Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 29
VOR-kammertónleikar Tónlistar-
deildar Listaháskóla Íslands verða í
Bláa sal, annarri hæð, á Sölvhóls-
götu 13 í kvöld kl. 20.
Á efnisskrá verða verk fyrir bás-
únutríó og básúnukvartett eftir
Daniel Speer og Flor Peeters,
strengjakvartettarnir op.2 no. 51 eft-
ir J. Brahms og op. 110 no 8 eftir D.
Shostakovitsj. Einnig verða flutt
skosk og írsk þjóðlög í útsetningu
Ludwig van Beethoven fyrir söng,
píanó, selló, fiðlu og flautu.
Básúnur á
vortónleikum
ÞEIR gerast nú fátíðari, það sem
kalla mætti hreinklassiska tónleika,
eins og þeir sem haldnir voru í Ými,
s.l. sunnudag. Tónleikarnir hófust á
sónötu í D-dúr, K.576, síðustu píanó-
sónötunni sem Mozart ritaði 1789,
þetta listaverk er um margt sérstætt
,m.a. er að heyra kontrapunktísk
vinnubrögð, sem Mozart átti til að út-
færa með einstæðri snilld og í hæga
þættinum ríkir undarlegur friður,
sem John Lill gæddi seiðmögnuðum
galdri fegurðar. Sem andstæðu við
glitvefnað Mozart var flutningur
John Lill á Handel-tilbrigðunum,
op.24, eftir Brahms, stórbrotinn,
enda er þar margt að heyra sem tek-
ur í hnúkana á móti ljúfmildum fín-
leik, sem Brahms teflir saman af al-
gjörri snilld og John Lill gerði
ljóslifandi í frábærum leik sínum.
Prelúdíurnar og fúgurnar 24, eftir
Shostakovitsj, eru sérstæð verk sem
ekki hafa verið mikið flutt og af
mörgum talin misgóð, einkum fúg-
urnar, sem er í raun eðlilegt, þegar
glímt er við strangt en þó víðfemt
form eins og fúgan er, fúgu-stefið í
D-dúr fúgunni (nr. 5), er sérlega
hamrandi, sem á margan hátt er
hemill á hinni kontrapunktísku fram-
vindu. Í Des-dúr (nr.15) fúgunni er
stefið tveggja átta, þar sem efri línan
færir sig upp um háftón í senn, á móti
neðri línunni, sem á víxl færir sig nið-
ur um sömu tónbil. Það er ekki rétt,
að það vanti sjöunda tóninn (leið-
sögutóninn) í stefið, eins og stendur í
efnisskrá, því þriðji tónn stefsins er
nótan C. Það vantar hins vegar trító-
nus-nótuna G (stækkuð ferund frá
des), sem gæti haft einhverja trúar-
lega þýðingu, því þessi nóta var á
miðöldum kölluð „diabolus in mus-
ica“. Hvað sem þessu líður var leikur
John Lill frábærlega mótaður og
mótun hans á stefjunum í fúgunum
var eins og leikræn frásögn, auk þess
sem prelúdíurnar voru glitrandi fal-
lega leiknar.
Tónleikunum lauk með síðustu pí-
anósónötunni op. 111, eftir Beeth-
oven, þar sem meistarinn er ekki að
glíma við sónötuformið, heldur blæ-
brigði píanósins og eigin hugsanir,
umritaðar í tónhugmyndir, sem víx-
last í þrumandi átökum við tregafull-
um fínleik. Í seinni kaflanum sem er
byggður upp sem tilbrigði við sér-
kennilega aríettu, í níu sextándu
takti, ríkir einkennileg sátt og hafa
margir haft fyrir satt, að trillurnar á
hásviði píanósins, sem mynda and-
stæðu við dimmhljómandi „tremól-
ur“ í bassanum, hafi trúarlega merk-
ingu. Hvað sem þetta merkir, var
þetta einstæða listaverk leikið með
þeim hætti af John Lill, að allt féll að
einu, tónlist og túlkun. Það þarf ekki
að útlista neitt varðandi tækni, því
hér var það skáldskapurinn sem réði
ríkjum, skáldskapur í tónum, sem er
æðri hversdagslegri merkingu orða.
Skáldskapur, æðri
hversdagslegri
merkingu orða
TÓNLIST
Ýmir
John Lill flutti verk eftir Mozart, Brahms,
Shostakovitsj og Beethoven.
Sunnudagurinn 14. apríl, 2002.
SUNNUDAGS-MATINÉE
Jón Ásgeirsson
John Lill
FRANSKA bókaforlagið Le Caval-
ier Bleu hefur tryggt sér útgáfurétt-
inn á skáldsögu Kristínar Ómars-
dóttur, Elskan
mín, ég dey. Þá
gekk Réttinda-
stofa Eddu –
miðlunar og út-
gáfu einnig frá
sölu á nýjustu
bók Kristínar,
Hamingjan hjálpi
mér I og II, til
sænska forlags-
ins Absolut böck-
er.
Elskan mín, ég dey kom fyrst út
árið 1997. Sagan hlaut menningar-
verðlaun DV en var einnig tilnefnd
til bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs og til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Elskan mín,
ég dey hefur áður komið út hjá
Anamma í Svíþjóð. Eftir að útgáfu-
stjóri þess flutti sig frá Anamma til
Absolut böcker hafði hann festi kaup
á bók Kristínar Hamingjan hjálpi
mér I og II sem út kom fyrir síðustu
jól.
Bækur Kristínar
Ómarsdóttur
Seldar til
Frakklands
og Svíþjóðar
Kristín
Ómarsdóttir
NÝTT tungumálaver sem þjóna
mun öllum grunnskólum Reykjavík-
ur, var opnað formlega í Laugalækj-
arskóla á dögunum. Sigrún Magn-
úsdóttir formaður fræðsluráðs
Reykjavíkur og Gerður G. Óskars-
dóttir fræðslustjóri opnuðu verið og
kynntu forsögu og tilgang verkefn-
isins, en Jón Ingi Einarsson skóla-
stjóri Laugalækjarskóla bauð við-
stadda velkomna á opnun versins í
skólanum.
Forsaga tungumálaversins er sú
að í maí á síðasta ári samþykkti
fræðsluráð Reykjavíkur að setja á
laggirnar tungumálaver í Lauga-
lækjarskóla þar sem fram færi m.a.
þróun og framkvæmd fjarkennslu í
tungumálum auk kennsluráðgjafar í
norsku og sænsku. Jafnframt var
gert ráð fyrir að þar yrði um þróun-
arstarf að ræða varðandi kennslu-
vef til fjarkennslu til að kenna
tungumál sem valgreinar í 9. og 10.
bekk. Markmið tungumálaversins
til framtíðar er að móta og halda ut-
an um þróun netnáms og fjar-
kennslu í tungumálum í grunnskól-
um Reykjavíkur. Þannig vilja
fræðsluyfirvöld í Reykjavík koma til
móts við þau ákvæði í aðalnámskrá
að öllum nemendum bjóðist tungu-
málanám við hæfi, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu fræðslu-
ráðs.
Tengsl við menningarheim
tungumálsins
Í því felst m.a. að nemendur, sem
kunna meiri ensku eða dönsku en
markmiðssetningar námskrár segja
til um, geti aukið við fengna færni
og þekkingu í málinu og viðhaldið
tengslum við menningarheim
tungumálsins en einnig að nemend-
um af erlendum uppruna bjóðist að
læra móðurmál sitt sem valgrein.
Ráðgjöf í norsku og sænsku fyrir
alla grunnskóla verður jafnframt
verkefni tungumálavers í Lauga-
lækjarskóla héðan í frá. Verkefnið
hefur notið styrkja frá sendiráðum
Noregs og Svíþjóðar um árabil og
einnig hefur fjarkennsla í norsku
verið byggð upp með styrk frá Nor-
rænu ráðherranefndinni fyrir til-
stilli kennsluráðgjafar í Norræna
húsinu. Marmiðið hefur verið það að
efla samstarf og styrkja stöðu nor-
rænna mála í íslensku samfélagi.
Tungumálaverinu er einnig ætlað
að hafa þjónustu- og ráðgjafarhlut-
verk í öðrum erlendum tungumál-
um fyrir grunnskóla í Reykjavík.
Skólar í Reykjavík geta leitað þang-
að eftir ráðgjöf og stuðningi til að
efla tungumálakennslu og koma
betur til móts við þarfir nemenda.
Laugalækjarskóli hefur tekið að
sér að starfrækja tungumálaverið í
umboði fræðsluráðs og verður gerð-
ur þjónustusamningur um það verk-
efni. Þess er vænst að tungumála-
verið njóti nálægðarinnar við
skólastarfið og gagnkvæmt.
Tungumálaver opnað í Laugalækjarskóla
Nemendur auki við færni
Morgunblaðið/Kristinn
Fulltrúar fræðsluráðs og Laugalækjarskóla reyna hér tungumálakunn-
áttu sína í nýju tungumálaveri sem opnað var í Laugalækjarskóla.
♦ ♦ ♦