Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 42

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Þormóðs-son fæddist á Vitastíg 10 í Reykja- vík 28. júní 1926. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 26. mars síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru hjónin Þormóð- ur Sveinsson, fisksali og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 1.9. 1890, d. 1963, og Theodóra Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 14.9. 1900, d. 1986. Systkini Sveins eru: Sveiney, húsmóðir í Reykjavík, f. 23.1. 1920, d. 1995; Stefán, lengst af starfsmaður hjá Esso og síðar verkstjóri hjá Ríkisspítölunum, f. 7.2. 1924, d. 1999; Hörður, tækni- fræðingur í Reykjavík, f. 25.4. 1931; Bragi, f. 1933, dó á fyrsta ári; og Benedikt, lengst af lagermaður hjá Sjöfn í Reykjavík, f. 11.5. 1935. Eiginkona Sveins er Dagfríður Pétursdóttir húsmóðir, f. 18.6. 1922. Foreldrar hennar eru hjónin Pétur Jóhannesson, bóndi í Hjarð- arbrekku í Eyrarsveit, og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja. Börn Sveins og Dagfríðar eru: 1) Svein- ey, húsmóðir og sjúkraliði í Stokk- hólmi, f. 8.8. 1943, gift Karli Jó- hannssyni lagermanni; 2) Þor- móður, lengst af kranamaður, nú búsettur í Arizona, f. 5.8. 1946, kvæntur Susan Sveinsson húsmóð- ur og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á þrjú börn frá því áður; 3) Bragi Rúnar, verktaki í Reykja- vík, f. 13.3. 1948, hann á fimm börn og einn fósturson, sambýliskona hans er Kristín Guðnadóttir; 4) Kristín Sveinsdóttir Strickland, gullsmiður og spilastjóri í Nevada, f. 21.6. 1952, gift Tom Strickland námamanni, hún tvö börn; 5) Sig- ríður Sveinsdóttir Erly, kennari í New York ríki, f. 13.8. 1955, gift Brian Erly hermanni og á hún tvö börn; 6) Theodóra Todd, tölvu- fræðingur í Texas, f. 12.3. 1958, gift Robert Todd tölvufræðingi og eiga þau tvö börn; 7) Hörður Ingi, iðn- verkamaður í Reykjavík, f. 28.7. 1960. Barnabörn Sveins og Dagfríðar eru 22 talsins og barnabarnabörnin 15. Sveinn fæddist á Vitastíg í Reykjavík. Hann ólst þar upp við Hverfisgötu en síðan Laugaveg og stund- aði nám við Austur- bæjarskólann. Hann byrjaði ungur að vinna fyrir sér, var í Bretavinnu og síðan túlkur hjá setuliðinu, starfaði á bílaverkstæði í tvö ár, var starfsmaður hjá Eimskipa- félaginu og stundaði jafnframt sjó- mennsku sem fólst meðal annar í svartfuglsskyttiríi í Faxaflóanum. Þá ók hann sendibíl um skeið. Sveinn var dyravörður í íþrótta- húsinu í Hálogalandi þegar ferill hans sem blaðaljósmyndari hófst og hann tók myndir af íþróttavið- burðum fyrir Morgunblaðið. Sveinn var ljósmyndari hjá Morg- unblaðinu samfleytt á árabilinu 1952-76. Hann hóf störf sem ljós- myndari hjá Dagblaðinu 1976 og síðan hjá DV þar sem hann lauk starfsferli sínum. Þá ljósmyndaði hann fyrir Slökkviliðið í Reykjavík og lögregluna um árabil. Sveinn er einn kunnasti frétta- ljósmyndari landsins en eftir hann liggur aragrúi fréttaljósmynda í hinum ýmsu ritum. Auk þess hafa myndir hans birst á fjölda ljós- myndasýninga og hjá erlendum fréttastofum. Hann varð heiðurs- félagi Blaðamannafélags Íslands árið 2000. Lögreglan í Reykjavík veitti honum heiðursviðurkenn- ingu fyrir samstarf um áratuga- skeið þegar Sveinn varð sjötugur. Útför Sveins fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú er besti vinur minn, pabbi minn, horfinn til betri veraldar, laus við þær þjáningar sem hann þurfti að þola undanfarna mánuði. Það fyrsta sem ég man eftir pabba var að hann var sívinnandi til að sjá fyrir þungu heimili og mörg- um börnum. Á þeim árum sem ég minnist fyrst keyrði hann vörubíl og þá var ég bara „pínulítin“ og fékk ég að sitja í bílnum hjá honum. Það sem var eftirminnilegast var þegar hann fór niður á höfn, því þá dugði fyrir mig að vinka útlenskum sjó- mönnum og þá komu þeir hlaupandi með gotterí handa mér. Ég hafði ekki langt að sækja þetta með að þykja sætindi góð, því það var einmitt einn af veiku punkt- unum hjá elsku pabba mínum. Þrátt fyrir þröngan fjárhag var honum mikið í mun að við börnin fengjum hluti eins og aðrir efnaðri foreldrar gátu veitt sínum börnum. Fyrsti bíllinn minn var nefnilega blár fótstiginn bíll, sem pabbi gaf mér þegar ég var bara fimm ára. Á unglingsárunum byrjaði áhugi minn á ferðalögum og fór ég snemma erlendis til að vinna, til Danmerkur, Þýskalands, Frakk- lands og var m.a. langdvölum í Bandaríkjunum. Sjálf vann ég fyrir farinu út, en það var þegjandi sam- komulag að hann borgaði fyrir mig heim! Ég skil fyrst í dag hversu mikið hann hefur þurft að leggja á sig til að standa undir þessum kostnaði af knöppum tekjum. Sem dæmi um umhyggjuna fyrir börnunum, keypti hann hesta fyrir okkur til þess við hefðum eitthvað hollara fyrir stafni en að hanga í sjoppum og vera í misgóðum fé- lagsskap. Jafnvel fjárfesti hann í hesthúsi sem kostaði drjúgan pen- ing. Hafði hann sjálfur ekkert voða- lega gaman af hestum, en var tilbú- inn að leggja þetta á sig okkar vegna og þurfti hann að lóðsa okkur daglega í hesthúsin til að gefa hest- unum. Þetta gerði hann með glöðu geði þótt vinnutíminn væri langur. Hann var alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur systkinunum, hvað sem á bjátaði hjá okkur – og fékk kanski ekki alltaf þær þakkir sem hann átti skilið. Pabbi og ég vorum svo samrýnd að oft fann ég á mér þótt erlendis væri ef eitthvað var að hjá honum eða hann fann á sér ef eitthvað am- aði að hjá mér. Betri vin, sem ég gat alltaf leitað til í erfiðleikum mun ég seint eignast og alltaf var hann tilbúin að hjálpa mér. Og það var gagnkvæmt, hann gat alltaf treyst að ég væri við hendina ef ég gat eitt- hvað gert fyrir hann. Ég hef aldrei þekkt nokkurn man sem dýrkaði eiginkonu sína eins og hann gerði. Og oftast lét hann í minni pokann fyrir sinni elsku – þótt hann ekki gæfi það eftir þegar aðrir áttu hlut. Minningarnar eru ljúfar og marg- ar, of margar til að rekja þær allar í stuttri grein. Lífsbarátta hans var ekki beinlín- is dans á rósum en aldrei kvartaði hann. Það var ekki í eðli hans að gef- ast upp fyrir neinum lífsins erfið- leikum – en að lokum kom sá mót- herji sem enginn sigrar – og jafnvel hann pabbi minn varð loks að gefast upp. Ég vil að lokum færa starfsfólki Borgarspítala, deild B4 og Land- spítala deild G14 innilegasta þakk- læti frá fjölskyldunni fyrir sýnda upphyggju og lipurð. Í þeirri fullvissu að sjá hann og hitta hann aftur í betri heimi, kveð ég hann með djúpum söknuði og trega. Sveiney Sveinsdóttir. Kveðja vinir, vegir skilja visna blóm á kaldri braut ei neitt er hægt fyrir dauða dylja dvín þar líf og hverfur þraut. Upp til ranna sólar svífur sálin þreytt í himingeim lífsins hinsta löður klífur, líður burt og kveður heim. Okkar leið er allra að skilja enginn sér þar kaupir frí ei er spurt um vinarvilja eða vitað nokkrum manni í. Þreyta bæði og sárar sorgir syrgjendanna hjörtu sker upp í heimsins háar borgir minn hugur fer og mætir þér. (Sigurunn Konráðsdóttir.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkar dýpstu saknaðarkveðjur. Unnur Þormóðsdóttir og fjölskylda. Sveinn Þormóðsson átti samleið með Morgunblaðinu og starfsmönn- um þess í nær aldarfjórðung. Það var árið 1952, sem hann hóf að taka íþróttamyndir fyrir blaðið, en þá var hann dyravörður í íþróttahúsinu við Hálogaland. Árin sem hann starfaði sem sendibílstjóri víkkaði starf- sviðið. Á ferðum sínum um bæinn kom hann oft fyrstur á slysstað í hraðvaxandi umferð og segja má, að lengst af hafi myndir af árekstrum og eldsvoðum verið hans sérgrein. Starfssviðið víkkaði enn, þegar hann fékk starfsaðstöðu í Morgunblaðs- húsinu við Aðalstræti sem ljósmynd- ari og síðar fastráðningu sem starfs- maður. Störfum gegndi hann fyrir Morgunblaðið til ársins 1976. Hann er einn af fáum, ef ekki sá eini sem hefur slasast alvarlega í starfi á veg- um Morgunblaðsins, en það gerðist á þjóðhátíð í Eyjum sumarið 1961 er eldur kom upp í tjaldi hans. Bar hann merki brunans æ síðan. Sveinn, eða Svenni Þormóðs, eins og hann var kallaður í daglegu tali samstarfsmanna, var mjög afkasta- mikill ljósmyndari, enda má segja, að hann hafi verið óþreytandi í starfi sínu og horfði hvorki í tíma né fyr- irhöfn ef eitthvað lá við. Skipti þá engu hvaða tími sólarhrings var, helgidagar eða aðrir frídagar. Slíkur var áhuginn. Og hann var ósínkur á myndirnar og þeir skipta hundruð- um, jafnt einstaklingar, félög og fyr- irtæki, sem nutu góðs af því. Hæst ber þó þau miklu myndasöfn, sem runnu til lögreglu og slökkviliðs höf- uðborgarinnar af starfssviði þeirra um áratuga skeið. Í ljósi þessarar einstæðu greiðvikni, og reyndar gjafmildi, var það eðlilegt framhald af ævistarfi hans sem fréttaljós- myndara að færa Reykjavíkurborg filmusafn sitt að gjöf. Það mun reyn- ast ómetanlegt, þegar sögð er saga höfuðborgarinnar í máli og myndum á síðari hluta 20. aldar. Starfsmönnum á ritstjórn Morg- unblaðsins reyndist Svenni Þormóðs góður félagi, léttlyndur og glað- sinna, og alltaf reiðubúinn að leggja á sig vinnu til að gera gott blað betra. Gamlir samstarfsmenn hans á Morgunblaðinu þakka honum sam- starfið á langri vegferð og senda ástvinum hans samúðarkveðjur við fráfall hans. Björn Jóhannsson. Forseti Íslands lítur um öxl í dyr- um Borgarleikhússins og sér blaða- ljósmyndara koma hálfhlaupandi á eftir sér. Hurðin er um það bil að falla að stöfum og Vigdís Finnboga- dóttir snýr við og opnar. Með hand- arsveiflu býður hún Sveini Þormóðs- syni brosandi að ganga í húsið. Þetta var óvenjulegt því fólk átti því fremur að venjast að haldið væri opnu fyrir forsetann en að hann væri í hlutverki þess er opnar dyr fyrir aðra. En þetta var dæmi um þann hlýhug og virðingu sem margir sýndu Sveini ljósmyndara; forsetinn var þar í engu undanskilinn. Þetta var lítil uppákoma í lífi ljósmynd- arans gamla sem fest hafði á filmu atburði undanfarinna áratuga þar sem sorg og gleði komu við sögu. Hann ornaði sér við minninguna um atvikið í Borgarleikhúsinu og fjölda annarra tilvika þar sem háir sem lágir sýndu honum virðingarvott og vináttu. Það var gæfa þess er þessi orð festir á blað að fá að kynnast Sveini Þormóðssyni og starfa með honum um átta ára skeið. Fyrstu kynni af Svenna voru árið 1992 þegar ég hóf störf á DV sem blaðamaður í fríi frá togarasjómennsku. Svenni var þá daglega á fljúgandi ferð inn og út af ritstjórninni. Honum fylgdi urg í skönnum þar sem slökkvilið og lög- regla höfðu samskipti um mismun- andi alvarleg mál. Ekkert fór fram hjá Svenna sem hafði lifibrauð sitt af því að festa á filmu bruna, slys og allt annað það sem fréttnæmt þótti hjá lögreglu og slökkviliði. Úr skannanum streymdu upplýsingar um allt þetta og þá var Sveinn fljót- ur til. Hann var sjaldnast síðastur á slysstað og það kom fyrir að hann væri á undan lögreglunni og slökkvi- liðinu á vettvang. Svo vel var hann tengdur í starfi sínu. Ekki var óal- gengt að heyra í skannanum beinar orðsendingar til Svenna frá vinum hans í fjarskiptunum. „Svenni, þú þarft að fara að bakhúsinu á Lauga- vegi….“, mátti til dæmis heyra í skannanum þegar áhyggjufullur fé- lagi Sveins á stjórnstöð fjarskipta vildi tryggja að hann lenti ekki á villigötum. Oft myndast spenna milli fjölmiðla og lögreglu á vettvangi at- burða. Ósagt skal látið hver á sök í þeim málum. Sveinn var fyrstur fjöl- miðlamanna til að sérhæfa sig í að mynda á vettvangi slysa. Þegar hann hóf störf sem blaðaljósmyndari um miðja síðustu öld voru dagblöð smám saman að auka myndbirtingar með fréttum. Sveinn var frumherji á þessu sviði og vann ásamt kollegum sínum ljósmyndinni þann verðuga sess sem hún hefur í dag þegar vart birtist frétt án ljósmyndar. Milli Sveins annars vegar og lögreglu og slökkviliðs hins vegar ríkti gagn- kvæm virðing. Báðir skildu að hinn hafði verk að vinna. Þegar lögregla bað blaðaljósmyndarann að færa sig fjær þá stóð ekki á því. Hann færði sig eitt skref til baka og eins og hann orðaði það sjálfur í ævisögu sinni, Á hælum löggunnar, þá beið hann færis og fór síðan tvö skref áfram. Þeir voru til sem reyndu að vega að æru hans vegna þess að hann lægi í skannanum og væri allt- af á vettvangi slysa. Látið var að því liggja að þetta væri einhvers konar óeðli. Þetta voru að vísu aðeins örfá- ir hælbítar sem svo létu en það gat sviðið undan því. Sveinn var einfald- lega blaðaljósmyndari af lífi og sál og fjölskylda hans þekkir það vel að þegar þurfti að mynda þá vék allt annað. Eitt sinn frestaði Sveinn jól- unum í nokkra klukkutíma vegna stórbruna sem þurfti að mynda. Til er fræg mynd af honum þar sem hann var að smeygja sér í buxur yfir náttfötin. Stóratburður var að ger- ast og þá var lítill tími til stefnu. Þegar Sveinn tók sér eitthvað fyrir hendur þá lagði hann sig allan í verkið. Velkist einhver í vafa um það hvort framkoma hans á vettvangi hafi verið til sóma þá nægir að benda á að þegar Sveinn varð sjö- tugur hélt lögreglan í Reykjavík honum samsæti og afhenti honum heiðursskjöld sem virðingarvott fyr- ir samstarfið í hálfa öld. Hjá Sveini var ekkert til sem hét hálfkák. Hans hlutverk var að skrá atburði samtímans með því að mynda þá atburði sem fréttnæmir voru. Enginn þarf að efast um að sterk fréttamynd af slysavettvangi er besta forvörnin og þannig var ljósmyndarinn að vinna samfélaginu gagn. Flest slys verða vegna mann- legra þátta og í umferðinni eru það gjarnan mistök sem valda slysum. Auðvitað er það aðstandendum sárt þegar birt er mynd þar sem nákom- inn vinur eða ættingi hefur farist. En jafnframt er það öðrum hug- vekja og til varnaðar þegar mynd birtist af slíkum vettvangi. Sveinn var oftar í hlutverki þess að vera boðberi válegra tíðinda en þeirra sem fólu í sér gleði. Enginn mun nokkurn tíma fá að vita hve miklu forvarnarstarf hans skilaði og hve mörgum varð forðað frá sárum eða bana vegna þess að þeir fóru varlegar eftir að hafa séð sláandi mynd af vettvangi hörmulegs slyss. Rétt er þó að halda því til haga að ekki voru valdar til birtingar þær myndir sem mest voru sláandi. Aragrúi er til á filmum af myndum sem ekki voru birtar af tillitssemi við þá sem áttu um sárt að binda. Hafi einhver haldið að Sveinn hafi verið tilfinningalaus gagnvart þeim hörmungum sem hann festi á filmu þá er það mikill misskilningur. Hann lýsti því ævisögu sinni þegar honum féllust hendur eftir að hann kom af ljótum slysavettvangi. Sérstaklega tók hann sárt að koma að þar sem börn létust. Hann átti þá erfitt með svefn og það kom fyrir að hann grét þau hræðilegu mannlegu örlög sem spunnust á sekúndubrotum. En þetta var starf Sveins og hann hafði þá skyldu umfram allt að sinna því af alúð. Hann var samviskusemin uppmáluð og það hefði engu skipt þó honum hefði valist annar starfsvett- vangur. Sveinn Þormóðsson hefði á hvaða öðru starfssviði sem var orðið afburðamaður. Hann var dugnaðar- forkur að vinna fyrir brauði sínu og gerði það vel. Vorið 1997 vorum við Sveinn á leið til Hafnarfjarðar til að taka við- tal við togaraskipstjóra. Hann ók að vanda greitt og var áhyggjufullur yfir því að fara „út á land“ og detta út úr fjarskiptasambandi Lögregl- unnar í Reykjavík. Sveinn var ágæt- ur bílstjóri en ók fullhratt fyrir smekk blaðamannsins sem í ótta sín- um ákvað að segja eitthvað sem slegið gæti á mesta hraðann. Óhugs- andi var að biðja Svein um að hægja á sér því hann lét ekki einhvern blaðamann segja sér fyrir verkum. Hann naut þeirra forréttinda í um- ferðinni í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum að í gildi var þegj- SVEINN ÞORMÓÐSSON        , 4 2 <!< 0    '" 0; #    6   5 & 3     5     () ' 3   3   3  3  3         !  0&    '  5 + ,, 7 "   8 " -  ;5 " '   ( 5  "  ,  $ 4     7 () ' ")  $% 3  " &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.