Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Tengdafaðir minn,
Torfi Óldal Sigurjóns-
son, fyrrverandi bóndi
á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu,
er látinn. Frú Sigríður hringdi og
tilkynnti andlátið. Fjölskylduna
setti hljóða við fregnina, börnin fóru
að gráta og eiginmaður minn, Að-
alsteinn, sonur Torfa og Sigríðar,
var harmi sleginn. Ég reyndi að
hugga fjölskylduna og sagði þeim af
minni einlægu sannfæringu, að
þetta væri það besta, sem hefði get-
að gerst úr því sem komið var. Þau
horfðu öll á mig stórum spurnar-
augum. Torfi hafði verið rúmliggj-
andi undanfarin ár á sjúkrahúsi, oft
þekkti hann ekki sína nánustu og
komst ekki ósjálfbjarga úr rúminu.
Það var ekki eðli hins vinnusama
bónda að liggja í rúminu. Það var
því mikil guðs líkn að leysa sál hans
úr hinum sjúka líkama. Ég er þess
fullviss að nú hvílist Torfi á grænum
grundum og nýtur næðis við vötnin í
faðmi vandamann og vina í Guðs-
ríki.
Ég kynntist Torfa og Sigríði fyrst
vorið 1990 þegar Aðalsteinn, sonur
þeirra hjóna fór með mig norður til
að kynna mig fyrir foreldrum sínum
sem konuefni sitt. Þau hjón tóku vel
á móti okkur og beið okkar heit
máltíð þegar við komum ofan af
Holtavörðuheiðinni. Síðan þurfti að
doka við áður en farið væri út í
gripahús því kindurnar voru að
leggja sig.
Ég var sjálf alin upp úti á landi en
hafði aldrei heyrt að kindurnar
þyrftu að hvíla sig á tilteknum tíma.
En þar á bæ áttu dýrin sinn heilaga
hvíldartíma og bannað var að raska
ró þeirra þá.
Þegar þeim hvíldartíma var lokið
buðu Torfi og Sigríður mér út í
gripahús. Fyrst blöstu við sallaró-
legar og fallegar kýr á básum sín-
um.
Torfi sagði mér að Sigríður hugs-
TORFI ÓLDAL
SIGURJÓNSSON
✝ Torfi Óldal Sig-urjónsson fædd-
ist á Hörgshóli í
Þverárhreppi 18.
september 1918.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 25. mars síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá
Hvammstangakirkju
5. apríl.
aði um kýrnar. Síðar
sá ég að þær voru allar
bestu vinkonur henn-
ar. Innaf fjósinu var
stór og einstaklega
þrifaleg hlaða. Þar var
hátt til lofts og vítt til
veggja og sérstaklega
gott loft. Útihús þetta
hafði Torfi byggt sjálf-
ur. Þar var öllu afskap-
lega haganlega fyrir
komið, en Torfi skipu-
lagði það allt sjálfur.
Innaf hlöðunni var
fjárhúsið. Torfi var
með sérstakan glampa í augunum
og fullur stolti þegar hann fór með
mig þangað inn. Við blasti hópur af
einstaklega fallegu fé. Ég hef aldrei
séð svo fallegar kindur. Þær voru
svo sérstaklega bústnar og fallega
hvítar og allar svo friðsælar á svip
og ánægðar. Þær ljómuðu allar,
enda ekki furða, svona nýafslapp-
aðar að fá tugguna sína og vatns-
sopann eftir lúrinn góða.
Torfi gaf mér fallega kind, en
hann hafði þann sið að gefa tengda-
dætrum sínum eina kind. Mér
fannst mikið til gjafarinnar koma og
ekki síst var gott að vita að kindin
var í góðum höndum.
Síðan sýndi Torfi mér stoltið sitt
sem var þar í fjárhúsinu. Það var
hesturinn Stormur. Torfi hafði lengi
verið með hesta og dreymt um að
eignast úrvals hest. Sá draumur
rættist þegar Stormur litli fæddist.
Hann reyndist betri en margir aðrir
hestar. Hann tók þátt í móti og
hestasýningu og hlaut þar frábærar
einkunnir. Torfi var stoltur þegar
hann sýndi mér einkunnablaðið
hans, enda hafði hesturinn náð þar
afburða árangri. Torfi hugðist gera
mikið með Stormi sínum. Því miður
lenti Stormur fyrir bifreið, þegar
Torfi var að færa hann á milli girð-
inga í landareigninni, en þjóðveg-
urinn lá í gegnum landið. Stormur
slasaðist illa og var fluttur suður til
dýralæknis. Þar var hann um tals-
verðan tíma til lækninga. Ljóst varð
að Stormur yrði aldrei samur og að
ekki gæti hann tekið þátt í sýn-
ingum eða mótum. Eftir þetta var
Stormur samt eftirsóttur til hrossa-
ræktar.
Í búskapnum skipti mestu að
hugsa sem best um dýrin og veita
þeim nóg að eta og drekka ásamt
nægilegri hvíld. Þau hjónin fóru út í
gripahús í hvernig veðri sem var og
hvernig sem heilsan var. Torfi fór á
tveimum hækjum í snjó og fannfergi
og Sigríður fór út þótt hún ætti við
veikindi að stríða. Þau sinntu búi
sínu svo lengi sem kraftar leyfðu og
þar til Torfi var lagður inn á sjúkra-
hús vegna veikinda. Þá var býlið
selt og Sigríður fluttist til Hvamms-
tanga.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann
mig hvílast, leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta. Hann
hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel
þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Með Torfa er genginn stórbrotinn
persónuleiki, einstakur dýravinur
og góður bóndi sem setti velferð
dýra sinna framar öllu.
Megi trú á algóðan guð og minn-
ingin um góðan mann og einstakan
bónda styrkja Sigríði, börn þeirra
og aðra vandamenn.
Þuríður Kristín Halldórsdóttir.
Eitt af því sem við verðum að
horfast í augu við þegar aldurinn
færist yfir, er að samferðafólkið
hverfur eitt af öðru yfir landamærin
miklu með mis löngum fyrirvara.
Nú síðast aðfaranótt 26. mars
kvaddi Torfi Óldal Sigurjónsson
bóndi á Stórhóli í Víðidal. Sú kyn-
slóð í bændastétt sem við Torfi til-
heyrum, er nú óðum að hverfa af
sjónarsviðinu. Tímabilið frá stríðs-
lokum og til aldamóta er einhver
mesti umrótatími í íslenskum land-
búnaði. Á þeim tíma fór fram alhliða
uppbygging í sveitum landsins,
vegna vélvæðingarinnar sem þá
kom til sögunnar. Þau hjón á Stór-
hóli, Torfi og Sigríður Konráðsdótt-
ir frá Böðvarshólum, voru engir eft-
irbátar í þeirri uppbyggingu. Þau
hófu búskap á Stórhóli 1942.
Að hugsa ekki í árum en öldum.
Að alheimta ei daglaun að kvöldum.
Svo lengist mannsæfin mest.
Kvað Stephan G. Og víst er um
það að á þessu mikla uppbyggingar
tímabili hefir bændastéttin skilið
eftir sig mikinn arf til komandi kyn-
slóða. Sjálf uppskar hún líka mikið,
en mikið var líka á sig lagt eins og
gjarnan vill verða þar sem einhvers
árangurs er að vænta. Torfi Óldal
var sonur Sigurjóns Árnasonar
bónda á Hörgshóli í Vesturhópi og
Guðbjargar konu hans, en Guðbjörg
var systir Stefáns skálds frá Hvíta-
dal. Sigurjón faðir Torfa var for-
söngvari í Breiðabólstaðarsókn og
fleiri í ættinni hafa tónlistargáfuna.
Torfi ólst upp á heimili foreldra
sinna og ungur fór hann til náms á
Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta-
firði. Aðeins 24 ára hóf hann svo bú-
skap á Stórhóli í Víðidal ásamt konu
sinni sem áður er getið. Nú í nokkur
ár hefur hann dvalið hér á Sjúkra-
húsinu á Hvammstanga. Það mun
almennt talið að búskapurinn hjá
þeim Stórhólshjónum hafi verið
mjög til fyrirmyndar. Þar, sem ann-
ars staðar, var mikil uppbygging
bæði í ræktun og húsakosti. Öll um-
hirða á fénaði var með eindæmum
góð, og var Torfi sérstaklega mikill
ræktunarmaður í fjárbúskapnum
auk þess að hafa gott kúabú. Þetta
var nú aðal starf bóndans og var
það rækt af mikilli alúð. Þegar upp
er staðið, er kannski ekki aðalatriðið
hvert starfið hefur verið, heldur
ekki síður hvernig það hafi verið af
hendi leyst. Þar fær Torfi góða ein-
kunn. Manni finnst eins og það sé
varla tilviljun að hann skuli hafa
heitið í höfuðið á þeim mikla bún-
aðarfrömuði Torfa í Ólafsdal. Mun
hann hafa brugðið sér þangað vest-
ur að skoða gömul mannvirki eitt-
hvað af síðustu árunum sem hann
var ferðafær. Þó mun hann ekki
hafa gert víðreist um dagana. Bú-
skapurinn mun hafa heillað hann
mest. Ef ég ætti í fáum orðum að
segja eitthvað um búskap þeirra
Stórhóls- hjóna, þá væri það helst
þetta: Sérhvert það verk sem er vel
af hendi leyst, er listaverk lífinu til
dýrðar. Hér á sjúkrahúsinu endaði
hann svo ævidaga sína. Þó hér sé
Elsku Lolli okkar.
Nú er komið að
kveðjustund. Við vor-
um svo heppin að
kynnast þér, þegar þú
komst alltaf til okkar á
Esjuna á hverjum
morgni.
Drakkst kaffi (alltaf mjólkina
fyrst í bollann, svo kaffið) og tókst
þátt í morgunumræðum dagsins og
frá því hefur þú verið hluti af okk-
ur.
Þú varst gull af manni að vera,
svo tryggur, trúr, hlýr og góður.
Börnin okkar Hafdís Rún og Bjarki
Dagur hændust að þér og þegar
Hafdís Rún segir frá því hvað hún á
marga afa ert þú alltaf talinn með
„Lolli afi“ og það þótti þér svo vænt
um.
Það er skrýtið að eiga ekki eftir
að koma oftar til þín í Hátúnið með
mat frá pabba eða nýbakaðar
pönnukökur frá mömmu. Það verð-
ELLERT D.
SÖLVASON
✝ Ellert D. Sölva-son (Lolli í Val)
fæddist á Reyðar-
firði 17. desember
1917. Hann lést 8.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Háteigskirkju 19.
mars.
ur líka skrýtið að fara
næst í gegnum fríhöfn-
ina og kaupa ekki
karton af „Pall Mall“
eða biðja einhvern ná-
kominn að kaupa.
Þetta og margt annað
er hluti af góðri minn-
ingu um þig.
Aldrei hallmæltir þú
nokkrum manni, allir
voru „bestu vinir þín-
ir“, það var líka alltaf
stutt í húmorinn hjá
þér. Þú varst eldheitur
Valsari og ég man þeg-
ar þú baðst mig eftir
ein jólin, að skipta flíspeysunni sem
við gáfum þér og fá annan lit. Þú
kunnir ekki við þennan bláa, vildir
auðvitað fá rauða. Margar skemmti-
legar sögur sagður þú okkur af þér
úr fótboltanum, skemmtilegast
fannst þér að segja söguna af því
þegar þú varst kallaður „kötturinn“.
Þú óskaðir þess líka oft að leikmenn
íþrótta í dag einbeitu sér meira af
því að leika meira af ánægju og
gleði eins og þú gerðir alltaf. Þessar
sögur og margar aðrar, ásamt ynd-
islegum minningum um þig, elsku
Lolli okkar, geymum við í hjörtum
okkar. Guð geymi þig.
Rósa Gunnlaugsdóttir
og fjölskylda.
!"# # $%
&'( (
!
! )* + ! ,- *.
** ! **
*-* ! + /+) ,- (.
! )*
*. ! 0"**-*
! ,
*-* ! )* 1 *..
(
*-*
* * -+ * * *
"
#
#
2& &3 454& 67
7 - #
! "# /
"# # 88
$ %
" &
'(
)
&
*+*
#
,&
-
%
.$
+
# /
%
"
* 0
&
- # 9"# :(*-*
4
2+*) :(*-* 7 * !*.
+ ! ;
-. :(*-* ** 9.# 4
-*
-+ ## *
1 #
#
1&<5
& <4&
* =
$# .%
% .
.
&
)
&
-
** ** 7 -* *+ ** !# *..
9+. 7 . ** 1 +-*
*( 7 -* + ! .
!# *. *+ 7 -*
,- ( 7 -* 7 * ().
*+ , 7 . ! -*
* * -+ * * *
#
#
* 45&> ,& &4 )( !
* " $?
7@-+
0& &
'
0
** +A -* ++ ** .
, ' +A . # ..-*
!* , 0
-*
# .
.. +A # -*
, ,- + -*
+*B 1 ( ,- + .
"
,&1&
& 45
**
'
- 1* "
! "# CC
*
!
2
0
+ D.
D# 1 *" . 5 * + ! 4
.
1 '* , . ,- +. , -.. (@-*
! )* 4
,- +. ,- . *-*
* * -+ * * *