Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 41

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 41
okkar ólust upp saman. Ég gætti hennar mikið meðan foreldrar henn- ar voru við nám og störf. Hún var mér eins kær, líkt og hún væri mín eigin dóttir. Samband okkar var alla tíð mjög náið. Arna Hildur var sérstaklega bráð- þroska og greind, altalandi eins ár gömul, hafði mjög ljúfa skapgerð, geislandi bros og blikandi augu. Hún var mjög nærgætin og hlý, góð við þá sem minna máttu sín í samfélaginu. Skólagangan fór vel af stað, hún var alltaf með hæstu einkunnir og stóð sig með prýði. Unglingsárin runnu upp, þessi viðkvæmi aldur, sem for- eldrar óttast hvað mest í okkar sam- félagi. Þessi ár reyndust henni erfið og brautin varð skrykkjótt, og af þessu mótuðust hennar fáu fullorð- insár. Við vorum oft hrædd um hana, oft bjartsýn. Hún átti góða foreldra og sterkar fjölskyldur, báðum megin frá, allir tilbúnir að styðja hana, en við biðum ósigur í baráttunni, eins og svo margir á undan okkur. Ég vildi að ég hefði getað hjálpað henni meira þegar lífið var henni svona erfitt. Hún skilur eftir sig sól- argeisla, litlu Kristínu Líf, sem lýsti upp líf hennar síðastliðin átta ár. Við munum öll hjálpast að við að bæta henni móðurmissinn eftir bestu getu. Það verður okkur öllum erfitt að takast á við lífið án hennar, sorgin og söknuðurinn eru yfirþyrmandi. Eina huggunin er að nú er hún frjáls á nýjum og betri stað. Elsku bróðir minn, mágkona, Sig- rún, Þórdís og litla Kristín Líf, megi algóður Guð styrkja ykkur og hugga í sorginni. Ykkar, Bjarndís. Nýliðnir eru páskar og þeim eyddi ég í Minneapolis. Glöð borðaði ég páskaeggið mitt og hugsaði um hversu mikið ég hlakkaði til vorsins, sem er á næsta leiti. Síðastliðin tvö ár hafa verið erfið. Miklar breyting- ar eftir að pabbi dó snögglega og allt breyttist. En ég fann svo innilega að við vorum á réttri leið og ákveðið jafnvægi að komast á daglegt líf okk- ar allra. En núna stend ég frammi fyrir að hefja nýtt sorgarferli. Að syrgja litlu frænku mína, sem hefur kvatt okkur langt um aldur fram. Ég er sorgmædd. Þetta er svo ósann- gjarnt. Mig langar að vera reið út í einhvern, en veit ekki hver það á að vera. Ég er búin að vera að hugsa til- baka, líkt og maður gerir á stundum sem þessari. Ég brosi. Hugsa um þegar við vorum með mömmu þinni og pabba í Kaupmannahöfn. Ég var 6 ára og þú 4 ára. Þú labbaðir á póst- kassa og fékkst gat á hausinn. Á spít- alann fórum við til að láta sauma þig. Læknirinn blés upp plasthanska og teiknaði andlit á hann. Þú varst hæstánægð með þetta framtak hans, en ég fór í fýlu – fannst ég skilin út undan. Við vorum nánar frænkur – meira eins og systur. Þú varst góð og falleg manneskja. Reyndir að sjá það góða í öllum og varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Mörg eru skiptin sem ég bað þig um að hjálpa mér og ég hafði vart sleppt orðinu, að verkinu var lokið. Ég reyndi líka alltaf að vera til staðar fyrir þig. Elsku litla Kristín okkar er sú sem missir mest. Þú veist hvað mér þykir vænt um hana. Ég mun vaka yfir vel- ferð hennar og hún getur alltaf leitað til Fríðu frænku sinnar. Þú munt lifa áfram í henni. Foreldrar þínir voru mér, mömmu, Evu og Snorra, stoð og stytta eftir að pabbi dó. Ég ætla að reyna að vera þeim það núna. Elsku Arna mín. Ég á mikið af minningum um þig og þær munu lifa áfram, en ekkert verður aftur eins... Þín, Fríða Dóra. …til er það einnig að mönnum sé lýst þannig að oss skilst að þeir leggja allt und- ir í spili sem þeir spila víst ekki sér til skemmtunar: Hvatir sínar hafa þeir keypt við dýru verði neyðarinnar. (Sigfús Daðason.) Það er vandi að lýsa mönnum; maðurinn breytist stöðugt og er ekki endilega sá sami frá einu augnabliki til annars. Og jafnvel þó að eðliskost- ir mannsins séu alltaf þeir sömu þá birtast þeir manni með mismunandi hætti – stundum í styrkleika og stundum í veikleika. Og þegar grannt er skoðað verða styrkurinn og veikleikinn ekki aðskildir. Þetta eru eins og tvær hliðar á sama pen- ingi og stundum eins og hending ráði hvor hliðin snýr upp. Þannig var það með Örnu. Hún var skynug og skemmtileg lítil stelpa þegar ég kynntist henni fyrst. Ræð- in, snaggaraleg, úrræðagóð, viljug, kvik og gerði alla hluti hratt. Upplag hennar, eðliskostir og aðstæður hefðu átt að gera henni kleift að leggja heiminn svo gott sem að fót- um sér. En það fór á annan veg – heimurinn lagði hana að velli. Ein- hvers staðar í hennar óþreyjufulla og kvika eðli var meinsemd sem hún réð engan veginn við og sem raskaði öllu jafnvægi í lífi hennar. Stundum var hún eins og í hvirfilbyl sem skók ekki bara hana heldur líka allt það fólk sem næst henni stóð. Hún reyndi að standa af sér byljina, hún vildi takast á við sjálfa sig, hana langaði að finna jafnvægi og öðlast ró í sínum beinum, hún þráði að höndla hamingjuna en þrátt fyrir margar erfiðar tilraunir og mikla hjálp frá sínum nánustu þá tókst henni ekki að brjótast út úr vítahring vímuefnaneyslunnar. Hversu mjög sem hún þráði það þá tókst henni ekki að stöðva ferli sjálfseyðilegg- ingarinnar. Hún sat föst og lagði allt undir í spili sem hún spilaði ekki sér til skemmtunar. Ég kann ekki frekar en aðrir skýr- ingu á því hvernig þetta gat gerst. Hvernig við gátum glatað ungri konu sem hefur svona margt til brunns að bera, á svo margt að gefa, hefur svo margt að lifa fyrir. Það fékk bara enginn við neitt ráðið – hvorki hún né aðrir. Hvatir sínar keypti hún við dýru verði neyðarinnar. Og kannski eru það einmitt hvatirnar sem eiga að verða okkur að umhugsunarefni. Hjá flestum eru þær í sæmilegu jafn- vægi eða leita a.m.k. í jafnvægi ef þær raskast um stundarsakir. En það á ekki við um alla. Á síðari árum hafa sjónir manna beinst að ýmsum þroskafrávikum s.s. misþroska, of- virkni og athyglisbresti sem geta haft veruleg áhrif á þróun og atferli fólks. Þessum frávikum hefur verið lítill gaumur gefinn en ef þau væru betur rannsökuð gætum við kannski fundið leiðir til að fækka þeim ein- staklingum sem ekki fá við neitt ráð- ið í lífi sínu. Kannski gætum við skil- ið þá og hjálpað þeim að skilja sjálfa sig. Kannski gætum við dregið úr fordómum og dómhörku sem að jafn- aði á uppruna sinn í þekkingarskorti. Sigfús Daðason segir í fyrrnefndu ljóði, Vandinn að lýsa mönnum, að sumir menn hætti skinni sínu ,,vegna þess að þeim eru settir afarkostir sem þeir verða annaðhvort að rísa gegn eða kikna fyrir…“. Þannig var það með Örnu. Það var enginn milli- vegur. Elsku Kristín, Valur, Kristín Líf, Sigrún og Þórdís, megi minn- ingin um alla hennar góðu kosti, um allt það sem hún gaf og reyndi að gefa á sinni stuttu ævi verða ykkur til huggunar í sorginni og sársauk- anum. Hugur okkar Hjölla, Svein- björns og Hrafnkels er hjá ykkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Það var erfitt af fá símtal frá Kristínu vinkonu minni þegar hún sagði mér að Arna Hildur væri dáin. Það er eins og lífsins hjól fari í öfug- an hring þegar ungt fólk hverfur á braut og það er mikil sorg að horfa á eftir barni sínu fara á undan í ferðina miklu. Það er líka erftitt fyrir litla stúlku að sjá á eftir mömmu sinni. Þetta er á einhvern hátt óbærilegt, þó svo að þetta eigi fyrir öllum að liggja. Við viljum alltaf hafa meiri tíma, tíma með hvort öðru, tíma til að klára svo margt sem er ógert. Hugsanir og minningar streymdu fram um þessa glaðlegu stelpu sem hafði svo margt og mikið til brunns að bera. Hún var afar greind en hafði jafnframt ríka þörf fyrir að standa fremst á brúninni, kannski til þess eins að prófa hveru langt hún gæti gengið og hvað hún þyldi. En það var jafnframt það sem var svo heillandi við hana, þó erfitt væri. Hún vissi í raun alltaf hvað hún var að gera og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Hún var opin og gat talað af miklum þroska og innsæi um dekkri hliðar samfélagsins. Hún var félagslega meðvituð og eru þeir eflaust ófáir sem hún hefur hjálpað og stutt í gegnum tíðina. Og kannski var það þannig að hún sjálf þurfti stærstu hjálpina, en vildi á stundum ógjarnan nýta sér hana. Hún gat allt sjálf, fannst henni, hún var bara þannig. Ég hef fylgst með Örnu í talsverðan tíma og það var gaman að fylgjast með Örnu þegar hún fékk vinnuna á Féló. Þar öðl- aðist hún þekkingu og skilning og naut sín afar vel í vinnunni. Fann til ábyrgðar og langaði að leggja sitt af mörkum. Hún varð strax reynslunni ríkari á einhvern hátt. Eitt af því sem var svo sérstakt við Örnu: hún var á einhvern hátt gömul þó ung væri, og hafði lifað ævi sem margir áttræðir hafa ekki reynt. Hún lifði hratt, vildi lifa hratt, þurfti að gera allt í hvelli, sama hvað það var. Hún var líka ung þegar hún eignaðist hana Kristínu Líf. Það veitti henni óumræðanlega gleði og ánægju. Hún vildi allt gera til þess að standa sig með henni og fyrir hana. Hennar vegna reyndi hún ýmsar leiðir til að fá stuðning í sínum málum og á sinni vegferð. En ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki hefði komið til afar sterkir og ástrík- ir foreldar þar sem Kristín og Valur voru. Þau voru boðin og búin, vak- andi, sofandi yfir hverju fótmáli hennar og Kristínar Lífar. Það var ekki lítið að eiga slíkar stoðir fyrir Örnu Hildi. En nú er komið að kveðjustund og vil ég óska Örnu velfarnaðar á nýrri leið þar sem ég veit að hún er umvaf- in ljósinu. Ég vil kveðja hana með þessum línum um leið og ég votta Kristínu, Val, Kristínu Líf, Sigrúnu og Þórdísi og öllum öðrum ástvinum samúð mína. En ljósið kviknaði. Ljósið brann svo skært og rótt, það dansaði ofurhægt og það sindraði og blakti. Ljósið titraði. Titraði einsog lífið. Því ef eitthvað titrar eins og tár, skelfur eins og strá, slær einsog hjarta eða blaktir eins og ljós, þá veit maður að það er lífið. Og í loganum birtust þeim allar þeirra þrár og vonir, allar þeirra ástríður og háleitu draumar og göfugu hugsanir. (Elísabet Jökulsdóttir.) Blessuð sé minning Örnu. Guðrún Ögmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Örnu Hildi Valsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 41                                   !  "  # $ %  & '      "     '  () '    "   '  * &+$,-, . /.00$ $0$-/1 /$.0                 !       "#  $ $% & *      "!           ' (  ) *+ ,,   '"! '    2 3   $  4   5   ( 5     # $$ -       .  /" "      $ $% $ $ $%  %00$% &             12 ' ( 12 ,  + ,,          6    &  "! '!  5 & 3  5     5   7 !    0 '      & 0  /.   1   '& 0 & 3      $ $% $ $ $% &   37               , ,4 5' ,2   6 #!  6   5 & 3  5     71 #  67 ,     ! +#!  #,    + -   )8,      4 $ ,     8 8  $ $% $ $ $% &                   9 +  + ,, ## : 7 7     5  '    2 5  8 " -/  4   '   )8) &"  8     8  7   !  '7"5   ' 1 #   7"0 0   "1 #   !   8 1 #   #3  1 #      7!  ! $%      $ $% $ $ $%  *             4  5 + ,,   $  ;        '"! '    9    -   '   )8)  '    :  7  !  2   8          . '   '"! '    9 )     '7"   !  7      !  ! 7   $ $% $ $ $% &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.