Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 45

Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 45 ✝ Sigrún Guð-brandsdóttir fæddist í Viðvík í Skagafirði 13. júlí 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. mars síð- astliðinn. Hún er dóttir hjónanna Önnu Sigurðardótt- ur, f. 10. janúar 1881, d. 1. janúar 1962, og sr. Guðbrands Björnssonar, f. 15. júlí 1884, d. 30. apríl 1970. Systkini Sig- rúnar eru: 1) Guð- finna kennari, f. 19. júní 1909, d. 7. ágúst 1965. 2) Elínborg kennari, f. 6. ágúst 1913, d. 3. desember 1979, maður Magnús Ástmarsson prent- smiðjustjóri, f. 7. febrúar 1909, d. 18. febrúar 1970. 3) Sigríður ritari, f. 19. apríl 1915, d. 28. maí 1999, maður Benedikt Tómasson skóla- stjóri, f. 6. desember 1909, d. 10. janúar 1990. 4) Björn læknir, f. 9. febrúar 1917, kona Sigríður Guð- brandsdóttir ritari, f. 9. ágúst 1925. Sigrún giftist 20. desember 1941 Ármanni Halldórssyni skóla- stjóra, f. 29. desember 1909, d. 29. apríl 1954, syni Elísabetar Bjarna- dóttur, f. 14. maí 1875, d. 5. mars 1956, og Halldórs Bjarnasonar kaupmanns á Ísafirði, f. 5. ágúst 1877, d. 21. apríl 1920. Börn Sig- rúnar og Ármanns eru: 1) Halldór efnafræðingur, f. 3. október 1942, kvæntur Margrétu Skúladóttur kennara, f. 29. maí 1943. Börn þeirra eru a) Ármann kennari, f. 4. ingur, f. 6. janúar 1971, maki Hel- en Ólafsdóttir rekstrarráðgjafi, f. 2. nóvember 1971, dóttir þeirra er Katrín Steinunn, f. 23. mars 1993. 4) Áslaug kennari, f. 19. október 1947. Fyrri maður Guðbjörn Páll Sölvason skipstjóri, f. 18. október 1945. Börn þeirra eru a) Sigrún Lilja skrifstofumaður, f. 4. apríl 1968, maki Einar Gíslason veik- straumsiðnfræðingur, f. 30. apríl 1967. Dætur þeirra eru Áróra, f. 31. mars 1991, og Áslaug Dóra, f. 5. júlí 1993. b) Bergur Magnús vél- stjóri, f. 22. júní 1969, maki Oddný Guðmundsdóttir garðyrkjufræð- ingur, f. 7. júlí 1967. Börn hennar eru Þórhildur og Svavar Kristjáns- börn. c) Gunnhildur BA, f. 26. júní 1970. Seinni maður Áslaugar er Valgeir Gestsson skrifstofustjóri, f. 5. janúar 1937. 5) Halldís kenn- ari, f. 1. desember 1951, gift Elíasi Ólafssyni jarðfræðingi, f. 16. apríl 1951. Börn þeirra eru Ólafur kerf- isstjóri, f. 14. júlí 1974, maki Luc- inda Árnadóttir BA, f. 15. mars 1967, og Árdís BS, f. 8. janúar 1978. Sigrún lauk kennaraprófi 1932, hélt smábarnaskóla á Akranesi 1932–1933, kenndi við barnaskól- ann á Patreksfirði 1933–1938 og 1939–1941, stundaði tónlistarnám og kenndi við Skildinganesskóla 1938–1939, Miðbæjarskólann í Reykjavík 1941–1942 og 1944– 1945, Melaskólann 1956–1961, Vogaskóla 1961–1982, og Öldu- selsskóla 1983–1985. Auk þess stundaði hún nám við Kennara- skóla Íslands 1969–1970. Starfaði í nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins um endurskoðun nám- skrár í líffræði 1969. Útför Sigrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. júní 1969, maki Bryn- dís Erna Jóhannsdótt- ir BA, f. 26. desember 1966, dóttir þeirra er Sóldís Lydía, f. 17. ágúst 2001, b) Þor- björg kennari, f. 14. nóvember 1970, maki Gunnar Ingi Halldórs- son viðskiptafræðing- ur, f. 4. ágúst 1972, dóttir þeirra er Diljá, f. 4. október 1999, c) Sigrún Mjöll rann- sóknarmaður, f. 18. október 1978, maki Kjartan Ágúst Páls- son verslunarmaður, f. 14. febrúar 1979. 2) Guðbrandur kennari, f. 19. maí 1944, fyrri kona Nína Björk Elíasson tónlistarmaður, f. 23. júní 1946. Dóttir þeirra er Sigrún graf- ískur hönnuður, f. 26. október 1968, maki Jim Quist Holm við- skiptafræðinemi, f. 20. desember 1967, börn þeirra eru Anna Maria Björk, 17. janúar 1998, og Friðrik, f. 9. september 1999. Seinni kona Guðbrands er Marianne Jul-Rasm- ussen, starfsmaður í hagdeild Dan- marks Radio, f. 17. júní 1952. Dæt- ur þeirra eru Eva Sif læknanemi, f. 11. ágúst 1977, og Steinunn Herdís landfræðinemi, f. 6. mars 1980. 3) Steinunn skólastjóri, f. 20. febrúar 1946, gift Markúsi Erni Anton- ssyni útvarpsstjóra, f. 25. maí 1943. Börn þeirra eru a) Sigrún Ása verkefnisstjóri hjá Financial Times, f. 13. nóvember 1965, maki Jón Daníelsson lektor, f. 17. októ- ber 1963. b) Anton Björn lögfræð- Birtu bregður á minningarnar um tengdamóður mína. Brosið hennar fallega, gleðin sem hún bar með sér, mun ylja okkur sem elskum hana, um ókomin ár. Hún kaus að líta á björtu hliðarnar, spaugaði oft um lífið og til- veruna, lagði aldrei illt til nokkurs manns, en mislíkaði henni raulaði hún gjarna lagstúf. Af framansögðu sést að samvistir við hana voru forréttindi og þeirra naut ég í þrjátíu og fimm ár. Tónlist átti hug og hjarta Sigrúnar. Hún lék á orgel og hafði fallega söng- rödd. Hún átti dágott plötusafn og setti oft plötu á fóninn. Passíurnar voru leiknar á þessum árstíma.Við sóttum tónleika með henni meðan heilsa hennar leyfði. Hún átti margar góðar bækur og las mjög mikið og var vel að sér á mörgum sviðum. Kunni hún sæg af ljóðum sem hún sum hver gat þulið fram á þetta ár. Unun var að heyra hana segja barnabörnunum sögur og ævintýri. Sigrún talaði af mikilli hlýju um bernsku sína, foreldra sína, systkini og samferðafólk og sagði vel frá at- burðum sem markað höfðu spor í líf hennar. Eins fannst mér ómetanlegt hvernig hún ræddi um kennsluna, ævistarfið. Þar nutu hæfileikar henn- ar sín, þolinmæði, umburðarlyndi og mannkærleikur. Gamlir nemendur hafa sýnt henni sóma og minnst henn- ar að verðleikum í tímans rás. Sigrún varð fyrir þeirri raun að missa Ármann, manninn sinn, eftir aðeins tólf ára sambúð. Hún gæddi minningarnar lífi, sagði mér oft frá honum og mér fannst ég næstum hafa þekkt hann. Ég leyfi mér að vitna hér í minningargrein Benedikts Tómas- sonar um Ármann (1954), en þar segir um þau hjónin „þau voru einnar sál- ar“, og enn um hinn mikla missi „þeg- ar kemur að konu og börnum hæfir þögnin ein“. Sigrún stóð eins og klettur með börnum sínum, studdi þau öll til mennta og hjálpaði á alla lund um áratugi. Þau hafa af heilum hug sýnt þakklæti sitt og ást með dyggum stuðningi við hana, einkum þegar árin færðust yfir og heilsan fór að gefa sig. Í mínum huga er Sigrún krýnd amma aldarinnar, slíkt var samband hennar og barnabarnanna. Ég sé tengdamóður mína fyrir mér, blærinn gárar kjólinn, hún veif- ar brosandi til okkar á leið í ferðina miklu, inn í ljósið – á undan okkur hin- um. Guði sé lof fyrir Sigrúnu Guð- brandsdóttur. Margrét Skúladóttir. Sigrún tengdamóðir mín var fáguð baráttukona í eðli sínu. Hún stóð ein uppi með fimm ung börn þegar Ár- mann maður hennar féll frá. Þá hóf hún kennslustörf að nýju í Melaskól- anum og vann auk þess hörðum hönd- um í öllum sumarleyfum. Hún bar fram veitingar í Ingólfskaffi eða var skipsþerna á olíuskipinu Hamrafelli sem þá sigldi á hafnir við Svartahaf. Tvær dæturnar voru með henni á þessum ferðalögum, sem þóttu sér- stæð fyrir einstæða móður á þeim tíma. Með mikilli vinnu tókst Sigrúnu að koma börnunum til manns og eign- ast nýtt og gott húsnæði í Sólheimum 23 þegar Voga- og Heimahverfi voru í uppbyggingu. Auðnaðist henni að skapa sér og fjölskyldunni þar gott athvarf. Hún hóf að kenna við Voga- skólann og starfaði þar í 20 ár unz hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Enn var þó eftir starfskröftum hennar sótzt og tók hún að sér aðstoðar- kennslu tímabundið við Ölduselsskóla eftir að hún fór á eftirlaun. Efri árin hafa verið henni í heild hagstæð þó að allmjög hafi hallað undan fæti síðustu misserin. Hún hlaut hægt andlát í dymbilvikunni, komin á nítugasta ald- ursár. Fyrir tæpum 40 árum bar fundum okkar Sigrúnar fyrst saman. Ég skynjaði strax atorkuna og framtaks- semina hjá þessari myndarkonu. Eðl- islæg glaðværð og meðfædd jákvæð afstaða til hlutanna hafa verið henni mjög til styrktar þegar á móti blés. Við minnumst hennar við tímafreka heimavinnu og undirbúning kennslu- stundanna. Man ég hvað hún lagði mikla rækt við verkefni í líffræði- kennslunni, sem þá var nokkur nýj- ung í skólastarfinu. Hún lifði alltaf mjög heilsusamlegu lífi, var bindind- ismaður, stundaði líkamsæfingar og hafði ævinlega nóg fyrir stafni. Féll aldrei verk úr hendi. Íbúðin í Sól- heimunum var ávallt glæsileg og til fyrirmyndar þó að farið væri að hægj- ast um í almennum heimilisstörfum, þegar ég kom við sögu. Á sumrin spígsporaði Sigrún í árroðanum niður í Laugardalslaug og synti þar af kappsemi. Skömmu síðar var hún komin í Hafnarfjarðarstrætó á leið suður á Sólvang að huga að föður sín- um, sr. Guðbrandi Björnssyni, sem lá þar rúmfastur í hárri elli. Hún hafði reglulega samband við systkini sín, fjölda vina og ættingja hér heima og skrifaðist á við kunningja, sem hún hafði kynnzt erlendis. Áður en maður vissi var hún farin í heimsókn til starfssystra á Norðurlöndum eða flogin í ferðalag með dönskum kenn- arasamtökum til Egyptalands. Börn hennar hafa verið búsett úti á landi og erlendis um lengri eða skemmri tíma og varð það tilefni fjölda heimsókna fyrir Sigrúnu. Alla tíð var Sigrún að endurmennta sig. Hún sótti ótal námskeið kennara innanlands og utan. Ekki efa ég að starfið í kennslustofunni hennar hafi verið árangursríkt enda hafa fyrrum nemendur sýnt henni þakklætisvott við ýmis tækifæri. Kennslan og upp- eldisstarfið í skólanum var henni köll- un, sem hún ræddi oft í hópi fjölskyld- unnar. Ekki hafa þær umræður verið niðurdrepandi eða letjandi því að börnin, tengdafólkið og nokkur barnabörnin hafa lagt fyrir sig kennslu eða fengizt við þau störf tímabundið. Margt mátti læra af reynslu Sigrúnar frá því að hún út- skrifaðist úr Kennaraskólanum og stofnaði sem ung stúlka smábarna- skóla á Akranesi. Síðan réð hún sig í kennslu vestur á Patreksfjörð. Þar voru sumir nemendurnir búnir að vera til sjós og fóru í land til að setjast á skólabekk. Var því lítill aldursmun- ur á kennslukonunni ungu og þessum nemendum hennar. En allt gekk að óskum og oft hef ég hitt gamla nem- endur Sigrúnar frá Patreksfirði, sem farið hafa um hana einstaklega vin- samlegum orðum, fullum af hlýju og þakklæti. Á sunnudögum settist hún við orgelið í kirkjunni og lék undir við guðsþjónustur. Svo kom að því að hún flyttist til Reykjavíkur, þar sem hún gekk að eiga Ármann Halldórsson, skólastjóra Miðbæjarskólans, og síð- ar námsstjóra. Þau bjuggu í skólahús- inu um skeið og starfaði Sigrún þar við hlið manns síns. Síðar fluttu þau í nýbyggt fjölbýlishúsið á Hringbraut 39 og þar tóku heimilisstörf og barna- uppeldi tíma hennar allan þar til Ár- mann lézt. Þá breyttust hagir fjöl- skyldunnar mjög og Sigrún varð fyrirvinna heimilisins. Sigrún hefur verið mér sérstaklega góð tengdamóðir, Steinunni ástrík móðir og börnum okkar einstök amma. Við áttum samastað hjá Sig- rúnu meðan við leituðum varanlegra úrlausna í húsnæðismálum fjölskyld- unnar á fyrstu hjúskaparárunum og æ síðan höfum við haft við hana náið og gott samband. Við höfum ferðazt með henni innanlands og utan. Ekk- ert virtist henni jafnkært og að fara norður í Skagafjörð og koma á kirkju- staðina, þar sem faðir hennar og afi þjónuðu sem prestar. Miklibær, Við- vík, Hofsós og Hólar vöktu hjá henni hlýjar endurminningar úr bernsku. Ófáar sögur sagði hún okkur og barnabörnum sínum af lífinu í Skaga- firði á uppvaxtarárunum og sérstæð- um og skemmtilegum sveitungum þar. Sigrún naut stundanna utan kennslustofunnar í friðsæld á heim- ilinu og með fjölskyldu sinni. Hún hafði sig lítið í frammi á mannfundum og í félagslífi. Meðan ég hafði afskipti af stjórnmálum var það þegjandi samkomulag að ræða þau ekki mikið á heimili frú Sigrúnar. Reyndar var ekki ýkja mikill munur á viðhorfum okkar þó með örlítið öðrum formerkj- um væru. Hún var jafnaðarmaður og greiddi samvizkusamlega félagsgjöld sín til Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur, sama hvað á gekk í þeim samtök- um. Jafnaðarstefnan var henni lífs- hugsjón, sem hafin var yfir allan efa og var ekki til umræðu. Síðustu árin dvaldist hún á hjúkr- unarheimilinu Skjóli og naut þar ein- staklega góðrar aðhlynningar. Starfs- fólk þar á miklar þakkir skildar fyrir þá alúð og umhyggju, sem það hefur sýnt Sigrúnu. Í röðum starfsmanna eru allmargir nýbúar. Það sem á vantar í íslenzkukunnáttu hjá þeim er margfalt bætt upp með vingjarnlegu viðmóti og umhyggjusemi við gamla fólkið. Þegar aðstæður voru orðnar þann- ig að samtöl okkar Sigrúnar um einskisverð atvik líðandi stundar áttu ekki við lengur brugðum við á þann leik að leita um hugarfylgsnin að vel geymdum fjársjóðum íslenzkrar ljóð- listar, sem Sigrún hafði numið á yngri árum og löngum kennaraferli sínum. Þarna sat ég með ljóðabækurnar og hafði varla við að fylgja henni eftir, því að ég kunni þegar bezt lét fyrstu tvö erindin, en hvíslaði orði og orði ef hik kom á hana í upphafi fimmta eða sjötta erindis. Allt rann þetta fram áreynslulaust eins og það hafði jafnan áður gert þegar hún fór með kvæða- bálka og þulur fyrir barnabörnin fyrr á árum. Mannsheilinn er ólíkindatól en þetta var að mörgu leyti lýsandi fyrir Sigrúnu því að hún var unnandi ljóða, skáldsagna og tónlistar, sem hún naut jafnan í ríkum mæli þegar hún hafði næði til heima í Sólheimum. Ekki er ofsagt, að með Sigrúnu sé gengin mikil mannkostakona, sem af stakri samvizkusemi, dugnaði og hjartahlýju gerði allt betra og bjart- ara í kringum sig. Þessum áberandi eiginleikum í fari hennar var ómet- anlegt að fá að kynnast og njóta. Blessuð sé minning hennar. Markús Örn Antonsson. Nú í vetrarlok lést tengdamóðir mín, Sigrún Guðbrandsdóttir, á ní- tugasta aldursári og langar mig að minnast hennar í fáeinum orðum. Sig- rún fæddist og ólst upp í Viðvík í Skagafirði í hópi fjögurra annarra systkina. Hún leit alltaf á Skagafjörð sem sína heimasveit þótt hún hafi far- ið þaðan ung til að afla sér mennt- unar. Leið prestdótturinnar úr Skagafirði lá í Kennaraskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk prófi og réð sig að því loknu til kennslu á Patreksfirði, kornung að aldri. Pat- reksfirðingar hrifust af hinum unga og glæsilega kennara sem auk kennslunnar tók að sér orgelleik og kórstjórn í kirkjunni. Hún hélt alla tíð sambandi við fyrstu nemendur sína og taldi sig eiga í þeim hvert bein og þessir gömlu nemendur hennar töldu það ekki nema rétt og skylt, að fara eftir því sem kennararinn bað þá um þótt áratugir væru liðnir frá því hún kenndi þeim. Sigrún helgaði sig kennslu með nokkru hléi meðan börn hennar voru á unga aldri. Hún giftist Ármanni Halldórssyni, skólastjóra og síðar námsstjóra, árið 1941 en hann lést löngu fyrir aldur fram árið 1953 frá eiginkonu og fimm börnum á aldrinum tveggja til ellefu ára. Þá reyndi á ungu konuna sem stóð ein uppi með barnahópinn. Sig- rún sýndi þá eins og ætíð að henni var ekki fisjað saman. Þá reið baggamun- inn fyrir ekkjuna sú aðstoð sem hún naut frá trygginga- og lífeyriskerfinu sem samflokksmenn Sigrúnar og Ámanns í Alþýðuflokknum höfðu bar- ist fyrir um árabil. Hún hóf kennslu í Melaskólanum og síðar í Vogaskóla þar sem hún kenndi um árabil. Með hjálp barna sinna og fleiri sem stóðu henni næst tókst henni að festa kaup á íbúð í Sól- heimum 23 eftir að litla íbúðin á Hringbraut, sem þau Ármann höfðu keypt, var orðin alltof lítil. Hún lauk sjálf við að mála og innrétta íbúðina í Sólheimum og þar bjó hún í tæplega fjörutíu ár. Hún stundaði fulla kennslu og rúmlega það, hélt ein heimili og annaðist barnahópinn sinn hvort sem það var í skólanum eða heima með stakri natni, umhyggju og eldmóði sem var henni í blóð borinn. Í kennslustarfinu var hún alla tíð hinn hvetjandi, áhugasami og nýj- ungagjarni kennari. Í kringum 1970 var hún fengin í hóp fólks sem tók að sér að útbúa nýtt námsefni í náttúru- fræðum fyrir yngri bekki grunnskóla en sú kennslugrein var hennar uppá- haldsgrein. Hún sótt námskeið á sumrin hérlendis og erlendis og var alltaf að viða að sér einhverju sem gæti nýst nemendum hennar í fram- tíðinni. Ég veit að margir nemendur hennar minnast hennar með hlýhug. Einn nemandi hennar orðaði það svo: „Sigrún hafði lag á að láta manni finn- ast að maður væri margfalt betri í öllu en maður var ef til vill í rauninni, en það sjálfstraust sem hún byggði upp var ómetanlegt fyrir lítinn óframfær- inn drengstaula.“ Eftir að störfum hennar lauk í Vogaskóla og hún var komin á átt- ræðisaldur fékk vinkona hennar, Ás- laug Friðriksdóttir, sem þá var skóla- stjóri i Ölduselsskóla, hana til að annast hjálparkennslu. Hún dreif sig með strætisvagni á hverjum morgni til að sinna þeim erfiðu verkefnum sem hjálparkennsla í grunnskóla er. Þar kenndi hún ýmsum að lesa sem um árabil höfðu átt í erfiðleikum að ná þeim erfiða hjalla. Þá starfaði hún af krafti með félagi eftirlaunakennara og var formaður þeirra samtaka um hríð. Hinn eðlislægi áhugi Sigrúnar á börnum og lífskraftur, sem nýttist henni svo vel í kennslunni, kom einnig mjög fram í samskiptum hennar við barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún lék við þau, huggaði þau, spilaði við þau, sagði þeim sögur, söng með þeim, kenndi þeim bænir og sumum kenndi hún að lesa. Hvenær sem hún kom því við var hún tilbúin að gæta þeirra og vera með þeim og veit ég að þau búa að því alla ævi. Það verður aldrei fullþakkað. Sigrún Guðbrandsdóttir var gæfu- kona um margt í lífinu þó stundum gæfi á bátinn. Hún skilaði frábæru ævistarfi bæði í þágu nemenda sinna og ekki síður í þágu barna sinna og barnabarna. Hún var líka stolt af sínu fólki og efaðist ekki um að þar færi úrvalsfólk. Hún sagði gjarnan að hún ætti góð börn, góð tengdabörn, góð barnabörn og barnabarnabörn og því væri engin þörf að kvarta. Hannes Pétursson skáld, sem er ættaður úr Skagafirði eins og Sigrún, segir í einu ljóða sinna: „Þegar þið eruð nálægt.“ Ykkur var ást mín gefin allt sem að höndum ber. Þið leggið augu mín aftur þegar efsta lífsstundin þver. Allra síðustu árin reyndust tengda- móður minni nokkuð erfið á köflum. Líkaminn var farinn að gefa eftir og hin skarpa hugsun og minni eldhug- ans farið að daprast. Síðustu misserin var hún til heimilis á dvalarheimilinu Skjóli þar sem frábærlega vel var annast um hana og viljum við að- standendur þakka umhyggju og gott viðmót starfsfólksins. Á Skjól heim- sótti einhver ættingi eða vinur hana á hverjum degi. Í herberginu sínu að Skjóli fékk hún hægt andlát 27. mars sl. í hópi þeirra sem stóðu henni næst. Elías Ólafsson. SIGRÚN GUÐ- BRANDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Guðbrandsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.