Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 41

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 41 Þegar horft er til baka í tímanum, verða kynni við fólk efst á blaði að vonum. Eftir því sem fleiri ár renna í tímans haf, hverfur af sjónasviðinu margt fólk, sem við höf- um átt samleið með um lengri eða skemmri tíma. Þá er einnig komið að því að minnast þessa fólks og þakka samfylgdina. Einn af þeim, sem hér skal minnst, var maður á efri árum,er lengi hafði búið í Kópavogi og lagt þar mörgu þörfu málefni og verkefni lið. Að vísu kynntist ég honum ekki þarna að marki, þó að ég heimsækti þau hjón á heimili þeirra,að Engi- hjalla 1. Maðurinn var Salómon Einarsson, kaupfélagsstjóri í Haganesvík í Fljótum um árabil, í tveimur áföng- um. Hann rak ekki stórt fyrirtæki,en hafði þó ærnu verkefni að sinna, því að bændurnir versluðu undantekn- ingarlaust hjá kaupfélaginu, sem bar heitið Samvinnufélag Fljótamanna. Þarna keypti fólk allar nauðsynjar sínar; einnig tóbak, sem Salómon fannst ekki ánægjulegt að selja, heyrði ég. En bændurnir urðu aðvit- að að fá það líkt og annað. Ég fluttist í Fljótin haustið 1954, ásamt fjölskyldu minni, og settist að á Sólgörðum og tók þar við skóla- stjórastarfi. Þarna var heimavistarskóli. Auð- vitað sótti ég allar nauðsynjar til heimilisins í Samvinnufélag Fljóta- SALÓMON EINARSSON ✝ Salómon Einars-son fæddist í Mið- Tungu í Tálknafirði 4. október 1914. Hann lést 8. febrúar síðastliðinn. Útför Salómons fór fram frá Barðskirkju í Fljótum 16. febrúar sl. manna, og hið sama gerði heimavist skól- ans. Kaupfélagið var inn- lánsstofnun, samhliða því að vera verslun. Þar var innlánsdeid, líkt og í flestum kaup- félögum á þessum tíma. Fljótlega eftir að ég kom norður, þurfti ég að semja við Salómon um að kaupfélagið tæki á móti mánaðarlaunum mínum úr ríkissjóði. Tók ég síðan út í reikn- ing af þessum launum allar nauðsynjar til heimilisins. Þetta gekk vel fyrir sig. Salómon var allur af vilja gerður að sinna þörfum mínum, svo og skól- ans. Oft áttum við langar samræður í skrifstofu hans þarna í kaupfélags- húsinu. Salómon gat rætt um fleira en verslun og viðskipti. Hann hafði gaman af bókmenntum, og hnyttnar vísur kunni hann að meta. Kaupfélagið var mikil lyftistöng þarna, eins og alls staðar, þar sem þetta verslunarfyrirkomulag var til staðar. Vandséð er, að kaupmaður hefði séð sér hag í því að sinna um verslun og viðskipti fyrir bændur í fremur harðbýlli sveit, eins og Fljót- in eru. Þar var Samvinnufélag Fljótamanna lengi brjóstvörn fólks- ins. Miklu hefur það sjálfsagt ráðið um búsetu Salómons í Fljótum, að hann kynntist konu,sem þar var upp alin, henni Sigurbjörgu Björnsdóttur frá Stóru- Brekku í Holtshreppi. Lifir hún mann sinn, ásamt dótturinni Birnu Karólínu. Hún var ein af nem- endum mínum á Sólgörðum þau þrjú ár, sem mér auðnaðist að starfa þar. Votta ég þeim samúð, svo og öðrum afkomendum,við andlát öðlingsins Salómons Einarssonar. Auðunn Bragi Sveinsson. Sá sem hélt því fram að fólk yrði íhaldsam- ara með aldrinum kynntist augljóslega aldrei ömmu minni. Ég held að ég hafi sjálfur ekki kynnst henni almennilega fyrr en ég lauk menntaskóla. Einn dag- inn var hún ekki lengur bara amma, sem alltaf var til staðar og var ein- faldlega órjúfanlegur hluti fjölskyld- unnar. Ég áttaði mig á því að hún átti sér merkilega sögu, var gædd ótrúlegum hæfileikum og róttækum skoðunum – að á bak við ömmuna bjó engin venjuleg manneskja. Fyrir alla muni mátti aldrei ríkja nein lognmolla í kringum ömmu, hún vildi umfram allt hafa líf og fjör. Hún klæddi sig áberandi, oft í rauðu, með hatt og mikla skartgripi, sannfærð um að maður væri aldrei of fínn. Og afi hafði stutt hana, hún skyldi ekki vera nein mús. Ég hugsa að amma mín hafi óttast það mest af öllu að verða einhvern daginn mús. Hún talaði oft um það hvað hún saknaði afa og sagði frá ferðum þeirra út um allan heim, ferðum sem hún hélt áfram eftir hans dag, nú síð- ast til Víetnam. Við eldhúsborðið lét hún skoðanir sínar á mönnum og málefnum óspart í ljós og þreyttist aldrei á að ræða við mann um pólítík og samfélagsmál, bókmenntir og leikhús, sem hún gjarnan dæmdi út frá glæsileika HILDUR EINARSDÓTTIR ✝ Hildur Einars-dóttir fæddist á Akranesi 6. október 1927. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 9. apríl. leikmyndar og bún- inga. Þegar við elstu barnabörnin vorum að fullorðnast tók hún upp á því að bjóða okkur í mat, þar var borðað lambalæri og drukkið rauðvín og skemmt sér fram á nótt. Maður þurfti að passa sig að fylla vasana af smápen- ingum áður en lagt var af stað í þessi boð, því amma tók ekki í mál annað en spilaður yrði Lander upp á peninga. Það leið ekki á löngu áður en hún var búinn að hirða af okkur allt klinkið, enda spilareglurnar flóknar og stundum var eins og amma ein skildi þær. Umfram allt var hún gædd þeim ómetanlega hæfileika að kunna að njóta lífsins og láta ekkert aftra sér frá því. Magnús Þór Þorbergsson. Eitt af því sem fylgir háum aldri er að þurfa að sjá á bak ættmönnum – vinum og kunningjum, að fara í kirkju til þess að kveðja hinstu kveðjuna. Okkur hjónum finnst við hafa þurft að fara nokkuð oft upp á síðkastið. Mér finnst ég kveðja part af sjálfri mér í hvert sinn. Nú er röð- in komin að Hildi Einarsdóttur svil- konu minni. Ég minnist hennar fyrst sumarið 1948, er hún kom í heimsókn til tengdaforeldra sinna á Vopnafirði, Önnu Magnúsdóttur og Björns Jó- hannssonar. Við hjónin bjuggum þá á Vopnafirði. Þar sátum við í eldhús- inu í gamla skólahúsinu – spjölluðum við tengdamömmu og Öbbu okkar – og þar heyrðum við frumburð henn- ar segja sín fyrstu orð. Næstu ár var ekki mikill samgangur milli okkar ... við önnum kafnar við barneignir og búsýslu. Við hjónin fluttumst svo fjórum árum seinna til Vestmanna- eyja. Þó vorum við eitt sinn á ferð að sýna börnin og þá heimsótti ég hana – hún lét ekki annir þvottadagsins hafa áhrif á sig og tók mér með sínu hýra brosi og gleði. Við bjuggum enn í Eyjum og lifð- um þann stóra atburð þar að þurfa að fara frá öllu og flýja á land 23. jan- úar 1973. Við vorum fyrstu daga í Hafnarfirði hjá mági mínum – en Hildur og Magnús buðu okkur að vera á neðri hæð húss síns, ef við treystum okkur til. Það voru oft þungar stundir í mínum huga að velta fyrir sér hvernig fara mundi í Eyjum eftir þessi ósköp. Það var þá ósjaldan að Hildur mín hressti mig við – elsku góða komdu nú og spjall- aðu við mig og fáðu þér kaffisopa. Það var gott að sitja í eldhúskrókn- um hjá henni. Hún spurði um ferða- lög okkar árið áður. Hún hafði mig í það að fara í spænskunám og hjá honum Jesús María sátum við að læra spænsku, ég gafst þó fljótlega upp, – ég hafði ekki mikið sem jafnaðist á við skarp- leika Hildar – hún sem lærði með börnum sínum og voru þá frægir stíl- ar þeirra við lærdóminn. Þegar leið á gosárið fluttum við Jóhann í annað húsnæði og þá sáumst við miklu sjaldnar. Ég var svo heppin að geta komið til hennar á Digranesveginn í vetur. Ég komst þá á kjólasýningu hjá henni og var mikið hrifin af og ekki skemmdu þær dæturnar – sem sýndu þessar fallegu flíkur, sem hún skapaði. Hildur var einhver sú mesta starfsmanneskja sem ég hefi kynnst. Ég fylgdist með veggteppatíma- bilinu – seinna lopapeysutímabili – þetta gerði hún með vinnu og heim- ilisstörfum, Magnús Björnsson var að vísu alltaf tilbúinn að hjálpa, en hún var einstök afkastakona. Þau hjón kynntust ung og áttu ástríka samveru öll búskaparár. Stundum hafði ég minnimáttarkennd þegar ég sá hverju hún afkastaði og hún var frábær námsmanneskja. Bjarta brosið hennar og hlýjan sem frá henni streymdi eru mér þó efst í huga núna. Hún saknaði manns síns mikið og ég trúi því að gleði og birta verði mikil við þeirra samfundi. Ástvinum þeirra sendi ég samúðar- kveðjur og þakka öll góð kynni. Freyja Stefanía Jónsdóttir, Nýlendu, Vestmannaeyjum. Elsku Hildur amma. Við munum hvað það var gaman að koma til þín, því að þú varst alltaf svo kát og hress. Þrátt fyrir að við söknum þín mikið þá vitum við að þér líður vel og ert nú hjá afa. Við munum hvað við vorum stolt af þér þegar þú opnaðir þína eigin saumastofu þar sem þú hannaðir og saumaðir föt. Þú varst alltaf svo jákvæð gagnvart heilsu þinni og hélst ótrauð áfram. Þó að við vissum að þessi tími myndi koma þá bjuggumst við ekki við þessu svona fljótt. Við geymum allar góðar minningar um þig í hjarta okkar og vitum að við munum alltaf fá hlýju í hjartað þegar við minnumst þín, elsku amma. Guð blessi þig. Ólöf Ruth og Hjördís Helga. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskunum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir ) Þín Erla. Það er ekki ofsögum sagt að Hild- ur Einarsdóttir var einkar lifandi og skemmtileg kona. Hún hafði afger- andi skoðanir á flestu og var pjatt- rófa fram í fingurgóma. Allir sem þekktu til Hildar vita að þarna var dugnaðarforkur að verki sem marg- sannaðist í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. „Sjá hana tengdamömmu, hún getur allt, hún er engri lík.“ Þessi orð hefur Anna Veiga systir mín oft látið falla um Hildi í gegnum tíðina en ég skildi þau ekki til fulls fyrr en ég fékk tækifæri til að kynn- ast Hildi. Hún var engri lík og það eru orð að sönnu. Hildur opnaði sitt eigið saumagallerí fyrir nokkrum ár- um þar sem hún fékk útrás fyrir sköpunargleði sína. Hildur var sér- lega smekkvís og listræn og þeir eru ófáir selskapskjólarnir sem hún hef- ur hannað svo snilldarlega. Hildur þorði að fara ótroðnar slóðir og gaf sig alla í það sem hún fékkst við hverju sinni. Mér eru minnisstæðar tískusýningar sem hún hélt reglu- lega á heimili sínu síðustu ár. Þangað komu saman fínustu dömurnar í bænum og drukkið var bleikt vín. Það var gaman að sýna fötin hennar Hildar, ekki einungis vegna þess hversu falleg og frumleg þau voru heldur hvað það var gott að vera ná- lægt Hildi. Hún hrósaði öðrum óspart og virtist einstaklega lagin við að sjá ljósu punktana í tilverunni, eitthvað sem við hin mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er skrýt- ið til þess að hugsa að þessi kraft- mikla kona er horfin okkur hinum frá og einhvern veginn verður tilver- an fátæklegri og ekki eins litrík án Hildar. Minningin um einstaklega notalega konu, sem var ósmeyk við að láta drauma sína rætast, lifir þó alltaf áfram. Börnum Hildar, stórum og smáum sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sunna Ólafsdóttir. Lokið er mætri lífsgöngu eftir langvinna baráttu við vágest þann sem svo víða herjar án allrar mis- kunnar. Ótrúleg hugdirfð bjartsýni og baráttuþreks var henni Hildi gef- in, eðlislæg var henni lífstrúin og lífskrafturinn, svo aðdáun vakti í erf- iðum veikindum. Hún Hildur var líka mörgum mætum kostum búin, harðgreind hæfileikakona, fylgin sér hvar sem var, eljan í önn dag- anna einstök, áhugamálin mörg og þeim sinnt allt framundir það síð- asta. Að henni stóðu enda ættstofnar styrkir. Hildur var fríð kona og fönguleg og bar sig einkar vel, hafði enda af því yndi að klæðast sem bezt. Hún var sérstaklega vinsæl af vinnufélögum sem kunnu vel að meta hispurslausa hreinskilni henn- ar og hlýja lund, trúnað og sam- vizkusemi, að ógleymdum dugnaðin- um til allra verka sem við var að fást. Á sjötugsafmæli hennar kom bezt í ljós hve mikillar vináttu og virð- ingar hún hafði aflað sér í störfum sínum utan heimilis og eins í áhuga- starfinu. Þó var hún í okkar vitund sem henni tengdust fyrst og síðast ástrík og gjöful móðir barnanna sinna og hin myndvirkasta húsmóðir um leið sem allt lék í höndunum á. Á síðustu árum þegar hún var hætt að vinna úti sneri hún sér að einu af sínum mestu áhugamálum, hönnun og saumum, aðallega á kjól- um, þar sem stílhreinn glæsileiki var í fyrirrúmi. Eftir að sjúkdómurinn hafði gjört sína fyrstu atlögu að Hildi hélt hún heima þrjár tízkusýn- ingar og sýndi þar sinn vandaða og fallega fatnað sem í engu gaf eftir hágæðatízkunni og minnisstæð er stundin í sjónvarpi á liðnu hausti þar sem rætt var við hana um þetta áhugastarf og sýnishornum brugðið upp um leið. Lífsviljinn, listfengið og ljómandi sköpunargleðin fóru þar ekki framhjá neinum sem á hlýddu og horfðu. Hildur var virkur og vakandi þátt- takandi í þjóðmálastarfi og átti sann- arlega sínar fastmótuðu og ákveðnu skoðanir, þótt hún væri þeirrar gerðar að taka fullt tillit til og virða annarra skoðanir einnig. Félagslegt réttlæti og jöfnuður áttu í henni verðugan talsmann og Alþýðubanda- lagið í Kópavogi naut fylgis hennar og farsælla krafta um áratugi. Hildur var gæfukona í einkalífi sínu, hún eignaðist ljómandi lífsföru- naut sem hún þó missti of fljótt frá sér, en Magnús maður hennar var einn þeirra sem maður minnist sem einstaklega góðs drengs, mann- kostamanns sem svo margt var til lista lagt. Barnalán þeirra var mikið, gjörvulegt fólk einkar góðra eiginda, sem hafa haslað sér ágætan völl í líf- inu hvert á sinn hátt og áfram erfist barnalánið. Kær er okkur hjónum minningin mæt um þessa tengdamóður eins sona okkar, viðmótið vermandi og höfðingslundin hlý, gleðin, ljúflyndið og bjartsýnin lýstu ævileið þessarar kjarnakonu. Við færum henni hugheilar þakkir fyrir alúðarfulla samfylgd áranna, þökkum margar glaðar og góðar samverustundir, þökkum henni Hildi fyrir það sem hún var og það sem hún stóð fyrir. Einlægustu samúðarkveðjur sendum við henni Hildi tengdadótt- ur, systkinum hennar og öllu þeirra fólki. Lífstrú Hildar, einlæg og sönn var samofin trúarvissu hennar og því er henni allrar blessunar beðið á björt- um eilífðarleiðum hins ókunna og óræða um leið. Blessuð sé munabjört minning. Helgi Seljan. Ég vil í nokkrum orðum minnast hennar Hildar, frænku minnar og vinkonu. Við höfum þekkst frá barnæsku og gaman var að koma upp á Skaga að Esjubergi, fá að dvelja þar um stund og leika sér í sandinum, fara svo þreyttar í rúmið og hlæja okkur í svefn. Svo var það að tengsl okkar slitnuðu á meðan við vorum önnum kafnar við að ala upp börnin. Aftur varð vinátta okkar nánari þegar við vorum hættar að vinna úti. Hildur hætti þó aldrei að vinna því þá setti hún á stofn sitt eigið fyr- irtæki, Gallerí Hildar. Maður var al- veg undrandi hvað þrautseigja henn- ar og dugnaður var mikill, því eftir að hún hafði gengist undir mikla að- gerð hélt hún áfram án þess að bug- ast. Einnig vil ég þakka börnunum hennar fyrir vinalegt viðmót við mig þegar ég kom og leit inn til Hildar og þau komu eða voru hjá henni. Hún átti einstaka fjölskyldu, sem kom þó best fram þegar veikindi hennar voru orðin erfið. Kæra frænka, megir þú nú vera komin til hans Magnúsar þíns sem þér þótti svo vænt um. Þótt vér sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. (Helgi Hálfd.) Guð blessi þig og fjölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Guðrún Sveinsdóttir. Í dag kveð ég elskulega frænku mína og kæra vinkonu, Hildi Einars- dóttur. Hildur frænka var næstyngst níu systra sem allar voru kjarnorkukon- ur, þvílík forréttindi að fá að alast upp í faðmi þeirra. Frá fyrstu tíð þegar Hildur frænka kom til Akureyrar, ferming- arárið sitt, móður minni til halds og trausts og til að passa mig nýfædda og dúlla við mig upphófst ævilöng vinátta. Árin líða, Hildur frænka eignast yndislegan mann, Magnús Björns- son, og börnin koma hvert af öðru, fyrst þrjú og síðan yndislegar tvíbu- rastelpur. Árið 1968 bættist lítill prins í hópinn, Sverrir. Eftir lát Magnúsar bjuggu Hildur og Sverrir sér notalegt heimili á Digranesvegi 56 í Kópavogi. Síðustu árin eftir að Hildur hætti að vinna úti fór hún að hanna og sauma kjóla og hélt tískusýningar heima hjá sér, frábært var að fá að taka þátt í sýningunum. Að lokum votta ég börnum, tengdabörnum, barnabörnum og langömmubörnum samúðarkveðjur um leið og ég þakka henni fyrir ævi- langa vináttu. Rósa Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.