Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM HELGINA opnuðu Sjálfstæð- isflokkurinn og Reykjavíkurlistinn kosningamiðstöðvar sínar vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Lifandi tónlist, skemmtiatriði og veitingar voru á boðstólum hjá báð- um framboðum. Björn Bjarnason, borgastjóra- efni D-listans, ávarpaði gesti við opnun miðstöðvarinnar í Skaftahlíð 24 á laugardag og hið sama gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri þegar kosningamiðstöð R- listans var opnuð á sunnudag í Túngötu 6 í Grjótaþorpi. Fjöldi gesta lagði leið sína á kosningamistöðvarnar við opnun þeirra. Að sögn talsmanna flokkanna er reiknað með því að kosningabar- áttan fyrir borgarstjórnarkosning- arnar fari nú á fullt skrið. Fram- bjóðendur munu á næstunni fara út á meðal kjósenda til að kynna stefnumál flokkanna. Kosning- arnar fara fram laugardaginn 25. maí. Morgunblaðið/Golli Gestir, frambjóðendur og fréttamenn hlýða á ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp við opnunina. Kosninga- miðstöðvar opnaðar um helgina Á SÍÐUSTU 12 mánuðum hafa lyf hækkað í verði um 13,7% sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 7,5%. Stærstan hluta hækkunarinnar má rekja til reglugerðabreytinga sem tók gildi um áramót. Ingolf Petersen, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, telur hins vegar að ákvarðanir stjórnvalda skýri þessar breytingar ekki til fulls og að apótekin hafi ver- ið að lækka afslætti til sjúklinga. Lyf halda áfram að hækka Ingolf sagði að um áramót hefðu verið gerðar breytingar á reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði, en þær fólu í sér að allar viðmiðunarupphæðir vegna endurgreiðslna Tryggingastofnunar ríkisins voru hækkaðar til samræm- is við verðlag, en upphæðunum var síðast breytt fyrir tæplega tveimur árum. Breytingarnar þýddu að kostnaður einstaklings vegna lyfja- ávísunar á algengustu lyf jukust um10%, en breytingin var mismun- andi eftir verði lyfs. Greiðsluþak elli- og örorkulífeyrisþega fyrir B- merkt lyf hækkaði um 100 krónur, fór úr 950 í 1.050 krónur á lyfja- ávísun, sem er 10,5% hækkun. Veruleg hækkun varð á lyfjaverði um áramót eftir að reglugerðar- breytingin tók gildi, en hækkunin hefur hins vegar haldið áfram síðan. Hækkunin á síðustu þremur mán- uðum er 2% sem er nokkuð umfram almennt verðlag. Athyglisvert er einnig að nokkur hækkun mældist í visitölunni um mitt síðasta ár áður en gengislækkunin hófst og án þess að nein breyting yrði hjá stjórnvöld- um og á kostnaðargreiðslum. „Lyfsalar segjast ekki hafa lækk- að sína afslætti til sjúklinga. En ef þeir reikna sína afslætti í krónum, sem þeir gera, þá lækkar prósentu- talan sem fólk fær í afslátt þegar sama krónutala er veitt í afslátt prósentureiknað af hærri tölu. Þetta er því svolítill leikur að orð- um. Ef horft er á neysluverðsvísitöl- una verður ekki betur séð en að af- slættirnir hafi verið að lækka,“ sagði Ingolf. Ingolf sagði að gengið hefði ein- hver áhrif á lyfjaverð og það væri erfitt að sjá hvenær gengisáhrifin kæmu inn í vísitöluna. Hins vegar værum við með hámarksverð í ís- lenskum krónum og því hefðu geng- isbreytingar ekki jafnrík áhrif og áður þegar lyfjaverð var skráð í er- lendri mynt. Þorri lyfja væri í dag skráður í íslenskum krónum. Allar breytingar á verði þyrfti að bera undir lyfjaverðsnefnd. Að mati ASÍ, sem staðið hefur fyrir verðkönnunum á lyfjaverði að undanförnu, hefur öll hækkunin á lyfjaverði sem varð um áramót vegna breytinga á reglugerð farið út í verðlagið. Apótekin hafi ekki tekið neitt á sig. „Ef skoðaðar eru breytingar á lyfjahluta vísitölu neysluverðs kemur í ljós að breyt- ingin frá nóvember 2001 til mars 2002 er 10,6%. Munurinn á milli desember 2001 og janúar 2002, þeg- ar breytingin á reglugerðinni tekur gildi, er 7,5%, en vísitalan hefur far- ið hækkandi frá því í desember á síðasta ári. Í hverjum mánuði kem- ur út opinber lyfjaverðskrá sem lyfjaverð mánaðarins er miðað við. Ef borið er saman verð á þeim lyfj- um sem voru í könnuninni í verðskrá nóvember annarsvegar og verðskrá mars hinsvegar, kemur í ljós að minniháttar breytingar hafa verið á verðskránni á þessu tímabili og allar til lækkunar. Það virðist því vera að breyting- arnar sem urðu um áramótin hafi lent á sjúklingum en apótekin hafi ekki tekið neitt af breytingunni á sig,“ segir í fréttatilkynningu ASÍ. Lyf hafa hækkað um 13,7% á 12 mánuðum                                                     VERIÐ er að leggja lokahönd á uppgjör vegna framkvæmda við Smáralind. Viðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði milli aðalverktakans, Ístaks, og forráðamanna verslanamið- stöðvarinnar. Ágreiningur hef- ur verið um viðbótarkröfur vegna verksamnings, en að sögn Pálma Kristinssonar, framkvæmdastjóra Smáralind- ar, hafa aðilar verið að nálgast hvor annan í samkomulagsátt. Loftur Jón Árnason, yfir- verkfræðingur hjá Ístaki, segir einnig að ágætlega hafi gengið á síðustu mánuðum að komast að samkomulagi. Um sé að ræða flókið uppgjör, enda verk- ið stórt í sniðum. „Tíminn hefur verið notaður vel að undanförnu. Viðfangs- efnin sem nú eru til úrlausnar eru af allt annarri og minni stærðargráðu en áður,“ sagði Pálmi. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu hjá talsmönnum Smáralindar að kostnaður við verkið hafi farið um 10% fram- úr þeirra áætlunum, en skrifað var undir samning við Ístak upp á 5 milljarða króna, að meðtöldum virðisaukaskatti, í maí árið 2000. Uppgjör við Ístak langt komið Smáralind BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, er ósammála Davíð Oddssyni for- sætisráðherra um að af tæknilegum ástæðum væri ekki mögulegt að sækja um aðild að Evrópusamband- inu fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Davíð hélt því fram, meðan á heim- sókn hans í Noregi stóð, að ekki væri tæknilega mögulegt að sækja um aðild að ESB fyrr en eftir fimm ár, því fyrst þyrfti að breyta ís- lensku stjórnarskránni og til þess þyrfti tvennar kosningar. Þ.a.l. væri aðild að loknum viðræðum og þjóð- aratkvæðagreiðslu ekki möguleg fyrr en árið 2010. Bryndís vék að þessu í erindi sem hún flutti á ráðstefnu norsku Evrópusamtakanna í Noregi sl. laugardag, þar sem hún gerði grein fyrir stöðu Evrópuumræðunnar á Íslandi. Bryndís sagði það rétt að breyt- ingar á stjórnarskrá krefðust sam- þykkis tveggja þinga, en ef vilji væri fyrir hendi væri hægt að gera það með þeim hætti að breytingin tæki gildi haustið 2003. Benti hún einnig á að margir væru þeirrar skoðunar að gera þyrfti breytingar á stjórnarskrá hvort sem er vegna EES-samningsins. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn að það væri grundvallarmisskilningur hjá for- sætisráðherra að breyta þyrfti stjórnarskránni áður en lögð yrði fram umsókn um aðild að ESB. Hugsanleg skilaboð í næstu kosningum „Ef það væri pólitískur vilji fyrir hendi í dag um að fara út í þetta mætti leggja frumvarp fyrir þingið strax á næsta haustþingi og af- greiða það frá Alþingi næsta vor og nýtt þing sem kemur saman haustið 2003 samþykkti það svo á nýjan leik. Ég á hins vegar ekki von á að það sé pólitískur vilji fyrir þessu á meðan Davíð Oddsson er forsætis- ráðherra,“ segir hún. Bryndís bendir á að ef pólitískur vilji verði fyrir hendi um að sótt verði um aðild að ESB eftir þing- kosningarnar næsta vor sé vel hægt að gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir á mun styttri tíma en Davíð hafi haldið fram. Byrjað yrði á samningaviðræðum um hugsanlega aðild og ekki yrðu gerðar breytingar á stjórnarskrá fyrr en samningsdrög lægju fyrir. Þau yrðu svo að sjálfsögðu lögð fyr- ir þjóðina. Sá möguleiki væri fyrir hendi að rjúfa þing áður en kjör- tímabilið er liðið til að afgreiða breytingar á stjórnarskrá. „Þetta kjörtímabil væri þá mjög sérstakt fyrir þær sakir að þá væri verið að bera undir þjóðina samn- inginn og um leið stjórnaskrár- breytinguna. Síðan yrði þingið sem kæmi saman þar á eftir að sam- þykkja breytinguna,“ segir hún. „Þetta er bara spurning um póli- tískan vilja. Það er ljóst að hann er ekki fyrir hendi í dag en það gæti breyst eftir kosningar. Ef Samfylk- ingin setur Evrópusambandsaðild á dagskrá eftir póstkosninguna í haust, ef Framsóknarflokkurinn fer í svipaða átt og ef þessir tveir flokkar fá svo verulegan tilstyrk í næstu kosningum eru það auðvitað ákveðin skilaboð frá þjóðinni,“ segir hún. Bryndís sagðist í erindinu í Nor- egi sjálf vera þeirrar skoðunar að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB ef viðunandi samkomulag næðist um sjávarútvegsmálin, þar sem tryggt yrði að Íslendingar héldu eigin stjórn á fiskimiðunum í kringum landið. „Ég dró fram á fundinum að auðvitað veltur fram- haldið mikið á því hvernig næstu kosningar fara. Mér sýnist orðið al- veg ljóst að kosningarnar munu að miklu leyti snúast um Evrópumálin. Þau eru greinilega á dagskrá ís- lenskra stjórnmála og ef stjórn- málamennirnir vilja ekki heyra það er það að minnsta kosti krafa sem hefur komið frá atvinnulífinu, eink- um Samtökum iðnaðarins, og ég tel að það sé áhugi víðar í atvinnulífinu á að skoða þetta í alvöru, m.a. hvað það myndi til dæmis skila atvinnu- lífinu ef við tækjum upp evruna. Margir spá því líka að Alþýðusam- band Íslands muni taka upp já- kvæða afstöðu til aðildar á fundi sambandsins í haust,“ segir hún. Bryndís Hlöðversdóttir segir að undirbúningur ESB-aðildar þurfi ekki að taka mörg ár Spurning um pólitískan vilja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.