Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 43

Morgunblaðið - 05.04.2002, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 43 andi samkomulag um að sekta hann ekki. Mikilvægara var að leyfa hon- um að vinna sín verk á þeim hraða sem hann ákvað sjálfur. „Ætti ég ekki að skrá ævisögu þína?“ spurði blaðamaðurinn skjálfandi. Hann hafði um hríð hugleitt að saga Sveins ætti erindi á bók en hafði ekki nefnt það við gamla ljós- myndarann. Á Hafnarfjarðarvegin- um datt þetta upp úr honum og viti menn: Sveinn Þormóðsson snar- hægði á Toyotunni og hraðamælir- inn datt úr veglegri þriggja stafa tölu niður í 85. Eftir örlitla umhugs- un leit hann á farþegann. „Jú, ætli það sé ekki best,“ svaraði hann og þetta var fastmælum bundið. Við- talið við togaraskipstjórann var tek- ið og Sveinn myndaði hann með bros á vör. Eftir þetta var strax hafist handa við skrásetningu ævisögunn- ar og verkinu miðaði ágætlega. Vor- ið 1998 var verkið komið á lokastig. Þá var það rætt að við Sveinn yrðum saman nokkurn tíma til að yfirfara handritið. Tillaga um að við dveldum á sumarsetri skrásetjarans á Flat- eyri lagðist illa í ljósmyndarann. Staðurinn var alltof langt frá Reykjavík þar sem fjarskipti lög- reglunnar voru álíka langt í burtu og karlinn í tunglinu. Þá taldi borgar- barnið, sem fæddist á Vitastíg og ólst upp við Hverfisgötu og Lauga- veg, að í þessum maímánuði gæti snjóflóðahætta ógnað tilveru þess. Hann fann sér til allar mögulegar afsakanir til að þurfa ekki að fara út úr tíðnisviði löggunnar. Þetta var skiljanlegt í því ljósi að þegar Sveinn og Dagfríður, kona hans, settust að í Ásgarði árið 1957 þá var eitt og annað sem truflaði hann svo fjarri miðborginni. Hann hafði van- ist umferðargný og öðrum umhverf- ishljóðum borgarinnar og þegar þau fluttu úr bragganum í Kamp Knox í nýtt og glæsilegt húsnæði í úthverfi borgarinnar þoldi hann fuglasöng- inn illa. En það vandist og þegar ár- in liðu varð Ásgarður miðsvæðis í borginni og umferðargnýrinn kom aftur. Þá leið Sveini betur og hann féllst á fuglasöng í bland við borg- arhljóðin. Sveinn kom ekki vestur í maímánuði árið 1998 og við yfirfór- um handritið heima í stofu í Ásgarði 7, þar sem skanninn „Rósa“ urgaði og suðaði í stofuglugganum. Oft varð að gera hlé á vinnunni þegar ljósmyndarinn þurfti að skjótast í myndatöku. Slíkt hafði að vanda for- gang. Í júlímánuði sumarið 1998 var sá er þetta skráir í sumarhúsi sínu á Flateyri. Sjófuglarnir einir rufu kyrrðina á kambinum og umferðin var í lágmarki. Þá hringdi farsíminn. Á skjánum mátti sem oft áður sjá númer Sveins Þormóðssonar og þegar svarað var heyrðist glað- hlakkaleg rödd hans: „Sæll, ég ætla að láta undan þér og koma vestur. Við Fríða leggjum af stað á eftir,“ sagði hann. Þetta kom nokkuð á óvart enda hafði staðið nokkur bar- átta á útmánuðum við að fá hann til að koma vestur. Handritið var búið og því var engin nauðsyn á að við Sveinn legðumst í sérstaka yfirferð á því. En auðvitað var hann velkom- inn vestur ásamt Fríðu sinni. Að kvöldi þess dags þegar ritstjórn DV fór í frí vegna verslunarmannahelg- arinnar lagði Sveinn af stað í ferða- lag vestur á firði og á fáum klukku- stundum náði hann á leiðarenda þar sem hann kom í annað sinn á lífsleið- inni. Við tóku nokkrir dagar í af- slöppun þar sem sáralítið var rætt um ævisöguna. Sveinn og Dagfríður undu sér hið besta og gistu í stof- unni í Ömmuhúsi á Brimnesvegi. Allan sinn búskap höfðu þau vanist því að vera sjálfum sér næg og vera ekki upp á aðra komin. Þeim þótti sælla að gefa en þiggja. Enga breyt- ingu var þarna að merkja og snemma að morgni fyrsta dags vakti það athygli að hjónin voru horfin úr húsi. Við eftirgrennslan kom í ljós að þau sátu að snæðingi í bifreið sinni. Nægur matur var í kotinu en þau höfðu ekki talið tilhlýðilegt að ganga á matarbirgðir húsráðenda. Eftir nokkrar fortölur féllust þau á að vera í fæði samhliða húsnæði og dagana á eftir snæddu þau með öðr- um heimilismönnum. En för Sveins bar góðan ávöxt sem bent gat til þess að fréttanef hans næði alla leið vestur á firði. Síðasta daginn sem hjónin dvöldu á Flateyri spurðist út með leiftur- hraða að sjálfur Mick Jagger, höf- uðpaur bresku rokkhljómsveitarinn- ar Rolling Stones, væri á Ísafirði. Toyotan var ræst með látum og við tók akstur sem sló flest annað út. Farið var um einbreið Vestfjarða- göng á hraða sem ekki væri fjarri lagi að kenna við ljóshraða. Vel bar í veiði og viðtal og myndir af Mick Jagger voru í höfn innan skamms. Sveinn var viðþolslaus eftir þetta og ók suður fljótlega eftir að mynda- töku lauk. Hann varð að koma film- unni í framköllun. Fyrsta blað eftir verslunarmannahelgi bar þessa merki því á forsíðunni var flennistór S-mynd af brosandi Jagger. Brotthvarf Sveins úr þessum heimi skilur eftir sig skarð. Skann- arnir eru þagnaðir enda voru þeir tímanna tákn. Lögregla og sjúkralið hafa nú samskipti um lokað kerfi sem ekki er hægt að hlera. Það þoldi Sveinn illa. Hann spurðist fyrir um það í Bandaríkjunum hvort hægt væri að skanna þetta kerfi til að fylgjast með sem fyrr en það mál var í vinnslu allt fram á síðustu mán- uði án þess að niðurstaða fengist. Eftirmæli Sveins eru fólgin í þeim gríðarlega fjölda mynda sem hann lét eftir sig og gaf Reykjavíkurborg árið 1999. Hann skráði sögu samtím- ans með myndavél sinni og það verður aldrei fullþakkað. Hann var alþýðuhetja sem meginþorri ís- lenskrar þjóðar vissi deili á eftir að hann hafði myndað fyrir Morgun- blaðið og seinna DV í rúmlega hálfa öld. Sveinn Þormóðsson sat aldrei við háborð þjóðfélagsins en hann mynd- aði það frá öllum sjónarhornum. Hann fékk aldrei fálkaorðuna fyrir störf sín, þrátt fyrir að ýmsir minni pappírar hefðu orðið þess heiðurs aðnjótandi. Honum var sýndur sá heiður að forseti Íslands staldraði við og hélt fyrir hann opnu. Það dugði honum. Ekki kæmi á óvart þó einhver héldi opnu fyrir hann nú þegar hann snýr til nýrra heim- kynna. Sveinn og Dagfríður komu sjö börnum til manns og stóðu ævinlega fyrir sínu. Síðustu tvö árin var Sveinn örþreyttur og þjakaður af sjúkdómum. Hann hefur nú fengið hvíld. Þar sem góðir fara eru guðs vegir eru fleyg orð og falla vel að Sveini vini mínum. Ég og fjölskylda mín vottum Dag- fríði og afkomendum þeirra Sveins okkar dýpstu samúð og þökkum Sveini vináttu ásamt frábæru og gefandi samstarfi. Reynir Traustason. Kveðja frá samstarfsmönnum á ritstjórn DV Blaðaljósmyndun er fjölbreytt starf, krefjandi og oft skemmtilegt en þessari vinnu fylgir líka erfitt svið og viðkvæmt, ljósmyndun á slysavettvangi þar sem margir geta átt um sárt að binda. Þótt starfssvið Sveins Þormóðssonar sem blaðaljós- myndara væri víðfeðmt og tæki til flestra þátta mannlífsins sérhæfði hann sig á þessu sviði. Þar naut hann eðliskosta sinna, kurteisi og ljúfmennsku, eignaðist vini meðal þeirra sem þar sinntu skyldustörf- um. Lögreglumenn, sjúkralið og slökkviliðsmenn litu á Svein og starf hans við ljósmyndunina sem eðlileg- an þátt á vettvangi slyss eða bruna, sem það vissulega var. Hann skrá- setti söguna og gerði það í áratugi. Sveinn Þormóðsson var meðal frumherja í blaðaljósmyndun hér á landi. Hann kom til starfa á Dag- blaðinu skömmu eftir stofnun þess árið 1975. Þangað tók hann með sér langa reynslu frá Morgunblaðinu. Þeirrar reynslu og áhuga á starfinu nutu samstarfsmenn hans á Dag- blaðinu og síðar DV frá 1981 allt þar til á liðnu ári að Sveinn varð að draga sig í hlé. Heilsan leyfði ekki lengur baráttu í fremstu víglínu en þar hafði ljósmyndarinn notið sín best. Áhugi Sveins var öðrum hvatning. Hann vissi hvað var frétt, hafði fréttanef. Þá hafði hann þolinmæði til þess að bíða ef hann vissi að eitt- hvað fréttnæmt var í vændum. Þess naut blaðið. Hann var bóngóður og tilbúinn í slaginn á hvaða tíma sólar- hringsins sem var. Samstarfsmenn á ritstjórn DV minnast í dag ljósmyndarans áhuga- sama, frumkvöðulsins en umfram allt kærs félaga. Fyrir hönd þeirra eru aðstandendum sendar hlýjar samúðaróskir. Jónas Haraldsson. Í dag verður til moldar borinn Sveinn Þormóðsson, fréttaljósmynd- ari Dagblaðsins Vísis. Okkar fund- um bar fyrst saman þegar er ég var að feta mín fyrstu spor með mynda- vélina á sjöunda áratug síðustu ald- ar. Þá var Sveinn orðinn landskunn- ur fyrir myndir sínar í blöðum landsins. Það verður að segjast eins og er að maðurinn vakti óskipta at- hygli. Hann var mikill á velli og rún- um ristur reynslu og sársauka, lífið hafði greinilega ekki alltaf leikið við þennan brosmilda mann sem lék á als oddi. Hann var segjandi sögur af hetjulegri baráttu sinni við að fanga augnablik hversdagsins, sem birtist svo á síðum Morgunblaðsins, en þar starfaði hann lengst. Þannig er minningin um Svein, alla daga vinnandi og alltaf að sigr- ast á verkefninu, sem sókndjarfur framlínumaður í knattspyrnu; hann gafst aldrei upp. Hver myndbirting var honum sem mark svo maður haldi sig við myndlíkingar íþrótt- anna. Hann tók öllum verkefnum sem fyrir hann voru lögð með stó- ískri ró, svo aðdáun vakti. Vinnan var alltaf númer eitt hjá Sveini. Fyrir utan óteljandi myndir Sveins af íþróttaatburðum vakti at- hygli hversu duglegur hann var að ná myndum af slysum og ýmsum at- burðum sem tengdust lögreglu og slökkviliði, en þar sló Sveinn öðrum fréttaljósmyndurum við í árvekni og seiglu. Hann var alltaf á vakt, jafnt á nóttu sem degi. Sveinn hafði sér- staka unun af ef honum tókst að verða fyrstur á vettvang sem gerðist æði oft. Galdur Sveins lá í því hversu vel hann var kynntur, vinahópur hans í lögreglu og slökkviliði var stór. Allir lögðust á eitt að greiða götu Sveins, svo honum mætti tak- ast að segja sögu atburðanna með myndum sínum. Það voru ekki bara slysin sem Sveinn þefaði uppi, hann hafði gott fréttanef eins og við segj- um í fréttamennskunni. Sveinn hafði næmt auga fyrir hinu mannlega í umhverfinu, svo sem eins og af slökkviliði að sækja kattaranga upp í tré eða lögreglu að aðstoða strandaglópa í Gróttu svo fátt eitt sé talið. Þessi árvekni hans var DV sér- lega dýrmæt, blaði sem alltaf hefur reynt að segja öðruvísi fréttir en hinir fjölmiðlarnir. Sveinn hafði starfaði hjá DV frá upphafi, en áður var hann starfandi við Dagblaðið. Hans verður lengi minnst fyrir það áræði sem hann sýndi er hann myndaði öskuhauga borgarinnar og sýndi lesendum DV ósómann sem kaupmenn borgarinnar höfðu í frammi, er þeir hentu matvælum til að halda uppi verðlagi á kjöti og grænmeti. Myndbirtingin varð til þess að þessum ósóma var hætt. Sveinn var maður sem aldrei hikaði og var og mun verða okkur yngri mönnum í fréttaljósmyndarastétt áskorun og hvatning. Ég hafði á orði að Sveinn hafi ver- ið rúnum ristur maður, maður mik- illar reynslu og sársauka. Hann brenndist illa við störf á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1962 og bar þess merki alla tíð. Hann vílaði ekki fyrir sér að mæta til vinnu eftir það áfall reifaður og bundinn hjólastól. Sveinn er einhver kjarkaðasti mað- ur sem ég hef kynnst, sönn hetja. Hann fór í miklar læknisaðgerðir vegna fótameina. Óhikað fékk hann sér nýja augasteina til að bæta sjón ljósmyndarans. Svona var líf Sveins alla þá tíð sem ég þekkti kappann, alltaf að reyna að standa hnarreist- ur gegn veruleikanum. Síðustu tvö árin hafa verið Sveini mjög erfið, en hann lenti í umferð- aróhappi á Keflavíkurvegi. Ég fékk hann til að mynda konu í Reykja- nesbæ að morgni til fyrir DV, tíminn var naumur og Sveinn vildi aldrei láta standa uppá sig. Bílnum velti hann í einni beygjunni. Sveinn fór illa, hann brotnaði og tognaði. Hann náði sér aldrei eftir þetta. Afdrifarík ferð, sem olli öllum sárri hryggð sem ábyrgð báru á, og Sveini mikl- um sársauka þar til yfir lauk Fyrir tveimur árum kom út bók skráð af Reyni Traustasyni, rit- stjórnarfulltrúa DV, um líf og störf Sveins: Á hælum löggunnar. Í bók- inni er skemmtileg mannlýsing á Sveini. Þar segir Reynir í inngangs- orðum að Sveinn sé búinn að vera með myndavél um hálsinn í hálfa öld. Hann var maðurinn sem tók umferðargnýinn fram yfir fugla- sönginn og skráði alla mannlífsþætti borgarinnar með myndavél sinni. Alls staðar með haukfrán augu sín. Í bókinni lýsir Sveinn samferða- mönnum sínum á glettinn og góðlát- legan hátt eins honum er einum lag- ið. Látbragð hans og tilfinning njóta sín vel í ritsnilld Reynis. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá minn dóm, sem er eitthvað á þá leið að við sameiningu Vísis og Dagblaðsins hafi ég komið frá Vísi og tekið öll völd á ljósmyndadeild DV og seinna hafi tekist með okkur ágætur vin- skapur. Minning sem mun varðveitast verður sú, að það var mjög eftir- minnilegt að vera samferða þér, þú varst drengur góður og alla tíð kátt og kímið í kringum þig. Þín er sárt saknað af okkur strák- unum í ljósmyndadeild DV, vinnu- staðurinn okkar er fátækari eftir fráfall þitt. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð. F.h. fréttaljósmyndara DV, Gunnar V. Andrésson. Fyrir fram hefði mig aldrei órað fyrir því hve margar minningar það voru sem skutu upp kollinum þegar mér var tilkynnt að Sveinn Þor- móðsson, félagi minn í blaða- mennsku á DV í tæpan hálfan annan áratug, væri allur. Allir kappakst- urstúrarnir um Reykjavík og ná- grenni, öll klöppin sem hann gaf á bakið, allir sigrarnir, öll vonbrigðin og síðast en ekki síst öll stríðni- og gleðibrosin. Ég sé hann fyrir mér segja: „Elsku „venur““! Í lok níunda áratugar varð það hlutverk mitt á DV að annast lögreglu- og slysa- fréttir. Á hinni sömu stundu varð ég nánast sítengdur Sveini því hann var jú augu og eyru blaðsins gagn- vart því sem var að gerast á líðandi stundu í þeim málaflokki, gangandi eða akandi með sína skannera og tól – eins konar loftskeytastöð. Svip- sterkur var hann hvert sem við fór- um: gráhærður, þéttur og vinalegur en kurteis og ræðinn umfram allt enda vildi fólk gjarnan við hann tala hvert sem farið var. Og auðvitað þekkti Svenni allt og alla. Það var bara að spyrja, þá stóð ekki á svör- um. Ég hef alltaf litið á það sem for- réttindi að hafa fengið að starfa með Sveini og mönnum eins og Halli heitnum Símonarsyni en þeir voru á svipuðu reki. Svenni varð að vera snöggur ef eitthvað gerðist – láta ekki mynd- efni hins skamma fréttaaugnabliks glatast því ekki kemur það aftur. Stundum vorum við í viðtali, t.d. inni á heimilum, hinir rólegustu, þegar einn skannerinn gellur skyndilega. Svenni hlustar og segir: „Óttar minn, ég held það sé best að þjóta!“ Og við þutum – að fylgjast með árekstrum, brunum, slagsmálum, byssubardögum eða lögreglu að kanna vettvang innbrota eða jafnvel morða. Sveinn var með ólíkindum fljótur og öruggur á milli staða enda vinur lögreglunnar. Eitt eftirminnilegasta dæmið um slíkt var þegar skyndi- lega komu fréttir inn á ritstjórn DV í Þverholti um að uppreisn væri í gangi austur á Litla-Hrauni sem auðvitað telst stóratburður. Pétur Pétursson var þá tekinn við af mér í löggufréttum og voru þeir Sveinn þá í erindum einhvers staðar vestur í bæ. Ekki mátti bíða eftir að þeir lykju við sitt og því ákveðið að við Brynjar Gauti Sveinsson ljósmynd- ari snöruðumst út í bíl og ækjum rakleiðis austur. Brynjar ók eins hratt og frekast var unnt. Í Þrengsl- unum vorum við vel á öðru hundr- aðinu. Þá hringdi Jónas Haraldsson fréttastjóri og spurði hvernig gengi. Ég sagði honum auðvitað að við nálguðumst Litla-Hraun óðfluga. „Hefurðu nokkuð séð Svenna?“ „Nei, nei,“ sagði ég, „við erum á rosalegri ...“ Þarna sagði ég ekki meira í bili, varð orðfall því Svenni og Pétur voru að fara fram úr okk- ur, sennilega á hátt í 200 kílómetra hraða. Brynjar hafði þá séð lítinn hvítan punkt í hliðarspeglinum hjá sér sem stækkaði óðum – Toyotuna hans Svenna. Og þeir fóru fram úr og hurfu okkur sjónum mjög fljót- lega. Pétur hefur sennilega aldrei orðið eins smeykur í bíl en þarna áttu samt við þau orð sem ein- kenndu Svenna í umferðinni: hraði og öryggi og svo hinn ódrepandi áhugi og samviskusemi gagnvart starfinu. Að verða fyrstur, það skipti öllu. Og löggan notaði alltaf blinda augað (þegar hún sá til) enda var Svenni líka oft að sinna henni og hjálpa. Hann sagði aldrei nei, var alltaf boðinn og búinn: taka myndir, gefa myndir eða jafnvel að króa af svæði fyrir lögreglu því hann var oft á undan henni á vettvang. Annað eftirminnilegt dæmi var þegar ég kom á vakt á sunnudags- síðdegi þar sem Elín Hirst var fréttastjóri DV. Hún spurði hvort ég gæti ekki reynt að ná viðtali við stórstjörnuna Jerry Seinfeld sem þá var staddur á landinu. Hún sagði að Svenni væri að fylgjast með. Ég hringdi strax í hann. Svenni kvaðst vera staddur fyrir utan Hótel Sögu. Ég ók þang- að, settist inn í bíl til Svenna, sem sagðist strax hafa þetta „allt undir kontról“. „Nú?“ spurði ég. „Já, Jerry kemur út eftir smástund, hann er að fara í „dinner“. Ég leit forviða á félaga minn sem var auð- vitað búinn að tala við mann og ann- an síðustu klukkustundir og fá þetta allt á hreint. Eftir stutta stund kem- ur sjónvarpsstjarnan út um dyrnar á Sögu, ég snarast út, rýk á Seinfeld og fæ að taka stutt viðtal. En Svenni var gjarn á að skjóta sér lymskulega inn í spjall félaga sinna þannig að allir gætu haft gaman af. Þegar Seinfeld var í miðjum klíðum að svara hinni hefðbundnu spurningu „How do you like Iceland“ og hvern- ig hann ætlaði að verja frídögum sínum hér segir Svenni skyndilega þar sem hann stendur skammt frá: „Mr. Seinfeld, my wife, she loves you!“ Stórstjarnan lítur yfir á þann gráhærða og þétta, fyrst forviða en kinkar svo kolli og brosir. Hann kunni vel að meta áhuga eiginkonu þessa áhugasama ljósmyndara. Dagfríður var reyndar ekki með í þessari ferð en hún sat gjarnan aft- ur í hjá okkur þegar þeyst var um. Þessu kynntust flestir blaðamenn DV. Ekki ætla ég að rekja sjúkrasögu Sveins sem kynntist sársauka, slys- um og veikindum af eigin raun meira en margur veit um. Ófáar ferðirnar fór ég að heimsækja hann á sjúkrahús og alltaf var hann jafn- ánægður. „Elsku drengurinn“, sagði hann og tók að spyrja frétta. Stund- um var hann líka að hlusta á spít- alanum – tókst þá að fela geltandi skannerinn fyrir hjúkrunarfólkinu – stillti bara á lægsta og hlustaði á með heyrnartæki. Hann var alltaf á vaktinni. Ein- hvern tímann sagði ég við Svenna að hann væri sennilega búinn að vera á öllum sjúkradeildum öðrum en fæð- ingardeildinni. Hann hló, hristist all- ur og sagði galvaskur: „Ég útiloka ekkert.“ En alltaf eftir að ég heim- sótti Svein kom hann aftur upp á DV, alltaf nema í síðasta skiptið, sem var rétt fyrir jól. Við Reynir Traustason blaðamaður, sem á heið- ur skilinn fyrir að hafa skráð sögu Sveins, og Gunnar V. Andrésson ljósmyndari áttum þá glaða stund með okkar gamla og góða vinnu- félaga og vini inni á sjúkrastofu á Landspítalanum í Fossvogi – spítala sem við fórum einmitt svo oft saman á til að taka viðtöl eða fylgjast með. Gaman væri líka að vita hve margar myndir Svenni tók af þyrlum okkar koma þangað með slasað fólk. En þetta var síðasta stund okkar vinnu- SJÁ NÆST SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.