Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 43
erfitt og þurfti á hughreystingu að
halda. Ég kom alltaf sterkari og
bjartsýnni frá henni og naut þess
að hlusta á hana tala. Hún var
börnum mínum sem besta amma,
færði þeim gjafir og lét sig varða
velferð þeirra. Hún sagði mér að ég
þyrfti að horfa til framtíðar með
börnin mín.
Ég var heppin. Heppin að kom-
ast til Íslands, heppin að kynnast
Höllu og fjölskyldu hennar. Nú er
hún farin frá okkur og ég sakna
hennar mikið. Ég vildi óska að fleiri
væru eins og Halla var. Hún var
kona með hjartað á réttum stað,
tilbúin að hjálpa okkur nýbúum
þessa lands til þess að skilja nýja
siði og menningu og byggja brú á
milli menningarheimanna.
Lana Ly.
Þá lék æska
undir vorhimni blám.
Augu geisluðu
ungum vonum og þrám.
Glæstar borgir,
sæla og sorgir, sigrar og þor.
Við dagrenning
dregur ský fyrir sól.
En í vor
vaknar á ný
veröld sem kól.
Lifna lífsins vé,
blómgast enn
undir bliknuðu laufi brum á tré.
Líða ljósár
falla myrkár
í eilífðar sæ, – óskrifað blað.
Áfram skal æ í áningarstað.
Gatan að baki
grýtt eða greið.
Enn liggur leið ljós eða dökk.
Ljúft var að kynnast.
Ljúft er að minnast. Með þökk.
Hulda Þórðardóttir.
sekkur sól í haf
mundar máninn staf og hefur næturför
englar svífa um heim
sofðu nú og geymdu fegurst ljóð í þínu
hjarta
nóttin á þig nú
máninn rís og þúsund stjörnur birtast brátt
rökkvar heimi í
sofðu vært því hlýr er svefninnn
þeim sem mega sofa
senn mun dagur nýr
sofðu vært því hlýr er svefninn
þeim sem mega sofa
(Karl Olgeir Olgeirsson.)
Elsku Halla, hafðu þökk fyrir öll
gömlu góðu árin á Grensásvegin-
um, sögurnar, hlátrasköllin og alla
þína hlýju og kærleik. Það verður
aldrei eins að kíkja við á kaffistof-
unni, en við getum þó huggað okkur
við hlýjar minningar um góða konu.
Kæru Sigurgeir, Elín og Aðal-
steinn, megi góður Guð styrkja
ykkur og fjölskyldur ykkar á þess-
um erfiðu tímum. Blessuð sé minn-
ing þín Halla mín.
Kveðja
Steingerður (Stella).
Þegar við kveðjum Höllu hans
Sigurgeirs í dag með sorg og sökn-
uði koma fram í hugann margar
góðar minningar um þessa atorku-
sömu og lífsglöðu vinkonu okkar.
Fyrst kynntumst við henni á náms-
árunum sem gestrisinni fyrirmynd-
arhúsmóður í Worcester í
Massachusetts, þar sem gestakom-
ur voru tíðar og gestirnir dvöldu oft
lengi enda var sá staður vinsæll
samkomustaður hóps Íslendinga í
Nýja Englandi sem hefur haldið
nánu sambandi allar götur síðan.
Halla hóf innan tíðar sérnám í
tannlækningum í Worcester og
nutu gestirnir þá einnig þjónustu
hennar til að leysa brýn vandamál á
því sviði. En eins og kunnugt er var
hún afburða góður tannlæknir og
átti eftir að ná langt á því sviði bæði
í praxis sem og kennslu og rann-
sóknum. Þessa nutu vinir hennar í
ríkum mæli.
Á Ameríkuárunum mynduðust
traust vináttubönd við Höllu og
Sigurgeir, sem hafa eflst og styrkst
til þessa dags. Halla var mikill vin-
ur allra sinna vina, sem hún rækt-
aði sambandið við án afláts. Hún
var með afbrigðum gestrisin og
skipti engu máli hve margir gestir
höfðu lagt leið sína á Langholtsveg-
inn. Alltaf var nýjum gesti fagnað
innilega og bætt í gestahópinn ef
þannig stóð á. Henni tókst ætíð að
láta hvern sinna fjölmörgu vina
finnast að hann eða hún væru sér-
stök.
Þegar komið er að ferðarlokum
er því margt að þakka, óteljandi
samverustundir í hópi góðra vina, á
heimili þeirra hjóna, í sumarbú-
staðnum að Bugum, í gönguferðum
um landið og skíðaferðum hér á
landi og erlendis. En fyrst og
fremst minnumst við og þökkum
umhyggju Höllu fyrir velferð okkar
og fjölskyldunnar og hvernig hún
var ætíð reiðubúin til að koma til
hjálpar ef hjálpar var þörf. Sökn-
uður okkar er mikill en minningin
um góða og mikilhæfa konu mun
lifa í hugum okkar til æviloka. Sig-
urgeir og fjölskylda hans eiga sam-
úð okkar alla.
Anna og Þorgeir.
Það var fyrir um 30 árum þegar
við bjuggum í Providence í Banda-
ríkjunum sem við kynntumst Höllu
og Sigurgeir en þau bjuggu þá í
Worcester og síðar Boston. Ekki
munum við nákvæmlega hvernig
eða hvenær við hittumst, en við
munum vel hve Halla lagði sig fram
um að við sem vorum ný á svæðinu
yrðum hluti af því samfélagi Íslend-
inga sem þá bjó á Boston-svæðinu
og teygði sig niður til New Haven.
Þegar hópurinn tíndist síðan heim
hélt vinskapurinn áfram og gekk
Halla þar fremst í flokki að vin-
áttan héldi áfram að styrkjast. Þeg-
ar hópur kunningja tók svo upp á
því fyrir um 20 árum að verja einni
viku á sumri hverju í ferðalag um
landið voru þau Halla og Sigurgeir
að sjálfsögðu í þeim hópi. Við vor-
um níu hjón að stofni til, hópur sem
kynnst hafði fyrir vestan, að við-
bættum nokkum vinum og vanda-
mönnum.
Í öll þessi ár höfum við Geirfugl-
arnir, eins og við köllum okkur, lagt
land undir fót til að skoða landið.
Gist í tjöldum, hér á árum áður
gengið með bakpoka á milli áning-
arstaða, notið náttúrunnar og vin-
áttu og félagsskapar hvert annars.
Við höfum verið svo lánsöm að þar
til núna við fráfall Höllu hafa engin
afföll orðið í þessum hópi, enginn
skilnaður og engin alvarleg veik-
indi. Það verður mikill missir þegar
við hittumst næsta sumar, Höllu
vantar í hópinn.
Halla var einstök kona sem aldr-
ei lét neitt aftra sér frá að gera það
sem hún ætlaði sér. Það verður að
viðurkennast að oft á tíðum töldum
við á göngum okkar að einhver
áfangi væri of erfiður fyrir Höllu.
En ekkert lét hún aftra sér og fór
allt það sem við hin sem vorum létt-
ari á fæti fórum.
Naut hún þá oft einstakrar hjálp-
ar Sigurgeirs. Þessi dugnaður og
kraftur einkenndi hana allt til leið-
arloka.
Á þessum tímamótum koma upp í
hugann atburðir frá liðnum árum,
sem skýra þá mynd sem við höfum
gert okkur af Höllu. Í huga okkar
mun lifa einkar hugljúf mynd af
einstakri konu, mynd sem við eig-
um fá orð til að lýsa, en varðveitum
með okkur svo lengi sem við lifum.
Við vitum að harmur Sigurgeirs,
Elínar og Aðalsteins og fjölskyldna
þeirra er mikill við fráfall Höllu.
Hugur okkar er með þeim á þessari
stundu og við biðjum að ljúfar
minningar um Höllu veiti þeim
styrk.
Kristín og Geir.
Það var um miðja síðustu öld að
mér var boðið á skemmtun í tólf ára
bekk í Austurbæjarskólanum. Eitt
eftirminnilegasta skemmitatriðið á
þessari skemmtun var leikritið
„Kóngurinn sem fékk tannpínu“
sem dugnaðarleg 12 ára stelpa
hafði samið eftir ævintýri og lék
sjálf aðalhlutverkið. Þessa dugnað-
arlegu stelpu sá ég aftur nokkrum
árum seinna í sundlauginni í Braut-
arholti á Skeiðum en það sumar
vorum við báðar kaupakonur á
Skeiðunum. Við litum tortryggnum
augum hvor á aðra og aldrei töl-
uðumst við allt sumarið þó að við
sæjumst oft. Um haustið settumst
við báðar í sama bekk í Mennta-
skólanum í Reykjavík og síðan þá
höfum við verið vinkonur.
Dugnaðarlega stelpan var Halla
Sigurjóns. Það var einmitt dugn-
aðurinn sem einkenndi Höllu öðru
fremur. Hún var einstaklega greið-
vikin og ósérhlífin og það var eng-
inn sem betra var að leita til ef eitt-
hvað bjátaði á. Ekki reyndist hún
síður börnunum okkar sem litu á
hana sem sína aðra móður. Hún átti
einstaklega gott með að kynnast
fólki og halda sambandi við það.
Í öll þessi ár hefur líf okkar verið
samtvinnað, við vorum saman á
Laugarvatni, giftumst báðar skóla-
bræðrum okkar og eigum sameig-
inlegar vinkonur síðan þá. Eitt ár
vorum við Gulli og dætur okkar
samtíða Höllu og Sigurgeiri í
Bandaríkjunum og þar bættust við
sameiginlegir vinur. Við fórum
saman í útilegur og á skíði og varla
leið sá dagur að við töluðumst ekki
við í síma. Flest jól og gamlárs-
kvöld vorum við saman.
Oft höfum við dáðst að dugnaði
Höllu en aldrei eins og síðustu ár
þegar hún barðist hetjulegri bar-
áttu við sjúkdóminn. Hún var alltaf
jákvæð, bar sig vel og lifði lífinu til
fulls og hélt sinni reisn þar til yfir
lauk. Ég talaði við hana í síma mið-
vikudaginn áður en hún dó og hún
sagði mér frá ferðinni til Barcelona
sem hún fór dauðveik. Henni fannst
þetta yndisleg ferð og bar sig vel.
Það kom því eins og reiðarslag þeg-
ar henni snöggversnaði og sunnu-
daginn á eftir var hún öll.
Það verður erfitt að hugsa sér líf-
ið án Höllu, hún var sterkur per-
sónuleiki sem hafði mikil áhrif á líf
okkar allra sem þekktu hana. Eftir
sitja dýrmætar endurminningar
sem við sem eftir sigjum getum
ornað okkur við. Sárastur er miss-
irinn fyrir Sigurgeir og Elínu og
Aðalstein og þeirra fjölskyldur og
votta ég þeim mína dýpstu samúð.
Ég kveð vinkonu mína með þessu
ljóði Hannesar Péturssonar:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
Halla giftist ung Sigurgeiri
Kjartanssyni, skólabróður sínum.
Þau hjón voru ætíð afar samhent og
erfitt að hugsa sér annað án hins. Í
þá daga, fyrir kvenfrelsisbylt-
inguna, var ekki venjulegt að ungar
nýgiftar stúlkur færu í langskóla-
nám, annað hvort unnu þær fyrir
eiginmanninum eða fóru í stutt
nám. Halla var strax ákveðin í að
verða tannlæknir og stundaði nám-
ið af sínum alkunna dugnaði og
lauk því með sóma. Seinna á æv-
innu lauk hún framhaldsnámi í
tannlækningum og varð síðar dós-
ent við Háskólann.
Auður Gestsdóttir.
Við fráfall Höllu Sigurjóns er
horfinn á braut mjög virkur þátt-
takandi í tiltölulega fámennum hópi
íslenskra tannlækna sem leggja
stund á rannsóknir. Samstarf okk-
ar hófst fljótlega eftir að hún sneri
heim frá sérnámi í Bandaríkjunum
fyrir rúmlega fimmtán árum.
Rannsóknir á bakteríum úr munni
og áhættuþáttum tannátu voru þá
hafnar á nýrri rannsóknastofu
tannlæknadeildar HÍ í Lækna-
garði. Halla sýndi verkefninu strax
mikinn áhuga og óskaði eftir sam-
starfi. Hún kom fram með nýjar
hugmyndir um hvernig ýmsir
áhættuþættir gætu tengzt þróun
tannátu á snertiflötum tanna.
Framlag Höllu fólst sérstaklega í
öllu því sem sneri að klínískum
þáttum verkefnisins og naut sín þar
vandvirkni hennar og natni við
sjúklingana sem skipti sérstaklega
miklu máli í langtíma verkefni sem
þessu. Tókst okkur að sýna fram á
að, eins og við var að búast koma
sykur og tannátubakteríur við
sögu, en nákvæm sýnataka Höllu
leiddi í ljós að bakteríunum fjölgar
nákvæmlega á þeim stað og tíma
sem tannátan er að byrja. Svipaða
nálgun notuðum við í seinasta sam-
starfsverkefni okkar sem fjallaði
um tannátu í tannrótum hjá öldr-
uðum, en þessu verkefni var næst-
um lokið þegar hún lézt. Umfangs-
mesta rannsóknarverkefni okkar
var þátttaka í fjölþjóðlegri rann-
sókn sem styrkt var af Evrópusam-
bandinu og fjallaði um tíðni flúorf-
lekkja á tönnum barna og inntöku á
flúor vegna þess tannkrems sem
börnin gleypa. Við vorum þrjú í ís-
lenzka hópnum þar sem hver lagði
sitt af mörkum, Halla var sérfræð-
ingurinn í tannsjúkdómafræði og
tannfyllingum, Inga Árnadóttir er
sérfræðingur í samfélagstannlækn-
ingum og undirritaður sá um rann-
sóknarstofuvinnuna. Þetta var far-
sæl og skemmtileg samvinna og
afraksturinn er á leið í birtingu á
formi ellefu greina í einhverjum
virtustu vísindatímaritum í tann-
lækningum. Höllu auðnaðist að
ljúka við sitt helzta framlag í þessu
samstarfi með grein sem sýndi
fram á að þótt flúorflekkir séu al-
gengir ber langoftast mjög lítið á
þeim og þeir eru ekki til skaða.
Halla var traustur vinnufélagi og
vinur, mjög vandvirkur tannlæknir
og var einkar lagið að miðla af
reynslu sinni og þekkingu til tann-
læknanema. Hún lét aldrei deigan
síga í veikindum sínum seinasta
misseri og hafði aldrei fallið úr tími
fram að páskahléi. Það ótrúlega
sálarþrek sem hún sýndi þá ætti að
vera okkur öllum hvatning til dáða.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Höllu gott samstarf og vináttu og
við hjónin vottum Sigurgeiri, Elínu
og Aðalsteini dýpstu samúð.
Peter Holbrook.
Mig langar að minnast kennara
míns, vinnuveitanda og samstarfs-
konu, Höllu Sigurjóns, sem nú er
fallin frá.
Í byrjun árs 1988 hófu átta ung-
menni nám í tannlæknadeild Há-
skóla Íslands og var undirrituð ein
þeirra. Halla kenndi tannlækna-
nemum strax í upphafi námsins og
meira eftir því sem náminu vatt
fram. Hún var góður kennari, þol-
inmóður leiðbeinandi og óspör á
hvatningarorð þegar viðfangsefnið
reyndi á þolrif nemendanna. Jafn-
framt gerði hún miklar kröfur til
nemenda og var áfram um að þeir
stæðu sig vel. Það var hægt að leita
til hennar með hvað eina það sem á
gekk í löngu og ströngu námi.
Um tveggja ára skeið starfaði ég
á tannlæknastofu hennar. Augljóst
var að þar fór kona sem lagði rækt
við starf sitt. Hún lét sér annt um
sjúklinga sína og hún fylgdist vel
með í faginu. Fleiri tannlæknar
voru þarna með stofur sínar og
sameiginleg kaffistofa var vett-
vangur skoðanaskipta um allt milli
himins og jarðar. Þar var oft mikið
hlegið og tók Halla fullan þátt í
gamanmálunum, enda mikill húm-
oristi. Halla var líka örlát. Örlögin
höguðu því svo að ég kynntist
manninum mínum á fyrrnefndri
kaffistofu. Þegar við fórum í fyrsta
skipti saman í frí erlendis rétti
Halla mér umslag og sagði að það
mætti ekki opna fyrr en komið væri
í flugvélina. Þar var boð um róm-
antískan kvöldverð á veitingahúsi.
Við fráfall góðrar konu vottum
við Ómar Elínu, Sigurgeiri, öðrum
ættingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúð.
Guðríður A. Kristjánsdóttir.
Við trúum því varla ennþá að
meira að segja hún Halla hafi þurft
að láta í minni pokann fyrir þessum
illvíga sjúkdómi. En það er greini-
legt að sterkustu einstaklingar hafa
ekkert um gang lífsins að segja. Við
erum kölluð héðan úr þessu lífi þeg-
ar okkar tími er kominn. Halla var
ein af þeim sem eru til staðar þegar
til þeirra er leitað, studdi alla í því
sem þeir voru að gera, hvort sem
það voru börnin hennar, barna-
börnin, eiginmaðurinn eða bara ég
og aðrir. Hún á stóran þátt í því að
ég ákvað að drífa mig áfram í há-
skólanám og lauk því árið 2000.
Hún hvatti mig og studdi án þess að
hafa um það mörg orð eða aðgerðir
en það fór samt ekki á milli mála.
Það var alltaf yndislegt að koma
á Langholtsveginn og síðar Víði-
grundina, hvort sem um hversdags-
heimsókn eða veislu var að ræða.
Ég naut þess alltaf að setjast niður
og tala við Höllu og Sigurgeir, það
var alltaf svo gott að geta talað
hreint út um hlutina en samt á svo
auðveldan hátt. Eftir að ég kynntist
Sævari var hann einn af þeim sem
þau tóku undir sinn væng og hann
var strax einn af fjölskyldunni af
þeirra hálfu. Ingunn Alda fæddist
svo í september á síðasta ári og
fylgdust þau hjónin vel með á með-
göngunni og svo eftir að hún fædd-
ist kom aldrei annað til greina en að
koma við hjá þeim með hana og
verður svo áfram.
Söknuður okkar er mikill en
missir Sigurgeirs, Elínar, Krist-
jáns, Höllu, Kötlu, Emblu, Aðal-
steins, Steinunnar, Hugrúnar,
Borghildar og Geirs er án efa enn
meiri. Þau horfa á eftir sterkum að-
ila úr fjölskyldunni sem var þeim
öllum svo miklu meira en einungis
eiginkona, móðir, tengdamóðir eða
amma. Við vottum ykkur öllum
okkar dýpstu samúð svo og öðrum
aðstandendum og vinum.
Sigríður Kjartansdóttir,
Sævar Kristjánsson
og Ingunn Alda.
Það er eins og það hafi gerst í
gær. Ég er fjögurra ára, komin úr
öðrum sokknum og stend með ber-
an fótinn á hvítri pappírsörk. Móðir
mín strikar útlínur fótarins á blað-
ið, en sjálf er ég hálfhissa á uppá-
tækinu. Mamma var ekki vön að
hafa gaman af svona föndri. Hún
skammar mig góðlátlega fyrir að
hafa ekki staðið kyrr þegar afrakst-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjurvið Nýbýlaveg, Kópavogi