Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 33 LIBERA 20 mjaðmasokkabuxur með glærum tám. Þegar mikið stendur til. Kynning í dag kl. 13-17 í Lyf og heilsu, Firði og Mosfellsbæ. 20% afsláttur af öllum vörum. sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Firði og Mosfellsbæ ORKUVEITA Reykjavíkur og Lands- virkjun eru tvö öflug- ustu orkufyrirtæki landsins. Báðum þess- um fyrirtækjum er vel stjórnað og fjárhagsleg staða þeirra er traust. Sá er þó munurinn, að Landsvirkjun er miklu skuldsettara fyrirtæki er Orkuveitan. Þannig myndi það taka Lands- virkjun 17 ár að greiða upp núverandi skuldir, ef fyrirtækið hætti frekari fjárfestingum. Það tæki Orkuveituna hins vegna aðeins 5 ár að greiða sín- ar skuldir. Ástæða er til þess að benda á þetta í tilefni stóryrða Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, um skuldasöfnun Orkuveitu Reykjavíkur, en þessi borgarfulltrúi situr bæði í stjórn Landsvirkjunar og Orkuveitunnar. Raunar hefur Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson beitt sér fyrir því, að Landsvirkjun yki skuldir fyrirtæk- isins enn frekar – eða um 100 millj- arða króna vegna Kárahnjúkavirkj- unar. Með því færu skuldir Landsvirkjun- ar úr tæpum 94,4 millj- örðum króna í 200 milljarða króna. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru um 20 milljarðar króna. Það má því segja, að haf og himinn sé á milli skulda Landsvirkjunar og Orkuveitunnar. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgar- fulltrúi, skuldar lesend- um Morgunblaðsins skýringar á því hvers vegna hann sér ofsjón- um yfir skuldastöðu Orkuveitunnar meðan hann beitir sér fyrir marg- faldri skuldasöfnun Landsvirkjunar. Ég vil taka það fram, að ég styð stjórn Landsvirkjunar heilshugar vegna þeirra framkvæmda, sem fyr- irtækið hefur beitt sér fyrir á liðnum árum og framundan eru. Fjárfest- ingar af þeirri stærðargráðu, sem Landsvirkjun stendur fyrir, kalla á lántökur, en þær eru arðbærar og stuðla að auknum hagvexti. Sjálfur sat ég í stjórn Landsvirkjunar 1991- 1995. Á undan mér sat sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórninni m.a. Davíð Oddsson, sem mér vitanlega gerði aldrei ágreining um lántökur Landsvirkjunar. Hvorki Davíð Oddsson né Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson mega rugl- ast í ríminu, þó að kosningar séu í vændum. Þvert á móti eiga þeir að lyfta sér upp úr dægurþrasinu og reyna að skilja hismið frá kjarnan- um. Þess má að lokum geta, að heildar- eignir veitufyrirtækjanna í Reykja- vík voru 30 milljarðar króna um ára- mótin 1993-1994, en eru nú um 60 milljarðar króna. Skuldir Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson Lántökur Það tæki Orkuveituna, segir Alfreð Þorsteins- son, aðeins 5 ár að greiða sínar skuldir. Höfundur er borgarfulltrúi og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. BREYTTAR reglur sem tekjutengja bif- reiðastyrki almanna- trygginga fyrir fatlaða gerðu það að verkum að menntaskólakennari bundinn hjólastól neyddist til segja upp störfum og fara á tryggingabætur. Nokkrir fatlaðir ein- staklingar í sömu stöðu og hann íhuga uppsögn og jafnvel hjónaskilnað þar sem tekjur þeirra eða maka þeirra koma í veg fyrir að þeir fái bílastyrk, en án bílsins geta þeir ekki unnið og vinnutekjurnar duga ekki fyrir sér- útbúnum bíl. Bifreiðin er hjálpartæki Þetta kom fram á málþingi um endurhæfingu á degi endurhæfingar 15. mars sl. í máli Jóns Sigurðssonar líffræðings og menntaskólakennara, sem bundinn hefur verið hjólastól í 25 ár. Hann fjallaði m.a. um mikil- vægi bíls fyrir fatlaða í hans stöðu, hjálpartækis sem hann gæti síst ver- ið án. Þar til fyrir þremur árum gat hann fengið styrk fyrir 40% af kaupverði fjölnotabíls með lyftu. Þá var reglum breytt og styrkirnir tekjutengdir þannig að fatlaður maður með yfir 2 milljónir í árstekjur, eins og mennta- skólakennari, fær ekki styrkinn. Jón sagði á málþinginu að það væri óneitanlega hörð ákvörðun að segja upp kennarastarfinu sl. haust og fara eingöngu á bætur almanna- trygginga, svo að hann væri undir viðmiðunar- mörkum Trygginga- stofnunar um styrk til bifreiðakaupa. „Á kennaralaununum hef ég ekki efni á að vera á bíl eins og ég á nú, þyrfti að fá minni bíl, burðast með og draga stólinn inn í hann og eiga á hættu að fá verki eins og ég hafði áður og þurfa að fara í nudd og sjúkraþjálfun, eða halda í bílastyrkinn.“ Fyrir hann voru tveir kostir í stöðunni; – að halda vinnu og mun hærri launum en bætur almanna- trygginga eru, en missa heilsuna á að troðast með hjólastól í fólksbíl, eða fara á tryggingabætur og fá bíl við hæfi. Það er ljóst að fatlaðir í hans stöðu eru í algjörri gildru. Í máli Jóns kom einnig fram að hjólastólarnir sem Tryggingastofn- un útvegar eru helmingi þyngri en hjólastólarnir sem sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum útvega fötluðum þar. Það væri íþyngjandi og slítandi fyrir fatlaða að burðast með 14 kílóa hjólastóla í stað 7 kílóa inn og út úr bíl þegar mátturinn er takmarkaður. Vinnur gegn velferð Bílastyrksreglurnar eins og þær eru nú hrekja fatlaða af vinnumark- aði og á tryggingagreiðslur. Þær geta verið vinnuletjandi eins og dæmi Jóns sýnir og hvetja auk þess til hjónaskilnaða. Það er alvarlegt þegar stuðningskerfið er farið að vinna gegn lífsgæðum þeirra sem það á að styðja. Þannig má kerfið alls ekki virka, það er óhagstætt fyrir alla, bæði fyr- ir hinn fatlaða og skattgreiðendur sem halda uppi velferðarþjónust- unni. Það verður að endurskoða regl- urnar um bifreiðakaupastyrkina og breyta reglum í ljósi þessara alvar- legu afleiðinga þeirra og þeirrar gildru sem þær setja mikið fatlað fólk á vinnumarkaði í. Fatlaðir flæmdir af vinnumarkaði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. Fatlaðir Bílastyrksreglurnar verður að endurskoða, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, í ljósi þessara alvarlegu afleiðinga þeirra. Á SKÍRDAG voru haldnir stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akur- eyri. Þar urðum við áhorfendur vitni að því hversu öflugt norð- lenskt tónlistarlíf raun- verulega er. Barna- og unglingakór Akureyr- arkirkju, Karlakórinn Heimir, Álftagerðis- bræður með Óskar Pétursson í farar- broddi og Diddú sungu af hreinni snilld og undir lék norðlensk sinfóníuhljómsveit og stóð sig ekki síður vel. Frábær skemmtun og ég þakka fyrir mig. Það fer þó ekki hjá því að þegar boðið er upp á jafn vandaða söng- skemmtun og þessa þá hugsi Akur- eyringar um þær aðstæður sem norðlensku listafólki eru búnar. Ekki laust við að manni gremjist að sá mikli metnaður og dugnaður sem í svo glæsilegum tón- leikum býr skuli ekki eiga sér fastan sama- stað í bænum. Það myndi auðvelda allt tónleikahald og án efa fjölga stórviðburðum sem þessum – sem get- ur einnig verið stór- hagsmunamál fyrir ferða- og afþreyingar- þjónustu á Akureyri. Vissulega er Íþrótta- höllin ágætt hús en að- stæður þar til tónlistar- flutnings eru ekki sem skyldi eins og hljóm- burðurinn á tónleikun- um bar skýrt vitni um. Samkvæmt samningi Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins átti að liggja fyrir niðurstaða um hlutdeild ríkissjóðs í byggingu og rekstri Menningarhúss á árinu 2000. Eftir því sem næst verður komist liggur engin niðurstaða fyrir í því efni. Í menningarhúsinu er m.a. gert ráð fyrir stórum tónleikasal. Á þeim tíma sem liðinn er hefur nokkur und- irbúningsvinna farið fram en allt of hægt hefur miðað og ríkið hefur ekki verið tilbúið til að skuldbinda sig endanlega til þátttöku í þessu verk- efni. Við Akureyringar þurfum að fá svör um það hvort þetta verkefni sé raunverulega ennþá á dagskrá af hálfu ríkisvaldsins og hvenær ríkið treysti sér til þess að ráðast í verk- efnið. Menningarhús á Akureyri myndi gjörbreyta aðstöðu akureyrskra listamanna til æfinga og flutnings, skapa þeim aðstæður sem þeir eiga skilið. Áminning um menningarhús Hermann Tómasson Menningarhús Vissulega er Íþrótta- höllin ágætt hús, segir Hermann Tómasson, en aðstæður þar til tónlistarflutnings eru ekki sem skyldi. Höfundur er framhaldsskólakennari á Akureyri og skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. OFT MÁ lesa sögur í fjölmiðlum af fólki sem kerfið hefur algerlega brugðist. Ég er sjúk- lingur með geðhvörf og umgengst töluvert af fólki sem er veikt og kerfið hefur leikið illa, þótt það eigi ekki við í mínu tilviki. Það sem fólk með geðræna sjúkdóma þarf að ganga í gegnum er lýginni líkast, í sum- um tilfellum margra ára vonlaus barátta fyrir mannréttindum. Dæmi 1: Fimmtug kona, vinnuþjarkur alla sína tíð. Í hana er fleygt 50.000 kr. á mánuði. Dæmi 2: Ung einstæð veik tveggja barna móðir. Hún hefur beð- ið í kerfinu í eitt og hálft ár eftir að- stoð en ekkert gerist. Ég skammast mín fyrir hönd þjóðarinnar. Á ári hverju fara 30 milljarðar í „geðbatteríið“ sem er skammarlegt, sérstaklega þar sem við flest komum aftur og aftur og ekkert er gert til að koma í veg fyrir það af hálfu hins opinbera! Einmitt núna er ég að horfa upp á vinkonu mína, sem búsett er úti á landi, hætta sinni lyfjatöku. Hvar endar þetta hjá henni? Inni á geðdeild aftur. Þetta á ekki að þurfa að gerast. Aukin meðferðarúr- ræði eru okkur geð- sjúkum lífsnauðsynleg. Það má með sanni segja að krabbameins- sjúklingur sé um- kringdur sinni fjöl- skyldu, sem sækir hann fylktu liði þegar að útskrift kemur. Geðsjúklingur tekur leigubíl heim einn, ef hann hef- ur þá efni á því. Hvað bíður hans? Oft ekkert. Hér er ég ekki að setja út á starfs- fólk geðdeilda eða endurhæfinga- deilda sem flest allt er yndislegt. Ég er einungis að velta fyrir mér fram- haldinu. Því miður gerast hræðilegir hlutir og fólk kemur aftur og aftur. Að sjálfsögðu eru mörg dæmi þess, eins og í mínu tilfelli, að fólk rífur sig upp úr einangruninni og leitar að styrk og stuðningi á réttum stöðum, eins og t.d. Geðhjálp. Staðreyndin er einfaldlega sú að þú verður að hjálpa þér sjálfur, það gerir enginn annar. En vonina og styrkinn til sjálfshjálpar færðu hjá t.d. Geðhjálp og klúbbnum Geysi. Ég vona að sem flestir sem eru einir þarna úti í þjóðfélaginu rífi sig upp og heimsæki Geðhjálp eða Geysi, því þar erum við öll jafningj- ar. Megi landsmenn allir njóta góðr- ar geðheilsu. Stöndum saman Charlotta María Guðmundsdóttir Kerfið Við flest komum aftur og aftur, segir Charlotta María Guðmundsdóttir, og ekkert er gert til að koma í veg fyrir það. Höfundur er sjúklingur með geðhvörf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.