Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 30

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Norður- landabúar megum þakka fyrir það að búa í lygnum hluta vindasams heims. Á Norðurlöndum brúar menningin frekar bil- ið milli andstæðra afla en að styrkja og skerpa andstæðurnar. Sumir segja þó að það beri vott um einfeldni að halda að menning geti átt þátt í að hindra átök í ljósi þeirra átaka sem við verðum vitni að þar sem menning, trú og þjóðerni eru notuð til þess að kynda undir deilum. Þó að Norðurlönd hafi búið við frið frá árinu 1945, mætti að sjálf- sögðu ýmislegt betur fara. Engu að síður má lýsa norrænu lönd- unum átta í Norður-Evrópu sem svæði friðsemdar og stöðugleika – ekki síst í samanburði við Suð- vestur-Evrópu sem gengið hefur í gegnum óhemju erfiðan áratug. Sumir hafa sungið „svanasöngva“ um norrænt samstarf einmitt af þeirri ástæðu að það er friðsam- legra heldur en hernaðarbandalög. Þó blakar það enn vængjunum af fullum krafti. Á síðustu árum hef- ur það sannarlega haft gildi fyrir tengslin við nágrannalöndin austan Eystrasalts. Efnahagurinn þar er í hröðum vexti og nú er þörf á „fé- lagslegum auðlindum“, til dæmis menningarsamstarfi. Nánara sam- starf yfir þau mörk sem kalda stríðið dró á sínum tíma er kannski öflugasta framlag til frið- ar sem hægt er að hugsa sér. Svo- nefnd mjúk gildi eru öflugustu tækin til þess að koma í veg fyrir átök. Nú á tímum er það yfirleitt ekki efnahagsleg togstreita sem er al- gengasta uppspretta átaka, heldur deilur um svonefnd mjúk gildi, trú, kynþætti og sögu. Því þarf einnig að nota mjúku gildin til þess að koma í veg fyrir átök, og þar eru samskipti og umburðarlyndi gagn- vart menningu annarra lykilhug- tök. Þetta eru einmitt og hafa allt- af verið undirstöður norræns samstarfs. Þessi aðferð til þess að fyrirbyggja átök – hentar hún til útflutnings? Eftir tímabil óstöðugleika ríkir nú góðæri í löndunum austan og suðaustan Eystrasalts, sem áður voru hluti af valdsvæði Sovétríkj- anna. Enginn vafi er á því að þró- unin stefnir nú í rétta átt, allar helstu breytingar sem nauðsynleg- ar voru til þess að losna undan Sovétkerfinu hafa nú verið gerðar og innganga í ESB mun auka póli- tískan stöðugleika í löndunum sem sótt hafa um aðild. Nú þarf að efla félagsauðinn: Samstarf, traust og samstarfsnet. Þetta eru einmitt undirstöður menningarsamstarfs og þar geta Norðurlönd hjálpað til. Við höfum þegar hafist handa. Nú fer um fimmtungur þess fjármagns, sem Norræna ráð- herranefndin hefur til ráðstöfunar, til verkefna og stofn- ana í Eystrasaltsríkj- unum og í Norðvest- ur-Rússlandi. Þar hefur menningin einn- ig hlutverki að gegna við að draga úr tog- streitu í nýfrjálsum ríkjum þar sem stórir þjóðernislegir minni- hlutahópar eru til staðar. Norrænt samstarf minnir á eina af hetjum barnæsku minnar, „the Come Again Kid“. Þessi kú- reki var hvað eftir annað barinn til óbóta í slagsmál- um en stóð alltaf upp aftur og sigraði auðvitað að lokum. Eins er það með norrænt samstarf, í hvert sinn sem það virtist hafa verið lagt að velli rís það upp aftur og réttir úr kútnum. Rétt eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp erfiðleikar. Væntingar um norrænt varnarbandalag urðu að engu. Svo fór að lokum að Danmörk, Nor- egur og Ísland gengu í staðinn í Atlantshafsbandalagið en Svíþjóð og Finnland voru áfram hlutlaus og utan hernaðarbandalaga. Þann- ig mistókst að koma á samstarfi um þessi þungu mál en í staðinn var samstarf um hversdagslegri mál, menningu og menntamál, eflt. Það er einkennandi fyrir samstarf- ið að fyrsti opinberi vettvangur þess á eftirstríðsárunum var Nor- ræna menningarnefndin sem kom- ið var á fót 1946. Hún starfaði til ársins 1972 þegar Norræna ráð- herranefndin varð til. Menningin er enn mikilvægur þáttur í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar. Um helmingur þess fjár sem ráð- herranefndin hefur til ráðstöfunar rennur til menningar- og mennta- mála. Tilraunir til myndunar norræns varnarbandalags mistókust eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en Norðurlönd sneru þróuninni við með stofnun Norðurlandaráðs árið 1952 og það fagnar því hálfrar ald- ar afmæli á þessu ári. Næsta stóra skrefið í norrænu samstarfi var stofnun Norrænu ráðherranefnd- arinnar árið 1971. Það kom í kjöl- far misheppnaðra tilrauna til nor- ræns efnahagssamstarfs, NORDEK. Síðast urðu miklar breytingar í norrænu samstarfi fyrir átta árum, árið 1994, þegar Finnar og Svíar ákváðu að ganga í ESB. Sumir héldu að Norðurlönd gætu orðið valkostur við ESB. Sá draumur varð að engu þegar NORDEK-samstarfið fór út um þúfur. Sumir héldu einnig að nor- rænt samstarf myndi leysast upp smám saman eftir að Finnland og Svíþjóð gengu í ESB árið 1995. Nú virðist sem áhugi sé á að efla nor- rænt samstarf til þess að vinna að sameiginlegum markmiðum. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna í heiminum, og það er að efla mjúku gildin. Við eigum jafn- framt að beita okkur fyrir því að menningin sé notuð að norrænni fyrirmynd sem öflugt verkfæri til þess að brúa djúpar og óyfirstíg- anlegar gjár. Þörf er á þessari norrænu leið, þar sem mjúku gild- unum er beitt bæði í okkar eigin fjölmenningarsamfélögum og jafn- framt er hún leið sem við getum af hógværð bent á sem fyrirmynd annars staða þar sem fyrst er skotið og engra spurninga spurt eftir á. Menningin getur líka brúað bilið Søren Christensen Höfundur er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Norðurlönd Norrænt menningar- samstarf er ekki að syngja svanasöng sinn, segr Søren Christen- sen, það hefur enn góð- an byr undir vængjum. RÆÐA forsætisráð- herra, Davíðs Oddsson- ar, á ársfundi Seðla- bankans nýverið sannfærði mig um að við eigum að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Fyrir 11 árum hélt ég því fram í ræðu á Alþingi, að við ættum að láta reyna á umsókn okkar að Evrópu- bandalaginu. Mér var sagt þá, af merkum þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, að þetta myndi reynast mér dýrt. Svo varð raunin. Í ágætri grein Einars Benediktssonar sendiherra í Morgunblaðinu sunnu- daginn 8. apríl koma fram nákvæm- lega sömu röksemdir og ég hefi haft í frami varðandi mál þetta. Það tók hins vegar utanríkisráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, um 11 ár, að átta sig á málinu. Betra er seint en aldrei. Svo við víkjum aftur að ræðu Dav- íðs Oddssonar, þá sagði hann meðal annars í umræddri ræðu sinni: ,,Að- gerðir ríkisstjórnarinnar, peninga- málastefa og ábyrg afstaða aðila vinnumarkaðarins hafa á ný tryggt mjúka lendingu efnahagslífsins.“ Hvað þýða þessi ummæli og innihald ræðu forsætisráðherra? Í stuttu máli er þetta svarið: Almenningur í land- inu skal borga úr eigin vasa mistök peningamálastefnu ríkisstjórnarinn- ar, sem var leiðrétt með mestu geng- isfellingu Íslandssögunnar á bless- aðri krónunni gagnvart dollar. Sú gengisfelling náði hæðum í lok síð- asta árs, þá orðin 51%, nú um 37%. Ástæður gengisfellingarinnar eru augljósar og verða hér talin nokkur meginatriði; 1) Ríkið og bæjarfélög hækkuðu laun margra hópa langt umfram efnahagslega getu, eða með öðrum orðum, ríkið hóf seðla- prentun. 2) Margir kvótakóngar voru komnir nær gjaldþroti eftir yfirfjárfestingar á öllum sviðum. Og eins og komið hefur fram í úttekt Morgunblaðsins, hafa þeir ekki greitt tekjuskatt sjö síðastlið- in ár. 3) Lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir og bankar höfðu tapað gíf- urlegum fjármunum á hlutabréfa- mörkuðum erlendis. Afleiðingarnar eru í stuttu máli þessar: 1) Vöruverð hefur snarhækk- að í samræmi við gengisfellinguna, því ekki geta fyrirtækin í landinu far- ið í opinbera sjóði til að bæta sér upp tapið. 2) Vísitölutryggð lán hafa hækkað verulega og munu ekki lækka. Almenningur mun verða að greiða miljarða á næstu árum, vegna þessara hækkana. 3) Ferðalög til út- landa hafa hækkað mikið, svo og er- lendur gjaldeyrir. Niðurstaðan er augljós, nú skal þjóðin, fólkið í land- inu, greiða til baka hið svokallaða góðæri, mjúka lendingin er bara fyr- ir hina stóru. Hvað hefði gerst, ef við værum meðlimir í Evrópusambandinu og evran væri okkar gjaldmiðill? Ör- stutt svar: Verðtryggð lán heyrðu sögunni til og í hvert skipti, sem greitt væri af láni mundi það lækka, öfugt við það sem nú er. Vöruverð myndi vera stöðugt. Gjaldeyriskaup heyrðu sögunni til, við myndum nota okkar eigin evru. Erlend samkeppn- isfyrirtæki myndu sækja hér inn á markaðinn, launafólki til bóta. Og hvað ekki síst, stjórnmálamenn yrðu að hafa hemil á austri sínum úr op- inberum sjóðum til gæludýra sinna. Almenningur í landinu vill hafa stöðuleika og öryggi í fjármálum. Það er aulalegt vanmat á íslensku þjóðinni að halda að hún sé svo vit- laus, að átta sig ekki á efnahagsleg- um fjötrum, sem íslenska krónan er fyrir almenning í dag. Stjórnarherr- arnir tala um hve stærðin sé nauð- synleg forsenda hagræðingar og hagkvæmni, þegar um rekstur fyr- irtækja er að ræða. Að sjálfsögðu gildir það líka um evruna og Evrópu- sambandið. Ríkisstjórn Íslands hefur opinberlega viðurkennt að íslenska krónan sé handónýt með nýlegri lagasetningu, þar sem fyrirtækjum er heimilt að gera reikninga sína upp í erlendri mynt og að þeim verði jafn- framt gert kleift að skrá hlutabréf sín í erlendri mynt. Þetta er fyrsta skrefið í þá átt að leggja íslensku krónuna niður og Seðlabankann um leið. Það þýðir ekki að tala tveimur tungum, einni sem mælir fyrir hönd stórfyrirtækjanna, annarri sem talar niður til smáfyrirtækja og almenn- ings í landinu. Það er spaugilegt, að forystumenn ASÍ skuli nú hafa tekið yfir stjórn efnahagsmála í landinu, þökk sé þeim. Þeir róa nú lífróður til að halda verðlagi niðri, meðan for- ystumenn ríkisstjórnarinnar fikta í vísitölunni tímabundið. Hvað hefðu gömlu verkalýðsleiðtogarnir sagt? Hvar er stjórn efnahagsmálanna í landinu? Verður gengið fellt enn meira eftir daga rauða striksins? Við skulum ganga í Evr- ópusambandið Hreggviður Jónsson ESB Almenningur í landinu vill, segir Hreggviður Jónsson, hafa stöð- ugleika og öryggi í fjármálum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ÁSAKANIR þær sem Birgir Guðjóns- son fyrrum formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ hefur haldið uppi á hendur forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ og forystu KKÍ virðast ætla að verða lífseigar. Þessar ásak- anir hafa verið hraktar lið fyrir lið bæði í fjöl- miðlum og á fundum innan íþróttahreyfing- arinnar. Samt sér einn forystumanna íþrótta- hreyfingarinnar, Júl- íus Hafstein formaður Blaksambands Ís- lands, ástæðu til að lepja upp rang- færslurnar í grein í Mbl. Rangt mál Júlíus fer með rangt mál þegar hann fullyrðir að „tveir Íslands- meistaratitlar unnust undir lyfja- misnotkun“. Hér er hann að full- yrða að Íslandsmeistaratitillinn í körfuknattleik á síðasta keppnis- tímabili hafi unnist með ólögmæt- um hætti. Undir þessu er ekki hægt að sitja. Málavexti er of langt að rekja hér en niðurstaðan er skýr. Viðkomandi leikmaður var saklaus af furðulegum ásökunum um lyfja- misnotkun. Málavexti alla má lesa um á kki.is, vef Sambandsins, undir greinar. „Skandal dómar“ Júlíus fullyrðir að dómar lyfja- dómstóls ÍSÍ hafi verið „hreinir skandal dómar og að málið lykti af öðru enn verra“ og blandar forseta ÍSÍ í málið. Hann ætti að kynna sér málið betur. Lyfjadómstóll ÍSÍ sem skipaður var m.a. tveim lögfræðing- um, lækni, héraðsdómara í Reykja- vík og formanni dóm- arafélags Íslands dæmdi í málinu. Sá dómstóll fór í einu og öllu eftir lögum og reglum ÍSÍ. Með því að segja að málið „lykti af öðru enn verra „ er Júlíus að gefa til kynna að dóm- stóllinn og þeir ein- staklingar sem hann skipuðu hafi ekki sinnt skyldu sinni. Það eru alvarlegar ásakanir á þá mætu menn. Þess má geta að fyrrum for- maður heilbrigðisráðs, Birgir Guðjónsson, áfrýjaði málum ekki bara einu sinni heldur tvisvar og varð niðurstaðan ávallt sú sama. Eru þá allir þeir ein- staklingar sem sitja í dómstólum íþróttahreyfingarinnar og komust að þessari niðurstöðu spilltir? Eru þeir allir strengjabrúður í höndum Ellerts B. Schram og framkvæmda- stjórnar ÍSÍ? Auðvitað ekki. Alvöru skandall Skandallinn liggur hjá Birgi Guð- jónssyni sem var saksóknari í mál- inu. Hann kallar formann og fram- kvæmdastjóra KKÍ á fund og býður uppá að ef þeir sjái til þess að stúlk- an játi á sig brotið þá muni hann sjá til þess að aðrir tveir leikmenn sleppi með áminningu. Svona upp á ameríska vísu!! Þessu ósiðlega og fráleita boði var strax hafnað. Við málflutninginn sjálfan leyndi svo saksóknari dómstólinn mikilsverðu skjali sem hann hafði undir hönd- um. Þetta er svipað og ákæruvald í sakamáli leyndi sönnunargögnum um fjarvistarsönnun ákærða. Hvað yrði gert við Ríkissaksóknara sem hagaði sér svona. Yrði hann ekki rekinn og jafnvel settur í fangelsi? Alvarlegar ásakanir Júlíus spyr hvort fyrirmynd æsk- unnar, afreksíþróttamaðurinn, noti ólögleg lyf og sleppi með skrekkinn. Svarið við spurningunni hefur margoft komið fram. Allir þeir sem teknir hafa verið fyrir neyslu ólög- legra lyfja á Íslandi hafa verið dæmdir til refsingar. Hvorki Júlíus né Birgir geta sýnt fram á annað. Hvergi hefur verið sýnt fram á að forseti ÍSÍ eða framkvæmdastjórn hafi komið í veg fyrir að íþrótta- menn hafi fengið dóma fyrir mis- notkun lyfja. Alvarleiki málsins er sá að Birgir Guðjónsson hefur ítrekað komið fram með tilhæfu- lausar ásakanir á hendur Ellert B. Schram forseta ÍSÍ, framkvæmda- stjórn ÍSÍ og forystu KKÍ og með því reynt að stórskaða íþróttahreyf- inguna. Jafn alvarlegt er fyrir íþróttahreyfinguna þegar einn for- ystumanna hennar sér ástæðu til að taka undir þessar tilhæfulausu ásakanir þegar hann á að vita bet- ur. Tilhæfulausar ásakanir Pétur Hrafn Sigurðsson Rangfærslur Þessar ásakanir hafa verið hraktar lið fyrir lið, segir Pétur Hrafn Sigurðsson, bæði í fjölmiðlum og á fundum innan íþrótta- hreyfingarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.