Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÞESSIR kátu krakkar eru í leik-
skólanum Sólbrekku og voru í
gönguferð á Nesveginum í hala-
rófu með leikskólaband á milli sín.
Kannski voru þau á leiðinni niður
í fjöru til að leita að skeljum, kuð-
ungum og öðru skemmtilegu sem
hægt er að finna við fjöruborðið
eða kannski bara á leiðinni á leik-
völlinn. Eitt er þó víst að þeim
virðist líka útiveran vel þar sem
þau marsera í beinni röð.
Morgunblaðið/Ómar
Í halarófu áfram gakk
FORSÆTISRÁÐHERRA, fjár-
málaráðherra og forystumenn ASÍ
og Samtaka atvinnulífsins eru á einu
máli um að líkur á að verðlagsmark-
miðið í næsta mánuði, rauðu strikin
svokölluðu, muni nást, hafi aukist
verulega eftir nýjustu verðbólgu-
mælingu Hagstofunnar. Vísitala
neysluverðs hækkaði einungis um
0,04% í marsmánuði og stóð vísitalan
í 221,9 stigum miðað við verðlag í
byrjun apríl, skv. frétt Hagstofunnar
í gær. Forystumenn samtaka vinnu-
markaðarins eru einnig bjartsýnir á
áframhaldandi stöðugleika og lækk-
un verðlags á næstu mánuðum.
Rauða strikið er sett á 222,5 vísi-
tölustig í maí og má vísitalan því
hækka um 0,3% í aprílmánuði án
þess að það bresti. Undanfarna þrjá
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 0,2%, sem jafngildir
0,7% verðbólgu á ári.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra,
sagði við Morgunblaðið að verð-
bólgumælingin í gær hefði komið
þægilega á óvart, því ýmsir hefðu
spáð því að útkoman yrði lakari en á
hafi orðið raunin. Mælingin sýndi að
sú aðgerð sem farið hefði verið í,
hefði heppnast, jafnvel þótt farið
yrði einhverja millimetra yfir rauðu
strikin. Það væri afar þýðingarmikið
vegna þess að það hefði áhrif á alla
framtíð verðlagsmálanna. Margir
hefðu gagnrýnt Seðlabankann fyrir
að lækka vexti 26. mars en það virð-
ist hafa verið nákvæmlega rétti tím-
inn. Spáð hefði verið að gengið
myndi veikjast við þá lækkun en
gengið hefði þvert á móti styrkst,
sem ætti að ýta undir að áhrif þess
myndu einnig sjást í vöruverði í
næsta mánuði. Verðbólga á fyrstu
þremur mánuðum ársins væri undir
1% miðað við heilt ár og það gæfi
væntingar um rétt rúmlega 2% verð-
bólgu frá upphafi til loka ársins. Það
væri mikil breyting miðað við 9,8%
verðbólgu á liðnu ári.
Að sögn Davíðs Oddssonar var
fyrirsjáanlegt að verðbólgan myndi
lækka mjög mikið. Til að hnykkja á
samningsstöðunni hefði verið ákveð-
ið að setja háleit markmið, markmið
sem margir hefðu sagt við setningu
þeirra að myndu aldrei nást. Hins
vegar hafi allir hlutaðeigandi lagt
sitt af mörkum til að þau næðust. Al-
þýðusambandið hafi staðið sig afar
vel í því sambandi og ríkisstjórnin
gert sitt til að taka þátt í þessu og
koma í veg fyrir að einstakir atburð-
ir utan við venjulega rás verð-
lagsþróunar hefðu óheillavænleg
áhrif á þróunina. Þetta hefði gengið
með samstilltu átaki og enginn fótur
væri fyrir því að verðlagshækkunum
hefði verið haldið í skefjum með
óeðlilegum hætti og það muni koma í
ljós eftir mælingu í maí. Þvert á móti
bendi sterk staða gengisins og lækk-
andi vextir til þess að verðlag ætti
alls ekki að hækka heldur verða
stöðugt og lágt.
,,Hækkunin er nokkru minni en
markaðasaðilar höfðu spáð og ég tel
það gefa góða von um að rauðu strik-
in muni halda ef ekkert óvænt kemur
upp á,“ sagði Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra í gær.
Verð á mat og drykkjar-
vörum lækkaði um 1,7%
Verð á mat og drykkjarvörum
lækkaði um 1,7% í marsmánuði.
Verð á grænmeti, kartöflum o.fl.
lækkaði umtalsvert í mánuðinum eða
um 10,8%. Í frétt frá Hagstofunni er
bent á að vetrarútsölum er nú lokið
og leiddi það til 2,6% verðhækkunar
á fötum og skóm. Húsnæðisliður vísi-
tölunnar hækkaði um 0,9% sem hafði
í för með sér 0,17% vísitöluhækkun.
,,Ég tel að líkurnar á því að mark-
miðið náist hafi aukist verulega með
þessari mælingu,“ segir Ari Edwald,
framkvæmdastjóri SA. Hann sagðist
eiinnig telja að verðstöðugleikinn
muni haldast til lengri tíma litið.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
er á sömu skoðun. ,,Styrking krón-
unnar hlýtur að fara að koma fram
enn sterkar í vöruverði. Vaxtalækk-
unin um síðustu mánaðamót hlýtur
líka að fara að skila sér og kannski
sjáum við meiri vaxtalækkanir. Ég
er bjartsýnismaður. Þetta hvort-
tveggja hlýtur að auka líkurnar á að
okkur takist að vera undir rauða
strikinu í maí og í annan stað að við
munum halda áfram á næstu mán-
uðum að sigla inn í tímabil lækkandi
verðlags og lægri verðbólgu,“ sagði
Grétar.
Ný verðbólgumæling eykur vonir um að rauða strikið í maí muni halda
Aukin bjartsýni á áfram-
haldandi lækkun verðlags
9
(
: .
.;
.
Góðar líkur/6
OVALLA Trading seldi í gær
6,7% hlut í Tryggingamiðstöð-
inni hf. fyrir 800 milljónir króna.
Eigendur Ovalla Trading, í
gegnum önnur félög, eru Jó-
hannes Jónsson og börn hans,
Kristín og Jón Ásgeir, auk
Hreins Loftssonar, en bæði Jón
Ásgeir og Hreinn sitja í stjórn
Tryggingamiðstöðvarinnar.
Eftir söluna á Ovalla Trading
11,3% hlutafjár í Tryggingamið-
stöðinni.
Ovalla Trading var um síð-
ustu áramót stærsti hluthafi
Tryggingamiðstöðvarinnar með
18% hlutafjár, en næststærst
voru félög í eigu fjölskyldu Sig-
urðar heitins Einarssonar, út-
gerðarmanns úr Vestmannaeyj-
um. Skömmu fyrir aðalfund
Tryggingamiðstöðvarinnar í
síðasta mánuði eignuðust þessi
félög fjölskyldu Sigurðar heitins
hlutabréf sem verið höfðu í eigu
Straums hf. og voru þá saman-
lagt komin með 43,3% í Trygg-
ingamiðstöðinni. Á aðalfundin-
um var kosin ný stjórn og tók
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son við stjórnarformennsku af
Hreini Loftssyni.
Kaupir í Baugi
Frá því var einnig greint á
Verðbréfaþingi í gær að Ovalla
Trading hefði keypt í Baugi fyr-
ir 100 milljónir króna, og er
eignarhlutur félagsins í Baugi
0,4% eftir kaupin.
Hreinn Loftsson vildi ekki tjá
sig um fyrrgreind viðskipti þeg-
ar eftir því var leitað í gær og hið
sama er að segja um stjórnar-
formann TM, Gunnlaug Sævar
Gunnlaugsson. Ekki tókst að ná
í Jón Ásgeir Jóhannesson, sem
er erlendis.
Ovalla
Trading
minnkar
hlut sinn
í TM
TÆPLEGA tvítug stúlka var á
laugardag handtekin á Kefla-
víkurflugvelli eftir að tollverðir
fundu rúmlega kíló af hassi í
stígvélum hennar. Við leit fund-
ust einnig um 65 grömm af am-
fetamíni í snyrtitösku.
Að sögn Kára Gunnlaugsson-
ar, aðaldeildarstjóra tollgæsl-
unnar á Keflavíkurflugvelli, var
hassið falið í skósólunum en
hafði einnig verið stungið niður
með fótleggjum stúlkunnar of-
an í stígvélin. Hún var með
belgískt vegabréf og var að
koma með síðdegisfluginu frá
París þegar hún var stöðvuð í
reglubundnu eftirliti.
Enn eitt
burðardýrið
Fíkniefnadeild lögreglunnar
í Reykjavík tók við rannsókn
málsins og hefur stúlkan verið
úrskurðuð í gæsluvarðhald til
23. apríl nk.
Gera má ráð fyrir að stúlkan
sé „burðardýr“ fíkniefnanna
sem aðrir hafa keypt og skipu-
lagt innflutningin til landsins
og sölu.
Kíló af
hassi í
stígvél-
unum