Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 15 UPPBYGGING umhverfisvæns orkugarðs í kringum starfsemi Hitaveitu Suðurnesja og listamið- stöðvar fyrir tónlistarskóla, safn og fleira eru meðal nýjunga sem sjálf- stæðismenn kynna í stefnuskrá sinni fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar í Reykjanesbæ. Fram- bjóðendur flokksins kynntu stefnu- skrána ásamt heimasíðu í gær. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ ganga til kosninga undir kjörorðinu „Við færum orð í efndir.“ Árni Sig- fússon, efsti maður D-listans og bæjarstjóraefni hans, segir að með þessum orðum sé vísað til þess að öll helstu stefnumál listans við síð- ustu kosningar hafi verið efnd og að áhersla sé lögð á að ný forysta muni með sama hætti færa orð í efndir. Draga að orkutengd störf Í kosningastefnuskránni sem dreift verður í hús og birt er á kosn- ingavef sjálfstæðismanna, www.kosning.is, er farið yfir efndir stefnumála frá síðustu kosningum og ný sett fram í helstu málaflokk- um. Fram kemur í umfjöllun um at- vinnumál að sjálfstæðismenn munu á næsta kjörtímabili beira sér fyrir gerð umhverfisvæns orkugarðs í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem nýta orku í starfsemi sinni. Fram kom í gær hjá Árna Sigfús- syni að Hitaveita Suðurnesja væri kjarninn í þessari starfsemi en til- gangurinn væri að draga að meiri starfsemi, meðal annars rannsókna- og menntastofnanir sem sérhæfa sig á jarðhitasviðinu. Talið er að unnt sé að stofna til hundraða vel launaðra starfa sem krefjast fjölþættrar menntunar. Í atvinnumálunum er einnig lögð áhersla á áframhaldandi uppbyggingu á atvinnusvæðinu í Helguvík og á að nýta tækifæri í heilbrigðisþjónustu til atvinnuupp- byggingar og að laða fleiri ferða- menn til bæjarins, auk annars. D-listinn setur manngildið í önd- vegi í fjölskyldu- og félagsmálum, segir í stefnuskránni þar sem settur er upp verkefnalisti um aðgerðir sem áhugi er á að bærinn vinni að. Í skóla- og menntamálum verður lögð áhersla á að byggja innra starf grunnskólanna upp með sama metn- aði og unnið var að uppbyggingu skólanna sjálfra og aðstöðu þeirra á síðasta kjörtímabili. Ætlunin er að stofna Þróunarsjóð leikskóla og grunnskóla og áhersla verður lögð á að skapa börnun góða þjónustu að loknum hefðbundnum skóladegi, með samþættum tilboðum í lista- starfi, tómstundum, íþróttum og að- stoð við heimanám, svo börnin geti lokið starfsdegi sínum á svipuðum tíma og foreldarnir ljúka hefð- bundnum vinnudegi. Þá er rætt um að koma upp háskóladeildum í Reykjanesbæ. Útivistarsvæði á Fitjum Frambjóðendurnir kynna tillögur að útfærslu á útisvistarsvæði á Fitj- um í tengslum við nýja aðkomuleið í bæinn og ný svæði undir íbúða- byggð í Innri-Njarðvík. Sjálfstæð- ismenn ætla að beita sér fyrir stofn- un þróunarsjóðs skipulagsmála sem hafi það að markmiði að stýra eigna- kaupum á húsum sem eru fyrir skipulagi og eðlilegri framvindu byggðar, skipuleggja breytingar á þeim og stuðla síðan að sölu eða nið- urrifi. Að sögn Árna mun þetta tæki henta vel, til dæmis á Hafnargöt- unni sem byrjað verður að endur- gera á næsta ári. Af öðrum skipu- lagsmálum má nefna að ætlun sjálfstæðismanna er að skipuleggja til framtíðar svæði fyrir eldri borg- ara þar sem gert verður ráð fyrir íbúðum sem tengjast þjónustu- kjarna, dvalarheimili og sjúkra- heimili. Frambjóðendur D-listans munu á næsta kjörtímabili hefja undirbún- ing að smíði listamiðstöðvar sem einnig á að vera aðsetur Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og aðstaða fyrir poppminjasafna og tónleika- og ráðstefnusal. Segir Árni að með því móti megi samþætta ýmsa drauma og gera að raunhæfri hug- mynd. Í stefnuskránni er lögð áhersla á að áfram verði farið vel með skattfé bæjarbúa, hagkvæmni gætt og skattheimtu stillt í hóf. Komið verð- ur upp kerfi til að mæla árangur í stjórnkerfi bæjarins svo betra verði að fylgjast með framgangi verkefna. Þegar frambjóðendurnir voru spurðir að því hvort framkvæmd stefnuskrárinnar myndi leiða til hækkunar útsvars eða annarra álaga á bæjarbúa svaraði Árni Sig- fússon með neii. Álögur á bæjarbúa myndu ekki hækka enda væru til- lögurnar miðaðar við að fjárhags- stöðu bæjarins væri ekki ógnað. Kosningaskrifstofa D-lista sjálf- stæðismanna er á Hafnargötu 6 í Keflavík. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynna kosningastefnuskrá sína Umhverfis- vænn orku- garður og listamiðstöð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson kynna kosningastefnuskrá sjálfstæð- ismanna í Reykjanesbæ sem verið er að gefa út og dreifa þessa dagana. Reykjanesbær JÓN Gunnarsson, fyrrverandi odd- viti, skipar efsta sætið á lista Bæj- armálafélags H-listans í Vatnsleysu- strandarhreppi við komandi sveitar- stjórnarkosningar. Sex efstu sæti listans eru í samræmi við niðurstöður prófkjörs. Jón Gunnars- son sigraði Þóru Bragadóttur odd- vita hreppsins í prófkjöri H- listans sem fram fór á dögunum. Þóra þáði ekki sæti á listanum en hún hefði sam- kvæmt niðurstöð- um þess átt að skipa 7. sætið en hún var í efsta sæti listans við síðustu kosningar. Lára Baldursdóttir og Magnús Ívar Guðbergsson eru ekki heldur á listanum en þau lentu í næstu sætum á eftir Þóru í prófkjör- inu. Listinn var samþykktur á aðalfundi Bæjarmálafélagsins sem haldinn var á dögunum Glaðheimum í Vogum. Hann er þannig skipaður: 1. Jón Gunnarsson framkvæmda- stjóri, 2. Birgir Þórarinsson slökkvi- liðsmaður, 3. Kristinn Þór Guðbjarts- son pípulagningameistari, 4. Lena Rós Mattíasdóttir tómstundafulltrúi, 5. Hanna Helgadóttir verslunarmað- ur, 6. Sigurður Kristinsson vaktstjóri, 7. Helga S. Friðfinnsdóttir skóla- stjóri, 8. Ólafur Tryggvi Gíslason mál- arameistari, 9. Oscar Gunnar Burns starfsmaður íþróttahúss og 10. Snæ- björn Reynisson skólastjóri. Jón Gunn- arsson skip- ar efsta sæti H-listans Vogar Jón Gunnarsson BARN fæddist í sjúkrabíl á leiðinni úr Grindavík á fæðing- ardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík. Sjúkraflutningamenn í Grindavík voru kallaðir út snemma í gærmorgun til að flytja konu á fæðingardeildina í Keflavík. Barninu lá hins vegar nokkuð á að komast í heiminn og fæddist 15 marka drengur á Fitjunum í Njarðvík um klukk- an 8.25. Gunnar Baldursson ók sjúkrabílnum og félagi hans Örn Sigurðsson var hjá kon- unni. Gunnar segir að á leiðinni hafi þeir mætt heilsugæslu- lækninum í Grindavík og tekið hann upp í og því hafi konan notið góðrar aðhlynningar. Tel- ur hann að fæðingin hafi gengið vel. Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðisstofnunarinnar heilsast móður og barni vel. Nýr Grind- víkingur í heim- inn á Njarð- víkurfitjum Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.