Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 8

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Með leyfi, hver er á línunni? Samtök áhugamanna um minnissjúkdóma Mikil umskipti til hins betra FÉLAG áhugafólksog aðstandendaAlzheimer-sjúk- linga og annarra minnis- sjúkra fagnar þessa dag- ana því að hafnar eru sýningar á Óskarsverð- launakvikmyndinni Iris, sem fjallar um ævi og störf skáldkonunnar Iris Mur- doch, en á efri árum tókst hún á við Alzheimer-sjúk- dóminn. María Theodóra Jónsdóttir svaraði nokkr- um spurningum Morgun- blaðsins um Alzheimer og ofangreind samtök hér á landi. Hvað eru margir Íslend- ingar haldnir Alzheimer? „Félagið heitir Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimer-sjúklinga og annarra minnissjúkra, skammstafað FAAS. Talið er að 200–300 manns þjáist af Alzheim- er-sjúkdómnum á Íslandi, en að 5% Íslendinga sem orðnir eru 65 ára og eldri, þurfi á einhvers konar vistunarúrræðum að halda, dag- vist eða hjúkrunarvist, vegna ein- hvers konar minnissjúkdóma.“ Er þetta svipað hlutfall og í ná- grannalöndum okkar? „Undanfarin ár hefur félagið verið í samstarfi við hliðstæð félög á hinum Norðurlöndunum. Ástandið er svipað þar og hér og baráttumálin þau sömu. Þessi fé- lög vinna nú sameiginlega að verk- efni til að auka skilning á þeirri sérstöðu sem minnissjúkdómar setja fólk í, bæði þá sem sjúkdóm- inn fá og ekki síður aðstandendur þeirra.“ Ríkir skilningur í þjóðfélaginu í garð sjúkdómsins og sjúkling- anna? „Vaxandi skilningur er um allan heim á vanda sem fylgir Alzheim- er-sjúkdómnum. Stöðugar rann- sóknir eru í gangi um hvað veldur sjúkdómnum og leit að lyfjum og/ eða meðferð sem geti læknað eða bætt líðan þess sjúka. Á Íslandi hafa orðið mikil umskipti til hins betra á síðustu árum. Þar á stærstan þátt Minnismóttakan á Landakoti sem er í fararbroddi. Þar starfa nú sjö öldrunarlæknar auk margra annarra sérþjálfaðra starfsmanna. Á Minnismóttökunni fer fram greining á hvort og þá hvers konar heilabilun er á ferð- inni. Aðstandendur fá viðtal við fé- lagsráðgjafa og bent er á ýmiss konar aðstoð sem hægt er að leita eftir. Ráðgjöf og leiðbeiningar við aðstandendur og fjölskyldu hins sjúka eru ekki síður mikilvæg en aðhlynning sjúklingsins. Beina þarf auknum upplýsingum til heimilislækna um sjúkdóminn og þau úrræði sem í boði eru fyrir hinn sjúka og aðstandendur hans því til þeirra er oftast leitað í upp- hafi. Dagvistun og hjúkrunarrými eru þau úrræði sem fyrir hendi eru. Hvort tveggja þarf að vera sérútbúið til að þjóna minnissjúk- um. Í upphafi árs 2001 opnaði FA- AS dagvistun fyrir fimmtán manns. Á höf- uðborgarsvæðinu eru nú starfræktar þrjár dagvistir, allar í Reykjavík. Þessar dag- vistir rúma aðeins 53 gesti svo mikil þörf er á aukningu á því sviði. Hjúkrunarrýmum hefur ver- ið að fjölga fyrir minnissjúka þó betur megi ef duga skal. Þannig voru opnuð ný sambýli á Eir árið 2000 og fjögur átta manna sambýli fyrir skjólstæðinga okkar á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni á þessu ári. Efla þarf heimilishjálp og laga hana að þörfum minnissjúkra t.d. með síðdegis- og kvöldþjónustu. Það myndi bæta mikið aðstæður þeirra sem búa einir í skjóli ætt- ingja. Víða úti á landi er engin sér- hæfð þjónusta fyrir þennan þjóð- félagshóp og jafnvel fólk sem fær enga þjónustu.“ Eru fordómar áberandi? „Ég held að fordómar í garð minnissjúkra á Íslandi séu ekki miklir. Með aukinni fræðslu setur fólk sig meira í spor þeirra sem glíma við þennan vágest og reyna að hjálpa og skilja sjái það ein- hvern í vanda. Fólk vill vel, en veit ekki hvernig bregðast á við að- stæðum sem það þekkir ekki.“ Hvernig hyggst FAAS vekja at- hygli á starfsemi sinni? „Félagið er landssamtök. Í jan- úarbyrjun skrifuðum við öllum fé- lagsmálafulltrúum á landinu til að vekja athygli á okkur í von um samstarf. Við munum fylgja því eftir. 21. september er alþjóða Alz- heimer-dagurinn. Áætlað er að vera þá með ráðstefnu um málefni minnissjúkra. Við hugleiðum þýð- ingu á nýrri bók og að efla fræðslu og aðstoð við aðstandendur eftir bestu getu.“ Hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði Alzheimersjúklinga? „Til að auka lífsgæði minnis- sjúkra þarf að auka stuðning við fjölskylduna á þann veg að fólk geti dvalið sem lengst í heimahús- um. Þannig er þörf á að fjölga dag- vistum, efla heimaþjónustu, fjölga hvíldarinnlagnarplássum og gera þau vistlegri og markvissari. Efla þarf iðjuþjálfun minnissjúkra sem njóta dvalar á dagvist- unum og hjúkrunar- rýmum.“ Er ekkert í sjónmáli sem gæti dregið úr ein- kennum eða læknað sjúkdóminn? „Það eru komin lyf sem tefja framvindu Alzheimer-sjúkdóms- ins á fyrri stigum. Ennþá er engin lækning við sjúkdómnum en við vonum að innan fárra ára komi lyf með annars konar verkunarmáta sem gefi betri raun. Hver veit, við missum ekki vonina því alltaf eykst þekking á öllum þáttum lífs- ins.“ María Theodóra Jónsdóttir  María Theodóra Jónsdóttir er fædd í Hvallátrum á Breiðafirði árið 1938. Hún gekk m.a. á hús- mæðraskóla 1956–57 og hefur sótt ýmis námskeið hjá Náms- flokkum Reykjavíkur í tengslum við vinnu við leikskóla, sjúkra- hús, heimilisáðstoð og dagvist fyrir minnissjúka. Eiginmaður Maríu er Einar Sigurgeirsson og eiga þau þrjá syni, Jón Dan, Ein- ar og Friðrik. …beina þarf auknum upp- lýsingum… LÖGREGLAN í Reykjavík seg- ir brögð að því að menn sem hafa fengið bíla lánaða til reynsluaksturs noti þá til að fara hús úr húsi við innbrot. Þeir fái bílinn lánaðan á af- greiðslutíma en fari beinustu leið til lyklasmiða og láta smíða eintak af nýjum lykli. Bílnum sé skilað aftur en þjófarnir vitja þeirra síðan í skjóli nætur. Á vefsvæði lögreglunnar kem- ur fram að það eru ekki ein- göngu innbrotsþjófar sem stunda þennan leik. Helst er sóst eftir dýrari bílum og eru dæmi þess að fólk hafi leikið þennan leik nótt eftir nótt án þess að bílasalarnir hafi orðið þess varir enda hafa bílarnir verið þvegnir og bætt á þá bensíni. Þá er alltaf eitthvað um að menn fái bíla lánaða til reynslu- aksturs en skili þeim ekki aftur. Lögreglan segir að mikil hætta sé á skemmdum á bíl- unum í þessum tilfellum en bíla- salar hafi almennt ekki trygg- ingar sem bæta slík tjón og hafa ekki talið sig bera ábyrgð á bif- reiðum sem standa á bílastæð- um þeirra. Lögreglan telur ástæðu til að benda bíleigendum á að kanna hvernig þessu er háttað áður en þeir afhenda bíla sína til bíla- sala. Hún vill jafnframt skora á bílasala að afhenda ekki lykla að bifreiðum nema starfsmaður fylgist með þeim sem vill prófa bifreiðina. Því er einnig beint til lyklasmiða að vera á varðbergi þegar menn vilja láta smíða eft- ir kveikjuláslyklum bifreiða. Lögreglan varar við misnotkun á reynsluakstri Innbrotsþjófar taka bíla af bílasölum ÁRNI G. Sigurðsson flugmaður oglögmaður hans hafa fengið aukinn frest til að gera athugasemdir við niðurstöðu Jóns Þórs Sverrisson- ar, fluglæknis á Akureyri, varð- andi heilbrigði flugmannsins. Fresturinn rann út á sunnudag en hefur verið framlengdur til 26. apríl. Trúnaðarlæknir Flugmála- stjórnar komst að þeirri niður- stöðu á síðasta ári að Árni stæðist ekki kröfur sem gerðar eru til flugmanna um heilbrigði. Nefnd þriggja sérfræðinga sneri hins vegar þeirri niðurstöðu við. Jóni Þór var falið í upphafi þessa árs að meta heilbrigði Árna og komst hann að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að flugmaðurinn stæðist ekki heilbrigðiskröfur. Ekki er þó um endanlega niðurstöðu að ræða því að flugmanninum og lögmanni hans er gefið færi á að gera at- hugasemdir við matið áður en kveðin verður upp endanleg nið- urstaða. Flugmað- urinn fær aukinn frest

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.