Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 7 LÖGMENN landeigenda í sveitar- félaginu Hornafirði í A-Skaftafells- sýslu skiluðu í gær greinargerðum til óbyggðanefndar vegna krafna sinna til þjóðlendna á svæðunum Lón, Nes, Mýrar, Suðursveit og Öræfi. Lögmenn ríkisins, fyrir hönd fjármálaráðherra, höfðu áður skilað inn sinni greinargerð. Landeigendur í A-Skaftafells- sýslu hafa lýst yfir óánægju með kröfugerð ríkisins og talið þjóðlendumörkin ganga lengra nið- ur á láglendið en búist hafði verið við. Hafa sumir hverjir haldið því fram að ríkið væri að ganga á stjórnarskrárbundinn eignarrétt manna þar sem þinglýst eignar- mörk jarða væru ekki virt. Úrskurðir um áramótin Að sögn Ólafs Björnssonar, eins lögmanns landeigenda, hefur mál- flutningur vegna þjóðlendna í sveit- arfélaginu Hornafirði verið dagsett- ur í lok júní næstkomandi. Úrskurða óbyggðanefndar er hins vegar ekki að vænta fyrr en um næstu áramót. Landeigendur í A-Skaftafellssýslu Greinar- gerð skilað til óbyggða- nefndar HNÚFUBAKUR strandaði í inn- siglingunni til Hornafjarðar á laugardagskvöld og drapst daginn eftir. Það var Ágúst Þorbjörnsson stýrimaður sem fyrst sá hvalinn um klukkan 19 á laugardagskvöld og hófust björgunaraðgerðir í kjölfar- ið. Talið er að hnúfubakurinn hafi elt æti inn í Hornafjarðarós og strandað á grynningum. Hvalurinn var kominn á þurrt í gær og verður nytjaður eftir föngum. Reynt var að koma skepnunni til bjargar fljót- lega eftir strandið og reyndu tveir litlir bátar að draga hvalinn á flot en án árangurs. Háflóð var þegar hvalurinn strandaði og fjaraði hratt undan honum. Ekki var hægt að koma stærri bátum að honum því mjög grunnt er í innsiglingunni. Hvalurinn er 12 metra langur og því í minna lagi, því hnúfubakar geta orðið allt að 19 metra langir. Að sögn Ólafs Einarssonar hafn- sögumanns rekur hann ekki minni til þess að hnúfubakur hafi strand- að á grynningunum. Hins vegar strandaði hrefna þar skammt frá fyrir nokkrum árum og var skotin að lokum. Hvalreki við Hornafjörð Morgunblaðið/Sigurður Már Halldórsson Björgunaraðgerðir báru ekki árangur og drapst hnúfubakurinn. Tvö og hálft tonn af ókeypis hvalkjöti kom í hlut bæjarbúa. ♦ ♦ ♦ SÉRA Gunnar Björnsson var einróma valinn sóknarprestur á Selfossi á fundi valnefndar Sel- fossprestakalls á laugardag. Biskup mun því leggja til við dóms- og kirkju- málaráðherra að sr. Gunnar verði skipaður í emb- ættið. Alls voru sjö umsækjendur um stöðuna, þrír guðfræðingar og fjórir prestar. Eysteinn Jónasson, formaður sóknarnefndar, segir að sr. Gunnar hafi búið yfir mestu reynslunni og enginn annar um- sækjandi hafði meiri menntun. Þá hafi verið almenn ánægja með störf sr. Gunnars á Selfossi en hann leysti sr. Þóri Jökul Þor- steinsson af meðan sá síðarnefndi var í leyfum. Valnefndin var skipuð fimm fulltrúum prestakallsins ásamt prófasti og vígslubiskupi. Selfoss Sr. Gunnar Björnsson valinn prestur Sr. Gunnar Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.