Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 23

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 23 Íslenska fyrir útlendinga Enska, talmál I Enska, talmál II Þýska • Franska Ítalska • Spænska Norska • Sænska E in n t v e ir o g þ r ír 4 .0 8 4 Byrjenda- og talmálshópar Vornámskeið Tungumál sem í boði eru: Tölvunámskeið fyrir byrjendur: Tölvan, þér til ánægju Fyrstu námskeið hefjast 29. apríl og standa yfir í 2-5 vikur Innritun fer fram á skrifstofu skólans að Grensásvegi 16a eða í síma 588 72 22 2002 Sími 588 72 22 www.mimir.is Tungumál og tölvur EDUARD Kukan, utanríkisráðherra Slóvakíu, hefur nóg á sinni könnu þessa dagana enda hefur samsteypu- stjórnin, sem ráð- ið hefur ríkjum í Slóvakíu undan- farið þrjú og hálft ár, á stefnuskrá sinni að fá aðild bæði að Atlants- hafsbandalaginu, (NATO) og Evr- ópusambandinu (ESB). „Við gerum ráð fyrir að fá boð um inngöngu í bandalagið eftir fund NATO-ríkjanna í Prag í nóvember á þessu ári,“ segir Kukan. „Við uppfyll- um allar þær kröfur sem gerðar hafa verið: Við höfum breytt skipulagi hernaðarmála til betra horfs, okkur hefur tekist að tryggja stuðning al- mennings við NATO-aðild og við höf- um búið svo um hnútana að fjárhags- lega erum við fær um að standa við þær skuldbindingar sem nýtt aðild- arríki þarf að taka á sig.“ Erfiðar efnahagsaðstæður ráða nokkru um áhuga Slóvaka á inngöngu í ESB en nú um stundir mælist at- vinnuleysi í landinu 18%. Segir Kuk- an að lögð hafi verið mikil áhersla á að laða erlenda fjárfesta til landsins í því skyni að efla atvinnulífið. Björninn sé engan veginn unninn en teikn séu á lofti um betri tíð. „Við hófum aðildarviðræður við fulltrúa Evrópusambandsins tveimur árum seinna en nágrannar okkar, Tékkar og Pólverjar, en við erum núna á sama róli og þeir í viðræðun- um,“ segir hann. Var Slóvakía meðal þeirra tíu ríkja sem ESB sagði nýverið að yrði a.ö.l. hleypt inn í sambandið árið 2004 ef tækist að ljúka aðildarviðræðum fyrir árslok 2002. „Það er því rétt, sem þú bendir á, að við erum að vinna að aðild að bæði NATO og ESB á sama tíma og árið 2002 er því afar mikilvægt fyr- ir Slóvakíu hvað þessi mál varðar. Við gerum okkur grein fyrir því að það eru enn ljón í veginum en teljum vel gerlegt að ná settum markmiðum.“ Íslandsheimsókn Kukans er til- komin af því að Ísland er eitt aðild- arríkja NATO. Er utanríkisráðherr- ann að reyna að þrýsta á NATO-löndin um að rétt sé að veita Slóvökum inngöngu. Kukan segir, að það hafi verið ánægjulegt hversu mikinn skilning bæði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra sýndu máli hans. Að sögn Kukans sýna skoðana- kannanir að um 70% almennings í Slóvakíu styðja aðild að Evrópusam- bandinu. Sambærileg tala fyrir NATO-aðild er tæplega 60% en hefur farið vaxandi. Kukan segir, að Slóvakar vilji deila örlögum sínum með næstu nágrönn- um í Mið-Evrópu, Tékklandi, Ung- verjalandi og Póllandi, en öll gengu þessi ríki í NATO árið 1999. „Við vilj- um vera samferðarmenn, tilheyra sömu fjölskyldu og þau, og teljum auk þess að við getum lagt ýmislegt af mörkum til að tryggja stöðugleika á þessu svæði, en eins og þú veist má rekja upphaf tveggja heimsstyrjalda til atburða í Mið-Evrópu.“ Meciar kemst ekki til valda Þingkosningar eiga að fara fram í Slóvakíu í haust og er fullyrt að yf- irmenn NATO hafi af því áhyggjur að Vladímír Meciar, meintur valdníðing- ur og fyrrverandi forsætisráðherra, komist þar aftur til valda. Kukan segir núverandi stjórnvöld ekki telja sanngjarnt að menn skil- greini Slóvakíu sem annars flokks umsækjanda vegna einhvers sem hugsanlega gerist í kosningum í haust. Að minnsta kosti ekki á meðan landið standist fyllilega þær kröfur sem gerðar séu til umsækjenda. „Og trúðu mér, við munum sjá sömu stjórn og nú er eftir þessar kosningar. Að vísu eru líkur á að flokkur Meciars verði stærsti flokk- urinn að loknum kosningun en hann mun ekki fá neinn flokk til liðs við sig. Hann mun fá 25–28% og það er hátt hlutfall en ekki nóg til að mynda nýja ríkisstjórn,“ sagði Eduard Kukan. Ráðherrann ræddi um samskipti Íslands og Slóvakíu á fundi með utan- ríkisráðherra í gær og um kvöldið þáði hann kvöldverð í boði Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Árið 2002 mikilvægt fyrir Slóvakíu Slóvakar leggja áherslu á að fá inngöngu í Atl- antshafsbandalagið á þessu ári. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Eduard Kukan, utanrík- isráðherra Slóvakíu, sem var hér í heimsókn.Eduard Kukan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.