Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 49

Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 49 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Opinn 12 spora fundur kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT- fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Full- orðinsfræðsla kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um bréf Páls til Galatamanna. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merkta rdyr á austurgafli kirkjunn- ar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, samvera. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30– 18.15. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30. Helgistund., handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–2. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka undir stjórn Hjördísar Kristinsdóttur. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka. Undir- búningur fyrir mótsferðina 19.–20. apríl nk. Kl. 18 æfing, mátun fermingarkyrtla og myndataka fermingarbarna sem fermast 21. apríl kl. 11. Foreldrar komi með. Kl. 18.30 æfing, mátun fermingarkyrtla og myndataka fermingarbarna sem fermast 21. apríl kl. 14. Foreldrar komi með. Keflavíkurkirkja. Myllubakkaskóli verður með tónlist fyrir alla kl. 8.50 árd. í dag, þriðjudag, í Kirkjulundi. Allir velkomnir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudagakl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 19 biblíu- fræðsla, súpa og brauð. ÞAÐ er vor í lofti og sköpunin að fyllast lífi. Til þess að njóta þeirra aðstæðna verður efnt til kyrrð- ardaga í Skálholti dagana 26.–28. apríl. Skipulag þeirra verður með nokkuð óvenjulegum hætti hér- lendis. Meginþáttur dagskrár- innar er gönguferðir með íhug- unum sem farnar verða um hið fjölbreytta umhverfi Skálholts. Íhuganir undir berum himni ÖÐRU hverju verður gert hlé á göngunni og fluttar íhuganir sem tengjast stað og tíma út frá boð- skap kristninnar. Gengið er í þögn og gefst því góður kostur að njóta náttúrunnar og hugleiða þann boðskap sem fluttur er og tengja hann eigin lífi. Kyrrð- ardagarnir bjóða þannig upp á andlega sem líkamlega uppbygg- ingu. Þessar göngur þeirra eru þannig í nokkrum samhljóm við pílagrímsgöngur fyrri alda. Þær hafa reyndar verið endurvaktar víða erlendis á síðustu árum og njóta vaxandi vinsælda. Farið í hvarf frá áreiti og erli Á KYRRÐARDÖGUNUM núna um síðustu helgi aprílmánaðar verður komið í Skálholt laust fyrir kvöld- verð á föstudagskvöldið og haldið heim síðdegis á sunnudag. Dvalist verður í Skálholts- búðum en húsakynni Skálholts- skóla verða nýtt að hluta og að sjálfsögðu er helgihald í Skál- holtskirkju. Allur aðbúnaður verður látlaus en notalegur og skipulag allt miðast við einfald- leika. Góður tími gefst til hvíldar. Á kyrrðardögum gefst fólki ein- mitt kostur á að draga sig í hlé frá amstri hins daglega lífs, fara í hvarf til að njóta friðar og hvíldar í þögn. Þar er í rauninni farið að fordæmi Krists. Víða í guðspjöll- unum er þess getið að Jesús dró sig í hlé einn eða með lærisvein- unum í bæn og hvíld. Þátttakandi í kyrrðardögum fyrr á þessu ári í Skálholti orðaði reynslu sína þannig: „Í kyrrðinni finnum við styrk, í kyrrðinni heyrum við rödd Guðs“. Hagnýtar upplýsingar REKTORSHJÓNIN í Skálholts- skóla, Rannveig Sigurbjörnsdóttir og sr. Bernharður Guðmundsson, annast umsjón kyrrðardaganna. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup leiðir helgigöngu um sögu- staði Skálholts. Íhuganir á göngu- ferðum og ýmsa fræðslu annast sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sem auk þess að vera bæði jarð- fræðingur og guðfræðingur, hef- ur mikla reynslu af starfi á kyrrð- ardögum og pílagrímagöngum hér heima og erlendis. Þátttakendur þurfa að hafa með sér þægilegan göngubúnað. Þátttökugjaldið sem felur í sér fullt fæði og húsnæði yfir helgina er 8.900 kr. Skráning fer fram í Skálholts- skóla, sími 486 8870, netfang; skoli@skalholt.is og þar eru veitt- ar nánari upplýsingar. Skálholt Kyrrðardagar með gönguferðum í Skálholti Safnaðarstarf KIRKJUSTARF          /& 04 04  #!     PP &'( (            4  &  '      <      7  ! ! 7  * / *.     *+ -* + ) = * / *-* . 0*  ! (.    *". / *.  () 7-* !-* / * 2 / *-* 0 ** ().  2  & ( !.   **   -*  *  * -+  *  *  *   #   45<  9&4& *+ 8H &'( (      :%        ! :#      +      +       0 .1:.* $  00  % 0   N ** 2+*).  *+ = * 1 +-* ✝ Víglundur Krist-insson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Margrét Víglundsdóttir og Kristinn Halldórs- son. Systkini hans voru Konráð, f. 1920, Sigríður, f. 1925, d. 1985, og Sigurbjarni, f. 1928. Víglundur kvæntist árið 1945 Mörtu Guðrúnu Jó- hannsdóttur, f. 17 júlí 1924. For- eldrar hennar voru Marta Hjart- ardóttir og Jóhann Ingiberg Jóhannsson. Synir þeirra eru: 1) Kristinn, f. 30. júlí 1947, kvæntur Erlu Guðbjörnsdóttur, f. 10 febr- úar 1947, þau eiga þrjár dætur Guð- rúnu, Elínu og Mar- gréti. 2) Jóhann, f. 19. júní, 1949, kvæntur Lilju Magn- úsdóttur, f. 24. nóv- ember 1949, þau eiga tvo syni Magnús og Víglund. 3) Birgir f. 25. maí 1955, hann á eina dóttur Eygló. Barnabarnabörnin eru níu. Víglundur hóf ungur störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og starfaði þar í rúm- lega 50 ár, fyrst sem bílstjóri og síðan sem lagermaður á bílaverk- stæðinu. Útför Víglundar fór fram frá Árbæjarkirkju 13. mars. Þegar ég hugsa um afa koma ýms- ar myndir upp í hugann. Á þeim öll- um er hann brosandi og hressilegur. Alltaf svo léttur og til í smásprell. Ég man hve gaman var að heim- sækja hann á lagerinn í gömlu Mjólk- ursamsölunni. Þar úði allt og grúði í skrítnum smáhlutum og varahlutum. Hann átti alltaf til rautt Nizza fyrir okkur. Ef það var ekki til í skúffunni hans fórum við upp á kaffistofu og fengum súkkulaðið þar. Hann átti flott símanúmerabox sem var þannig að þegar ýtt var á bókstaf skaust lok- ið upp á viðeigandi stað. Það var alltaf jafngaman að fá að ýta á stafina og finna símanúmer. Þarna var hann með merkibyssu sem pressaði stafi á límanlegan plastrenning. Stundum fengum við að prenta nafnið okkar. Hann átti líka til kassa sem í var fullt af gömlum lyklum. Í því var mjög gaman að gramsa, finna lyktina, skoða skrítna lykla með fallegu mynstri og fá kannski að eiga einn og einn. Honum féll sjaldan verk úr hendi, hann var alltaf á ferðinni, að dytta að hinu og þessu, pússa bílinn, moka snjóinn, sópa stéttina, smíða eitthvað, datt meira að segja í hug að smíða sjálfur sinn eigin sumarbústað – og gerði það! Í sumarbústaðnum gat hann svo alltaf fundið sér verkefni. Það var svo notalegt að koma til ömmu og afa þangað, þeirra hand- verk var um allt. Ég gróf upp um daginn vísu sem afi gaf mér þegar ég varð tíu ára. Hún er á blaði sem orðið er nokkuð snjáð enda verið geymt í tuttugu ár. Það var svar afa við vísu sem ég hafði einhvern tímann ort um hann. Nú ætla ég að gefa honum aðra vísu og þakka honum fyrir allt og allt. Indæll var hann afi minn alltaf hress og kátur. Hæverskur og handlaginn á hrósið var örlátur. Ég veit að þér líður vel hjá Guði, hafðu það sem allra best þangað til við sjáumst næst. Elín. Stuttri sjúkralegu afa míns er lok- ið. Ekki grunaði mig að svo skammt væri eftir þegar hann kom hingað í heimsókn í janúar, hress og kátur að vanda. Hann kom hér í níu ára afmæli Kristins Viðars og enginn hefði nokk- urn tímann getað látið sér detta í hug að þetta væri síðasta heimsóknin hans hingað. En svona er það stund- um, kallið gerir ekki alltaf boð á und- an sér. Margs er að minnast, afi var alltaf glaður að sjá okkur barnabörnin og ekki síður langafabörnin þegar þau komu til sögunnar. Alltaf var afi til í að fara út að ganga með okkur, róla eða leika og þegar við vorum í pössun hjá afa og ömmu gátum við fengið hann til ýmissa hluta sem kannski hefði ekki verið auðvelt að fá ein- hvern annan til. Aldrei á ég eftir að gleyma þeim stundum þegar við syst- urnar fengum að gista hjá afa og ömmu og þá fengum við að sofa í rúminu hjá þeim til fóta. Ekki skil ég í dag þegar ég sé rúmið þeirra, sem er líklega ekki nema u.þ.b. 140 cm á breidd, að við höfum komist þar vel fyrir, en þannig var það nú samt og ég kem alltaf til með að muna hve vel mér leið hjá þeim. Þegar Erla Dögg var á öðru ári vorum við svo heppin að fá að búa hjá afa og ömmu í nokkra mánuði á meðan við biðum eftir að fá afhenta íbúðina okkar. Það var ynd- islegur tími og þökkum við fyrir þær stundir. Hún var eina langafabarnið þá, en þau eru orðin níu börnin sem kveðja langafa sinn núna. Hlöðver Smári á eftir að sakna þess að spjalla við langafa um bílinn hans, hvort hann sé kominn á ný dekk og allt ann- að sem viðkemur „rauða volvónum“ hans langafa. Afi var alla tíð duglegur og eftir að hann hætti að vinna fór hann á hverjum degi í göngu og að minnsta kosti þrisvar í viku í sund, síðasta sundferðin hans var farin núna seinnipartinn í janúar. Söknuð- urinn er mikill en ég er þakklát fyrir allar þær dýrmætu stundir sem ég átti með afa og ég geymi þær í hjarta mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku amma mín, missir þinn er mikill, Guð gefi þér styrk og leiði þig og styðji í gegnum þennan erfiða tíma. Guð veri með þér elsku afi minn, Guðrún. VÍGLUNDUR KRISTINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.