Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALLS var 103 útlending-um snúið við af lögregl-unni á Keflavíkurflug-velli árið 2001 sem er um
þriðjungs aukning frá árinu 2000.
Til samanburðar var aðeins 20 snú-
ið við árið 1998 og rúmlega 30 árið
1999. Aukning er því mikil og lög-
reglan á Keflavíkurflugvelli telur að
þessi þróun muni halda áfram ef
miðað er við reynslu nágrannaland-
anna. Þá fjölgi ólöglegum innflytj-
endum sífellt á heimsvísu og það
hljóti að hafa afleiðingar hér á landi.
Halldór Rósmundur Guðjónsson,
yfirmaður landamæradeildar lög-
reglunnar á Keflavíkurflugvelli,
segir að flestir þeirra sem eru
stöðvaðir á landamærunum séu á
leið til Norður-Ameríku í leit að
betra lífi. Síðast á skírdag voru sex
menn stöðvaðir á Keflavíkurflug-
velli með fölsuð vegabréf á leiðinni
til Bandaríkjanna. Samkvæmt
vegabréfunum voru þeir allir frá
Singapúr en reyndust í raun vera
frá Malasíu og Kína. Mennirnir eru
taldir hafa komið inn á Schengen-
svæðið í Frankfurt í Þýskalandi en
þaðan fóru þeir um Amsterdam til
Íslands.
Leggja aleiguna að veði
Margir leggja upp í slíkt ferðalag
á eigin spýtur en flestir þurfa ein-
hvern tíma á leiðinni að leita aðstoð-
ar glæpamanna sem stunda skipu-
lagt smygl á fólki. Halldór bendir á
að smygl á fólki sé á heimsvísu talið
arðbærara en fíkniefnasmygl og
verði sífellt umfangsmeira. Smygl-
ararnir taka að sér að útvega far-
kost og fölsuð skilríki en krefjast í
staðinn hárra greiðslna. Oft á tíðum
nægir ekki fyrir útlendingana að
greiða með reiðufé heldur verða
þeir að skuldbinda sig til að vinna
fyrir smyglarana í lengri eða
skemmri tíma eftir að komið er á
áfangastað. Aleigan hefur oftar en
ekki verið lögð að veði til að kosta
ferðalagið og menn verða því skilj-
anlega ósáttir þegar þeir eru stöðv-
aðir. Fjölskyldur þeirra hafa jafn-
vel einnig gengist í ábyrgðir til að
koma þeim til Vesturlanda og
treyst er á að þegar þangað er kom-
ið takist þeim að vinna sér inn nægi-
lega peninga til að geta sent heim.
Mistakist ferðalagið verður eftir
sem áður að greiða kostnaðinn og
skuldirnar eru innheimtar með
góðu eða illu.
Halldór segir að það eina sem
vaki fyrir smyglurunum sé að
græða á neyð fólksins. Lítið sé
hugsað um heilsu eða öryggi þeirra
sem verið er að smygla. Oft þarf
fólkið að búa við hörmulegar að-
stæður á leiðinni og hafa fjölmargir
týnt lífi. Skemmst er að minnast um
50 Kínverja sem fundust kafnaðir í
gámi í Dover í Englandi. Í öðru til-
viki frusu útlendingar sem verið var
að smygla í frystigámi í hel þegar
kælikerfi gámsins var sett í gang
fyrir mistök. Halldór segir að þó
svo slík tilvik þekkist ekki hér á
landi teygi þessi glæpastarfsemi
anga sína hingað til lands og alloft
hafi vaknað grunur um að smygl-
arar hafi farið um landið með hóp
ólöglegra innflytjenda. Sá sem tal-
inn var vera smyglari hefur þá séð
algjörlega um fjármál hópsins og
stjórnað ferð hans að öllu leyti en
einstaklingar í hópnum hvorki haft
fé á sér né kunnað annað tungumál
en sitt eigið. Lögreglu hefur þó
reynst erfitt að færa sönnur á grun
sinn og því hefur verið látið nægja
að láta yfirvöld í því landi sem
mennirnir eru á leið til vita af ferð-
um þeirra.
„Á ekki að vera leiðin
til betra lífs“
Þeir sem verið er að smygla taka
að sjálfsögðu þátt í afbrotinu en
Halldór segir aðstöðu þeirra þó að
vissu marki skiljanlega. Ólöglegir
innflytjendur séu yfirleitt að forða
sér frá fátækt og óstjórn í h
löndum sínum og vonast efti
lífskjörum á Vesturlöndum
þetta á ekki að vera leiðin til
lífs. Við viljum koma í veg fy
glæpamenn geti notfært sér
þessa fólks til að hagnast sjálf
hljótum að þurfa að berjast
þessum lögbrotum eins og öð
segir hann.
Aðeins þeir sem eru á leið i
út af Schengen-svæðinu þu
sæta vegabréfaskoðun, a.m
öllu jöfnu. Halldór segir að st
ið samstarf lögregluembætta
tækjabúnaður og aukin þjálfu
reglumanna hafi gert landa
eftirlitið mun öflugra en þa
fyrir gildistöku Schengen, þó
á vissan hátt hafi verið dre
möguleikum til eftirlits.
Framburðurinn þarf a
vera sennilegur
Af þeim 103 sem voru stöð
fyrra voru 12 á leiðinni
Schengen-svæðið, 49 voru á l
út af því. 42 voru stöðvaðir á
Íslands frá öðru Schengen-
svokölluðu innra eftirliti sem
lögregla og tollgæsla taka
Ástæða frávísana var í næ
helmingi tilvika skjalafals, þ.
uð vegabréf en landamæra
hefur lagt mikla áherslu á að
sér úti um búnað og þjálfun
greina fölsuð skilríki.
Flestir þeirra sem eru stö
á landamærunum óska eftir
fá að snúa aftur til heimaland
Sumir óska þó eftir því að
hæli sem pólitískir flóttame
sýslumannsembættið á Kefla
flugvelli hefur leyfi til að vísa
frá á landamærunum ef fram
ur þeirra er talinn ósennile
fyrra var 21 vísað frá á Ke
urflugvelli á þessum grundv
ákvörðun um slíkt tekur lögl
fulltrúi sýslumanns. Meðal
sem hafa óskað hælis en er
Líklegt að Íslendingar muni í auknum mæli verða
Stöðugt fleirum
er snúið við á
landamærum
Smygl á fólki er alvarlegt og vaxandi vandamál í Evróp
en talið er að fólki sé smyglað til Vestur-Evrópu í þúsun
tali af skipulögðum glæpasamtökum. Lögreglumenn á
Keflavíkurflugvelli sögðu Rúnari Pálmasyni að starfsem
þeirra teygði sig í auknum mæli til Íslands.
JÓHANN R. Benediktsson,sýslumaður á Keflavíkur-flugvelli, segir að smygl áfólki hljóti í auknum mæli
að teygja anga sína til Íslands.
Fjarlægð Íslands frá öðrum lönd-
um veiti ekki lengur þá vernd sem
áður var talið þar sem mun auð-
veldara er að ferðast milli landa en
áður var. Íslensk stjórnvöld geti á
hinn bóginn náð meiri árangri í
baráttunni gegn þessari glæpa-
starfsemi en flest önnur lönd þar
sem um 98% allra farþega sem
koma til landsins fara um Keflavík-
urflugvöll. Þar þurfi að halda uppi
öflugu eftirliti sem megi alls ekki
veikja frá því sem nú er. Oft sé ver-
ið að nota Ísland sem stökkpall til
annars ríkis, en búast má við að Ís-
land verði í auknum mæli loka-
áfangastaður þessa fólks.
„Þess eru dæmi að vandamálið
hafi þegar rekið á fjörur hérlendis,
en því hefur því miður verið of lítill
gaumur gefinn vegna þess hversu
fjarstæðukennt það þykir að smygl
á fólki viðgangist á Íslandi,“ segir
hann.
Má ekki skerða löggæslu
Nýtt frumvarp til útlendinga-
laga hefur verið lagt fram á Alþingi
en markmiðið með lögunum er
sagt vera öflug löggæsla en jafn-
framt öflugri mannréttindavernd.
Jóhann segir að í frumvarpinu sé
skýrar kveðið á um málsmeðferð
sem sé af hinu góða. Á hinn bóginn
sé mikilvægt að náið samráð verði
haft við löggæslumenn áður en lög-
in verða samþykkt svo lögin hafi
ekki þá afleiðingu að
löggæslan á landa-
mærum skerðist.
Jóhann bendir á að
straumur flótta-
manna til Evrópu
hafi aukist mjög í
kjölfar falls Berlínar-
múrsins árið 1989.
Stjórnvöld í Vestur-
Evrópu töldu sig á
hinn bóginn ekki í
stakk búin til að taka
á móti þessum mikla
fjölda og reyndu eftir
mætti að stemma
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli seg
Búast má við
oftar áfan
RAUNSÆI Á AUSTFJÖRÐUM
Athyglisvert er að lesa frásögnblaðamanns Morgunblaðsins ígær af umræðum á fjölmenn-
um borgarafundi, sem haldinn var á
Reyðarfirði í fyrrakvöld til þess að
ræða þau nýju viðhorf, sem upp eru
komin varðandi byggingu álvers á
staðnum. Í þessari frásögn kemur
skýrt í ljós, að Austfirðingar taka
þessum tíðindum bæði af rósemi og
raunsæi.
Í ljósi þeirra miklu væntinga, sem
byggðar hafa verið upp á Austfjörðum
um byggingu stærstu virkjunar á Ís-
landi og stærsta álvers í landinu hefði
fyrirfram mátt búast við harkalegri
viðbrögðum hins almenna borgara á
Austurlandi en raun varð á á þessum
fundi. Það er því sérstakt fagnaðar-
efni að fylgjast með því, hvernig Aust-
firðingar bregðast við.
Þegar horft er til sögu fyrirhugaðra
stóriðjuframkvæmda á Austfjörðum
síðustu tvo áratugi er ljóst, að oft hef-
ur því verið haldið að Austfirðingum
að þáttaskil væru framundan í at-
vinnumálum þeirra en þau hafa hins
vegar aftur og aftur látið á sér standa.
Í ljósi þeirrar reynslu er skynsamlegt
af Austfirðingum að gera sér ekki of
miklar vonir um framhaldið. Með því
er ekki sagt að möguleikar á nýjum
samstarfsaðila séu litlir heldur ein-
ungis að það er hyggilegt að gera ekki
ráð fyrir neinu fyrr en það er fast í
hendi.
Á meðan ný viðræðunefnd um stór-
iðju vinnur að því verkefni, sem
nefndinni hefur verið falið er ráðlegt
að Austfirðingar hyggi að öðrum val-
kostum. Þar eru nú til staðar mjög öfl-
ug sjávarútvegsfyrirtæki en kannski
er mest um vert að þar er unnið að því
að byggja upp umfangsmikið fiskeldi.
Vel má vera, að þegar upp verður
staðið verði fiskeldi sú stóriðja, sem
Austfirðingar hafi beðið eftir.
Þótt illa hafi gengið til þessa að
gera fiskeldi að þeirri stóru atvinnu-
grein, sem frumherjarnir stefndu að,
er ljóst að við Íslendingar höfum lært
mikið af þeirri tilraunastarfsemi og
hér hefur verið byggð upp mikil þekk-
ing í þessum efnum. Það er því full
ástæða til bjartsýni um þá uppbygg-
ingu á fiskeldi, sem hafin er á Aust-
fjörðum.
Ekki fer á milli mála, að mikil tæki-
færi eru í uppbyggingu ferðaþjónustu
á Austurlandi. Þær miklu umræður,
sem hafa orðið um virkjanir norðan
Vatnajökuls á undanförnum árum og
þjóðgarð norðan Vatnajökuls, hafa
áreiðanlega aukið áhuga Íslendinga á
að kynna sér þessi landsvæði, sem aft-
ur skapar tekjur fyrir Austfirðinga,
sérstaklega yfir sumartímann. Um-
ræðurnar hafa líka orðið til þess að
auka áhuga ferðaþjónustuaðila hér á
landi á því að beina erlendum ferða-
mönnum til Austurlands.
Öflug sjávarútvegsfyrirtæki, sem
fyrir eru, framtíðarmöguleikar í fisk-
eldi og aukning í ferðaþjónustu eru
þær meginstoðir, sem atvinnulíf á
Austurlandi mun byggjast á næstu
misserin. Álver verður ánægjuleg við-
bót ef af verður.
VALHÖLL LOKS EIGN RÍKISINS
Það eru ánægjuleg tíðindi að geng-ið skuli hafa verið frá samningi
um kaup ríkisins á Valhöll á Þingvöll-
um, ásamt lóðarréttindum og öðrum
tilheyrandi réttindum. Það er mikils-
vert að ríkið skuli hafa tryggt sér for-
ræði yfir bæði lóð og sögufrægu húsi í
hjarta þjóðgarðsins.
Með kaupunum er tekið farsælt
spor í þá átt að efla stöðu þjóðgarðs-
ins til framtíðar, en í lögum frá 1928
um friðun Þingvalla segir m.a. að:
„…Þingvellir við Öxará og grenndin
þar [skuli]vera friðlýstur helgistaður
allra Íslendinga.“ Þau ár sem viðræð-
ur hafa staðið um kaup Valhallar hafa
varpað skýru ljósi á hversu erfitt er
að framfylgja þessu markmiði nema
ríkið eigi Valhöll, enda hafði verið
heimild í fjárlögum í mörg ár til þess-
ara kaupa.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra að hann geri „ráð fyrir að for-
sætisráðuneytið og Þingvallanefnd
muni hafa forystu um skynsamlega
nýtingu á húsinu“. Til mikils er að
vinna að vel takist til við endurnýjun
á þeim hluta húsakostsins sem hefur
sögulegt vægi og þá ekki síður að
finna Valhöll verðugt hlutverk þar
sem almenningi, ekki síður en gestum
íslenska ríkisins, gefst kostur á að
njóta staðarins og viðhalda þeim já-
kvæðu tengslum sem þjóðin hefur við
hann.
NÝJAR HUGMYNDIR UM
SKÓLABYGGINGAR
Í blaðinu í gær var sagt frá nýjumhugmyndum varðandi þróun
skólabygginga, en nýlega kynnti
Bruce Jilk arkitekt hugmyndir um
hönnun Ingunnarskóla í Grafarholti.
Hópur fólks mótaði skólann með hlið-
sjón af 12 þrepum sem Gerður G.
Óskarsdóttir fræðslustjóri hefur
kynnt í bæklingi Fræðslumiðstöðvar,
en markmiðið er að hanna skóla sem
stendur undir þeim væntingum sem
fólk hefur til skólastarfs á nýrri öld.
Ljóst er að breyttir tímar kalla
ætíð á breyttar kröfur og afar mik-
ilvægt er að skólastarf hverju sinni sé
með þeim hætti að það skili sem
mestum árangri. Í því hönnunarstarfi
sem haft hefur verið að leiðarljósi í
Ingunnarskóla er gengið út frá því að
sköpun, frelsi og lýðræði séu undir-
stöðuatriði í skólastarfinu og að
skólabyggingin taki mið af því, þann-
ig að hún henti t.d. nokkrum ólíkum
kennsluaðferðum. Næsta víst er að
slíkur sveigjanleiki á eftir að hafa
mikið vægi í framtíðinni og því er sér-
staklega ánægjulegt að þegar skuli
vera farið að leggja drög að bygging-
um fyrir íslensk börn sem þjóna
framsýnum markmiðum.