Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðjón hefur ekki áhyggjur / B3 Einar hættur með Selfyssinga / B1 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM KARL Wernersson, framkvæmda- stjóri Lyfja og heilsu, telur að frum- varp til laga um breytingar á lyfja- lögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, leiði til þess að reksturskostnaður apótekanna í landinu aukist um 400 milljónir á ári. Um málið var fjallað á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í gær. Í frumvarpinu er hert á ákvæðum laga um að í apótekum skuli vera eigi færri en tveir lyfjafræðingar á vakt. Núverandi lög kveða á um að „að jafnaði“ skuli eigi færri en tveir lyfjafræðingar vera á vakt, en frum- varpið gerir ráð fyrir að þessi tvö orð, „að jafnaði“, falli brott. Karl hefur látið vinna greinar- gerð um áhrif þessarar lagabreyt- ingar. Niðurstaða hans er að það þurfi tæplega þrjú stöðugildi í hvert apótek. „Miðað við að stöðugildi lyfjafræðinga í apótekunum í dag eru um 1,5 er það okkar mat að kostnaðaraukinn sé rúmar 400 millj- ónir á ári.“ Að mati heilbrigðisráðuneytisins er nauðsynlegt út frá öryggissjón- armiðum að herða ákvæði um lág- marksmönnun í apótekum. Karl sagðist hins vegar telja vænlegra að fara aðrar leiðir. „Við teljum eðli- legra að setja inn í lögin einhverja viðmiðun, t.d. að einn lyfjafræðing- ur eigi að geta skilað allt að 70 lyfja- ávísunum á dag auk ráðgjafar- og þjónustustarfa. Ef álagið eykst sé eðlilegt að fjölga stöðugildum, en við mótmælum því að það sé nauðsyn- legt að það séu tveir á vakt óháð því hvert umfangið er. Við teljum að það megi halda því fram að slíkt sé sóun á starfskröftum hjá vel mennt- uðu fólki.“ Skortur á lyfjafræðingum Karl sagði að í apótekum væri starfandi vel menntuð stétt lyfja- tækna. Fram að þessu hefði þessi stétt ekki fengið neina heimild frá hinu opinbera til að afgreiða lyf- seðla. Til greina kæmi að breyta þessu þannig að lyfjafræðingur og lyfjatæknir stæðu sameiginlega að lyfjaafgreiðslum. Karl sagði að skortur væri á lyfja- fræðingum í landinu og því yrði ekki auðvelt fyrir öll apótek að ráða í ný störf ef frumvarpið yrði að lögum. Mikil verðsamkeppni væri milli lyfjaverslana og þær leituðust við að halda niðri kostnaði eins og frekast væri kostur. Sá kostnaður sem yrði að lögfestingu þessa frumvarps myndi hins vegar koma fram í verð- lagi með einum eða öðrum hætti. Framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu um frumvarp um breytingar á lyfjalögum Kallar á aukin útgjöld hjá apótekunum  Lyf hafa/10 ÞRÍR Danir voru í gær dæmdir í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á rúm- lega fjórum kílóum af hassi til lands- ins í febrúar sl. Tveir þeirra voru handteknir með tvö kíló af hassi innanklæða en hlut- verk þess þriðja var að tryggja að flutningur á hassinu og afhending þess hér á landi gengi að óskum. Deilt var um hvort sakfella ætti þá sem handteknir voru með hassið fyr- ir innflutning á tveimur eða fjórum kílóum af hassi. Segir í niðurstöðum dómsins að þótt efnunum hafi verið skipt á milli þeirra sé ekki hægt að líta svo á að um tvær aðskildar innflutningstil- raunir hafi verið að ræða. Þeir hafi flutt inn fjögur kíló, fyrir sömu mennina í Danmörku, þeir hafi vitað hvor af öðrum og farið saman í verk- efnið. Fyrir smyglið áttu þeir að fá greiddar 10 þúsund danskar krónur, jafnvirði um 120.000 íslenskra króna. Þriðji maðurinn neitaði því að vera sekur um innflutning efnisins á þeirri forsendu að hans hlutverk hafi verið fólgið í öðru en innflutningi. Hann hafi ekki komið að skipulagn- ingu verknaðarins og ekki fengið hina til að taka þátt í smyglinu. Í dómnum kemur fram að hann hafi játað að hafa verið viðstaddur í íbúð sinni þegar hassið var límt á hina tvo og sannarlega tekið þátt í undirbúningi ferðarinnar með því að annast kaup á farseðlum og hótel- gistingu. Sameiginlegt markmið þeirra þriggja hafi verið að smygla hassinu til landsins og sjálfur gegndi hann þýðingarmiklu lífvarðar- og eftirlitshlutverki. Þóknun hans átti að vera sú sama og til hinna tveggja. Hann hafi verið fullur þátttakandi í ferðinni sem var farin í þeim tilgangi að flytja inn fjögur kíló af hassi. Hjördís Hákonardóttir, héraðs- dómari, leit til þess við ákvörðun refsingar að mennirnir eru allir ung- ir að árum, fæddir á árunum 1980– 1982. Málið sótti Sigurður Gísli Gíslason, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Verjendur Dananna voru Karl Georg Sigurbjörnsson hdl., Brynjar Níelsson hrl. og Jóhannes A. Sævarsson hrl. Hasssmygl var sameigin- legt markmið Þrír Danir í níu mánaða fangelsi JEPPI og fólksbíll skullu harkalega saman á gatnamótum Suðurlands- vegar og Breiðholtsbrautar við Rauðavatn um miðjan dag í gær. Að sögn Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins voru tveir fluttir á slysadeild en þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Gatnamótin eru einhver þau hættulegustu á höfuðborgarsvæð- inu og þar hafa orðið mörg alvarleg umferðarslys á liðnum árum en mikill hraði er jafnan við þessi gatnamót. Stefnt er að því að breyta gatnamótunum og verður líklega gert hringtorg í þeirra stað. Ekki liggur fyrir hvenær þær fram- kvæmdir hefjast. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla og sjúkralið á slysstað við Rauðavatn í gær. Harður árekstur á hættuleg- um gatna- mótum salmonellan hafi borist með fóðri og hafi embætti yfirdýralæknis og Að- fangaeftirlitið sótt um styrk til Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins til þess m.a. að efla varnir við að salmonella berist með fóðri. Frá því í fyrra hafi salmonella greinst á nokkrum svínabúum á Suður- og Suðvestur- ENGIN aukning hefur greinst á salmonellusýkingu í fólki á Íslandi undanfarna mánuði og mengað svína- kjöt hefur ekki greinst á markaði, að sögn Halldórs Runólfssonar yfirdýra- læknis. Úttekt á salmonellu í svínakjöti stendur nú yfir á vegum Hollustu- verndar ríkisins og Heilbrigðiseftir- lits sveitarfélaga og er stefnt að því að taka allt að 100 sýni á öllu landinu frá 18. mars til 7. maí nk., en 28 sýni hafa verið rannsökuð og hefur salmonella ekki greinst í neinu þeirra. Halldór segir að greinist salmonella í úttekt- inni verði gripið til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir að salmon- ellumengað svínakjöt sé á markaði. Að sögn Halldórs er um stöðuga baráttu að ræða, en hugsanlegt sé að landi og hafi embætti yfirdýralæknis í samvinnu við svínabændur staðið fyr- ir umfangsmiklum aðgerðum á svínabúum til að uppræta meng- unina. Þær hafi skilað nokkrum ár- angri, en slátrun frá viðkomandi bú- um sé undir sérstöku eftirliti dýralækna og ekki sé leyfilegt að dreifa kjöti úr sláturhúsi nema ljóst sé að það sé ekki mengað af salmon- ellu. Erfitt að losna við salmonellu úr svínabúum Halldór segir að erfitt sé að losna við salmonellu úr svínabúum. Í kjúk- lingahúsum sé ákveðinn fjöldi dýra hverju sinni, þeim sé slátrað, húsin tæmd og þau sótthreinsuð. Í svínabú- um séu alltaf eftir dýr þó dýrum sé slátrað og því sé erfiðara við að eiga. Samt sem áður segist hann gera sér vonir um að komist verði fyrir vand- ann á næstu mánuðum. Aðaláhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að sýkt kjöt fari ekki út á markað og valdi sýkingum og svo virðist sem það sé að takast. Salmonella hefur greinst á nokkrum svínabúum að undanförnu Mengað svína- kjöt ekki greinst á markaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.