Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ METAÐSÓKN er að Listaháskóla Íslands næsta ár og fjöldi umsókna langt umfram þann nemenda- fjölda sem skólinn getur sinnt. Umsóknir í myndlistardeild eru um 115. Þetta eru tvöfalt fleiri umsóknir en bárust í fyrra. Hönn- unar- og arkitektúrdeild starfar á þremur brautum: grafísk hönnun, vöruhönnun og arkitektúr. Um- sóknir um grafíska hönnun eru um 100, um vöru- hönnun sækja 75 nemendur og yfir 90 umsóknir hafa borist um nám í arkitektúr. Umsækjendum um nám í grafískri hönnun hefur fjölgað um tuttugu prósent, í vöruhönnun er um þreföldun að ræða, en arkitektúr er nú boðinn fram í fyrsta sinn. Alls bárust 109 gildar umsóknir til leiklistardeild- ar og þar af þreyttu 103 inntökupróf deildarinnar. Fjölgun frá því í fyrra er um fimmtán prósent. Í tónlistardeild er enn tekið við umsóknum, en inn- tökupróf og viðtöl hefjast í lok vikunnar. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum á almenna braut í tónlist síðar í vor. Listaháskólinn býður upp á viðbótarnám í kennslufræði fyrir myndlistarfólk, hönnuði og leik- listarfólk. Um 30 umsóknir hafa borist. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, segir að skýring á þessari miklu aðsókn sé í fyrsta lagi sú að skólinn spyrjist vel út á meðal ungs fólks; að það nám sem í boði er sé spennandi fyrir þá sem hyggja á listræn störf og einnig sé almennur áhugi á störfum þar sem fólk getur nýtt skapandi hugsun og það líti til Listaháskólans til að þroska þá hæfi- leika sína. „Við erum líka að bjóða upp á nýtt nám, eins og í arkitektúr, en það er greinilega mjög mikill áhugi á því. Það verður líka að hafa í huga að á bak við þess- ar umsóknir liggur mikil vinna hjá hverjum um- sækjanda. Það er ekki bara það að fólk fylli út um- sóknareyðublöð, heldur fylgja umsóknunum heilmikil gögn. Þeir nemendur sem sækja um á sjónlistabrautir þurfa að skila inn sýnishornum af verkum sínum, bæði þeim sem þeir hafa unnið und- ir leiðsögn í skólum eða annars staðar, en ekki síður sjálfstæðum verkum sem sem þeir skapa á eigin forsendum; verkum sem endurspegla hæfileika og persónu einstaklingsins.“ Hjálmar segir að svo virðist sem þeir sem hafi ætlað sér í arkitektúrnám hafi nýtt sér vel það tveggja ára tímabil sem und- irbúningur að stofnun deildarinnar hafi tekið. „Myndlistarskólinn í Reykjavík og aðrir myndlist- arskólar, og myndlistarbrautir framhaldsskólanna hafa nýtt tímann til að undirbúa nemendur, og það er fagnaðarefni að áhuginn skuli vera svona mikill. Það er þetta fólk sem á eftir að breyta hinu mann- gerða umhverfi okkar á næstu árum. Það er enn tekið við umsóknum í tónlistardeild og auglýsum almennt nám í vor sem hentar ekki síst þeim sem vilja undirbúa sig fyrir kennslustörf í tón- list. Það hefur verið mikill skortur á tónlistarkenn- urum á grunn- og framhaldsskólastigi, en Listahá- skólinn mun smám saman taka þetta kennarnám að sér. Það má segja að við höfum átt von á meiri við- brögðum frá stjórnum tónlistarskólanna og kenn- urum, en það tekur tíma að aðlaga og samhæfa skólakerfi tónlistarskólanna og Listaháskólans. Við gerum ráð fyrir að nemendum í tónlistarnámi í Listaháskólanum fjölgi á næstu árum.“ Vandi og ábyrgð að velja úr umsóknum Listaháskólinn starfar á grundvelli samnings við menntamálaráðuneytið. Í samningum er tiltekinn sá fjöldi nemendaígilda í mismunandi greinum sem ríkið er reiðubúið að greiða fyrir. Fjöldi plássa er takmarkaður samkvæmt því: 24 nemendur á fyrsta ár í myndlist, 18 í grafíska hönnun, 18 í vöruhönnun, og 12 í arkitektúr. Í leiklistardeild verða teknir inn 9 nemendur og að hámarki 24 í tónlistardeild. Í kenn- aranámi í myndlist/hönnun og leiklist eru til ráð- stöfunar að hámarki 20 nemendasæti. Hjálmar seg- ir að val á þeim nemendum sem komist að byggist á faglegri kunnáttu annars vegar og hins vegar hug- lægara mati á, eins og á listrænum hæfileikum. „Það er erfitt hlutskipti að þurfa að velja úr þessum umsóknum, en engu að síður má segja að það sé ekki sjálfsagt að opna þessar greinar fyrir hvern þann er sækir um. Þetta setur mikla ábyrgð á okkur að fara vandlega yfir umsóknirnar og við erum einnig að sækja á ríkið um að fjölga sætum sem það er tilbúið að kaupa.“ Í menntamálaráðuneytinu er nú til meðferðar ósk skólans um fjölgun nemendaí- gilda í arkitektúr. Með hliðsjón af þeim fjölda umsókna sem nú þeg- ar hafa borist segir Hjálmar að ætla megi að aðeins verði hægt að veita einum af hverjum fimm um- sækjendum skólavist næsta vetur. „Það má líta á þennan mikla fjölda umsókna sem skilaboð til stjórnvalda um að vilji þau hlusta á þær kynslóðir sem nú eru að hasla sér völl þurfi þau að styðja enn betur við vöxt listmenntunar í landinu, allt frá grunnskóla og upp úr. Kannanir sýna að sköpunar- störf af því tagi sem Listaháskólinn er að mennta fólk til eru mjög eftirsótt. Ef fólk vill halla sér að öðrum störfum en það er í, segja flestir að þeir kjósi listræn störf. Ég held að þessi mikla aðsókn að Listaháskólanum sanni þetta enn frekar. Við meg- um ekki gleyma því að listræn störf eru hagnýt störf og skapandi hugsun er kannski það svið hugs- unarinnar sem við þurfum að þroska mest í framtíð- arþjóðfélaginu.“ Hjálmar segir að ungt fólk í dag horfi ekki á Ís- land sem eina mögulega starfsvettvang sinn og ótt- ist ekki hvað um það verður við námslok. „Þó að þetta fólk sjái ekki endilega fyrir sér að það geti gengið að ákveðnum störfum að námi loknu, þá læt- ur það slíkt ekki hafa áhrif á það hvaða nám það vel- ur sér. En ég lít svo á að það verði þetta fólk sem búi til framtíðarstörfin frekar en að þau bíði eftir fólk- inu.“ Metaðsókn að Listaháskólanum Einn af hverjum fimm umsækj- endum kemst að Verk eftir nemanda í Listaháskólanum. FLUTT verða verk eftir Ríkharð H. Friðriksson á tónleikum í Saln- um í kvöld kl. 20 og eru þeir liður í Tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs. Verkin eiga það öll sameiginlegt að rafeinda- og tölvutækni er í hávegum höfð við gerð þeirra og flutning. Ríkharður hefur um árabil sérhæft sig í tölvutónlist og eru þessir tón- leikar uppskera vinnu undanfar- inna ára í bland við eldri verk. Tvö tölvuverk verða flutt; And- ar frá 1998 og Líðan II sem er frumflutt. Bæði verkin eru fyrir fjórar hljóðrásir þannig að hljóðið berst úr öllum áttum. Ekki eru tölvurnar þó einar um hituna því hópur hljóðfæra- leikara kemur einnig við sögu. Þannig mun Guðni Franzson flytja elsta verkið á tónleikunum, Andar frá 1991 fyrir klarinett og tónband og Camilla Söderberg frumflytur verkið Camilliana fyrir kontra- bassablokkflautu og gagnvirkt tölvukerfi. Þá munu Ríkharður og Úlfar Haraldsson flytja rafspuna á gítar og bassa, og að lokum mun raf-hljómsveitin hexrec.is leika á ýmis konar tölvuhljóðfæri, en hún er skipuð þeim Ríkharði, Hilmari Þórðarsyni og Camillu Söderberg. Undanfarin ár hafa Hilmar og Ríkharður öðru hvoru stigið á svið og framið rafhljóðgjörninga. Síð- ast liðið ár bættist Camilla í hóp- inn og til varð hljómsveit sem hyggur á frekari samvinnu á föst- um grundvelli. „Þar á bæ er leikið á hvers kyns furðuhljóðfæri. Þar kemur margt til greina; eina skil- yrðið er að það gangi fyrir raf- magni,“ segir Ríkharður. Rafeinda- og tölvu- tónlist í Salnum Ríkharður H. Friðriksson Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16 Sýningu Árna Bartels og Dominick Gray lýkur á morg- un. Á sýningunni eru abstrakt olíumálverk sem listamennirnir unnu saman að í vetur. Galleríið er opið virka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-16. Sýningu lýkur STEIDL Verlag, sem annast útgáfu á verkum Halldórs Laxness í Þýska- landi, hefur í tilefni af aldarafmæli hans gefið út yfirlitsrit um ævi og verk skáldsins eftir Halldór Guð- mundsson bókmenntafræðing. Bók- in nefnist: Halldor Laxness – Leben und Werk. Halldór hefur um árabil rannsakað verk Halldórs Laxness, m.a. sent frá sér bókina „Loksins, loksins“ – Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta, sem út kom árið 1987, og gert nokkra sjón- varpsþætti um ævi skáldsins. Bókin Halldor Laxness – Leben und Werk skiptist í sex meginkafla. Sá fyrsti fjallar um æsku Halldórs fram til ársins 1919 að hann sendir frá sér Barn náttúrunnar. Annar hluti kallast Frá Hamsun til Holly- wood og segir frá þriðja áratugnum í lífi skáldsins. Þriðji kaflinn fjallar um ár hinna stóru skáldsagna, fjórða áratug- inn, og þátttöku Halldórs í stjórnmálabaráttu samtím- ans. Að því búnu snýr Hall- dór Guðmundsson sér að umfjöllun um afturhvarf nafna síns til hinnar íslensku sagnahefðar 1940-55. Næst- síðasti kafli bókarinnar er um árin 1955-1968, Nóbelsverðlaun- in og hvernig Halldór varð afhuga fyrri kenningum sem hann hafði að- hyllst. Bókinni lýkur með umfjöllun um síðustu þrjátíu árin í lífi skáldsins í túninu heima. „Þetta efni hefur ekki birst áður, þótt ég noti að sjálfsögðu á stöku stað eitt- hvað sem ég hef skrifað áð- ur, og styðjist líka við hinar stóru bækur Peter Hall- bergs við Lífsmyndir skálds og fjölda annarra heimilda,“ segir höfundurinn. „Bókin er skrifuð að beiðni þýska forlagsins og með þýska lesendur í huga. Margt í þessu þekkja Íslendingar auðvitað vel, en á köflum styðst ég líka við eig- in athuganir á glósubókum Halldórs og bréfum, og reyni að varpa nýju ljósi á samhengið í verkum hans og ævi. Heilmikið hefur að sjálfsögðu verið skrifað á íslensku um Halldór, en yfirlitsrit um ævi hans og verk hefur ekki komið út síðan Hallberg sendi frá sér slíka bók 1975, en frá því hefur auðvitað margt komið fram til viðbótar, t. d. ævisögur beggja eiginkvenna skáldsins. En aðaláherslan er auðvitað á að fjalla um verk skáldsins. Bókin er að nokkru skrifuð á þýsku, en síðan veitti Helmut Lugmayr mér ómet- anleg aðstoð við að snúa stærstum hluta handritsins á þýsku,“ segir Halldór Guðmundsson. Bókin er 200 blaðsíður að stærð, prýdd ljósmyndum af ýmsum við- burðum í ævi skáldsins. Bók um Halldór Laxness í Þýskalandi Halldór Laxness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.