Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Herdís MargrétGunnfríður
Pálmadóttir fæddist
á Reykjavöllum í
Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði, 5.9. 1922.
Hún andaðist á Heil-
brigðisstofnuninni á
Sauðárkróki hinn 29.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Pálmi Sigurður
Sveinsson, bóndi á
Reykjavöllum, f. 13.
des. 1883, d. 6. mars
1967, og kona hans
Guðrún Andrésdótt-
ir, f. 2. mars 1889, d. 17. mars 1955.
Herdís var næstelst af sex systk-
inum. Elst var Herdís Margrét
Gunnfríður, f. árið 1920, lést 2ja
ára gömul og var nafna hennar
skírð við kistuna hennar. Hólm-
fríður Sigrún Jóhanna, f. á Reykja-
völlum 11. nóv. 1923, húsmóðir.
Maður hennar var Bjarni Kristinn
Ólafsson rafvirkjameistari, f. 18.
okt. 1918, d. 7. jan. 1986. Áslaug
Rósa húsmóðir, f. á Reykjavöllum
26. sept. 1925. Maður hennar er
Pétur Kristófer Guðmundsson,
bóndi á Hraunum í Fljótum, f. 28.
júlí 1923. Andrés Pétur, bóndi á
Reykjavöllum, f. á Reykjavöllum
19. ágúst 1930. Sveinn Skagfjörð,
forstjóri í Reykjavík, f. á Reykja-
völlum 27. júní 1933. Kona hans er
Guðný Ásdís Hilmarsdóttir, ritari
og húsmóðir, f. 4. maí 1936.
Hinn 26. okt. 1941, giftist Her-
dís, Sighvati Péturssyni Sighvatz
sjómanni, f. 12. sept. 1915, d. 30.
nóv. 1991. Foreldrar hans voru
hjónin Pétur Sighvatsson, úrsmið-
ur og símstöðvarstjóri frá Höfða í
Dýrafirði, og kona hans Rósa Dan-
íelsdóttir frá Skáldstöðum í Eyja-
firði. Þau eignuðust níu börn. 1)
ar og uppeldisbörn Sigurðar eru
Daníel Henrik Pétursson, f. 20.
des. 1970, og Hilda Dröfn Eich-
mann, f. 21. des. 1973. 6) Björn Jó-
hannes, vélfræðingur og kennari á
Sauðárkróki, f. 21. febr. 1957.
Kona hans er Sigurdríf Jónatans-
dóttir söngkona og sjúkraliði, f. 4.
des. 1960. Börn þeirra Gunnfríður,
f. 15. júlí 1982, og Jónatan f. 22.
apríl 1991. 7) Sigrún Alda, launa-
fulltrúi og sveitastjórnarfulltrúi á
Sauðárkróki, f. 12. jan. 1961. Mað-
ur hennar er Jón Pálmason raf-
virki. Synir þeirra eru Pálmi, f. 20.
sept. 1980, og Snævar Örn, f. 13.
apríl 1988. 8) Sighvatur Daníel,
símsmíðameistari á Sauðárkróki, f.
7. apríl 1964. Kona hans er Sólveig
Anna Jóhannsdóttir, skrifstofu-
tæknir og húsmóðir, f. 8. mars
1964. Dóttir Sólveigar og uppeld-
isdóttir Daníels er Tinna Björk
Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1982. 9)
Dóttir fædd andvana 14. maí 1967.
Barnabarnabörnin eru 14.
Herdís ólst upp á Reykjavöllum,
sótti þeirra tíma skólavist á Nauta-
búi. Fór 18 ára í vist til Egils Mel-
sted á Siglufirði og á vorfardögum
1941 réð hún sig í vist til Péturs
símstöðvarstjóra á Sauðárkróki.
Herdís og Sighvatur bjuggu all-
an sinn búskap á Aðalgötu 11, eða
gömlu Stöðinni eins og húsið var
alla jafnan kallað. Alla tíð var
heimið fjölmennt, bæði voru þau
afar gestrisin og höfðu gaman af
að veita kaffi og mat. Sighvatur
stundaði sjó- og veiðimennsku, en
var einnig loftlínueftirlitsmaður í
sumarvinnu mörg ár hjá Lands-
síma Íslands. Herdís sá aftur á móti
um heimilishaldið, verkstjórn inn-
an þess og uppeldi allra barnanna.
Eftir að Sighvatur dó, bjó Herdís
áfram á Aðalgötunni og hélt heim-
ili með reisn til síðustu áramóta, en
þá var heilsan þrotin og lagðist
hún þá inn á heilbrigðisstofnunina
á Sauðárkróki.
Útför Herdísar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
Pétur Ragnar, útgerð-
armaður og sjómaður
Sauðárkróki, f. 3. apríl
1942, sambýliskona
hans er Ágústa Sigur-
björg Ingólfsdóttir,
tækniteiknari og hús-
móðir, f. 21. ágúst
1958. Synir hennar
eru: Ágúst Heiðar
Friðriksson, f. 9. júlí
1974, og Ingólfur Örn
Friðriksson, f. 11. sept
1981. 2) Rósa Guðrún,
húsmóðir á Akureyri,
f. 9. des 1943, maður
hennar var Ívar Krist-
jánsson iðnverkamaður, f. 22. sept.
1934, d. 11. júlí 1999. Börn þeirra
eru Snævar, f. 25. maí 1961, Pálmi
Þór, f. 26. okt. 1962, Sighvatur
Víðir, f. 24. mars 1967, Herdís Mar-
grét, f. 25. nóv. 1973, og Þórður Ív-
ar, f. 19. júní 1979. 3) Pálmi Sig-
urður, bólstrari á Sauðárkróki, f.
24. jan. 1946. Kona hans er Birgitta
Karlotta Pálsdóttir, ljósmóðir og
hjúkrunarfræðingur, f. 3. febr.
1946. Dætur þeirra eru Júlía, f. 5.
mars 1975, og Herdís, f. 5. ágúst
1981. 4) Ingvar Bjarni, rafvirkja-
meistari á Sauðárkróki, f. 17. mars
1948. Kona hans er Elsa Björk Sig-
urjónsdóttir húsmóðir og ræsti-
tæknir, f. 23. júlí 1960. Börn þeirra
eru Anna Karítas, f. 13. júní 1992,
og Birgir Þór, f. 14. júlí 1993, sonur
Elsu og uppeldissonur Ingvars er
Sigurjón Elí Jónsson, f. 28. febrúar
1983. 5) Þórunn Erla, safnstjóri hjá
Landmælingum ríkisins á Akra-
nesi, f. 19. okt. 1951. Maður hennar
er Sigurður Örn Búason, jarð-
lagnatæknir hjá Orkuveitu
Reykjavíkur á Akranesi, f. 15. apríl
1952. Dætur þeirra eru Margrét
Elfa, f. 7. febr. 1979, og Anna Guð-
rún, f. 26. sept. 1983. Börn Þórunn-
Sómakonu syrgjum hér
sindra tár á hvörmum
okkar, þegar aðra vér
allþétt vefjum örmum.
Upp úr miðri síðustu öld, þegar ég
flutti til Sauðárkróks, var Stöðin
heimili Herdísar og Sighvats eitt af
einkennum kaupstaðarins.
Sighvatur stundaði sjóinn og sjó-
mannskonan Herdís var aðeins 18
ára þegar hún kom til dvalar og vinnu
á Sauðárkróki. Hún gætti bús og 8
barna auk annarra sem bjuggu á
heimilinu. Einnig ól Herdís upp 2
börn Þórunnar, dóttur þeirra Sig-
hvats.
Herdís skilaði húsmóðurstarfinu
með dugnaði og sæmd, öll börnin og
þorri bæjarbúa bera þess vitni nú og
jafnframt hvað gestrisni hennar og
gjafmildi gáfu heimilinu mikinn
töfraljóma.
Það kom enginn í heimsókn til
Herdísar án þess að þiggja veitingar,
sem líkari voru veislu en venjulegu
kaffiborði. Margir voru við brottför
leystir út með gjöfum, sjófangs eða
listmuna, og þá var Herdís glöð.
Gesta til að létta lund
ljúfum töfrum beitti.
Gestrisni á góðri stund
gleði henni veitti.
Ég kynntist Herdísi nánar þegar
Jón sonur minn féll fyrir yngstu
stelpunni á Stöðinni, henni Sigrúnu
Öldu, þau reistu sitt heimili að
Háuhlíð 12 og þaðan er síðasta minn-
ing mín um Herdísi og fjölskyldu-
tryggð hennar. Hún mætti á pálma-
sunnudag í hjólastól til að fagna með
öðrum fermingu dóttursonarins
Snævars.
Listhneigð Herdísar bera margir
munir vitni, sem hún vann í föndri
með eldri borgurum, þar virtist hún
geta allt, listsaumur lék í höndum
hennar, málverkasköpun og útskurð-
ur í tré auk þess sem hún var góður
upplesari. Lítið atvik frá árinu 2000
kemur mér í hug þegar frændi minn,
Friðrik Pálmason, hringdi til mín af
fundi eldri borgara og bað mig að
sækja sig, sem ég gerði. Fundinum
var ekki lokið og þegar ég spurði
Friðrik hvers vegna hann hefði ekki
verið til loka samkomunnar svaraði
hann að það hefði ekkert verið gaman
vegna þess að Herdísi á Stöðinni
hefði vantað, hún væri skemmtileg að
lesa upp og segði svo vel frá gömlum
atburðum. Friðrik getur nú, ásamt
Sighvati og öðrum gengnum vinum,
tekið fagnandi á móti Herdísi handan
við tjaldið.
Stöðin, sem nú er Aðalgata 11,
stendur á milli þriggja veitingahúsa
og dansstaða. Hávaði frá umferð
glaðra dansgesta undir svefnher-
bergisglugga Herdísar hlýtur æði oft
að hafa truflað hennar næturhvíld.
Eitt sinn barst þessi hávaði í tal við
hana og hvort nokkur leið væri að
sofa um slíkar helgar og hún svaraði
af sinni alkunnu hægð: „Þetta er lífið
og það angrar mig ekki.“ Síðasta árið
var erfitt, verkjalyf dauf en baráttu-
andinn óbugaður til hinstu stundar.
Mætti Herdís mæla hér mundi hún
segja okkur að hætta öllu voli; nú liði
sér vel.
Ég er ríkari eftir kynni við hana og
á kveðjustundinni votta ég fjölskyldu
hennar innilega samúð.
Guð blessi minningu Herdísar.
Pálmi Jónsson.
Ótal minningarbrot renna gegnum
hugann þegar ég kveð tengdamóður
mína Herdísi Pálmadóttur. Við vor-
um báðar á varðbergi þegar fyrstu
fundum okkar bar saman, í minning-
unni örlaði ofurlítið á kvíða, hvernig
mundu samskiptin verða? Til þessara
kynna var því stofnað á varfærinn og
óhlutbundinn hátt. Síðan áttum við
eftir að kynnast náið, og eiga góð og
einlæg samskipti. Báðar létum við
skoðanir okkar hreinskilnislega í ljós,
forðuðumst að tala undir rós, og við
vorum langt frá því að vera alltaf
sammála, en létum það ekki hafa
áhrif á trúnað og virðingu hvor til
annarrar. Því var svo gott að leita til
hennar ef eitthvað bjátaði á, þar var
alltaf skjól að finna og góð ráð gefin,
sem lærst höfðu á lífsins göngu.
Minningarbrot og þakklæti geymast
í huganum.
Herdís fór 18 ára að heiman frá
foreldrum sínum á Reykjavöllum, fór
þá til Siglufjarðar einn vetur, en réð
sig svo í vist til Péturs Sighvatz sím-
stöðvarstjóra á Króknum, en með
Reykjavallahjónum og Stöðvarhjón-
um var mikil og góð vinátta. Og eins
og segir í ævintýrunum þá féllu hugir
prinsins á Stöðinni og bóndadóttur-
innar saman, þau giftust og eignuð-
ust börn og buru. Heimili þeirra var
alla tíð á gömlu Stöðinni.
Ég hef hugsað um það síðustu
daga að eflaust hefur bóndadóttirin
unga, sem kvaddi foreldra sína á
haustdögum 1940, átt sína drauma
um lífið og tilveruna, og kannske ekki
endilega ætlað að festa sig í barn-
eignum og basli svo ung sem hún var.
En draumar ungra stúlkna þá, eru
ólíkir draumum ungra kvenna í dag,
enda tímar ekki þeir sömu, aðstæður
aðrar og ekki réttmætt að bera slíkt
saman. Alla vega varð hennar starfs-
vettvangur heimilið, með öllu því sem
fylgir fjölmennu og gestkvæmu
heimili. Börnin urðu átta, sem kom-
ust á legg, yngsta barnið fæddist
andvana. Tvö af barnabörnunum áttu
heimili hjá afa og ömmu fyrstu ár ævi
sinnar og alltaf voru barnabörnin vel-
komin. Eins og víða annars staðar
voru fleiri heimilisfastir en börnin og
foreldrarnir, frænkur og frændur
áttu þar alltaf skjól. Herdís sá um
heimilishaldið, stjórnaði öllu sem þar
þurfti að gera á sinn hljóðláta hátt og
allir hlýddu. Sighvatur stundaði sjó-
inn eða símavinnu, aflaði heimilinu
tekna og matar, en hann var óvenju-
slyngur veiðimaður til sjós og lands.
Bæði voru þau hjón einstaklega gest-
risin og hreint ótrúlegt hvað alltaf
var til með kaffinu, margar sortir af
ljúffengu heimabökuðu brauði, brún-
tertur, jólabrauð, kleinur og vöfflurn-
ar með rúsínunum. Það var hreint
ótrúlegt hverju var hægt að koma í
verk, þó var alltaf tími til að sinna
gestum og gangandi.
Herdís hafði gaman af ljóðum, vís-
um og stökum. Hún var gagnrýnin á
vísnagerð og fann að, ef eitthvað
passaði ekki inn í hefðbundið form.
Hún hafði afskaplega gaman af
handavinnu og útsaumi, var hún afar
vandvirk og vandaði vel allt litaval.
Síðustu árin sótti hún föndur í safn-
aðarheimilinu, naut sín þar í góðum
félagsskap, málaði hún þá öll ósköp af
nytjahlutum og gaf til barna og
barnabarna. Síðastliðið haust var hún
að velja uppfyllingarlit í gamla renni-
braut, eftir miklar vangaveltur var
liturinn valinn, en því miður tókst
ekki að byrja á verkinu, tíminn varð
of naumur.
Eftir að Sighvatur dó, hélt hún
heimili áfram á Stöðinni, í skjóli
barna sinna, sama rausnin og mynd-
arskapurinn einkenndi heimilishald-
ið. Heilsan bilaði og síðasta ár ein-
kenndist af þverrandi þreki. Henni
tókst að halda síðustu jól og áramót
heima, með sínu lagi og var þar veit-
andi eins og hún var vön. Í byrjun
janúar lagðist hún síðan inn á Heil-
brigðisstofnunina á Sauðárkróki, fór í
erfiða aðgerð á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri, þar sem taka þurfti af
henni annan fótinn. Með reisn og
myndarskap mætti hún í fermingu
dóttursonar síns á pálmasunnudag,
þar var hún sjálfri sér lík og lét engan
bilbug á sér finna. Þannig er gott að
minnast hennar. Herdís nafna henn-
ar, sem dvalið hefur erlendis, náði að
sjá og kveðja ömmu sína á skírdag.
Fyrir það erum við mæðgur afar
þakklátar. Júlía, sonardóttir hennar,
sem er í námi erlendis kemst ekki til
að fylgja ömmu sinni til grafar en
þakkar henni í huganum fyrir alla
góðvildina og væntumþykjuna.
Nú er ævintýri bóndadótturinnar
frá Reykjavöllum lokið, en börnin
hennar og afkomendur munu halda
merki hennar og minningu á lofti.
Ég þakka Herdísi samfylgdina,
vináttuna, tillitsemina og gæðin til
okkar Pálma og dætra okkar. Ég
mun minnast hennar sem einnar af
hetjum hversdagslífsins.
Starfsfólki öllu á deild 1, Heil-
brigðisstofnuninni Sauðárkróki, eru
sendar innilegar þakkir fyrir einstak-
lega góða umönnun.
Lítið ljóð eftir Kristján Árnason
frá Skálá er kveðjuorð okkar fjöl-
skyldunnar.
Að loknum starfsdegi löngum hér
ljúfust er næturværð.
Í værum blundi nú birtist þér
blessun af himni færð.
Þú miðlaðir okkur mild og hlý
af móðurkærleikans gnótt.
Heiminn þú fæddir okkur í
og annaðist dag og nótt.
Sofðu nú róleg, mamma mín,
við munum hafa hljótt.
Þau breiða on’á þig börnin þín,
og bjóða þér góða nótt.
Birgitta Pálsdóttir.
HERDÍS M. G.
PÁLMADÓTTIR
✝ Skúli Jenssonfæddist í Bolung-
arvík 13. janúar
1920. Hann lést á
Landspítala Landa-
koti 31. mars síðast-
liðinn. Foreldar hans
voru hjónin Jens E.
Níelsson kennari, f.
7. apríl 1888, d. 26.
maí 1960, og Elín
Guðmundsdóttir, f.
30. nóvember 1894,
d. 1. janúar 1997.
Bræður Skúla eru 1)
Guðmundur kennari,
f. 3. júlí 1917, d. 30.
ágúst 1998, kvæntur Sigríði Þor-
kelsdóttur snyrtifræðingi, f. 6.
júní 1915. 2) Ólafur verkfræðing-
ur, f. 17. ágúst 1922, kvæntur Mar-
gréti Ólafsdóttur, f.
19. október 1920.
Skúli varð stúdent
frá Menntaskólanum
í Reykjavík árið
1943. Hann tók lög-
fræðipróf frá Há-
skóla Íslands 1949.
Hann var eftirlits-
maður Íslenskra get-
rauna frá 1953 til
1956, skrifstofumað-
ur á Vífilsstöðum
lengst af. Hann hef-
ur þýtt yfir hálft
annað hundrað
skáldsagna og ung-
lingabóka eftir ýmsa höfunda.
Útför Skúla fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Skúli fæddist í Bolungarvík árið
1920 og ólst þar upp. 15 ára gamall
veiktist hann alvarlega af lömunar-
veiki og gat í byrjun aðeins hreyft
höfuðið, nokkra fingur og setið í stól.
Seinna fékk hann aðeins meiri mátt í
hendurnar. Samt lauk hann stúd-
entsprófi og lögfræðiprófi aðeins
tveim árum á eftir jafnöldrum sínum.
Fjölskylda Skúla fluttist frá Bol-
ungarvík til Reykjavíkur þegar hann
var 18 ára gamall en í kringum árið
1957 fékk hann berkla og fluttist til
Vífilsstaða sem varð heimili hans upp
frá því. Þar vann hann sem skrif-
stofumaður og við símavörslu. Hann
þýddi hátt á annað hundrað bóka þar
á meðal ævintýri Toms Swift sem
margir miðaldra Íslendingar minn-
ast eflaust frá bernsku sinni.
Skúli var óvenjulegur maður að
öllu leyti. Hann bjó yfir fágætum
gáfum og hafði óvenju jákvætt við-
horf til allra hluta. Skúli var bróðir
tengdaföður míns og ég minnist
ennþá minna fyrstu kynna af Skúla
er ég var rúmlega tvítugur lækna-
nemi nýbyrjaður að vera með konu
minni. Þarna hitti ég mann sem var
mjög líkamlega fatlaður, en bjó yfir
svo jákvæðu lífsviðhorfi að ég hugs-
aði með mér þegar ég kvaddi hann:
hvað er ég að kvarta yfir smámunum
í lífinu, þegar hann með sín raun-
verulegu vandamál hefur þetta lífs-
viðhorf. Ég hef ekki verið samur
maður síðan og ætíð farið betri mað-
ur af hans fundi í þau 35 ár sem ég
bar gæfu til að hitta hann. Hann er
merkasti maður sem ég hef kynnst.
Ég vil gera orð Valdimars Briem
að mínum og kveð þig með söknuði
með eftirfarandi versi hans:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Elsku Skúli, hvíl í guðs friði.
Hafsteinn Skúlason.
SKÚLI
JENSSON
@
8
8
7
!
'7'
5
!
3
,
-9 2 "
!E=
6 #! &
9
1 $% 9
7 &
B9
' 9
8
9! 9
89
-
9
&