Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 17
Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt
í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta
brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína
og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast.
Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að
fullnýta tækifærin á www.navision.is
Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá
Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials
Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi
Ísland frá kr. 3.700,- á dag
Danmörk frá kr. 3.500,- á dag
Þýskaland frá kr. 2.500,- á dag
Bretland frá kr. 2.700,- á dag
Bandaríkin frá kr. 3.400,- á dag
Ítalía frá kr. 3.800,- á dag
Spánn frá kr. 2.200,- á dag
Nánari uppl. í síma
591 4000
Verð miðast við flokk A eða sambærilegan
Lágmarksleiga 7 dagar Gildir til 31/03/02
Verð miðast við flokk A
Lágmarksleiga 7 dagar
Innifalið: Ótakmarkaður akstur,
trygging og vsk.
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík
Avis býður betur ... um allan heim
Traustur alþjóðlegur þjónustuaðili
TAP af rekstri Smáralindar nam
tæplega 27 milljónum króna á síðast-
liðnu ári. Hagnaður varð hins vegar
af rekstri fyrir afskriftir og fjár-
magnsgjöld, EBITDA, sem nam 131
milljón króna.
Tekjur félagsins námu 273 millj-
ónum króna, þar af námu leigutekjur
203 milljónum. Rekstrargjöld án af-
skrifta námu 142 milljónum og af-
skriftir 64 milljónum króna. Fjár-
magnsgjöld námu 94 milljónum.
Félagið er að fullu í eigu Fast-
eignafélags Íslands og hefur staðið
að uppbyggingu Smáralindar sem
tekin var í notkun í október sl. Fram
að opnunardegi var allur kostnaður
félagsins vegna framkvæmdanna
eignfærður í reikningum félagsins
en rekstrarkostnaður eftir opnunar-
dag er gjaldfærður, að því er segir í
tilkynningu.
Heildareignir félagsins námu í lok
sl. árs rúmum 9,8 milljörðum króna,
en þar af var verslunarmiðstöðin
bókfærð á rúma 9,5 milljarða króna.
Skuldir félagsins námu 8,3 milljörð-
um króna en þar af var 1,3 milljarða
króna víkjandi lán, gefið út til móð-
urfélags, sem breytanlegt er í
hlutafé, en langtímaskuldir nema 6,4
milljörðum. Eigið fé nam 1,5 millj-
örðum króna um áramót og var eig-
infjárhlutfall 29,1%
Í skýringum með ársreikningnum
kemur fram fyrirvari um að ekki hafi
verið gengið frá endanlegu uppgjöri
við verktaka sem unnu fyrir félagið
við byggingu Smáralindar á árinu
2001. Ekki sé hægt að segja fyrir um
niðurstöður uppgjöranna og ekki
hafi verið tekið tillit til hugsanlegra
áhrifa þeirra í ársreikningnum.
Tæplega 4.000 fermetrar voru
óleigðir í verslunarmiðstöðinni í árs-
lok 2001 eða 10,1% hússins, að því er
segir í tilkynningu. Í mars sl. var það
hlutfall komið í 8,8%. Heildartekjur
Smáralindar eru sagðar nema 1,2
milljörðum króna á ársgrundvelli og
leigutekjur 904 milljónum króna.
Félagið mun eiga í viðræðum við
nokkra aðila um gerð leigusamninga
og reiknað er með að í árslok verði
búið að leigja 95–98% rýmisins. Jafn-
framt er gert ráð fyrir að hagnaður
verði af rekstrinum í ár.
Smáralind tapaði
27 milljónum króna
AÐ sögn Ara Skúlasonar fram-
kvæmdastjóra Aflvaka hf. má lesa
tvær meginniðurstöður út úr nýrri
samantekt Aflvaka á flæði vinnu-
afls milli sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu. Annars vegar
staðfestir samantektin það sem
komið hafði fram í sambærilegri
athugun fyrir árið 1998, en nýja
könnunin miðast við árið 2000, að
höfuðborgarsvæðið sé eitt atvinnu-
og búsetusvæði og sami vinnu-
markaðurinn. Hins vegar má sjá að
ekki hafa orðið miklar breytingar í
flæði vinnuafls á þeim tveimur ár-
um sem líða milli kannananna, þ.e.
frá árinu 1998 til 2000.
90% Reykvíkinga
starfa í Reykjavík
Reykjavík er enn það sveitarfé-
lag þar sem hæst hlutfall íbúa vinn-
ur hjá fyrirtækjum og stofnunum
sem eru staðsett í sveitarfélaginu,
eða rétt tæplega 90%. Hafnfirð-
ingar koma næstir í röðinni, en 44%
þeirra vinna í Hafnarfirði og skera
sig þar með nokkuð úr öðrum ná-
grannabæjarfélögum Reykjavíkur.
28% Mosfellinga starfa í Mos-
fellsbæ, 22% Kópavogsbúa starfa í
Kópavogi, 20% Garðbæinga starfa í
Garðabæ og 16% Seltirninga starfa
á Seltjarnarnesi.
Í Reykjavík eru flest störf á íbúa,
eða 1,13 störf, sem þýðir að störfin
eru fleiri en íbúarnir. Hafn-
arfjörður er næstur með 0,65 störf
á íbúa, Garðabær er með 0,52, Sel-
tjarnarnes 0,48, Kópavogur 0,46 og
Mosfellsbær 0,45.
Ákveðnar skekkjur geta verið í
þessari könnun, meðal annars
vegna þess að byggt er á upplýs-
ingum um innsenda launamiða til
Ríkisskattstjóra, en þeir gefa upp-
lýsingar um hvar launagreiðandinn
er staðsettur, en ekki endilega hvar
starfsstöð starfsmanns er. Þannig
getur starfsmaður Byko, svo dæmi
sé tekið, í raun unnið í Reykjavík
þó hann teljist í þessari könnun
starfa í Kópavogi. Hið sama gildir
um ýmsar aðrar verslunarkeðjur
og stærri fyrirtæki með margar og
dreifðar starfsstöðvar.
Ný könnun Aflvaka á flæði vinnuafls
Morgunblaðið/RAX
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
Aflvaka hf., segir nýja könnun stað-
festa að höfuðborgarsvæðið sé eitt
atvinnusvæði.
Höfuðborgarsvæðið
eitt atvinnusvæði
TAP af rekstri Íbúðalánasjóðs á
árinu 2001 nam 373 milljónum
króna. Árið áður nam hagnaður
sjóðsins 468 milljónum. Afkoman
versnaði því um 841 milljón milli
áranna 2000 og 2001.
Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði
eru þrjár ástæður nefndar fyrir
verri afkomu sjóðsins á árinu 2001
en árið áður. Í fyrsta lagi segir að
talsvert hafi verið um uppgreiðslu
fasteignaveðlána á árinu 2000.
Þær tekjur hafi sjóðurinn nýtt til
uppkaupa á húsbréfum og haft
tekjur af. Minna var hins vegar um
uppgreiðslu fasteignaveðbréfa í
fyrra og tekjur sjóðsins af upp-
kaupum á húsbréfum því minni en
árið áður. Í annan stað segir í til-
kynningunni að verri afkoma
sjóðsins skýrist af gengisþróun á
árinu 2001. Hún hafi verið sjóðn-
um óhagstæð þar sem hann skuld-
ar um 3,2 milljarða króna í erlend-
um lánum umfram gengistryggðar
eignir. Í þriðja lagi er nefnt að
sjóðurinn hafi aðeins fengið 10
milljóna króna framlag frá ríkis-
sjóði vegna niðurgreiðslu vaxta í
félagslega íbúðalánakerfinu á
árinu 2001 en þetta framlag hafi
numið 100 milljónum árið áður.
Rekstrarkostnaður 688 milljónir
Hreinar vaxtatekjur Íbúðalána-
sjóðs lækkuðu úr 1.371 milljón árið
2000 í 1.003 milljónir í fyrra.
Vaxtatekjur sjóðsins jukust um
84% milli ára, úr 24,8 milljörðum
árið 2000 en 45,7 milljarða í fyrra.
Vaxtagjöld jukust um 90% milli
ára, úr 23,5 milljörðum í 44,7 millj-
arða.
Aðrar rekstrartekjur drógust
saman um 705 milljónir milli ára,
námu 1.704 milljónum árið 2000 en
999 milljónum árið 2001. Þar mun-
ar mestu að gengistap í fyrra nam
612 milljónum en 233 milljónum
árið 2000.
Önnur rekstrargjöld hækkuðu
milli ára úr 672 milljónum í 721
milljón. Þar af námu laun og annar
almennur rekstrarkostnaður 688
milljónum en þessi kostnaður nam
633 milljónum árið 2000.
Eignir Íbúðalánasjóðs í árslok
2001 námu 362 milljörðum króna,
jukust um 16% frá fyrra ári. Eigið
fé sjóðsins nam 8.684 milljónum en
8.353 milljónum í árslok 2000.
Skuldir voru samtals 354 milljarð-
ar króna en 303 milljarðar í árslok
2000. Þá lækkaði handbært fé
sjóðsins úr 11,4 milljörðum í árs-
lok 2000 í 4,0 milljarða í árslok
2001.
Útistandandi lán Íbúðalána-
sjóðs námu 355 millörðum króna í
árslok 2001, hækkuðu um 57 millj-
arða á árinu.
Meðalfjöldi starfsmanna Íbúða-
lánasjóðs á árinu 2001 var 60 og
stöðugildi í árslok 61.
Afkoma Íbúða-
lánasjóðs versn-
ar um 841 m.kr.
MICHAEL F. Corbett mun halda
fyrirlestur um útvistun (outsourc-
ing) 18. apríl næstkomandi í Smára-
bíói í Smáralind. Corbett skrifar
reglulega í viðskiptatímaritið Fort-
une um útvistun. Corbett var einnig
sérstakur ráðgjafi Bills Clintons um
útvistun fyrirtækja í Bandaríkjun-
um í forsetatíð Clintons. Corbett
hefur ennfremur sinnt ráðgjöf fyrir
ýmsar ríkisstjórnir, hagsmunasam-
tök og alþjóðleg fyrirtæki, s.s. 3M,
Delta Airlines, Ericsson,
GlaxoSmithKline, American Ex-
press, Lockheed Martin, Compaq
Computers o.fl.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að á ráðstefnunni mun Corbett m.a.
fjalla um útvistun með áherslu á
kostnaðarþætti, þ.e. að velta því
upp hvenær útvistun er hagkvæm
með tilliti til stærðar fyrirtækja og
eðli markaðarins.
Hvernig útvistun er frábrugðin
aðkeyptri verktakaþjónustu og
tímabundnu vinnuafli.
Í hvaða atvinnugreinum helstu
tækifærin eru til að útvista hluta
starfseminnar. Leiðir fyrirtækja til
farsældar við útvistun og hvað ber
að varast.
Hvernig stjórnvöld geta nýtt sér
útvistun, samkeppnisumhverfi og
einkavæðingu til að þjónusta al-
menning betur.
Fyrirlestur
um útvistun
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll