Morgunblaðið - 05.04.2002, Page 53
AFMÆLI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 53
Það eru viss tíma-
mót á ævi hvers
manns sem fá menn til
þess að hrökkva við og
líta yfir farinn veg.
Og í dag 5. apríl er
hún Bergljót frænka
mín 90 ára. Hún er að-
eins þremur árum
eldri en ég og ég spyr
sjálfa mig er það
mögulegt að við séum
orðnar svona gamlar?
Mér finnst svo stutt
síðan kynni okkar hóf-
ust og tengslin á milli
okkar hafa orðið æ
nánari eftir því sem árin liðu.
Páll Vigfússon á Hallormsstað og
sr. Guttormur Vigfússon í Stöð, afar
okkar, voru bræður. Páll dó
snemma frá ungum börnum en kona
hans og stjúpa héldu heimilinu
gangandi og ólu upp börnin. Þeir
bræður höfðu verið mjög samrýndir
og ég held að afa mínum hafi alltaf
fundist hann þurfa að fylgjast með
og vera einhvers konar ráðgjafi.
Seinna gifti hann yngstu dóttur sína
Guttormi Pálssyni, bróðursyni sín-
um.
Og þó að fjöll og dalir skildu að
Stöð og Hallormsstað voru árvissar
sumarheimsóknir milli heimilanna.
Þegar hjónin á Hallormsstað komu
„ofan yfir“ eins og það var kallað
héldu þau til í Stöð og fóru þaðan í
heimsókn til kunningjanna. Það var
örskammt frá Stöð út að Óseyri.
Sigríður móðursystir mín þurfti oft
að skreppa út eftir og þá var æv-
inlega glatt á hjalla. Það var ekki
bara að þær mamma þyrftu að
BERGLJÓT
GUTTORMSDÓTTIR
skrafa saman því þegar
pabbi var ungur maður
við nám hjá séra Gutt-
ormi var Sigríður 7 ára
og það var greinilegt
að þeim hafði verið vel
til vina því þau voru
alltaf að rifja eitthvað
upp og hlógu mikið.
Þetta eru mín fyrstu
kynni af Hallormsstað-
arheimilinu.
En árin liðu. Ég
lærði að lesa og skrifa
og ég var þá látin
skrifa Bergljótu. Systir
mín sem var uppalin í
Stöð, 7 árum eldri en ég, fór að
Hallormsstað eftir að hún fermdist
og átti að verða sjálfbjarga í lífinu.
Halldór bróðir minn fór einnig að
Hallormsstað eftir fermingu.
Áfram leið tíminn. Haustið 1930
dó Sigríður móðursystir mín eftir
uppskurð við heilaæxli. Bergljót var
þá 18 ára, elst fjögurra systkina, og
yngsti bróðir hennar Þórhallur 5
ára. Ég hafði verið í kaupavinnu
þetta sumar og var ekki fyrr komin
heim en mamma segir mér að Gutt-
ormur hafi beðið um mig sem hjálp-
arstúlku og selskapsdömu fyrir
Bergljótu. Mamma hafði tekið vel
undir þetta en beið þó eftir sam-
þykki mínu sem fékkst.
Ég fór svo með Esju á Reyðar-
fjörð og með þeirri ferð kom einnig
kista Sigríðar svo það var tekið á
móti mér strax á Reyðarfirði. Frá
Reyðarfirði var farið yfir Fagradal í
Egilsstaði og gist þar. Næsta dag
borðuðum við hádegismat á Gunn-
laugsstöðum á Völlum. Þá stakk
Guttormur upp á því að ég riði ein á
undan þeim í Hallormsstað. Ég átti
að telja bæina og láta hestinn ráða
ferðinni. Það brást heldur ekki að
hesturinn nam staðar í hlaðinu á
Hallormsstað svo ég vissi að nú var
ferðinni lokið. Bergljót tók á móti
mér og sá til þess að ég gæti hvílt
mig.
Þetta haust tók Húsmæðraskól-
inn á Hallormsstað til starfa. Þegar
ég vaknaði fyrsta morguninn á Hall-
ormsstað var komin stúlka ofan úr
skóla til þess að aðstoða við und-
irbúning jarðarfararinnar. Að útför-
inni lokinni féll allt í fastar skorður.
Mér voru fljótlega falin viss störf
sem voru einkum að taka til á skrif-
stofu og í svefnherbergi þeirra
feðga Guttorms og Þórhalls. Ég
vissi ekki hvað aðrir aðhöfðust nema
Bergljót sá um símann nokkra tíma
á dag því þá var símstöð á Hall-
ormsstað og ekki kominn sími í skól-
ann svo þaðan var sífellt „rennirí“ á
símatíma. Þá kynntist ég strax að
nokkru stúlkunum sem voru í skól-
anum fyrsta veturinn.
Hallormsstaður var rótgróið
myndarheimili, mannmargt og gest-
kvæmt. Ég skynjaði satt að segja
aldrei hver stjórnaði innanhúss.
Seinna varð mér ljóst að það var
ekki lítið álag á 18 ára unglings-
stúlku að halda öllu í horfinu en það
varð Bergljót að gera. Þennan vetur
skapaðist milli okkar trúnaðarsam-
band sem aldrei hefur rofnað. Síðan
hefur hún skipað sama sess í hjarta
mínu og Pálína systir mín nema
hvað samband okkar var nánara þar
sem aldursmunur okkar var minni.
Ég á margar hlýjar minningar frá
þessum vetri svo sem skautaferðir á
Fljótinu og ferðalög með skólanum.
Fljótlega tókst að útvega stúlku til
hjálpar við heimilisstörfin. Hún hét
Ólöf og var að mig minnir úr Rang-
árvallasýslu. Eftir það átti Bergljót
frístundir til þess að taka þátt í
skólalífinu hjá frænku sinni.
Um vorið fór ég heim en áður
hafði Guttormur ráðið mig fyrir
kaupakonu um sumarið. Þegar ég
kom til baka hafði orðið bylting á
heimilinu, komin var ráðskona, Guð-
rún Pálsdóttir frá Þykkvabæ. Um
haustið giftist hún Guttormi. Guð-
rún reyndist mér ágæt húsmóðir.
Með sumrinu fór að verða gest-
kvæmt og til þess að rýma til í hús-
inu fékk ég að sofa í tjaldi niðri við
Fljót og þar með varð þetta eitt-
hvert unaðslegasta sumar sem ég
hef lifað. Mér voru ekki ætluð nein
störf utan heyskaparins nema
mjólka tvær kýr kvölds og morgna.
En samverustundum okkar Berg-
ljótar fækkaði. Um haustið réðst ég
til frænku minnar Sigrúnar Blöndal,
forstöðukonu Húsmæðraskólans.
Ég ætlaði að vinna mér fyrir skóla-
vist. Bergljót fór líka að heiman
þetta haust. Samband okkar rofnaði
þó ekki, við skrifuðumst á og hitt-
umst öðru hverju allt til þessa dags.
Við Bergljót áttum það sameiginlegt
að við þráðum að menntast. Henni
tókst þetta betur en mér að því leyti
að hún lauk prófi frá Kennaraskóla
Íslands en ég varð að láta mér
nægja tveggja vetra nám við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað. Dvöl
mín hjá þeim Blöndalshjónum varð
alls 5 ár.
Haustið 1936 ætlaði ég að
skreppa suður á Akranes til þess að
heimsækja systur mína sem þá hafði
stofnað heimili og var búin að eign-
ast son. Þegar þangað kom þurfti ég
að leita læknis og greindist þá með
berkla. Ég þurfti að dvelja ein-
hverja daga í Reykjavík í frekari
rannsókn. Ég leitaði til konu sem
var vinkona foreldra minna. Þegar
hún vissi að ég var í berklarannsókn
þorði hún ekki að hýsa mig. Svo
vildi til að Bergljót hafði leigt her-
bergi í sama húsi við hliðina á íbúð
konunnar. Þegar hún vissi mála-
vöxtu tók hún mig í herbergið til sín.
Sem betur fer reyndist ég ekki
með smit en var ráðstafað á hress-
ingarhæli á Reykjum í Ölfusi og
dvaldi þar einn vetur. Þá eins og oft-
ar var Bergljót mín hjálparhella.
Eftir þetta lá leið mín ekki að Hall-
ormsstað. Ég var nú nokkur ár á
faraldsfæti.
Bergljót giftist og settist að í
Reykjavík. Ég átti alltaf athvarf á
hennar heimili hvernig sem á stóð.
Ólafur Bjarnason maður hennar,
fóstursonur Þorsteins kaupfélags-
stjóra á Reyðarfirði, var líka ein-
stakur ágætismaður. Sem dæmi um
hjálpfýsi þeirra hjóna vil ég nefna
eitt. Ég var gift og átti heima austur
á landi. Ég var þá á ferð með tvö
börn, telpu á öðru ári og dreng á því
fjórða. Ég ætlaði upp á Akranes en
þurfti nú að bíða nokkra daga í
Reykjavík eftir að komast til læknis
með telpuna. Á heimili þeirra Berg-
ljótar og Ólafs stóð þannig á að
Ólafur var að mála íbúðina. En
þetta var allt í lagi. Það kom ekki til
mála að ég leitaði annað. Þau
bjuggu um mig í stofunni með börn-
in og ekki nóg með það. Bergljót
vildi að ég skryppi í bæinn mér til
gagns og gamans. Það var ekkert
mál að passa börnin og Ólafur með
opnar málningarfötur. Þannig voru
þau hjón. Ég held að það hafi ekkert
verið til sem þau vildu ekki leggja á
sig fyrir náungann.
Bergljót er nú níræð. Hún er
furðu ern en ellin vinnur á öllum.
Ég veit að Bergljót á dálítið bágt
með að leita umönnunar annarra,
hún er vanari hinu. Elsku frænka
mín, ég þakka þér allt gamalt og
gott og vona að þú njótir enn góðra
og glaðra daga.
Innilegar hamingjuóskir,
Anna Þorsteinsdóttir.
TILKYNNINGAR
GREIÐSLUÁSKORUN
Bæjarsjóður Kópavogs skorar hér með á þá
gjaldendur sem hafa ekki staðið skil á sorp-
gjaldi og heilbrigðiseftirlitsgjaldi fyrir árið
2002 með eindaga 1. apríl 2002, að greiða
þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga
frá birtingu áskorunar þessarar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að
þeim tíma liðnum.
Kópavogi, 4. apríl 2002
Bæjarsjóður Kópavogs
KÓPAVOGSBÆR
Auglýsing um starfsleyfistillögur
!
"
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða
nálægrar starfsemi.
2. Íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og sendast Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur,
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, fyrir 5. maí 2002.
Reykjavíkurborg.
Umhverfis- og heilbrigðisstofa.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 182458 8½ I
I.O.O.F. 12 182458½
Sunnudagur 7. apríl Óvissu-
ganga. Gengið verður í óviss-
una, um 4—5 tíma ganga. Verð
kr. 1.500/1.800.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með
viðkomu í Mörkinni 6.
Miðvikudagur 10. apríl kl.
20.30 Myndakvöld. Á slóðum
árbókar 2002. Hjörleifur Gutt-
ormsson sýnir myndir frá sunn-
anverðum Austfjörðum.
Aðgangseyrir kr. 500.
Kaffiveitingar innifaldar.
Laugardagur 13. apríl Bak-
pokinn. Námskeið í því hvernig
á að raða í bakpokann. Leiðbein-
andi Gestur Kristjánsson.
Frír aðgangur.
Heitt kaffi á könnunni.
Í kvöld kl. 21 heldur Sigurður
Örn Stefánsson erindi: „Muster-
ið í Jerúsalem og sálmur númer
87“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti
22.
Á morgun, laugardag kl. 15-17,
er opið hús með fræðslu og um-
ræðum, kl. 15.30. Sýnt verður
myndband með Joseph Campb-
ell: „Máttur goðsagna“.
Á sunnudögum kl. 17-18 er
hugleiðingarstund með leiðbein-
ingum fyrir almenning.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta. Guðspekifélagið hvetur
til samanburðar trúarbragða,
heimspeki og náttúruvísinda.
Félagar njóta algers skoðana-
frelsis.
www.gudspekifelagid.is
Teiknimiðilinn
vinsæli Ragnheiður
Ólafsdóttir verður
með einkatíma í
versluninni Betra Lífi
í Kringlunni, 8., 9.
og 10. apríl nk.
Pantanir í síma 581 1380.
DULSPEKI
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Rafvirkjar, rafvélavirkjar,
rafveituvirkjar
Munið aðalfund Félags íslenskra rafvirkja á
morgun laugardag kl. 10.00.
Morgunkaffi fyrir fund.
Stjórn Félags íslenskra rafvirkja.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR