Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ FEGURÐARSAMKEPPNI Vest- urlands 2002 var haldin í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. Í tilefni þess að keppnin var haldin í 10. skipti var ákveð að halda tvöfalda keppni í ár. Var uppselt á keppn- ina og kom fjöldi gesta til að styðja sitt fólk. Silja Allansdóttir á Akra- nesi hefur verið framkvæmda- stjóri keppninnar öll árin. Alls voru þátttakendur 16, 8 piltar og 8 stúlkur. Davíð Hlíðkvist Ingason, Grund- arfirði, lenti í 3. sæti og var líka kosinn vinsælasti keppandinn. Í öðru sæti var Sigmar Sigfússon frá Hellissandi og herra Vesturland, var kosinn Elís Bergmann Blængs- son frá Borgarnesi, en hann var einnig kostinn ljósmyndamódel, og sportlegasti maður keppninnar. Guðrún Birna Kristófersdóttir úr Innri-Akraneshreppi lenti í 3. sæti og var hún einnig sportleg- asta stúlka keppninnar, í öðru sæti var Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, sem einnig var valin ljósmyndamódel Vesturlands. Fegurðardrottning Vesturlands árið 2002 varð Anna María Sigurðardóttir frá Akra- nesi. Morgunblaðið/Alfons Í fyrsta sæti urðu Anna María Sigurðardóttir frá Akranesi og Elís Bergmann Blængsson frá Borgarnesi. Tvöföld feg- urðarkeppni Ólafsvík STOFNANIR og fyrirtæki á Akra- nesi tóku þátt í svokölluðum „Gesta- gangi“ á Akranesi á dögunum og buðu til sín gestum víðsvegar af land- inu. Stjórn hins nýstofnaða Markaðs- ráðs Akraness ákvað að eitt af fyrstu verkefnum sínum yrði að standa fyrir fyrirtækjaheimsóknum til Akranes föstudaginn 12 apríl. Ætlunin með slíkri dagskrá var að aðildarfélagar ráðsins sem eru fyrirtæki og stofn- anir á Akranesi byðu til sín fulltrúum eins eða fleiri fyrirtækja og kynntu þeim starfsemi sína og hvað þeir hefðu fram að færa. Auk þessa voru fyrirtækin opin almenningi, bæði gestum og bæjarbúum á Akranesi. Talið er að um 200 gestir hafi komið gagngert til Akraness í þessu tilefni og um 20 fyrirtæki tóku þátt í dag- skránni. Almennt þótti þessi dagur takast mjög vel og átti gott veður stóran þátt í því. Akraneskaupstaður var þátttak- andi í Gestaganginum og bauð bæj- arstjórnin af því tilefni bæjarstjórn Borgarbyggðar í heimsókn. Á fundi bæjarstjórnanna var rætt samstarf í víðum skilningi, svo og málefni sem tengjast báðum byggðarlögunum beint og óbeint. Má þar nefna málefni Grundartangarhafnar og framtíðar- sýn hennar, heilbrigðiseftirlit Vest- urlands, Sjúkrahús og heilsugæslu- mál, Fjölbrautaskóla Vesturlands, almenningssamgöngur og fleira. Þá kom til umræðu samvinna á ýmsum sviðum og framtíðarsýn varðandi sameiningu sveitarfélaga. Þessi fundur þótti mjög gagnlegur og allir á einu máli um að góður flötur væri á frekari samvinnu. Í gildi er samstarfssamningur milli byggða- laganna og hafa bæjarráð þeirra fundað áður, en þetta er í fyrsta skipti sem bæjarstjórnirnar koma saman fullskipaðar. Stefnt er að því að fleiri slíkir sam- ráðsfundir verði haldnir á næstu misserum. Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Gestagangur á Akranesi Akranes Bæjarstjórn Borgarbyggðar færði Akraneskaupstað fallegt listaverk að gjöf. Forseti bæjarstjórnar Akraness, Sveinn Kristinsson, tekur við því úr hendi forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar, Guðrúnar Jónsdóttur. KRISTÍN Hjálmarsdóttir á Dalvík vinnur í fiski eins og margir á þeim stað. Hún var að vinna við kútmaga þegar hún fann torkennilegan hlut í maga eins þorsksins. Það tók nokkra stund að ná þessum hlut úr maganum en þá kom í ljós að hér var á ferðinni dós undan ónefndu íslensku öli. Dósin var vel krumpuð og þarna aðeins um helmingur hennar. Hvað varð um innihaldið eða hinn helminginn fylgir ekki sögunni enda er besta að lofa ímyndunaraflinu að njóta sín. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Ölkær þorskur Dalvík BISKUP Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, vísiterar Borgarfjarð- arprófastsdæmi nú í aprílmánuði. Vísitasían hófst formlega með messu í Hallgrímskirkju í Saurbæ á annan páskadag og stendur allt til 26. apríl nk. Biskup heimsækir tíu skóla, dvalarheimili og sambýli í héraðinu og hittir sóknarnefndir og fundar með prestum. Samtals heldur hann 25 guðsþjónustur og helgistundir og sérstaklega eru foreldrar hvatt- ir til bjóða börnunum með í kirkju- athafnirnar. Þar mun biskup tala við börnin, blessa þau og afhenda þeim kross til minja um skírn þeirra og lífshjálpina í Jesú Kristi. Heimsækir einnig fjölmarga vinnustaði í héraðinu Biskup heimsækir einnig fjöl- marga vinnustaði í héraðinu. Með- fylgjandi mynd er frá heimsókn hans í Vírnet Garðastál hf. í Borg- arnesi en þangað kom biskup eftir heimsókn í Viskiptaháskólann á Bifröst. Stefán Logi Haraldsson tók á móti biskupi ásamt fylgdar- liði og sagði í stuttu máli frá fyr- irtækinu, framleiðslu og rekstri þess, og sýndi jafnframt húsa- kynni. Ferðinni var síðan heitið á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Fjórða vísitasía Karls Sigurbjörnssonar biskups Þetta er fjórða vísitasía Karls Sigurbjörnssonar í embætti bisk- ups Íslands. Vísitasíur eða heim- sóknir biskupa hafa tíðkast frá upphafi kristni hér á landi sem annars staðar. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að hvetja og örva allt líf og starf safnaða og vera til stuðnings prestum og öðru starfs- fólki kirkjunnar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Arnar Sigurðsson, Kristín Guð- jónsdóttir og Stefán Logi Haraldsson. Biskup vísiterar í Borgarfjarð- arprófastsdæmi Borgarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.