Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1. MMC Pajero GLS 3.2
Diesel, f.skr.d. 22.09.2000, ek.
36 þ. km., 5 d., sjálfsk., 33"
breyttur., sóll., leðurinnrétting,
o.fl. Verð 4.850.000.
Nánari upplýsingar hjá
Bílaþingi.
Opnunartímar: Mánud.-föstud.
kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16.
Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is
Netfang: bilathing@hekla.is
HLAUPIÐ í Skeiðará náði há-
marki upp úr hádegi í gær, en þá
mældist rennsli árinnar 630 m³/
sek. Áður en hlaupið hófst hefur
rennslið líklega verið undir 100
m³/sek að sögn Sverris Elefsen,
efnatæknifræðings hjá Orkustofn-
un. Hann bjóst við að rennsli ár-
innar myndi fara minnkandi með
kvöldinu og að það tæki ána
nokkra daga að sjatna niður í
eðlilegt rennsli.
Sjálfvirkar vatnamælingar eru
stundaðar í ánni og voru það sím-
tengd mælitæki Orkustofnunar
sem gerðu viðvart um að hlaup
væri að hefjast í ánni. Vökt-
unartækið mælir vatnshæð og
leiðni í árvatninu, tækið er tengt
farsíma þannig að hægt er að
nálgast gögnin á einfaldan hátt
hvenær sem er og lætur mælinn
vita ef leiðni eða vatnshæð fer yf-
ir ákveðin mörk.
Að morgni 11. apríl komu boð
frá tækinu um að leiðni væri að
aukast í ánni, þá var leiðnin kom-
in yfir 400 míkróSiemens/cm en
venjulega er leiðnin milli 200 og
400 míkróSiemens/cm, eftir því
hvort mikið hefur rignt síðustu
daga, en þá lækkar talan. Leiðni
er mælikvarði á efnainnihald ár-
vatnsins, það er magn uppleystra
efna í vatninu, sem gefur vísbend-
ingar um að hafið sé hlaup.
Ástæðan er að vatn sem verður til
við bráðnun jökla vegna jarðhita
inniheldur meira magn efna en
leysingavatn.
Sverrir segir að mælitækin sýni
að leiðnin hafi byrjað að aukast
10. apríl en vatnshæðin hafi verið
stöðug fyrst um sinn. Boð um
aukna vatnshæð komu á laug-
ardagskvöld þegar sjálfvirka
vöktunartækið hringdi í Neyð-
arlínuna til að láta vita af breyt-
ingunum í ánni. „Þá voru starfs-
menn Orkustofnunar ræstir út,
við skoðuðum breytingarnar á
leiðni og rennsli árinnar síðustu
daga og ákvörðuðum að hlaup
væri hafið. Við létum Almanna-
varnir vita, Veðurstofu Íslands,
Vegagerðina og lögregluna á
Höfn,“ segir Sverrir. Hann segir
að efna- og aurburðarsýni hafi
verið tekin úr ánni til frekari
rannsókna.
Orkustofnun vaktar fleiri ár á
Íslandi með sama hætti. Þannig
eru mælitæki í fimm ám í kring-
um Mýrdalsjökul; Markarfljóti,
Jökulsá frá Gígjökli, Jökulsá á
Sólheimasandi, Múlakvísl og
Hólmsá. Auk Skeiðarár er einnig
fylgst með Skaftá, Jökulsá á Fjöll-
um og Kreppu. Vegagerðin greið-
ir rekstrarkostnað á stöðinni í
Skeiðará.
Vöktunarkerfið sendir sjálf-
virkt upplýsingar um mælingar í
ánum og má skoða gögnin á
heimasíðu Vatnamælinga Orku-
stofnunar, www.vatn.is.
Hlaupið í
Skeiðará náði
hámarki í gær
Sjálfvirkt mælingartæki Orkustofnunar gerði viðvart um að hlaup væri hafið
BJARNEY Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahússins á Ís-
landi, segir að það sé eðlilegra og
rökréttara að krafa um íslensku-
kunnáttu sé gerð þegar sótt sé um
íslenskan ríkisborgararétt en þeg-
ar sótt sé um búseturétt en samt
sem áður sé þessi nálgun ekki rétta
leiðin og óþörf. Skynsamlegra sé
að byggja upp leiðir sem einfaldi
fólki að læra tungumálið og hvetja
það til þess. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður alls-
herjarnefndar Alþingis, segir aðal-
atriðið að útlendingar aðlagist sem
fyrst íslensku samfélagi og þeim
gert það kleift.
Meirihluti allsherjanefndar Al-
þingis hefur lagt fram frumvarp til
laga um breytingar á lögum um ís-
lenskan ríkisborgararétt þess efnis
að umsækjandi skuli hafa nægilega
þekkingu á íslensku máli til þess að
halda uppi almennum samræðum á
málinu. Skilyrðið gildir þó ekki um
65 ára og eldri og þá sem hafa búið
á Íslandi í a.m.k. 15 ár eða eiga
óhægt um mál sakir fötlunar eða
sjúkdóms eða annarra álíka
ástæðna.
Bjarney Friðriksdóttir segir það
vekja athygli að í frumvarpinu
komi fram að dómsmálaráðherra
eigi að setja nánari reglur um próf-
un á íslenskukunnáttu umsækj-
enda og vottun um þá kunnáttu.
„Eiga þessi próf að fara fram í
dómsmálaráðuneytinu og starfs-
menn þess að votta um kunnáttu
einstaklingsins,“ spyr hún um
framkvæmdina. Hún segir mikil-
vægt að könnun á kunnáttu í
tungumálinu verði að vera á vegum
menntamálaráðuneytisins, fag-
aðila, til að tryggja að allir sitji við
sama borð.
Bjarney Friðriksdóttir segir að
ýmis lönd hafi sett sambærilegar
reglur en hafa beri í huga að inn-
flytjendur leggi yfirleitt mjög mik-
ið á sig til þess að læra íslensku.
Hún telji réttara að nálgast málið
frá hinum endanum, það er að
reyna að auka framboð á íslensku-
kennslu og auðvelda útlendingum
að læra málið, frekar en að stilla
fólki upp við vegg með þessum
hætti. Hún bendir á að í kröfunni
um íslenskukunnátu varðandi bú-
setuleyfi sé fólki mismunað eftir
þjóðerni, því aðeins fólk utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins þurfi að
sækja um slík leyfi. Aðferðarfræð-
in sé ekki í takt við tímann og frek-
ar ætti að hvetja fólk til að læra
tungumálið. „Þetta er neikvæð
nálgun,“ segir hún, en bætir við að
lykillinn að velgengni í samfélagi
sé þekking á tungmáli samfélags-
ins.
Að sögn Bjarneyjar eru útlend-
ingar í lausu lofti á Íslandi varð-
andi leyfilegan dvalartíma. Þeir fái
dvalarleyfi til eins árs í senn en
þótt þeir uppfylli öll sett skilyrði í
lögunum hafi þeir hvorki dvalar-
rétt né rétt til að vinna. Því sé ekki
samræmi á milli krafna sem gerðar
séu til fólksins og réttinda þess.
Nálgunin gagnvart hópnum sem
komi til landsins frá þjóðum utan
EES sé því frekar neikvæð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
og formaður allsherjarnefndar,
segir að aðalatriðið sé að útlend-
ingar aðlagist samfélaginu sem
fyrst og þeim gefist tækifæri til
þess, en tekið sé mið af því sem
verið sé að gera hjá nágrannaþjóð-
unum í þessum efnum. Ljóst sé að
kunnátta í íslensku skipti miklu
máli fyrir íbúa landsins og gera
megi því skóna að nægileg kunn-
átta náist á tilteknum tíma. Ekki
megi horfa á frumvarpið neikvæð-
um augum heldur hafa í huga að
mikilvægt sé að hafa lagasetningu
um málið, en þó eftir eigi að útfæra
framkvæmdina sé gert ráð fyrir að
menntamálaráðuneytið og kennslu-
stofnanir komi að málum.
Danir með sam-
bærilegt ákvæði
Jón Thors, lögfræðingur og fyrr-
verandi starfsmaður í dómsmála-
ráðuneytinu, segir að þessi mál
hafi verið til umræðu innan Norð-
urlandanna undanfarin ár. Danir
séu með sambærileg ákvæði í sín-
um lögum, Svíar hafi ákveðið að
taka þau ekki upp í endurskoðuð-
um lögum sínum sem tekið hafi
gildi á liðnu ári, en Finnar og
Norðmenn séu með málið til skoð-
unar vegna endurskoðunar á lög-
unum.
Ríkisborgararéttindi voru á
borði Jóns Thors um árabil. Hann
segir að í umræðunni nú um breyt-
ingu á lögum um íslenskan ríkis-
borgararétt sé blandað saman lög-
um um búsetuleyfi en það sé annað
mál. Ekki þurfi allir útlendingar
búsetuleyfi og enginn sé skyldugur
að sækja um ríkisborgararétt.
Hins vegar telur hann að ákvæðið
um íslenskukunnáttu í frumvarpi
til laga um breytingu á lögum um
íslenskan ríkisborgararétt feli ekki
í sér stranga kröfu. Í Danmörku
séu útlendingar boðaðir í viðtal á
næstu lögreglustöð og þess aðeins
krafist að þeir geti haldið uppi ein-
földum samræðum á dönsku. Hann
hafi rætt við marga útlendinga í
starfi sínu og það hafi verið und-
antekning ef fólk hafi ekki getað
bjargað sér á íslensku eftir þriggja
ára búsetu. Annað væri uppi á ten-
ingnum ef farið væri fram á að við-
komandi talaði lýtalausa íslensku.
Framkvæmdastjóri Alþjóðahússins um frumvarp um
breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt
Nær að auðvelda
útlendingum
íslenskunám
Formaður allsherjarnefndar segir aðalatriðið
að útlendingar aðlagist samfélaginu
HÖRÐUR H. Bjarna-
son, sendiherra og
fastafulltrúi Íslands
hjá Evrópuráðinu, var
nýlega valinn af ráði
ráðherranefndar Evr-
ópuráðsins til að gegna
formennsku upplýs-
inganefndar Evrópu-
ráðsins. Tekur hann við
formennsku af fasta-
fulltrúa Frakklands.
Upplýsinganefnd
Evrópuráðsins er und-
irnefnd ráðherranefnd-
ar og hefur það hlut-
verk að framfylgja
stefnu Evrópuráðsins í
upplýsingamálum, sem
nefndin mótaði og samþykkt var fyr-
ir teimur árum. Er henni ætlað að
gera starfsemi Evrópuráðsins sýni-
legri í stofnanaumhverfi Evrópu og
leggja áherslu á að sérsvið Evrópu-
ráðsins fái tilhlýðilega athygli.
Evrópuráðið var stofnað eftir síð-
ari heimsstyrjöld til að stuðla að
mannréttindum og þró-
un lýðræðis og réttar-
ríkja og ýmiss konar
samvinnu á sviði menn-
ingarmála. Fjölþjóða
lagasvið Evrópuráðs-
ins nær til víðtækra
samninga á sviði mann-
réttinda, félagsmála,
stjórnarfars-, laga-, og
vísinda- og menningar-
mála auk fram-
kvæmdar grundvallar-
hugsjóna lýðræðis.
Evrópusamningarnir
og Mannréttindadóm-
stóllinn eru þunga-
miðja Evrópuráðsins.
Aðalfulltrúar Íslands
á Evrópuráðsþinginu eru Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir formaður, Ólafur
Örn Haraldsson varaformaður og
Margrét Frímannsdóttir.
Aðildarríki Evrópuráðsins verða
orðinn 44 talsins þegar Bosníu-Herz-
egóvínu verður veitt aðild innan
skamms.
Gegnir for-
mennsku í upp-
lýsinganefnd
Evrópuráðsins
Hörður H.
Bjarnason