Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 33 Í SÍÐASTA mánuði var haldin ráðstefna um öryggismál sjó- manna. Á ráðstefnunni fóru menn yfir stöðu mála og fjölluðu um hvernig auka mætti ör- yggi sjómanna í fram- tíðinni. Almenn sátt er um að haldið verði áfram uppbyggingu STK-staðsetningar- kerfisins. Hins vegar er mjög mikilvægt að þeir agnúar sem komið hafa fram á kerfinu verði sniðnir af því. Eins og t.d. að svoköll- uðum gráum svæðum verði eytt með fjölgun móttökumastra. Einnig er mikilvægt að menn séu ekki með bil- uð tæki um borð og að Siglingastofn- un fylgist vel með uppsetningu á búnaðinum um borð í skipum og bát- um. Á ráðstefnunni kom ég með þá tillögu að STK-staðsetningarkerfið yrði sett í öll skip ásamt frífljótandi neyðarbauju. Það er sannfæring mín að verði þetta gert, muni það auka öryggi sjófarenda til muna. Mikil- vægt er að uppbyggingu STK-stað- setningarkerfisins verði lokið sem fyrst, þannig að þegar menn lenda í erfiðleikum og þurfa á aðstoð að halda liggi fyrir staðsetning skipsins og einnig nærstaddra skipa sem að sjálfsögðu auðveldar skipulagn- ingu aðgerða til að koma hinum nauð- stöddu til hjálpar. Á ráðstefnunni komu fram tvö sjónarmið, annars vegar að hafa eina leitar- og björgun- arstjórnstöð, og hins vegar að hafa sérsjó- björgunar- og leitar- stöð sem yrði hjá Land- helgisgæslunni. Mín skoðun er sú að skyn- samlegast sé að hafa eina leitar- og björgun- arstjórnstöð. Það væri í fyrsta lagi mun skilvirkara að hafa stjórnun leitar og björgunar á einni hendi. Eins og staðan er í dag, þegar bátur lendir í sjávarháska, stjórnar Land- helgisgæslan aðgerðum á meðan hann er á rúmsjó, en ef bátinn rekur upp í fjöru færist stjórnun aðgerða til lögreglustjórans í viðkomandi umdæmi. Í öðru lagi er mun ódýrara að reka eina allsherjar leitar- og björgunarstjórnstöð bæði hvað varð- ar uppbyggingu og rekstur. Þá fjár- muni, sem myndu sparast, mætti t.d. nýta til að stytta útkallstíma áhafna þyrlusveita Landhelgisgæslunnar. Reynsla undanfarinna mánuða sýnir hversu mikilvægt er að stjórn- un leitar- og björgunarmála sé í full- komnu lagi og er það ólíðandi ef þar eru einhverir hnökrar. Því bind ég miklar vonir við að sú nefnd sem skipuð hefur verið af ríkisstjórninni leggi metnað sinn í að fara vandlega yfir skipan mála og skili tillögum sem munu auka öryggi sjómanna. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem unnið hafa að leitar- og björg- unarmálum sjómanna í gegnum tíð- ina fyrir þeirra ómetanlega og óeig- ingjarna starf. Öryggismál sjómanna Ásbjörn Óttarsson Sjóslys Mín skoðun er sú, segir Ásbjörn Óttarsson, að skynsamlegast sé að hafa eina leitar- og björgunarstjórnstöð. Höfundur er sjómaður, Snæfellsbæ. KOSNINGABARÁTTAN í Reykjavík er háð á sérkennilegum forsendum, á meðan R-listinn kynnir enga stefnuskrá. Þegar oddviti listans er spurður um stefnuna er svarið á þann veg að hana sé að finna í opinberum gögnum borgarstjórnar, skýrslum, bókunum og áætlunum. Minnist ég þess ekki að nokkru sinni hafi stjórnmálaflokk- ur gengið fram til al- þingiskosninga og sagt sem svo að stefnu hans sé unnt að finna í framlögðum þingskjölum eða ræð- um þingmanna. Það er þó þetta sem R- listinn er að segja við Reykvíkinga: Þið skulið bara kynna ykkur skjalasafn borgar- stjórnar, þar má finna stefnu okk- ar. Við á D-listanum höfum lagt fram skýra stefnu þar sem tekið er á öllum þáttum borgarmálanna og lýst afstöðu til þeirra. Þessa stefnu kynnum við nú á fundum og hvar- vetna þar sem við höfum til þess tækifæri. Er henni almennt vel tekið. Betri hagur eldri borgara Fyrir skömmu efndum við til dæmis til fundar með forystu- mönnum Félags eldri borgara og fórum sérstaklega yfir þau málefni sem snerta félagsmenn þess. Kom þar fram mikil ánægja með stefnu- mál okkar varðandi stórlækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta og holræsagjalds á þá sem eru 67 ára og eldri og búa í eigin hús- næði. Fellur stefnan vel að þeim markmiðum, sem Félag eldri borg- ara hefur sett sér, þar sem tekju- viðmið vegna niðurfellingar eða lækkunar þessara gjalda er hækk- að um 50%. Við ræddum einnig um heima- þjónustu við aldraða og mikilvægi þess að hún sé skipulögð með skýr fagleg markmið. Vilji menn í raun stuðla að því að eldri borgarar búi sem lengst á eigin heimilum er nauðysnlegt að skapa þeim sem besta öryggisumgjörð með góðri heimaþjónustu. Á fundum okkar með eldri borg- urum minnum við hiklaust á þá stefnubreytingu í málefnum þeirra, sem varð með R-listanum, þegar stórlega var dregið úr fjárveiting- um til þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma, enda sjást merki um það óheillaspor víða. Öryggi að leiðarljósi Í stefnu D-listans leggjum við mikla áherslu á öryggi borgaranna. Við viljum setja löggæslunni í borg- inni skýr markmið í samvinnu ríkis og borgar. Það er með ólíkindum að engin slík markmið hafi verið skil- greind að frumkvæði borgaryfir- valda. Í stað þess að sýna frum- kvæði af þessum toga lætur R-listinn sér nægja að agnúast yfir stóru sem smáu gagnvart dóms- málaráðherra og lögreglunni í Reykjavík. Herör gegn sóðaskap Af umræðum á þeim fjölmörgu fundum, sem ég hef átt með borg- arbúum, er mér ljóst að þeim of- býður sóðaskapurinn víða í borg- inni. Þykir fólki með ólíkindum að margt af því, sem ber fyrir augu, ekki síst í miðborginni, skuli látið líðast. Það ýtir undir virðingarleysi fyrir opinberum eigum og annarra þegar hirðuleysi setur mestan svip á umhverfið. Þannig er málum því miður háttað alltof víða í Reykja- vík. Ekkert gerist Þegar borgarmálin hafa verið rædd í nokkra stund liggur í aug- um uppi að ekkert hefur gerst í Reykjavík, sem nokkru skiptir, á átta ára valdatíma R-listans. Það hefur verið sinnt framkvæmd lög- boðinna verkefna en þó ekki betur en svo að alls staðar eru biðlistar. Það gerist ekkert í biðlistaborgum. Þess vegna spyrja æ fleiri Reyk- víkingar þessara spurninga: Hvað hefur orðið um alla peningana sem R-listinn hefur tekið að láni í okk- ar nafni? Hvað hefur hann gert við þá miklu fjármuni sem höfum greitt í skatta á undanförnum ár- um? R-listinn skuldar Reykvíkingum meira en stefnu. Hann skuldar þeim einnig svar við því hvað hann hefur gert við alla peningana sem hann hefur tekið af þeim eða tekið að láni í þeirra nafni. Skuld R- listans við kjósendur Björn Bjarnason Höfundur er í 1. sæti á borgarstjórn- arlista Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Við á D-listanum höfum lagt fram skýra stefnu, segir Björn Bjarnason, þar sem tekið er á öllum þáttum borg- armálanna og lýst afstöðu til þeirra. LÆKNA LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalind.is Ungbarnavernd, Sverrir Jónsson, læknir. • Hágæða læknisþjónusta. • Heimilislækningar fyrir einstaklinga og fjölskyldur. • Samdægurs þjónusta, engin bið. • Fylgst með heilsufari skjólstæðinga. • Ákveðnir aldurshópar kallaðir í skoðun, teknar blóðprufur (sykur, blóðfitur og fl.), hjartalínurit. • Innifalið í þjónustu. Ungbarnavernd. Mæðravernd. • Áskriftargjöld, en engin komugjöld. Skráning í síma 520 3600 LÆKNIR HJÁ LÆKNALIND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.