Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 59 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Úrval af skyrtum, blússum og bómullarbuxum Gott verð Glæsilegt úrval af yfirhöfnum NÝBAKAÐIR FORELDRAR! Næsta námskeið fyrir foreldra barna á fyrsta ári AÐ NJÓTA FORELDRAHLUTVERKSINS hefst í safnaðarheimili Kársnessóknar, Borgum, fimmtudaginn 11. apríl kl. 19.30-22.00. Upplýsingar og skráning hjá Herthu í síma 860 5966 hertha@mi.is og hjá Kristínu í síma 865 7970 kristingud@isl.is alla daga. á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n 10-50% afsláttur af öllum vörum í versluninni á Löngum laugardegi SPRENGITILBOÐ  Ég þakka öllum sem heimsóttu mig og glöddu með gjöfum og heillaóskum á 85 ára afmælinu 26. mars síðastliðinn og gerðu mér daginn notalegan og góðan. Innilegar þakkir til ykkar allra. Guðbjörg Andrésdóttir, Silfurtúni, Búðardal. Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardag frá kl. 10-15 Nýjar vörur Jakkar Stuttkápur Hörkápur Vínilkápur Regnkápur frá 5.900 Árnað heilla 90 ára afmæli. Mánu-daginn 8. apríl verð- ur Kristjana Þorsteinsdótt- ir, Hrafnistu, Hafnarfirði, níræð. Í tilefni þess ætlar Kristjana og fjölskylda hennar að taka á móti ætt- ingjum og vinum laugardag- inn 6. apríl í safnaðarheimili Áskirkju kl. 15–18. Blóm og gjafir eru afþökkuð en þeim sem vilja gleðja afmælis- barnið er bent á Styrktar- sjóð Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börn- um. Tekið verður á móti framlögum á staðnum. 60 ára afmæli. Á morg-un laugardaginn 6. apríl verður sextugur Berg- leif Gannt Joensen, veit- ingamaður í Árnesi, Gnúp- verjahreppi. Hann tekur á móti gestum í Félagsheim- ilinu Árnesi kl. 16–19 á af- mælisdaginn. LJÓÐABROT SÓLHEIMASANDUR Svo ríddu þá með mér á Sólheimasand. Sjávar þar aldrei þagnar kliður, en Jökulsá spinnur úr jakatoga band, og jökullinn í hafið gægist niður. Hann horfir á starf hinnar hraðstreymu ár og hettuna missir af skalla, en Jökulsá hana sinn lyppar í lár og loðið tætir reyfi hvítra mjalla. En þó er sú strönd heldur þegjandalig, þar heyrast ei kvikar raddir neinar, því náttúran talar þar ein við sjálfa sig, en sveina fæstir skilja, hvað hún meinar. Grímur Thomsen 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rf3 d6 4. Be2 Rf6 5. Rc3 O-O 6. h3 c5 7. d5 b5 8. Rxb5 Rxe4 9. O-O Rd7 10. c4 a6 11. Ra3 e6 12. Dd3 Rdf6 13. Rg5 exd5 14. cxd5 Rxg5 15. Bxg5 Bf5 16. Dd1 h6 17. Bf4 He8 18. Bf3 Hb8 19. Rc4 Hb4 20. Hc1 Bf8 21. Bd2 Hb5 22. Bc3 Bg7 23. He1 Hxe1+ 24. Bxe1 g5 25. Bc3 Bg6 26. De2 h5 27. g3 Dd7 28. Bg2 Hb8 29. He1 h4 30. g4 He8 31. Dd2 Hxe1+ 32. Dxe1 Bd3 33. b3 Bxc4 34. bxc4 Re8 35. Bxg7 Rxg7 36. De3 Dd8 37. Be4 De7 38. Bd3 Dxe3 39. fxe3 Re8 40. Kf2 Kf8 41. Kf3 Ke7 42. Ke4 Rg7 43. Kf3 Kd7 44. Bc2 Ke7 45. Bd3 Re8 46. Ke4 Kf6 47. Bc2 Rc7 48. a3 Ra8 49. Bb1 Rb6 50. Bd3 Ra4 51. Bc2 Rb2 52. Bb3 a5 53. a4 Ke7 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. „ÓGÆFUMENN“ heitir sveit ungliða sem keppti í úr- slitum Íslandsmótsins í sveitakeppni um páskana. Ógæfa þeirra félaga er mest fólgin í því að hafa ekki fund- ið neinn kostara ennþá, en úr því rætist vonandi fljótlega. Við spilaborðið er gæfan hins vegar oft hliðholl þeim Ógæfumönnum, þótt kannski megi segja að hver sé sinnar gæfu smiður, eins og Björgvin Már Kristinsson sýndi fram á í eftirfarandi spili úr leiknum við sveit Spron: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 1072 ♥ G9872 ♦ 1076 ♣Á10 Vestur Austur ♠ -- ♠ 9854 ♥ 10654 ♥ 3 ♦ KG5 ♦ ÁD942 ♣DG7543 ♣986 Suður ♠ ÁKDG63 ♥ ÁKD ♦ 83 ♣K2 Ógæfumennirnir Björgvin og Sverrir Kristinsson voru í NS gegn Spronverjunum Helga Jóhannssyni og Guð- mundi Hermannssyni. Eftir rólega spaðaopnun í suður og kröfugrand á móti, bruggaði Björgvin mótherjum sínum ramman nornaseið til að fæla þá frá tígulútspili: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Sverrir Helgi Björgvin -- -- Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 lauf * Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar ! Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Endursögn Björgvins á tveimur laufum er tvíræð, annað hvort sterk opnun (16+ punktar) eða ýmsar 11- 15 punkta hendur. Þetta er sænsk sagnvenja sem geng- ur undir nafninu „Nornin“. Sverrir segist eiga veik spil þegar hann hrökklast í tvo spaða við tveimur laufum, en Bjögvin sýnir yfirsterka hönd með þremur tíglum, sem jafnframt er EÐLILEG sögn. Hugmyndin var sem sé allan tímann sú að keyra í slemmu með góðu eða illu og helst að fá hagstætt útspil. Allt gekk þetta samkvæmt áætlun; Helga leist ekki á að dobla ásasvarið í hliðarlit sagnhafa og Guðmundur kom út með laufdrottningu. Þrettán slagir og gjörvuleg sveifla til Ógæfumanna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. mars sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Anita Gísla- dóttir og Ólafur Magnús Guðnason. Ef þú ert mitt barn, farðu þá í bað. Ef ekki, farðu þá heim til þín. Með morgunkaffinu 54. Kf5 f6 55. Ke4 Kf7 56. Kf3 Rd3 57. Ba2 Re5+ 58. Ke4 Kg6 59. Bb3 Staðan kom upp á Skák- þingi Íslands, áskorenda- flokki, sem lauk um páskana. Páll Agnar Þór- arinsson (2210) hafði svart gegn Kjartani Maack (1910) . 59...f5+! 60. gxf5+ Kf6 61. Bd1 Ekki gekk upp að halda í c4-peðið þar sem eftir 61. Ba2 g4! 62. hxg4 h3 rennur frípeð svart upp í borð. Framhaldið varð: 61...Rxc4 62. Bg4 Rb2 63. Kf3 Rxa4 64. e4 Rb6 65. Ke3 Rc4+ og hvítur gafst upp. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugsjónamanneskja og býrð yfir miklu ímynd- unarafli. Þú hefur mikla út- geislun og laðar fólk að þér. Þá er persóna þín talin vera athugul og sér oft hluti fram í tímann. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert sérstaklega sann- færandi og getur haft mikil áhrif á skoðanir fólks í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér berast til eyrna áhugaverð leyndarmál í dag. Sýndu öðrum tillits- semi og haltu þessum upplýsingum fyrir sjálfan þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn er hagstæður til þess að kanna viðhorf þitt til einstakra hópa, en sam- ræður við vini munu hjálpa þér að skilja við- horf annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þessi dagur hentar vel til þess að ræða málin við yf- irmenn þína um starfið og hvernig þú getur náð betri árangri í því. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt njóta samræðna um heimspeki og trúarmál við vini og kunningja í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aðrir geta kennt sér sitt- hvað um fjármál og heim- ilishald, en þessi dagur er kjörinn til þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Félagsskapur er þér mik- ilvægur, en þú munt sjá þennan dag kjörinn til þess að eiga samveru- stund með þínum nánustu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur í hyggju að taka þér tak í mataræði, en farðu rólega af stað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Andleg málefni vekja áhuga hjá þér í dag, meðal annars lestur góðra bóka og krefjandi leikir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt eftir að leysa vandamál, hvort sem það er bréfleiðis eða í gegnum síma, sem tengjast for- eldrum þínum eða nánum vinum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Dagurinn hentar vel fyrir vitsmunalega leiki, enda vilt þú ekki slaka á heldur safna upplýsingum og ræða við fólk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur miklar áhyggjur af fjármálum þínum, en þú munt fara varlega þegar innkaup eru annars vegar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.