Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM HELGINA opnuðu Sjálfstæð- isflokkurinn og Reykjavíkurlistinn kosningamiðstöðvar sínar vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Lifandi tónlist, skemmtiatriði og veitingar voru á boðstólum hjá báð- um framboðum. Björn Bjarnason, borgastjóra- efni D-listans, ávarpaði gesti við opnun miðstöðvarinnar í Skaftahlíð 24 á laugardag og hið sama gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri þegar kosningamiðstöð R- listans var opnuð á sunnudag í Túngötu 6 í Grjótaþorpi. Fjöldi gesta lagði leið sína á kosningamistöðvarnar við opnun þeirra. Að sögn talsmanna flokkanna er reiknað með því að kosningabar- áttan fyrir borgarstjórnarkosning- arnar fari nú á fullt skrið. Fram- bjóðendur munu á næstunni fara út á meðal kjósenda til að kynna stefnumál flokkanna. Kosning- arnar fara fram laugardaginn 25. maí. Morgunblaðið/Golli Gestir, frambjóðendur og fréttamenn hlýða á ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp við opnunina. Kosninga- miðstöðvar opnaðar um helgina Á SÍÐUSTU 12 mánuðum hafa lyf hækkað í verði um 13,7% sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 7,5%. Stærstan hluta hækkunarinnar má rekja til reglugerðabreytinga sem tók gildi um áramót. Ingolf Petersen, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, telur hins vegar að ákvarðanir stjórnvalda skýri þessar breytingar ekki til fulls og að apótekin hafi ver- ið að lækka afslætti til sjúklinga. Lyf halda áfram að hækka Ingolf sagði að um áramót hefðu verið gerðar breytingar á reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði, en þær fólu í sér að allar viðmiðunarupphæðir vegna endurgreiðslna Tryggingastofnunar ríkisins voru hækkaðar til samræm- is við verðlag, en upphæðunum var síðast breytt fyrir tæplega tveimur árum. Breytingarnar þýddu að kostnaður einstaklings vegna lyfja- ávísunar á algengustu lyf jukust um10%, en breytingin var mismun- andi eftir verði lyfs. Greiðsluþak elli- og örorkulífeyrisþega fyrir B- merkt lyf hækkaði um 100 krónur, fór úr 950 í 1.050 krónur á lyfja- ávísun, sem er 10,5% hækkun. Veruleg hækkun varð á lyfjaverði um áramót eftir að reglugerðar- breytingin tók gildi, en hækkunin hefur hins vegar haldið áfram síðan. Hækkunin á síðustu þremur mán- uðum er 2% sem er nokkuð umfram almennt verðlag. Athyglisvert er einnig að nokkur hækkun mældist í visitölunni um mitt síðasta ár áður en gengislækkunin hófst og án þess að nein breyting yrði hjá stjórnvöld- um og á kostnaðargreiðslum. „Lyfsalar segjast ekki hafa lækk- að sína afslætti til sjúklinga. En ef þeir reikna sína afslætti í krónum, sem þeir gera, þá lækkar prósentu- talan sem fólk fær í afslátt þegar sama krónutala er veitt í afslátt prósentureiknað af hærri tölu. Þetta er því svolítill leikur að orð- um. Ef horft er á neysluverðsvísitöl- una verður ekki betur séð en að af- slættirnir hafi verið að lækka,“ sagði Ingolf. Ingolf sagði að gengið hefði ein- hver áhrif á lyfjaverð og það væri erfitt að sjá hvenær gengisáhrifin kæmu inn í vísitöluna. Hins vegar værum við með hámarksverð í ís- lenskum krónum og því hefðu geng- isbreytingar ekki jafnrík áhrif og áður þegar lyfjaverð var skráð í er- lendri mynt. Þorri lyfja væri í dag skráður í íslenskum krónum. Allar breytingar á verði þyrfti að bera undir lyfjaverðsnefnd. Að mati ASÍ, sem staðið hefur fyrir verðkönnunum á lyfjaverði að undanförnu, hefur öll hækkunin á lyfjaverði sem varð um áramót vegna breytinga á reglugerð farið út í verðlagið. Apótekin hafi ekki tekið neitt á sig. „Ef skoðaðar eru breytingar á lyfjahluta vísitölu neysluverðs kemur í ljós að breyt- ingin frá nóvember 2001 til mars 2002 er 10,6%. Munurinn á milli desember 2001 og janúar 2002, þeg- ar breytingin á reglugerðinni tekur gildi, er 7,5%, en vísitalan hefur far- ið hækkandi frá því í desember á síðasta ári. Í hverjum mánuði kem- ur út opinber lyfjaverðskrá sem lyfjaverð mánaðarins er miðað við. Ef borið er saman verð á þeim lyfj- um sem voru í könnuninni í verðskrá nóvember annarsvegar og verðskrá mars hinsvegar, kemur í ljós að minniháttar breytingar hafa verið á verðskránni á þessu tímabili og allar til lækkunar. Það virðist því vera að breyting- arnar sem urðu um áramótin hafi lent á sjúklingum en apótekin hafi ekki tekið neitt af breytingunni á sig,“ segir í fréttatilkynningu ASÍ. Lyf hafa hækkað um 13,7% á 12 mánuðum                                                     VERIÐ er að leggja lokahönd á uppgjör vegna framkvæmda við Smáralind. Viðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði milli aðalverktakans, Ístaks, og forráðamanna verslanamið- stöðvarinnar. Ágreiningur hef- ur verið um viðbótarkröfur vegna verksamnings, en að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralind- ar, hafa aðilar verið að nálgast hvor annan í samkomulagsátt. Loftur Jón Árnason, yfir- verkfræðingur hjá Ístaki, segir einnig að ágætlega hafi gengið á síðustu mánuðum að komast að samkomulagi. Um sé að ræða flókið uppgjör, enda verk- ið stórt í sniðum. „Tíminn hefur verið notaður vel að undanförnu. Viðfangs- efnin sem nú eru til úrlausnar eru af allt annarri og minni stærðargráðu en áður,“ sagði Pálmi. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu hjá talsmönnum Smáralindar að kostnaður við verkið hafi farið um 10% fram- úr þeirra áætlunum, en skrifað var undir samning við Ístak upp á 5 milljarða króna, að meðtöldum virðisaukaskatti, í maí árið 2000. Uppgjör við Ístak langt komið Smáralind BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, er ósammála Davíð Oddssyni for- sætisráðherra um að af tæknilegum ástæðum væri ekki mögulegt að sækja um aðild að Evrópusamband- inu fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Davíð hélt því fram, meðan á heim- sókn hans í Noregi stóð, að ekki væri tæknilega mögulegt að sækja um aðild að ESB fyrr en eftir fimm ár, því fyrst þyrfti að breyta ís- lensku stjórnarskránni og til þess þyrfti tvennar kosningar. Þ.a.l. væri aðild að loknum viðræðum og þjóð- aratkvæðagreiðslu ekki möguleg fyrr en árið 2010. Bryndís vék að þessu í erindi sem hún flutti á ráðstefnu norsku Evrópusamtakanna í Noregi sl. laugardag, þar sem hún gerði grein fyrir stöðu Evrópuumræðunnar á Íslandi. Bryndís sagði það rétt að breyt- ingar á stjórnarskrá krefðust sam- þykkis tveggja þinga, en ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að gera það með þeim hætti að breytingin tæki gildi haustið 2003. Benti hún einnig á að margir væru þeirrar skoðunar að gera þyrfti breytingar á stjórnarskrá hvort sem er vegna EES-samningsins. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn að það væri grundvallarmisskilningur hjá for- sætisráðherra að breyta þyrfti stjórnarskránni áður en lögð yrði fram umsókn um aðild að ESB. Hugsanleg skilaboð í næstu kosningum „Ef það væri pólitískur vilji fyrir hendi í dag um að fara út í þetta mætti leggja frumvarp fyrir þingið strax á næsta haustþingi og af- greiða það frá Alþingi næsta vor og nýtt þing sem kemur saman haustið 2003 samþykkti það svo á nýjan leik. Ég á hins vegar ekki von á að það sé pólitískur vilji fyrir þessu á meðan Davíð Oddsson er forsætis- ráðherra,“ segir hún. Bryndís bendir á að ef pólitískur vilji verði fyrir hendi um að sótt verði um aðild að ESB eftir þing- kosningarnar næsta vor sé vel hægt að gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir á mun styttri tíma en Davíð hafi haldið fram. Byrjað yrði á samningaviðræðum um hugsanlega aðild og ekki yrðu gerðar breytingar á stjórnarskrá fyrr en samningsdrög lægju fyrir. Þau yrðu svo að sjálfsögðu lögð fyr- ir þjóðina. Sá möguleiki væri fyrir hendi að rjúfa þing áður en kjör- tímabilið er liðið til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá. „Þetta kjörtímabil væri þá mjög sérstakt fyrir þær sakir að þá væri verið að bera undir þjóðina samn- inginn og um leið stjórnaskrár- breytinguna. Síðan yrði þingið sem kæmi saman þar á eftir að sam- þykkja breytinguna,“ segir hún. „Þetta er bara spurning um póli- tískan vilja. Það er ljóst að hann er ekki fyrir hendi í dag en það gæti breyst eftir kosningar. Ef Samfylk- ingin setur Evrópusambandsaðild á dagskrá eftir póstkosninguna í haust, ef Framsóknarflokkurinn fer í svipaða átt og ef þessir tveir flokkar fá svo verulegan tilstyrk í næstu kosningum eru það auðvitað ákveðin skilaboð frá þjóðinni,“ segir hún. Bryndís sagðist í erindinu í Nor- egi sjálf vera þeirrar skoðunar að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB ef viðunandi samkomulag næðist um sjávarútvegsmálin, þar sem tryggt yrði að Íslendingar héldu eigin stjórn á fiskimiðunum í kringum landið. „Ég dró fram á fundinum að auðvitað veltur fram- haldið mikið á því hvernig næstu kosningar fara. Mér sýnist orðið al- veg ljóst að kosningarnar munu að miklu leyti snúast um Evrópumálin. Þau eru greinilega á dagskrá ís- lenskra stjórnmála og ef stjórn- málamennirnir vilja ekki heyra það er það að minnsta kosti krafa sem hefur komið frá atvinnulífinu, eink- um Samtökum iðnaðarins, og ég tel að það sé áhugi víðar í atvinnulífinu á að skoða þetta í alvöru, m.a. hvað það myndi til dæmis skila atvinnu- lífinu ef við tækjum upp evruna. Margir spá því líka að Alþýðusam- band Íslands muni taka upp já- kvæða afstöðu til aðildar á fundi sambandsins í haust,“ segir hún. Bryndís Hlöðversdóttir segir að undirbúningur ESB-aðildar þurfi ekki að taka mörg ár Spurning um pólitískan vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.