Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 57 Rýmingarsala á ANTIK Laugavegi 101, s mi 552 8222. Opið mánudag-laugardags frá kl. 11-18 Verslunin flytur Allt að 50% afsláttur Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.00 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík HÖFUÐVANDAMÁLI mannlegr- ar tilvistar lýsir Páll postuli með svofelldum orðum: „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég“ (Róm. 7, 19). Með öðrum orðum: vandinn felst í misræminu milli hinnar betri vitundar vorrar ann- ars vegar og breytni og hugsunum daglegs lífs vors hins vegar. Rót vandans er meðvitundarleysi í daglegu lífi. Í rás hversdagsins erum við flest ekkert annað en knippi af vélrænum, áunnum skil- yrðingum og því verður breytnin sífellt hjakk í hjólförum gömlu eðl- isgallanna, í stað þess að vera slétt- ur og beinn vegur fyrir það sem vitum æðst og fegurst á okkar bestu stundum. Lausn vandans er fullkomin meðvitund í daglegu lífi. Við öll skilyrði ætti að: 1. Stoppa sig af áður en brugðist er við aðstæðunum og beina athyglinni að sjálfum sér eða sjálfri. 2. Finna ró í tilfinningum. 3. Finna ró í huga. 4. Láta huga, tilfinningar og breytni endurspegla það sem vitundin veit sannast og best. Athugasemdir: – Skrefin verða að vera í ofan- greindri röð. Ekki er til neins að fást við hugann ef tilfinning- arnar eru á þeytingi og með öllu er vonlaust að láta ókyrran huga og órólegar tilfinningar spegla hið æðsta í vitundinni. Muna: fyrst finna ró í tilfinn- ingum – síðan finna kyrrð í huga – loks spegla hið æðsta. – Ekki sóa tíma þínum í að kryfja tilfinningarnar og hugs- anirnar eða reyna að beisla þær. Farðu í gegnum þær og beint í þögnina sem undir býr. Ekki kyrra – finndu kyrrðina. – Ofangreindar ráðleggingar verður að iðka hverja einustu sekúndu hvers einasta dags! Vandinn er ekki sá að skilja þessar hugmyndir (hvaða barn sem er væri fært um það) – vandinn er að fylgja þeim eftir allar stundir og gleyma því aldrei. – Ágætt er að teikna eitthvert tákn á áberandi stað á hendinni til að minna sig á skrefin, ef maður skyldi hafa gleymt þeim. Að lokum fylgja nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga eftir að búið er að kyrra tilfinningar og huga: – Eftirsjá, áhyggjur, óþolinmæði og aðrar kenndir í þá veru eru ekki til neins, eins og allir geta gengið úr skugga um með ofur- lítilli umhugsun. Haltu ætíð þínu striki eðlilega og áreynslulaust. Lærðu af mis- tökum þínum og skipulegðu framtíð þína rétt eins og um reiknidæmi í skóla væri að ræða. –Minnimáttarkennd og yfirlæti eru heimskulegustu kenndir sem hægt er að ala með sér. Minnkar þú þótt aðrir stækki? Stækkar þú þótt aðrir smækki? Að sjálfsögðu ekki – þú ert ennþá nákvæmlega sama mann- eskjan! Eina leiðin til að vaxa er að vaxa. – Hvernig skal vaxa? Gefðu gaum að rósinni. Ekki sækist hún eftir vexti en hún vex nú samt. Ekki þýðir að toga hana upp en ef hún er látin í friði og rætur hennar vökvaðar vex hún sjálf. Farðu eins að og rós- in: vökvaðu rætur þínar með því að fylgja ætíð þinni bestu vitund og láttu vöxtinn sjá um sig sjálfan. – Hugsaðu ekki um hvað atburð- irnir merkja í sjálfum sér – þeir merkja ekkert annað en það sem þér tekst að lesa út úr þeim. Hugmyndaflug þitt, innsæi og útsjónarsemi eru einu takmarkanirnar. – Hollast er að líta svo á að erf- iðleikar mæti þér eingöngu til að láta reyna á dyggðir þínar. Þegar bylurinn öskrar sem hæst ættu sálarvötnin að vera sem kyrrust. – Hvað stoða væntingar og fyr- irætlanir annarra fyrir þína hönd? Bílnum verður ekki stýrt utanfrá, hversu vel sem áhorf- endurnir vilja. – Hvað stoðar þráin? Músin verður ekki fíll þótt hún þrái það til eilífðarnóns. En með því að vaxa í samræmi við sín eigin eðlislögmál getur hún orðið nokkuð góð mús. –Þráðu ekkert. Njóttu alls. Veldu það sem þín besta vitund nýtur mest. Kærar þakkir fyrir tíma þinn, lesandi góður, og megir þú alltaf gera hið góða sem þú vilt. KÁRI AUÐAR SVANSSON fulltrúi, Leirubakka 24, Reykjavík. Breyskleikavarnir Frá Kára Auðar Svanssyni: HINN 14. mars skrifar Helgi Sæ- mundur Helgason heimspekingur ágæta svargrein við skrifum mín- um um hvort kirkjan boði hind- urvitni. Þar reynir hann að verja þjóðkirkjuna gagnrýni minni án þess þó að sýna á nokkurn hátt fram á að ég hafi rangt fyrir mér. Mig langar í því sambandi að benda á fáein atriði: Helgi reynir að ógilda þá full- yrðingu mína, að það sem trúmenn kalli „sköpunarverk“ hafi að stærstu leyti verið skýrt mekan- ískum skýringum, með þeirri stað- hæfingu að þeir hinir sömu leggi aðra merkingu í orðið „sköpunar- verk“ en ég. Mér sýnist hér vera um „átyllurökvillu“ (straw-man) að ræða, því ekki er ráðist á málflutn- ing minn heldur einhverja sér- smíðaða útgáfu af honum. Það mátti þó ljóst vera við hvað ég átti. En gott og vel, ég skal umorða fullyrðinguna: Vísindunum hefur í megindráttum tekist að skýra heiminn mekanískum skýringum. Allar fullyrðingar um tilhlutan yf- irnáttúrlegra afla við gerð og stjórnun hans eru óþarfar, mek- anískar skýringar nægja. Allt slíkt tal verður því að telja getgátur og sé slíkt boðað sem sannleikur má flokka það undir hindurvitni. Helgi segir: „Náttúruvísindin kenna okkur að Guð skapaði ekki heiminn eins og trésmiður smíðar stól. En þar með er ekki sjálfgefið að heimurinn sé ekki sköpunar- verk Guðs.“ Þetta er hárrétt hjá Helga, en hann verður þó að muna að um leið er ekki heldur sjálfgefið að heimurinn sé skapaður. Slíkar órökstuddar tilgátur er því ekki hægt að bera á borð sem einhvern sannleik, þær byggja á fáfræðinni einni saman. Og hér duga engin „hjartans rök“. Þó slík innri sannfæring geti gagnast hverjum og einum við ákvarðanatöku í daglegu lífi er ekki hægt að tefla henni fram í rökræðum. Ég skil ekki af hverju heimspekingurinn er að kynna slíkt hugtak til sögunnar, svo loft- kennt sem það er og illa til þess fallið að nota í samræðu sem þess- ari. Vísindin boða ekki að útilokað sé að til séu yfirnáttúrleg öfl, en nið- urstöður þeirra hingað til hafa gert þær fullyrðingar trúarbragð- anna ósannfærandi. Og Helgi get- ur ekki snúið bakinu við því að kirkjan boðar yfirnáttúrlegan skapara, yfirnáttúrlegt eilíft líf eft- ir dauðann og dóm yfir yfirnátt- úrlegum sálum manna. Þessi boð- skapur er arfleið gamallar rakalausrar heimsmyndar og úr öllum takti við þá vitneskju sem við búum yfir í dag. Helgi spyr: „Hvernig getur [trú- maðurinn] t.d. rökstutt það vís- indalega að Guð hafi skapað heim- inn? Á móti kann trúmaðurinn að spyrja hvort kristin trú snúist yf- irhöfuð um það að rökstyðja þetta vísindalega.“ Ég svara: Nei, það er ekki hlut- verk hennar. Og það er einmitt þetta atriði sem gerir hana að boð- bera hindurvitna, því engin við- urkennd sannindi eða rökstuðning- ur liggur henni til grundvallar. Hún byggir á fávisku en er samt sem áður boðuð sem sannleikur. Auk þess er það rangt hjá Helga að ég hafi krafist þess að trúmenn rökstyðji trú sína vísindalegum rökum. Ég var ekki að því heldur benti ég einungis á að séu engin rök tiltæk verði boðskapurinn að skoðast sem bábiljur. Þetta gildir ekki bara um kristindóminn heldur öll þau tilvik þar sem yfirnátt- úruskýringar eru boðaðar sem sannleikur án þess að vera und- irbyggðar rökum. Grein sína endar Helgi á að hugga presta þjóðkirkjunnar með því að röksemdum mínum sé í raun ekki beint gegn þeim. Þetta er auðvitað rangfærsla, röksemdir mínar beinast gegn hverjum þeim sem skýrir heiminn yfirnáttúru- skýringum. Og það þarf ekki ann- að en fara með trúarjátninguna til að sjá að einmitt þetta gerir ís- lenska þjóðkirkjan. En ef til vill leggja Helgi og trú- mennirnir aðra merkingu í orðið hindurvitni en ég. Merriam-Webs- ter orðabókin skýrir hugtakið su- perstition svo: Trúarkenning sem sprettur af fáfræði, ótta við hið ókunna ellegar tiltrú á töfra (be- liefs based on ignorance, fear of the unknown, or trust in magic). Sé kristindómurinn skoðaður sést ljóslega að hann fellur undir allt þetta. Helsta röksemd mín fyrir því að kirkjan boði hindurvitni liggur klárlega í skilgreiningunni: Trúarkenning sem sprettur af fá- fræði. BIRGIR BALDURSSON, Hverfisgötu 84, Reykjavík. Já, kirkjan boðar bábiljur Frá Birgi Baldurssyni: Í LESENDABRÉFI í mars birtist grein eftir Þorstein Pétursson kenn- ara, þar sem hann rekur sérkenni- lega málþróun í notkun fleirtölu- orða. Í útvarpsþætti nokkru áður heyrði ég samtal manna og þá kom Árni Matthíasson óvart inn á þessa málþróun með eftirfarandi hætti og sennilega orðrétt eftir honum haft þar sem hann talaði um: „… tvöldun á traffikkum á tíu mánaða fresti …“ Þá fannst mér að framhaldið gæti verið: „Þetta er eftir atvikum orða- leppur mesti.“ Vinsamlegast haldið vörð um mál- notkun okkar og vinnið gegn mis- notkun um leið og eðlileg þróun fær að dafna. HJÖRTUR ÞÓRARINSSON, Selfossi. Tvöldun á traffikkum Frá Hirti Þórarinssyni: FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.