Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 33 Í SÍÐASTA mánuði var haldin ráðstefna um öryggismál sjó- manna. Á ráðstefnunni fóru menn yfir stöðu mála og fjölluðu um hvernig auka mætti ör- yggi sjómanna í fram- tíðinni. Almenn sátt er um að haldið verði áfram uppbyggingu STK-staðsetningar- kerfisins. Hins vegar er mjög mikilvægt að þeir agnúar sem komið hafa fram á kerfinu verði sniðnir af því. Eins og t.d. að svoköll- uðum gráum svæðum verði eytt með fjölgun móttökumastra. Einnig er mikilvægt að menn séu ekki með bil- uð tæki um borð og að Siglingastofn- un fylgist vel með uppsetningu á búnaðinum um borð í skipum og bát- um. Á ráðstefnunni kom ég með þá tillögu að STK-staðsetningarkerfið yrði sett í öll skip ásamt frífljótandi neyðarbauju. Það er sannfæring mín að verði þetta gert, muni það auka öryggi sjófarenda til muna. Mikil- vægt er að uppbyggingu STK-stað- setningarkerfisins verði lokið sem fyrst, þannig að þegar menn lenda í erfiðleikum og þurfa á aðstoð að halda liggi fyrir staðsetning skipsins og einnig nærstaddra skipa sem að sjálfsögðu auðveldar skipulagn- ingu aðgerða til að koma hinum nauð- stöddu til hjálpar. Á ráðstefnunni komu fram tvö sjónarmið, annars vegar að hafa eina leitar- og björgun- arstjórnstöð, og hins vegar að hafa sérsjó- björgunar- og leitar- stöð sem yrði hjá Land- helgisgæslunni. Mín skoðun er sú að skyn- samlegast sé að hafa eina leitar- og björgun- arstjórnstöð. Það væri í fyrsta lagi mun skilvirkara að hafa stjórnun leitar og björgunar á einni hendi. Eins og staðan er í dag, þegar bátur lendir í sjávarháska, stjórnar Land- helgisgæslan aðgerðum á meðan hann er á rúmsjó, en ef bátinn rekur upp í fjöru færist stjórnun aðgerða til lögreglustjórans í viðkomandi umdæmi. Í öðru lagi er mun ódýrara að reka eina allsherjar leitar- og björgunarstjórnstöð bæði hvað varð- ar uppbyggingu og rekstur. Þá fjár- muni, sem myndu sparast, mætti t.d. nýta til að stytta útkallstíma áhafna þyrlusveita Landhelgisgæslunnar. Reynsla undanfarinna mánuða sýnir hversu mikilvægt er að stjórn- un leitar- og björgunarmála sé í full- komnu lagi og er það ólíðandi ef þar eru einhverir hnökrar. Því bind ég miklar vonir við að sú nefnd sem skipuð hefur verið af ríkisstjórninni leggi metnað sinn í að fara vandlega yfir skipan mála og skili tillögum sem munu auka öryggi sjómanna. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem unnið hafa að leitar- og björg- unarmálum sjómanna í gegnum tíð- ina fyrir þeirra ómetanlega og óeig- ingjarna starf. Öryggismál sjómanna Ásbjörn Óttarsson Sjóslys Mín skoðun er sú, segir Ásbjörn Óttarsson, að skynsamlegast sé að hafa eina leitar- og björgunarstjórnstöð. Höfundur er sjómaður, Snæfellsbæ. KOSNINGABARÁTTAN í Reykjavík er háð á sérkennilegum forsendum, á meðan R-listinn kynnir enga stefnuskrá. Þegar oddviti listans er spurður um stefnuna er svarið á þann veg að hana sé að finna í opinberum gögnum borgarstjórnar, skýrslum, bókunum og áætlunum. Minnist ég þess ekki að nokkru sinni hafi stjórnmálaflokk- ur gengið fram til al- þingiskosninga og sagt sem svo að stefnu hans sé unnt að finna í framlögðum þingskjölum eða ræð- um þingmanna. Það er þó þetta sem R- listinn er að segja við Reykvíkinga: Þið skulið bara kynna ykkur skjalasafn borgar- stjórnar, þar má finna stefnu okk- ar. Við á D-listanum höfum lagt fram skýra stefnu þar sem tekið er á öllum þáttum borgarmálanna og lýst afstöðu til þeirra. Þessa stefnu kynnum við nú á fundum og hvar- vetna þar sem við höfum til þess tækifæri. Er henni almennt vel tekið. Betri hagur eldri borgara Fyrir skömmu efndum við til dæmis til fundar með forystu- mönnum Félags eldri borgara og fórum sérstaklega yfir þau málefni sem snerta félagsmenn þess. Kom þar fram mikil ánægja með stefnu- mál okkar varðandi stórlækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta og holræsagjalds á þá sem eru 67 ára og eldri og búa í eigin hús- næði. Fellur stefnan vel að þeim markmiðum, sem Félag eldri borg- ara hefur sett sér, þar sem tekju- viðmið vegna niðurfellingar eða lækkunar þessara gjalda er hækk- að um 50%. Við ræddum einnig um heima- þjónustu við aldraða og mikilvægi þess að hún sé skipulögð með skýr fagleg markmið. Vilji menn í raun stuðla að því að eldri borgarar búi sem lengst á eigin heimilum er nauðysnlegt að skapa þeim sem besta öryggisumgjörð með góðri heimaþjónustu. Á fundum okkar með eldri borg- urum minnum við hiklaust á þá stefnubreytingu í málefnum þeirra, sem varð með R-listanum, þegar stórlega var dregið úr fjárveiting- um til þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma, enda sjást merki um það óheillaspor víða. Öryggi að leiðarljósi Í stefnu D-listans leggjum við mikla áherslu á öryggi borgaranna. Við viljum setja löggæslunni í borg- inni skýr markmið í samvinnu ríkis og borgar. Það er með ólíkindum að engin slík markmið hafi verið skil- greind að frumkvæði borgaryfir- valda. Í stað þess að sýna frum- kvæði af þessum toga lætur R-listinn sér nægja að agnúast yfir stóru sem smáu gagnvart dóms- málaráðherra og lögreglunni í Reykjavík. Herör gegn sóðaskap Af umræðum á þeim fjölmörgu fundum, sem ég hef átt með borg- arbúum, er mér ljóst að þeim of- býður sóðaskapurinn víða í borg- inni. Þykir fólki með ólíkindum að margt af því, sem ber fyrir augu, ekki síst í miðborginni, skuli látið líðast. Það ýtir undir virðingarleysi fyrir opinberum eigum og annarra þegar hirðuleysi setur mestan svip á umhverfið. Þannig er málum því miður háttað alltof víða í Reykja- vík. Ekkert gerist Þegar borgarmálin hafa verið rædd í nokkra stund liggur í aug- um uppi að ekkert hefur gerst í Reykjavík, sem nokkru skiptir, á átta ára valdatíma R-listans. Það hefur verið sinnt framkvæmd lög- boðinna verkefna en þó ekki betur en svo að alls staðar eru biðlistar. Það gerist ekkert í biðlistaborgum. Þess vegna spyrja æ fleiri Reyk- víkingar þessara spurninga: Hvað hefur orðið um alla peningana sem R-listinn hefur tekið að láni í okk- ar nafni? Hvað hefur hann gert við þá miklu fjármuni sem höfum greitt í skatta á undanförnum ár- um? R-listinn skuldar Reykvíkingum meira en stefnu. Hann skuldar þeim einnig svar við því hvað hann hefur gert við alla peningana sem hann hefur tekið af þeim eða tekið að láni í þeirra nafni. Skuld R- listans við kjósendur Björn Bjarnason Höfundur er í 1. sæti á borgarstjórn- arlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Við á D-listanum höfum lagt fram skýra stefnu, segir Björn Bjarnason, þar sem tekið er á öllum þáttum borg- armálanna og lýst afstöðu til þeirra. LÆKNA LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalind.is Ungbarnavernd, Sverrir Jónsson, læknir. • Hágæða læknisþjónusta. • Heimilislækningar fyrir einstaklinga og fjölskyldur. • Samdægurs þjónusta, engin bið. • Fylgst með heilsufari skjólstæðinga. • Ákveðnir aldurshópar kallaðir í skoðun, teknar blóðprufur (sykur, blóðfitur og fl.), hjartalínurit. • Innifalið í þjónustu. Ungbarnavernd. Mæðravernd. • Áskriftargjöld, en engin komugjöld. Skráning í síma 520 3600 LÆKNIR HJÁ LÆKNALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.