Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 53
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 53 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI Kvennatölt í Glaðheimum Kópavogi Byrjendur 1. Kristbjörg Kristinsdóttir, Gusti, og Vífill frá Dalsmynni, 6,77/6,96 2. Oddný M. Jónsd., Gusti, og Sjöstjarna frá Svignaskarði, 5,97/6,56 3. Auður M. Möller, Fáki, og Skrugga frá Sólvöllum, 6,23/6,32 4. Kolbrún Jónsdóttir, Geysi, og Staka frá Stóra-Hofi, 5,97/6,20/6,27 5. Elma Cates, Sörla, og Síak frá Þúfu, 6,20/6,20 6. Bryndís Jónsdóttir, Herði, og Blesi frá Skriðulandi, 6,0/6,04 7. Þóra Ásgeirsdóttir, Gusti, og Vaskur frá Vallanesi, 5,87/5,98 8. Linda Jóhannesdóttir, Andvara, og Díana frá Heiði, 5,63/5,93 9. Annika Noak og Marbrá frá Langholtsparti, 5,53/5,90 10. Harpa Kristjánsd., Andvara, og Krummi frá Vindheimum, 5,50/5,64 Áhugakonur 1. Þórunn Hannesdóttir, Andvara, og Gjöf frá Hvoli, 6,53/6,83 2. Heidi Kline og Hjörtur frá Hjarðarhaga, 6,37/6,75 3. Ásta B. Benediktsdóttir, Herði, og Snót frá Akureyri, 6,37/6,64 4. Vigdís Gunnarsdóttir, Snæfellingi, og Valdís frá Blesastöðum, 5,80/ 6,48/6,53 5. María Þórarinsdóttir, Loga, og Stubbur frá Eyrarbakka, 7 v. rauð- stjörn., 6,27/6,53 6. Íris H. Grettisd., Fáki, og Nubbur frá Hólum í Hvammssv., 5,97/6,49 7. Maríanna S. Bjarnleifsdóttir, Gusti, og Tinni frá Tungu, 5,67/6,42 8. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Fáki, og Fengur frá Garði, 5,73/6,27 9. Hallveig Fróðadóttir, Fáki, og Pardus frá Hamarshjáleigu, 5,77/6,08 10. Gréta Boða, Andvara, og Kolgríma frá Ketilsstöðum, 5,93/6,05 11. Elfa B. Rúnarsdóttir, Sörla, og Sverta frá Kálfholti, 5,67/5,77 Opinn flokkur 1. Marjolijn Tiepen, Geysi, og Tara frá Lækjarbotnum, 6,57/7,17 2. Edda R. Ragnarsdóttir, Fáki, og Gnótt frá Skollagróf, 6,67/7,11 3. Lena Zielinsky, Fáki, og Fífa frá Miðengi, 6,40/6,79/6,98 4. Berglind Ragnarsdóttir, Fáki, og Ögri frá Laugavöllum, 6,57/6,73 5. Þórdís E. Gunnarsd., Fáki, og Skellur frá Hrafnkelsstöðum, 6,53/6,70 6. Berglind I. Árnad., Herði, og Breki frá Syðra-Skörðugili, 6,57/6,66 7. Friðdóra Friðriksd., Herði, og Trostan frá Sandhólaferju, 6,43/6,57 8.–9. Birgitta Magnúsdóttir, Herði, og Óðinn frá Köldukinn, 6,53/6,54 8.–9. Barbara Meyer, Herði, og Strengur frá Hrafnkelsstöðum, 6,30/6,54 10. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, og Stika frá Kirkjubæ, 6,37/6,46 Þriðja vetrarmót Faxa í Borgarfirði Pollar Heiðar Baldusson á Hágangi frá Sveinatungu 2. Þórdís Fjeldsted á Emelíu frá Ölvaldsstöðum 3. Logi Sigurðsson á Gáska frá Geldingalæk 4. Sigrún R. Helgadóttir á Ramma frá Hrafnagili Börn 1. Sigurborg H. Sigurðardótttir á Oddu frá Oddsstöðum 2. Guðlaug Þórsdóttir á Reyk frá Hesti 3. Anna H. Baldursdóttir á Snerpu frá Stóru-Ásgeirsá 4. Sigurður H. Sigurðarson á Gerplu 7 v. brún frá Oddstöðum 5. Helga Jónsdóttir á Pöndru frá Kópareykjum 6. Lára M. Karlsdóttir á Hrefnu frá Hrafnkelsstöðum Unglingar 1. Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Litlu Ljót, Víðidalstungu 2. Kolbrún R. Hermannsdóttir á Strák frá Grjóteyri Ungmenni 1. Elísabet Fjeldsted á Bliku frá Skáney 2. Sóley B. Baldursdóttir á Ferstiklu frá Múlakoti Karlar 1. Sigursteinn Sigursteinsson á Dagrúnu frá Skjólbrekku 2. Baldur Á. Björnsson á Emblu frá Múlakoti 3. Ingimar Sveinsson á Pílatusi frá Eyjólfsstöðum 4. Hrafn Hákonarson á Gyrði frá Akranesi 5. Jakob Sigurðsson á Blikari frá Hjarðarholti Konur 1. Heiða D. Fjeldsted á Háfeta frá Múlakoti 2. Björg M. á Heklu frá Hesti 3. Katrín A. Ólafsdóttir á Rosa.is frá Skjólbrekku 4. Monika Kimpler á Sleipni frá Arnarstapa 5. Guðrún Fjelsted á Hrafnkeli frá Hvanneyri Unghross f. ’97 1. Gola frá Lundi, eig.: Kristín Gunnarsd., kn.: Guðlaugur Antonsson 2. Dúfa frá Skáney, eig.: Birna Hauksdóttir, kn.: Haukur Bjarnason 3. Eldey frá Múlakoti, eig.: Sóley B. Baldursdóttir, kn. Baldur Á. Björnsson 4. Greifi frá Stafholtsveggjum, eig. og kn.: Jóhannes Jóhannesson 5. Sif frá Ásgarði, eig.: Edda, kn.: Guðlaugur Antonsson Úrslit FIMIÆFINGAR hafa alla tíð verið frekar umdeildar í íslenskri hesta- mennsku og margir talið um langa tíð að þær hentuðu ekki íslenskri reiðmennsku sem byggðist fyrst og fremst á hraða og krafti. En nú er annað komið á daginn og þeim hestamönnum fjölgar stöðugt sem finna gagnsemi í þessum æfingum við þjálfun og uppbyggingu íslenska hestsins. Bent Branderup sagðist ekki vera kominn til Íslands til að kollvarpa þeim reiðkúltúr sem hér væri við lýði og því síður að reyna kenna Ís- lendingum eitthvað um tölt. Heldur fræddi hann menn um gagnsemi æf- inganna meðal annars að með þeim væru virkjaðir fleiri vöðvar í líkama hestsins, hæfni hestsins til söfnunar ykist og eykur burðargetu hestsins. Þar fyrir utan geti fimiæfingar séu þær rétt notaðar aukið mjög þjálni hestsins í beisli. Námskeiðið fór þannig fram að átta knapar mættu með hesta sína og riðu léttar æfingar meðan Branderup fylgdist með og skil- greindi hestana. Í framhaldinu kom hann með ábendingar um hvað mætti betur fara með útskýringum um hvernig knapinn bæri sig til við lagfæringar og svo í framhaldinu hvaða æfingar kæmu hugsanlega í framhaldinu. Því voru að sjálfsögðu takmörk sett hvað hægt var að fara langt með hestana. Þeir voru komnir mislangt á veg og hver með sínu móti. Þarna gat að líta marga af fremstu knöpum landsins með góða og vel undirbúna hesta og var afar fróðlegt að sjá þá takast á við verk- efnin. Atli Guðmundsson var með stóð- hestinn Breka frá Hjalla sem kom- inn var lengst þeirra hesta sem þarna komu fram og ætli verði ekki að slá því föstu að hann sé kominn lengst allra hesta hér á landi. Breki er farinn að framkvæma æfingu sem kallast „piaf“ þar sem hesturinn brokkar í kyrrstöðu. Eyjólfur mætti með Rás frá Ragnheiðarstöðum og stóð sig vel að vanda og sýndu þau spánska sporið á eftirminnilegan hátt. En líklega var það Anton Páll Níelsson sem mætti með Skugga frá Víðinesi sem kom mest á óvart með frábærlega útfærðum æfingum og þar mátti glöggt greina að ekki er langt í fljúgandi stökk skiptingu hjá þeim félögum. Anton og Skuggi hafa greinilega unnið góða heimavinnu. Fegursti hesturinn var án efa Suðri frá Holtsmúla sem Olil Amble hefur þjálfað í vetur. Þar fer ægifagur hestur sem ætti eftir því sem þarna gat að líta orðið firnasterkur í fjór- gangi í sumar þótt vissulega sé margt hjá klárnum sem enn þarf að betrumbæta til að hann verði vel sannfærandi eins og má þar nefna sem dæmi afar háværan samslátt á brokki. Olil og Suðri buðu upp á góða sýningu og hlutu mikið lof hjá meistara Branderup. Það sem meistarinn fann kannski helst að hjá íslensku reiðmönnunum var að þeir riðu hestunum fullþung- um á beisli í æfingunum. Það sem ætla má að vinnist með dýpri fimiþjálfun íslenskra hesta auk þess sem áður er nefnt er betra og öruggara stökk. Nú er það vel þekkt að stökk hjá alhliða hestum getur verið mjög tæpt. Hestunum oft tamt að ganga á aftan og sagði Branderup á sinn kurteisa máta að þá væri alls ekki um stökk að ræða. Spurningin snýst um það hvort hægt sé að laga þennan ágalla ís- lenskra alhliða hesta með fimi þjálf- un. Bent Branderup staldraði mjög stutt við á Íslandi að þessu sinni, kom á föstudagskvöld, hóf kennslu árla morguns daginn eftir og kenndi fram á kvöldmat. Á sunnudag hófst kennsla snemma morguns og kapp- inn horfinn á braut um hádegisbil. Af þessum sökum var ekki hægt að bjóða honum í góðan útreiðartúr á íslenskum hesti eða gefa honum kost á góðum skeiðspretti. Eyjólfur Ís- ólfsson og Atli Guðmundsson gengu þó úr hnakk og buðu honum á bak í miðri kennslu stund. Fórst honum reiðin vel úr hendi og brá fyrir sig tölti með miklum sóma. Hefði óneit- anlega verið skemmtilegt ef hann hefði haft betri tíma til að kynnast hestunum betur og sjá hvað hann hefði getað fengið hestana til að gera. Og nú er jafnframt að sjá hvort hann verði fenginn aftur til Ís- lands í svipuðum erindagjörðum. Á honum var að heyra að hann hefði fullan hug á að koma aftur til Ís- lands og fá færi á að skoða sig um stúdera íslenska hestinn og njóta verunnar hér. Með þessu góða framtaki Félags tamningmanna stendur félagið vel undir þeim merkjum að vera fram- sækinn félagsskapur sem leiti eftir og stuðli að framförum í reið- mennsku. Að loknu námskeiði var haldið málþing þar sem allir ríðandi þátttakendur mættu með hesta sína í sal reiðhallarinnar og spannst þar upp mjög áhugaverð og frjó um- ræða. All nokkur gagnrýni hefur dunið á félaginu síðustu árin þess efnis að lítið sé gert fyrir hinn almenna fé- lagsmann enda mikil orka farið í uppbyggingu menntakerfis fyrir hestamennsku bæði í samvinnu við Hólaskóla og ýmsa aðra aðila en nú var sannarlega eitthvað gert og það ekki lítið. Almenn ánægja ríkti með- al þátttakenda með námskeiðið og greinilegt að þessi tegund reið- mennsku fellur í góðan jarðveg á Ís- landi í dag. Eitt sinn var því haldið fram að „piaf“ væri útilokaður möguleiki fyrir íslenska hesta en Atli Gðmundsson hefur afsannað það og hér situr Branderup hest hans, Breka frá Hjalla, á brokki á staðnum. Hér hefur Branderup uppgötvað stífleika í framanverð- um hálsi stóðhestsins sem Reynir Aðalsteinsson reið. Reiðmennskan á hærra plan Morgunblaðið/Vakri Þátttakendur á áhorfendapöllum sátu eins og límdir á meðan kennsl- an fór fram og drukku í sig fróðleikinn sem kappinn bar á borð. Ný dögun er framundan í íslenskri reið- mennsku, á því leikur enginn vafi eftir frábær- lega vel heppnað námskeið danska reiðsnillings- ins Bents Branderups í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Um eitt hundrað hestamenn fylgdust með og þeirra á meðal var Valdimar Kristinsson sem var bergnuminn yfir þeirri þróun sem hafin er og verður tæpast stöðvuð. Eyjólfi Ísólfssyni þótti við hæfi að færa Branderup ís- lenska svipu í lok námskeiðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.