Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Með söknuði kveð ég fyrirmyndarkonu, Höllu Sigurjóns. Ekki skortir lýsingarorð yf- ir alla þá kosti sem Halla var gædd, um- fram allt var hún yndisleg, bros- mild manneskja sem jafnan bar hag okkar fyrir brjósti sem sinn eigin. Snemma kviknaði lítill vonarneisti í brjósti lítillar stúlku, Sigurgeir minn, þegar þið hjónin ásamt börn- um ykkar fluttust heim úr sérnámi. Vöktu heimsóknir ykkar í Hraunbæinn sem og hátíðleg fjöl- skylduboð ykkar á Langholtsveg- inum mikinn fögnuð. Virðing mín fyrir Höllu minni var auðsýnd í verki. Halla var vart stigin inn úr dyrunum þegar ég galopnaði munninn samviskusamlega til að sýna henni herlegheitin í tannbú- skapnum. Að gaumgæfilegri athug- un lokinni fylgdi jafnan hlý stroka sem ei verður gleymd. Missirinn er mikill, elsku Sigur- geir, Elín, Aðalsteinn og fjölskylda. Þótt ég sé fjarri vil ég með sam- úðarkveðju færa ykkur Rökkurró, sem móður minni var jafnan svo hugleikin. Í kvöld þegar ysinn er úti og annríkið hverfur og dvín, þá komum við saman og syngjum, uns sjöstjarna á himninum skín. Því andinn á heiðríkan himin Í hvíld eftir stormþungan dag, og allt, sem er göfugt til gleði, það geymist í söngvum og brag. Þó vindsvalur vetur sé úti og vorblíðan langt suðr’ í geim, Þá syngjum við sólskin í bæinn og sumarið til okkar heim. (Freysteinn Gunnarsson.) Vilborg Þ. Sigurðardóttir og fjölskylda í Svíþjóð. Þegar páskahátíðin gekk í garð kvaddi Halla Sigurjóns þennan heim eftir harða baráttu við ill- skeyttan sjúkdóm. Hún tókst af æðruleysi á við sjúkdóm sinn og tók hlutskipti sínu með slíkri reisn að aðdáun vakti. Það þurfti samt ekki að koma á óvart að jarðvistardögum hennar gæti lokið með litlum fyrirvara en einhvern veginn er það svo að fregn um andlát samferðamanna kemur manni alltaf í opna skjöldu, breyt- ingin er svo endanleg. Ég kynntist Höllu fyrst er ég kom heim frá sérnámi og hóf kennslu við tannlæknadeild Há- skóla Íslands. Höfum við verið sam- starfsmenn þar síðan í sömu fræði- grein eða í aldarfjórðung. Halla hafði þá að baki eins árs sérnám í almennum tannlækningum í Massachusets í Bandaríkjunum og leitaði því tannlæknadeild eftir starfskröftum hennar. Fyrstu árin var hún stundakennari í hlutastarfi ásamt því að stunda almennar tannlækningar á eigin stofu. En hugur Höllu stóð til frekari menntunar. Þegar börnin voru orð- in nægilega stálpuð hleypti hún heimdraganum aftur og hélt til In- diana University, School of Dent- istry í Bandaríkjunum þar sem hún lauk mastersprófi í Operative Dentistry og náði þeim frábæra ár- angri að hljóta einkunnina A í öllum greinunum. Eftir heimkomuna 1984 var hún ráðin í stöðu lektors í tannsjúkdómafræði og hækkaði síðan í stöðu dósents 1997. Hún var afar farsæl í störfum sínum sem kennari og vinsæl meðal nemenda. Hún bar hag stúdenta sinna mjög HALLA SIGURJÓNS ✝ Halla Sigurjónsfæddist í Reykjavík 15. nóv- ember 1937. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 31. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 8. apríl. fyrir brjósti og ósjald- an tók hún beinlínis að sér þá stúdenta sem eitthvað bjátaði á hjá í einkalífi eða námi. Halla hafði mikinn áhuga á félagsmálum og var meðal annars í stjórn Tannlækna- félags Íslands auk margra stjórnunar- starfa við tannlækna- deild. Einnig tók hún virkan þátt í vísinda- og félagsstarfi á al- þjóðavettvangi á sínu fræðasviði. Ég minnist í því sambandi með hlýju og ánægju margra skemmtilegra ferða okkar á fundi til Chicago í fé- lagsskap á sérsviði okkar sem við vorum bæði meðlimir í. Halla Sigurjóns var einstaklega hlý, brosmild og tignarleg kona, virðuleg í fasi og allri framgöngu. Hún var afskaplega traust og trygg vinum sínum og hjálpfús; hún var bara þannig að upplagi. Þá hafði hún ríkan skilning á högum ann- arra. En Halla var fjarri því að vera skaplaus, það vissu þeir sem hana þekktu. Þegar hún sá ástæðu til og málefnin buðu gat hún látið hress- lega til sín taka og talað tæpitungu- laust. En gusturinn stóð sjaldan lengi og sólin skein fljótt aftur, nema kannski helst þegar jafnrétti kynjanna blandaðist í umræðuna en staða kvenna í samfélaginu var henni ekki alltaf að skapi. Halla var líka bæði lagin, listræn og smekkleg eins og allt hennar umhverfi bar vott um. Slíkir hæfi- leikar komu sér að sjálsögðu vel í ævistarfinu við tannlækningar. Hún var líka útivistakona og hafði mikið yndi af allri jarðrækt. Þrátt fyrir starfsframann, vinnu- semina og dugnaðinn var fjölskyld- an henni Höllu allt. Það var með miklu stolti sem hún sýndi okkur starfsfélögunum myndir af nýjasta ömmubarninu aðeins nokkrum dög- um fyrir andlátið, eins og hún hafði reyndar gert áður með öll hin. Í þetta sinn lét hún bara í ljós sér- staka ánægju af að ná því að geta montað sig svolítið því hún vissi best sjálf að hverju stefndi. Gamalt máltæki segir eitthvað á þá leið að það standi enginn lengur en hann er studdur og sannarlega naut Halla stuðnings síns ágæta eigin- manns, Sigurgeirs Kjartanssonar, í lífi og starfi. Saman sköpuðu þau fjölskyldu sinni gott heimili þar sem reisn, dugnaður, hlýtt viðmót og gestrisni hefur borið hróður þess innanlands sem og utan. Ég og fjölskylda mín vottum Sig- urgeiri, Elínu, Aðalsteini og fjöl- skyldum þeirra djúpa samúð. Með söknuði kveð ég góða sam- starfs- og samferðakonu. Megi minningin um Höllu Sigurjóns lifa. Sigfús Þór Elíasson. Traust vinkona, góður kollegi og fyrirmynd mín í mörgu hefur kvatt þennan heim allt of fljótt. Þó við vissum að hverju stefndi, en tíminn er afstæður, með æðru- leysi og styrk hélt hún reisn sinni í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ljúfar minningar og hlýja fylla hugann, þar sem styrkur og stuðn- ingur hennar bera hæst merki, þegar eitthvað bjátaði á var Halla stoð og stytta. Hún átti alltaf öxl til að gráta við, hönd til að hugga og hjarta til að gleðja aðra. Höfum við verið í mörg ár á tann- læknadeild nánar samstarfskonur, við rannsóknir, kennslu og með sömu áhugamál. Gist saman á ráð- stefnum víða um heim, farið á trún- aðarstigið í náttfötum með tappa úr flösku. Búðarölt á milli erinda til að kaupa á börn og barnabörn því Halla var alltaf að gleðja aðra. Halla var yndisleg samferða- kona, glöð, hreinskilin, smekkleg, rausnarleg og mín góða fyrirmynd. Þakklæti og væntumþykja er mér efst í huga um leið og sorgin og söknuðurinn reyna að gera sitt til að fylla tómarúmið sem í mér er. Elsku fjölskylda, Guð blessi ykk- ur og styrki. Inga B. Árnadóttir. Ég ætlaði ekki að skrifa minn- ingargrein um þig. Allavega ekki svona fljótt. Þegar ég frétti í páska- vikunni að heilsu þinni færi hrak- andi, ákvað ég að skrifa þér bréf. Ég vildi segja þér svo margt, sem ég hefði átt að segja fyrir löngu. Bréfið liggur tilbúið til að fara í póst og þá hringir síminn. Mig langaði til að þú vissir hversu mik- ilvæg þú varst okkur tannlækna- nemum. Það var ekki bara vitn- eskja þín um amalgam og komposite, heldur sú fyrirmynd sem þú varst okkur. Þú sýndir okk- ur að það væri hægt að stefna hærra – að það væri hægt að fara í framhaldsnám þrátt fyrir að vera tveggja barna móðir. Og þú sýndir okkur það án þess að segja orð. Einfaldlega með því að vera til staðar. Það er svo margt sem mað- ur skilur ekki fyrr en eftir á. Ég skildi ekki fyrr en ég var sjálf kom- in í mitt framhaldsnám með mína fjölskyldu, í landi þar sem mæður fara ekki í framhaldsnám, hversu mikil áhrif þú hafðir á mig; með því að vera til staðar. Og ég sé það líka alltaf betur hversu nauðsynleg þú varst tannlæknadeildinni. Ekki ein- göngu vegna tannfyllingarinnar, heldur ekki síður vegna annarra viðhorfa og skilnings, sem aðrir hefðu getað tekið sér til fyrirmynd- ar. Þú gladdist, þegar fréttist af barni undir belti, en lagðir ekki til að kvenkyns tannlæknanemar yrðu mataðir á pillunni, til að koma í veg fyrir þunganir í ströngu námi. Þú fylgdist með nemendum þínum og þér stóð ekki á sama, ef eitthvað bjátaði á. Þú stóðst fast á þínu og stundum ein, alltaf með það að leið- arljósi að hjálpa og koma nemend- um þínum á rétta braut. Og svo var bara líka svo gott að þekkja þig. Hvort sem var faglegt spjall eða léttara, þá var návist þín alltaf notaleg. Missir fjölskyldu þinnar er þó mestur; fjölskyldu sem þó er svo rík að hafa átt þig. Ég þakka þér fyrir að hafa verið til staðar. Kristín Heimisdóttir. Á upprisudaginn var hún öll. Bardagahetjan hún Halla mín kvaddi þessa veröld þennan mik- ilvægasta dag kristninnar. Þann táknræna dag sem mannkyni var sýnt á áþreifanlegan hátt að lífið sigrar dauðann. Hetjulund Höllu var ótrúleg. Bjarta, vongóða röddin lýsti sama sterka viljanum, þótt hóstahviður og vaxandi þjáning yrðu æ ásæknari. Aldrei hef ég orð- ið vitni að slíku æðruleysi og sál- arró. Svo óendanlega margt hefði getað verið framundan fannst manni. En mennirnir álykta – Guð ræður. Fyrir því verðum við öll að beygja okkur þótt einatt sé sárt og undan svíði. Það voru líka hetjur allt í kringum Höllu. Sigurgeir, sem sýnt hefur óskiljanlegt þrek, Aðal- steinn og Elín börnin þeirra, tengdabörnin og yndisleg barna- börn auk allra vinanna sem veittu þá blessun sem þeir gátu. Í öllum áttum hlýir straumar. Gæfan sem hún Halla okkar varð aðnjótandi í lífinu var mikil. Það sem hún fékk að njóta var e.t.v. efni í nokkrar mannsævir. En það var heldur ekki síðra sem henni auðn- aðist að veita öðrum. Þar var hún að mínum dómi margra manna maki. Með einlægri þökk fyrir allar skemmtilegu og góðu stundirnar með þessari vænu vinkonu sendum við Kristján Sigurgeiri og ástvinum öllum kveðjur samhygðar og vin- áttu. Minningarnar lýsa sem kyndl- ar á svartri sorgarnótt. En sólin rís að nýju. Auður Guðjónsdóttir. Á morgun er til moldar borin kær vinkona, Halla Sigurjóns, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm. Kynni okkar hjónanna af Höllu og manni hennar Sigurgeir Kjart- anssyni hófust þegar við Sigurgeir glímdum við læknisfræðina, Halla við tannlækningar og Heiður við kennslu. Þau hófu búskap sinn á Leifsgötunni, við hjá tengdamóður minni. Samgangur varð strax mikill heimila okkar og ættmenna. Börnin fæddust og barnagæslan varð gagnkvæm. Þau fylgdu okkur úr hlaði þegar haldið var vestur um haf til sér- náms og við nutum þess að taka á móti þeim þegar þau komu nokkr- um mánuðum síðar. Sigurgeir fór í sérnám í skurðlækningum og Halla hóf síðar framhaldsnám í tann- lækningum. Gagnkvæmar heim- sóknir héldu áfram þótt drjúgur spölur væri á milli heimila. Margs er að minnast frá þessum árum, útilega í þjóðgörðum, skíða- iðkana, jólaboða og rútuferðar Höllu og Heiðar til Íslendinga- byggða í Kanada með barnahópinn. Eftir heimkomu héldu heimsókn- ir áfram á Langholtsveginn þar sem hefð varð fyrir því að vinir kæmu saman á gamlárskvöld, farið var í skíðaferðir með börnin til Ak- ureyrar og sumarferðir með vina- hópi. Þegar litið er til baka eru minn- isstæðustu eiginleikar Höllu dugn- aður hennar, rausn, vinátta, tryggð og hjálpsemi. Ég minnist þess þegar mér gafst tækifæri til að fara á mikilvæga læknaráðstefnu í Brasilíu. Ýmsar aðstæður leyfðu ekki að aðrir úr fjölskyldunni kæmu með. Halla bauð af fyrra bragði að lána fé úr eigin varasjóði til að vera viss um að fjárskortur hamlaði ekki ferð. Til þessa kom þó ekki en þetta sýndi vel hug hennar. Dugnaður hennar og metnaður sýndi sig þegar hún á miðjum aldri tók sig upp frá tannlæknastörfum sínum og kennslu og hélt til frekara sérnáms í tannlækningum í Banda- ríkjunum og lauk mastersprófi. Hún tók síðan aftur til við kennslu við Háskóla Íslands og kenndi þar allt að síðustu vikum fyrir andlát sitt. Hún var mikilvirk við rann- sóknarstörf og eftir hana liggja greinar í virtum erlendum vísinda- ritum, sem vitnað er til af öðrum fræðimönnum. Hún gat verið stolt af því að börn hennar, Aðalsteinn og Elín, hafa fetað í fótspor móður sinnar í vís- indastörfum og kennslu. Fjöldskyldan vottar Sigurgeiri, börnunum og fjölskyldum þeirra sína dýpstu samúð. Birgir Guðjónsson. Vináttan og væntumþykjan eru á margan hátt kyndugar skepnur. Þær virðast stundum liggja í hvíld og bíða átekta en vera til staðar þegar á reynir. Alltof langur tími leið á milli samfunda okkar við þau Höllu og Sigurgeir en vináttan var alltaf jafnsterk og ánægjan jafn- mikil þegar við hittumst. Þær voru alla tíð miklar vinkon- ur Elín móðir Höllu og Þorgerður móðir mín og sú vinátta virðist hafa smitast til okkar frændsystkinanna sem höfum alltaf verið góðir vinir og á margan hátt eins og systkini enda bara tveggja ára aldursmunur á okkur. Á bernskuárum okkar bjuggu þær mæðgur á Leifsgötunni og síð- ar í Eskihlíð en móðir mín á Loka- stígnum ásamt sonum sínum tveim- ur. Var því stutt að fara og mikill samgangur milli heimilanna og m.a. voru jóla- og páskaboð fastur liður. Árum saman fóru þær frænkur í messu árla á páskadagsmorgni og komu svo í morgunkaffi á Lokastíg- inn á eftir. Nokkur sumur vorum við saman í sveit hjá frændfólkinu að Hrauni í Ölfusi þar sem við und- um hag okkar vel. Oft hefur verið brosað að myndinni sem tekin var hjá ljósmyndara af okkur Höllu þar sem bindið sem mér hafði áskotn- ast lék aðalhlutverkið og mikið var lagt upp úr að sæist vel. Þá höfum við líklega verið u.þ.b. sex og átta ára. Samband þeirra mæðgnanna var einstakt og lengst af bjuggu þær í sama húsi og höfðu stuðning hvor af annarri. Ekki síður nutu Sigur- geir og barnabörnin umhyggju El- ínar þegar þau komu til sögunnar. Það kom eins og af sjálfu sér að Halla yrði tannlæknir fjölskyldunn- ar að loknu námi. Það verður tóm- legt að koma á stofuna í framtíðinni án þess að hitta hana og fá hlýlegt faðmlag og skemmtilegt rabb í leið- inni. Þann tíma sem þær unnu sam- an Halla og Hjördís Þorfinnsdóttir var stundum hlegið svo mikið og blaðrað að erfitt var að athafna sig við tannviðgerðirnar. Í stað þess að kvíða tannlæknisferðunum urðu þær tilhlökkunarefni. Gott innlegg í umræðuna kom svo oft frá Gunn- laugi kollega Höllu á stofunni. Tvisvar fórum við hjónin með þeim og fleirum í skíðaferð til Aust- urríkis. Þær ferðir voru einstak- lega ánægjulegar og nánast ógleymanlegar, jafnvel fyrir þann sem aldrei fer á skíði. Vegna ótíma- bærs fráfalls Höllu varð aldrei af því að hún heimsækti okkur á Snæ- fellsnesið eins og svo oft hafði verið rætt um. Vonandi bætir fjölskylda hennar úr því. Það er einhvern veginn óhugs- andi að Halla sé fallin frá svo fljótt. Hún var sú sterka sem alltaf var hægt að leita til og fá hjá góð ráð og stuðning. Hún átti líka svo mörgu ólokið og mikið að lifa fyrir. En auðvitað vitum við öll að um það er því miður ekki spurt og kallinu verðum við að hlýða þegar það kemur hversu óréttlátt sem það sýnist. Við kveðjum kæra vinkonu með sorg í hjarta. Sigurgeiri, Aðalsteini og Elínu, tengdabörnum og barnabörnum vottum við innilega samúð okkar og fjölskyldunnar. Jóhann Hálfdanarson og Vilhelmína Salbergsdóttir. Sumum er gefin sú náðargjöf að þeir stækka samferðamennina og allt umhverfi sitt. Þannig kona var Halla. Það var fjölskyldu minni og mér mikil gæfa þegar við kynnt- umst Höllu og fjölskyldu hennar vestur í Bandaríkjunum fyrir lið- lega þrjátíu árum. Kunningsskap- urinn þróaðist í vináttu og vænt- umþykju sem aldrei kom brestur í. Á gleði- og hátíðastundum fjöl- skyldu minnar voru Halla og Sig- urgeir efst á blaði. Svo nálæg var Halla börnum mínum og okkur hjónunum. Þegar þústnaði að og sorgin vitjaði okkar voru þau Halla og Sigurgeir öruggir vinir sem hvikuðu ekki. Þeir sem hafa átt góðan vin eins og Höllu eru ríkir og mikill er missir þeirra. Og nú ríkir í huganum sorg sem er helguð af væntumþykju og djúpum söknuði eftir genginn vin. Hugurinn kallar fram mynd af konu sem Halldór Laxness gaf líf. Þegar hún hafði fylgt börnum sínum til grafar „gekk hún síðan aftur heim til að elska þá sem lifðu. Í þessu húsi ríkti elskan. Þannig var mannlífið að eilífu stærst“. Ég fel mína kæru vinkonu og ástvini hennar á vald þeim guði er hefur sólina skapað. Í einlægni og þökk. Bryndís Víglundsdóttir. Ég var heppin. Fyrir 20 árum kom ég frá Víetnam til Íslands til þess að giftast unnusta mínum sem kom hingað sem flóttamaður árið 1979. Haustið 1984 kynntist ég Höllu Sigurjóns. Hún réð mig til þess að koma vikulega og vinna heimilisstörf hjá sér á Langholts- veginum. Þá var dóttir mín 10 mán- aða og bauð hún mér að hafa hana með mér svo ég gæti séð um hana meðfram vinnunni. Heimilisbrag- urinn var í alla staði góður og vinn- an ánægjuleg. Elín, móðir Höllu, bjó þá á neðri hæðinni. Hún var líka yndisleg kona, kom oft með nýbakaða köku og hressingu upp þegar ég var um það bil að ljúka vinnunni. Svo prjónaði hún leista og vettlinga á börnin mín og færði okkur. – Hún var alltaf svo hlý í viðmóti. Halla varð vinur minn. Við töl- uðum oft lengi saman og þótt hún væri hlaðin verkefnum gaf hún sér tíma til þess að hlusta á mig, skilja mig og gefa mér góð ráð. Mér þótti gott að leita til hennar þegar ég átti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.