Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Skeiðfaxi, Skógarfoss og
Helgafell koma í dag.
Akureyrin fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Vit-
yas, L. Novospasskiy
Polar Amaroq, Lómur
komu í gær. Gemini, og
Katla fóru í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl 10 boccia, kl. 10
enska, kl. 11 enska og
dans Lance dans, kl. 13
vinnustofa, postulíns-
málning. Búnaðarbank-
inn kl. 10.15.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl. 13
opin smíðastofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10 sund,
kl. 13 leirlist, kl. 14 dans.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13–16.30, spil og
föndur.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 sam-
verustund, kl. 14 fé-
lagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 13 föndur og
handavinna. Kl. 14.45
söngstund í borðsal með
Jónu Bjarnadóttur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Spilað í
Kirkjuhvoli 16. apríl kl.
13.30 og vinnustofurnar
opnar, tréskurður, mál-
un keramik og postulín.
Félagsvist í Kirkjuhvoli
23. apríl kl. 19.30. Upp-
skerudagar – sýningar á
tómstundastarfi vetr-
arins 22.–24. apríl kl. 14-
18. Garðaberg ný fé-
lagsmiðstöð á Garða-
torgi. Opið kl. 13-17.
Kaffiveitingar.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna kl.
13.30 Spænskukennsla
kl 16.30. Skoðunarferð
að Kleifarvatni mið-
vikud. 17. apríl, lagt af
stað frá Hraunseli kl. 13.
Kaffi í Kænunni í lok
ferðar. Skráning í
Hraunseli s. 555 0142.
Opið Hús fimmtud 18.
apríl í boði Samfylkingar
og Ungra jafn-
aðarmanna í Hafnarfirði
kl. 14.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Þriðjud: Skák
kl. 13 og alkort kl. 13.30.
Farin verður skoð-
unarferð um Reykjavík
á vegum Fræðslu-
nefndar FEB miðvikud.
17. apríl, brottför frá Ás-
garði kl. 13.30. Skráning
á skrifstofu FEB. Bald-
vin Tryggvason verður
til viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB
fimmtud. 18. apríl kl.
10.30–12, panta þarf
tíma. Ferðakynning á
innanlandsferðum fé-
lagsins í sumar ásamt
myndasýningu úr eldri
ferðum verður í Ásgarði
föstud. 19. apríl kl. 16.
Söguslóðir á Snæfells-
nesi og þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull 3 daga
ferð 6-8 maí, gisting á
Snjófelli á Arnarstapa,
farið verður á Snæfells-
jökul. Skráning hafin á
skrifstofu feb. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–
12. í s.588 2111. Skrif-
stofa félagsins er flutt að
Faxafeni 12 sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félag eldri borgara i
Kópavogi. Bingó i Gjá-
bakka fimmtud. 18. april
kl 14.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16
blöðin og kaffi.
Félagsstarfið Furugerði
1. Kl. 9 aðstoð við böðun
og bókhald, kl. 13 frjáls
spilamennska.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16. 30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia og
spilamennska. Veitingar
í Kaffi Berg. Laugard.
20. apríl kl. 16 tónleikar
Gerðubergskórsins í
Fella- og Hólakirkju.
Nánar kynnt síðar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik-
fimi, kl. 9.30 gler-
skurður, kl. 10 handa-
vinna, kl. 14
þriðjudagsganga og
boccia, kl. 16.20 kínversk
leikfimi, kl. 19 brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, kl. 19
gömlu dansarnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna.kl. 13.30 helgi-
stund, kl 10:30 Söngur
við píanóið. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Allir vel-
komnir.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskurður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
11 leikfimi, kl. 12.15
verslunarferð í Bónus,
kl. 13 myndlist. Miðvi-
kud. 24. apríl verður far-
in ferð um nýju hverfin í
Garðabæ og Hafnarfirði.
Í bílinn koma forseti
bæjarstjórnar Garða-
bæjar, Laufey Jóhanns-
dóttir og bæjarstjórinn í
Hafnarfirði, Magnús
Gunnarsson. Kaffi
drukkið í félagsmiðstöð
aldraðra í Hraunseli í
Hafnarfirði og kór eldri
borgara, Gaflarakórinn,
syngur. Lagt af stað frá
Hraunbæ kl: 13:30.
Skráning fyrir mánud
22. apríl á skrifstofu eða
í s. 587 2888.
Háteigskirkja eldri
borgara á morgun mið-
vikudag, samvera, fyr-
irbænastund í kirkjunni
kl. 11, súpa í Setrinu kl.
12, spil kl. 13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og opin
vinnustofa, kl. 10 boccia.
Allir velkomnir.
Starf eldri borgara í
Grafarvogi. Miðvikud.
17. apríl standa Korpúlf-
arnir, fyrir ferð að Orku-
veitu Reykjavíkur í
Heiðmörk og á Nesja-
völlum. Lagt af stað frá
Migarði í rútu kl. 10
komið til baka um kl.
15:30. Hádegisverður á
Nesjavöllum. Ekkert
þátttökugjald. Skráning
Þráni Hafsteinssyni s.
5454-500.
Vesturgata 7. , Kl. 9.15–
16 bútasaumur, kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl. 11
leikfimi, kl. 13 spilað.
Fimmtud 18. apríl kl.
10:30 fyrirbænastund.
Tískusýning verður fös-
tud. 19. apríl kl.14. Að
lokinni sýningu verður
dansað við lagaval Sig-
valda, kaffiveitingar, all-
ir velkomnir. Námskeið í
mósaik verður í júní,
kennt verður á mið-
vikud. fyrir og eftir há-
degi. Skráning í s.
562 7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskurður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl. 11
boccia, kl. 13 handmennt
og körfugerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa salnum.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svarað
í síma 552 6644 á fund-
artíma.
ITC-deildin Fífa Kópa-
vogi, fundur á morgun
kl. 20.15–22.15 í Safn-
aðarheimili Hjallakirkju.
Allir velkomnir. Upplýs-
ingar í s. 586 -2565.
ITC Irpa, fundur í kvöld
kl. 20 að Hverafold 5. Á
dagskrá er ýmislegt
áhugavert. Allir vel-
komnir. Uppl. í s. 699-
5023.
Orlofsnefnd húsmæðra í
Kópavogi. Á vegum
nefndarinnar verða
farnar tvær ferðir í sum-
ar: að Kirkjubæj-
arklaustri 13.-15. júní, í
Skagafjörð 22.-24. ágúst.
Hvíldar- og hressing-
ardvöl að Laugarvatni
14.-30. júní.
Þær konur sem ekki
hafa notið orlofs síðast-
liðin 2-3 ár ganga fyrir
um rými. Innritun í s.
554-0388 Ólöf, s. 554-
2199 Birna frá 18. apr-
íl-10. maí.
Kvenfélag Kópavogs
Fundur fimmtud. 18
apríl kl. 20.30 að Hamra-
borg 10. Tískusýning.
Í dag er þriðjudagur 16. apríl, 106.
dagur ársins 2002. Magnúsarmessa
hin f. Orð dagsins: Vona á Drottin,
ver öruggur og hugrakkur,
já, vona á Drottin.
(Sálm. 27, 14.)
LÁRÉTT:
1 rigning, 4 harðfrosinn
snjór, 7 segir ósatt, 8
ólyfjan, 9 bekkur, 11
brún, 13 hafði upp á, 14
svikull, 15 þorpara, 17
svan, 20 þjóta, 22 bakbit,
23 veiðarfærið, 24 hand-
leggir, 25 fjallstoppi.
LÓÐRÉTT:
1 fámáll, 2 máttur, 3
leðju, 4 slydduveður, 5
koma í veg fyrir, 6 líffær-
in, 10 skynfærið, 12 mun-
ir, 13 skjót, 15 skip, 16
nægilegum, 18 áfanginn,
19 sveiflufjöldi, 20 gerir
ruglaðan, 21 umhugað.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 sáttmálar, 8 klæði, 9 áræði, 10 kút, 11 reisn, 13
trana, 15 barns, 18 Skuld, 21 tík, 22 Guðna, 23 eyddi, 24
illfyglið.
Lóðrétt: 2 ábæti, 3 teikn, 4 ásátt, 5 alæta, 6 skær, 7 hita,
12 sýn, 14 rík, 15 bugt, 16 röðul, 17 starf, 18 skegg, 19
undri, 20 deig.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
FRÁ því var greint á dögunum aðÓlafur Elíasson myndlistar-
maður yrði fulltrúi Dana á Feneyja-
tvíæringnum á næsta ári. Þetta kem-
ur svo sem ekki á óvart, því þó að
Ólafur sé Íslendingur bjó hann lengi
í Danmörku og er víða kynntur sem
danskur listamaður. Þessi ráðstöfun
verður síst til þess fallin að draga úr
því. Í huga Víkverja er Ólafur aftur á
móti fyrst og síðast Íslendingur og
því eðlilegt að kosta kapps um að
kynna hann með þeim hætti erlend-
is. Maður eins og Ólafur, með alþjóð-
legt orðspor, hefur mikla þýðingu
fyrir íslenska myndlist.
Í viðtali við Ólaf hér í Morgun-
blaðinu í síðustu viku er vikið að
tengslum hans við Ísland og í ljós
kemur að hann gefur íslenskri menn-
ingarpólitík og listmenntun ekki háa
einkunn. Hann segir: „Ég hef nokkr-
um sinnum sýnt á sýningum með ís-
lenskum listamönnum, en boð um
það hafa þá komið frá sýningarstjór-
unum sjálfum, ekki frá Íslandi. Ég
myndi aldrei hafa nokkuð á móti því
að sýna fyrir Íslands hönd, ekkert
frekar en ég er nú að sýna fyrir hönd
Danmerkur. Hvar sem ég kem reyni
ég að vekja áhuga á Íslandi, nátt-
úrunni og fólkinu. En þegar kemur
að umræðu um menningarpólitík og
listmenntun reyni ég að komast hjá
því að nefna Ísland. Það er skoðun
mín að íslenska ríkið vanmeti algjör-
lega samfélagslegt og pólitískt mik-
ilvægi vel upp byggðrar menningar-
stefnu og öflugs listræns starfs í
landinu. Það er gífurleg gróska í
samvinnu og samskiptum innan list-
geirans í Evrópusamfélaginu, hvort
sem er í myndlist, bókmenntum, tón-
list eða kvikmyndagerð. Mér sárnar
fyrir hönd ungra íslenskra lista-
manna hve Ísland hefur setið hjá í
þessum efnum vegna þess eins að ís-
lenska ríkið hefur ekki haft burði til
að byggja þeim brýr yfir í þennan
listaheim. Maður sér það svo oft,
þegar íslenskir listamenn fá tæki-
færi til að sýna erlendis, að þeir
standa sig sjálfir mjög vel og listræn
gæði verka þeirra eru mikil. Vanda-
málið er að þeim gefast of fá tæki-
færi til að sýna úti. Íslensk menning-
arstefna ætti að gegna miklu
víðtækari hlutverki en nú er og það
þarf að sjá til þess að til verði áætlun
um það hvernig Ísland vill kynna
sjálft sig í listum á erlendum vett-
vangi, með þarfir Íslendinga í huga.
Þetta er eitthvað sem ekki verður
gert án stuðnings ríkisins, vegna
þess að sköpun snýst ekki um
skreytingu og hönnun, heldur um
óhlutbundið endurmat á þeim sam-
félagslegu gildum sem skipta máli í
hinni upprunalegu hugmynd okkar
um lýðræði.“
Þessi orð manns, sem hefur haslað
sér völl sem listamaður á alþjóða-
vísu, eru áfellisdómur yfir íslenskum
stjórnvöldum. Ólafur Elíasson
skammast sín fyrir íslenska menn-
ingarstefnu. Auðvitað er vont fyrir
íslensk stjórnvöld að keppa við þær
29 milljónir íslenskra króna sem
Danir verja í Feneyjaverkefnið en
einhvers staðar þarf að byrja. Brýr
rísa ekki af sjálfum sér.
x x x
UNDANÚRSLITIN í ensku bik-arkeppninni í knattspyrnu fóru
fram á sunnudag og óskar Víkverji
Eiði Smára Guðjohnsen, Chelsea, til
hamingju. Hann verður fyrsti Ís-
lendingurinn til að leika til úrslita í
elstu knattspyrnukeppni í heimi.
Frábær þjónusta
á Friday’s
ÉG fór með dóttur minni á
Friday’s í Smáranum fyrir
stuttu og pöntuðum við
okkur mat. Vegna mistaka
gleymdist okkar pöntun.
Yfirmaður staðarins kom
til okkar og vildi allt fyrir
okkur gera og baðst afsök-
unar á þessum mistökum.
Við fengum einstaka þjón-
ustu og vil ég þakka kær-
lega fyrir okkur. Við áttum
þarna mjög ánægjulega
stund.
Kolbrún Ingólfsdóttir.
Góð þjónusta
ÉG verð að fá að þakka fyr-
ir frábæra þjónustu sem ég
fékk í versluninni Blues í
Kringlunni. Það er alltof al-
gengt að í verslunum sé af-
greiðslufólk áhugalaust um
viðskiptavininn og nenni
ekki að þjónusta hann. Það
er ekki hægt að segja um
herrann sem afgreiðir í
þessari verslun. Takk kær-
lega fyrir.
Með kveðju,
Ása Egilsdóttir.
Svar við fyrirspurn
vegna ljóðs
GUÐBJÖRG á Akureyri
hafði samband við Velvak-
anda vegna vísu, sem birt-
ist í Velvakanda fyrir
stuttu. Í vísuna vantar ann-
að erindið sem er eftirfar-
andi: Í mannheimum á ég
ekkert skjól/ og enginn
skilur mig/ öll heimsins líkn
hin ljúfa sól/ nú líka felur
sig.
Fyrirspurn
til þingmanna
HELGI Pálmason hafði
samband við Velvakanda
og vildi koma eftirfarandi
fyrirspurn á framfæri. Ætl-
ar þingið að leggja fram
lagafrumvarp um einelti og
þá hvenær?
Tapað/fundið
Hefur einhver
tapaði hjóli?
HEFUR einhver tapað ný-
lega Moongose-fjallahjóli?
Því hefur sennilega verið
stolið og það skilið eftir
vestur í bæ. Þar hefur það
legið umhirðulaust og ólæst
í u.þ.b. vikutíma. Slöngulás
sem er læstur, er undir
sætinu. Lykill að lásnum
sannar að þú sért réttur
eigandi hjólsins... Teljir þú
að þú getir verið hann,
hafðu þá samb. við:
tork@strik.is
Dýrahald
Gormur er týndur
GORMUR er 3 ára geltur
inniköttur, hann týndist frá
heimili sínu á Laufengi 9
hinn 10. apríl sl. Gormur er
svartur og hvítur og mjög
loðinn með óvenju langa
rófu. Hans er sárt saknað.
Þetta er í fyrsta sinn sem
hann fer svona út svo ef-
laust er hann mjög hrædd-
ur og hefur sjálfsagt skriðið
inn einhvers staðar. Þeir
sem vita um Gorm hafi
samband í s. 697-5125 eða
587-5609. Fundarlaun.
Simbi er týndur
SIMBI er 5 mánaða fress,
svartur og hvítur. Hann er
með svarta hálsól með
bjöllu. Hann fór frá heimili
sínu í Garðabænum síðast-
liðinn miðvikudag. Þeir
sem gætu gefið uppl. um
hann eru beðnir um að
hringja í s. 898-8300.
Ilma er týnd
CHIHUAGUA-tík hvarf
frá heimili sínu, Keilufelli
25. Hún hvarf um kl. 21
hinn 12. apríl sl. Hún er ljós
á lit en dekkri á kviðnum.
Hún er örmerkt og með
svarta leðurreim um háls-
inn og gegnir nafninu Ilma.
Þeir sem eitthvað kunna að
vita um ferðir hennar eru
vinsaml. beðnir um að hafa
samb. í s.:
848-9098 eða 865-9937.
Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
ÞAÐ er talað um að sala á
lambakjöti hafi minnkað.
Ég er ekki hissa. Það er
ótrúlegt hvað fólki er boð-
ið upp á í verslunum. Þeg-
ar verið er að selja kjötið
á lækkuðu verði er ekki
verið að hugsa um að ein
eða tvær manneskjur
þurfi að kaupa í matinn.
Það er ekki hægt að
kaupa hálfa hryggi eða
hálf læri og súpukjötið
sem boðið er upp á er mest
bein og fita, svo að fólk
nennir ekki að bera það
heim til þess að henda
helmingnum.
Ég held að það væri ráð
að bjóða fólki upp á kjötið
snyrtilegra og í misjöfnu
magni og líka í fleiri verð-
flokkum.
Lambakjötsunnandi.
Sala á lambakjöti