fiski- stofu, að Vinnslustöðin hafi verið annar stórtækasti leigjandi veiði- heimilda undanfarin ár og rétt rekstur sinn af með þeim hætti. Í öðru lagi er það harmað sérstak- lega að Vinnslustöðin hf. og önnur sjávarútvegsfyrirtæki hafi náð tök- um á rekstri sínum á undanförnum árum því þau hafi ,,líklega verið ná- lægt gjaldþroti og væru að öllu eðli- legu kannski gjaldþrota“. Kvótaleiga Tökum fyrst fyrir fullyrðinguna um að Vinnslustöðin hf. hafi rétt sig af með kvótaleigu á undanförnum árum. Þess ber fyrst að geta að kvótaárið 1998/1999 tapaði félagið 850 milljónum króna en hagnaðist um 35 milljónir króna á síðasta almanaksári. Viðsnúningurinn nem- ur því tæpum 900 milljónum króna. Setjum nú tölur Fiskistofu og afkomu- tölur Vinnslustöðvar- innar hf. í samhengi. Þegar litið er á hagnað fyrir vexti og afskriftir (framlegð) kemur í ljós að framlegðin er meiri eftir því sem minna er leigt!! Þessi staðreynd gengur auð- vitað þvert gegn því sem þingmaðurinn ýj- aði að í þingsalnum en slíkt skiptir hann lík- lega litlu máli. Til- gangurinn helgar meðalið. Snúum okkur þá frá sýndarveruleika þingmannsins að veruleikanum sjálfum í máli hans á Alþingi. Á árunum 1996/1997–1998/ 1999 voru miklir umbrotatímar hjá Vinnslustöðinni. Félagið sameinað- ist Meitlinum hf., Gandí ehf. og Immanúel ehf. Þá var félagið með togara á leigu frá Kaupfélagi Fá- skrúðsfjarðar auk þess sem humar- og netabátar fiskuðu talsvert fyrir vinnslu félagsins. Tilfærslur voru miklar á milli skipa framangreindra félaga sem þó voru innan Vinnslu- stöðvarsamsteypunnar en á mis- munandi kennitölum. Rekstrarárið 1999/2000 hafði endanlega verið gengið frá sameiningu félaganna og kvótafærslur þar með komnar á eina kennitölu. Auk þessa er rétt að hafa í huga að mörg árin hefur fé- lagið geymt aflaheimildir yfir kvótaár hjá öðrum útgerðum. Allt þetta veit þingmaðurinn, sem og aðrir þingmenn, enda hefur fyrir- spurn um millifærslur kvóta verið árviss viðburður á Alþingi. Lítum þá á tekjur félagsins af kvótaleigu. Á framangreindu tíma- bili námu þær að meðaltali 63 millj- ónum króna eða 1,7% af meðaltali brúttótekna félagsins, sem einmitt er kjarni máls í því sem hér er fjallað um. Mér, og væntanlega öll- um öðrum en framangreindum þingmanni, er óskiljanlegt að tekju- auki félags upp á 1,7% geti aukið framlegð þess um 900% á þremur árum, sérstaklega þegar litið er til þess að batinn er rúmar 900 millj- ónir króna og tekjur af kvótaleigu 63 milljónir króna. Harmar hve fáir fóru á hausinn! ,,Sum þessara fyrirtækja sem hafa kannski selt einna mest frá sér eru í þannig stöðu að þau hafa lík- lega verið nálægt gjaldþroti og væru að öllu eðlilegu kannski gjald- þrota,“ segir þingmaðurinn. Hann er leiður yfir því að Vinnslustöðin fór ekki á hausinn og er sjálfsagt ekki einn um það. Undir hans stefnu mun kannski koma að því að hann geti knésett einhverjar út- gerðir og útgerðarmenn sér og samherjum sínum til ánægju. Ég get hins vegar upplýst þingmann- inn um að starfsmenn Vinnslu- stöðvarinnar anda nú mun léttar en þegar verst lét. Það gera eigendur félagsins líka, lánardrottnar þess og sennilega flestallir ef ekki allir Eyjamenn. Ég fullyrði líka að hefði stefna nefnds þingmanns, og skoð- anasystkina hans ríkt undanfarin ár væru mörg sjávarútvegsfyrir- tæki ,,nálægt gjaldþroti og væru að öllu eðlilegu kannski gjaldþrota“. Undir slíka tíð getum við búið okk- ur, sem enn hokrum á landsbyggð- inni, ef svo ólánlega færi nú að þrotastefnu JÁ og félaga yrði ein- hvern tíma hrundið í framkvæmd. Viðsnúningur Vinnslustöðvarinnar og harmur þingmanns Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Kvótinn Þingmaðurinn, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, er leiður yfir því að Vinnslustöðin fór ekki á hausinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.