Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 7

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 7 LÖGMENN landeigenda í sveitar- félaginu Hornafirði í A-Skaftafells- sýslu skiluðu í gær greinargerðum til óbyggðanefndar vegna krafna sinna til þjóðlendna á svæðunum Lón, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. Lögmenn ríkisins, fyrir hönd fjármálaráðherra, höfðu áður skilað inn sinni greinargerð. Landeigendur í A-Skaftafells- sýslu hafa lýst yfir óánægju með kröfugerð ríkisins og talið þjóðlendumörkin ganga lengra nið- ur á láglendið en búist hafði verið við. Hafa sumir hverjir haldið því fram að ríkið væri að ganga á stjórnarskrárbundinn eignarrétt manna þar sem þinglýst eignar- mörk jarða væru ekki virt. Úrskurðir um áramótin Að sögn Ólafs Björnssonar, eins lögmanns landeigenda, hefur mál- flutningur vegna þjóðlendna í sveit- arfélaginu Hornafirði verið dagsett- ur í lok júní næstkomandi. Úrskurða óbyggðanefndar er hins vegar ekki að vænta fyrr en um næstu áramót. Landeigendur í A-Skaftafellssýslu Greinar- gerð skilað til óbyggða- nefndar HNÚFUBAKUR strandaði í inn- siglingunni til Hornafjarðar á laugardagskvöld og drapst daginn eftir. Það var Ágúst Þorbjörnsson stýrimaður sem fyrst sá hvalinn um klukkan 19 á laugardagskvöld og hófust björgunaraðgerðir í kjölfar- ið. Talið er að hnúfubakurinn hafi elt æti inn í Hornafjarðarós og strandað á grynningum. Hvalurinn var kominn á þurrt í gær og verður nytjaður eftir föngum. Reynt var að koma skepnunni til bjargar fljót- lega eftir strandið og reyndu tveir litlir bátar að draga hvalinn á flot en án árangurs. Háflóð var þegar hvalurinn strandaði og fjaraði hratt undan honum. Ekki var hægt að koma stærri bátum að honum því mjög grunnt er í innsiglingunni. Hvalurinn er 12 metra langur og því í minna lagi, því hnúfubakar geta orðið allt að 19 metra langir. Að sögn Ólafs Einarssonar hafn- sögumanns rekur hann ekki minni til þess að hnúfubakur hafi strand- að á grynningunum. Hins vegar strandaði hrefna þar skammt frá fyrir nokkrum árum og var skotin að lokum. Hvalreki við Hornafjörð Morgunblaðið/Sigurður Már Halldórsson Björgunaraðgerðir báru ekki árangur og drapst hnúfubakurinn. Tvö og hálft tonn af ókeypis hvalkjöti kom í hlut bæjarbúa. ♦ ♦ ♦ SÉRA Gunnar Björnsson var einróma valinn sóknarprestur á Selfossi á fundi valnefndar Sel- fossprestakalls á laugardag. Biskup mun því leggja til við dóms- og kirkju- málaráðherra að sr. Gunnar verði skipaður í emb- ættið. Alls voru sjö umsækjendur um stöðuna, þrír guðfræðingar og fjórir prestar. Eysteinn Jónasson, formaður sóknarnefndar, segir að sr. Gunnar hafi búið yfir mestu reynslunni og enginn annar um- sækjandi hafði meiri menntun. Þá hafi verið almenn ánægja með störf sr. Gunnars á Selfossi en hann leysti sr. Þóri Jökul Þor- steinsson af meðan sá síðarnefndi var í leyfum. Valnefndin var skipuð fimm fulltrúum prestakallsins ásamt prófasti og vígslubiskupi. Selfoss Sr. Gunnar Björnsson valinn prestur Sr. Gunnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.