Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.04.2002, Blaðsíða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 21 TÖLUVERÐUR verðmunur er á lyfjum utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt könnun ASÍ á lyfjaverði í apótekum. Niðurstöðurnar ná til lyfjaverslana á landsbyggðinni og kemur fram meðal annars að þrjú apótek utan höfuðborgarsvæðisins selji lyfseðilskyld lyf á hámarksverði. Um er að ræða apótekin á Hólmavík, lyfsölu lækna á Vopnafirði og lyfsölu lækna á Kirkjubæjarklaustri. „Í tveimur tilfellum er töluverður mun- ur á milli apóteka í sömu eigu,“ segir ennfremur og er þar um að ræða verðmun milli Egilsstaðaapóteks og Lyfju og Laugarnesapóteks og Apó- teksins í Vestmannaeyjum, sam- kvæmt ASÍ. „Í vesturkjördæmi eru sex apótek, Borgarnesapótek, Lyf og heilsa Akranesi, Apótek Ísafjarðar, Apótek- ið Hólmavík, Apótekið Stykkishólmi og lyfsala lækna á Hvammstanga. Töluverður verðmunur er milli lyf- sala á þessu svæði á lyfseðilskyldum lyfjum til venjulegra sjúklinga. Mest- ur er hann 122% og í sjö tilfellum yfir 50%. Íbúar Vestfjarða greiða hærra verð en aðrir í kjördæminu. Apótekið í Hólmavík og Apótek Ísafjarðar eru oftast með hæsta verðið og selur Apó- tekið í Hólmavík lyfin í flestum til- fellum á hámarksverði, samkvæmt útgefinni lyfjaverðskrá. Borgarnes- apótek er hinsvegar oftast með lægsta verðið. Apótekið Hólmavík gaf ekki upp verð á lyfseðilskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyrisþega.“ ASÍ segir að mesti verðmunurinn í þeim flokki lyfja hafi verið 157% á Madopar-hylkjum við Parkinson og 100% verðmunur var á magalyfinu Nexium. Í 12 tilvikum af 25 var verð- munurinn meiri en 25%. Minnsti verðmunurinn var 7% á fjórum teg- undum lyfja. „Lyfsala lækna á Hvammstanga var oftast með hæsta verðið eða í 13 tilvikum, Lyf og heilsa Akranesi var oftast með lægsta verð- ið eða í 18 skipti.“ Mest 92% verðmunur í austurkjördæmi Átta apótek eru í austurkjördæmi; Apótek Austurlands, lyfsala lækna á Vopnafirði, Egilsstaðaapótek, Nes- apótek, Dalvíkurapótek, Apótekið Akureyri, Lyf og heilsa Akureyri og Siglufjarðarapótek. „Ólíkt vesturkjördæmi fer verð- munurinn á þessu svæði aldrei yfir 100% á lyfseðilskyldum lyfjum til venjulegra sjúklinga. Hann er mest- ur 92%, í fimmtán tilvikum er verð- munurinn 25% eða meiri en minnstur er hann 11%. Lyfsala lækna á Vopna- firði er oftast með hæsta verðið eða í 20 tilfellum, en lyfsalan selur lyfin í flestum tilvikum á hámarksverði, samkvæmt útgefinni lyfjaverðskrá. Mesti verðmunurinn á lyfseðilsskyld- um lyfjum til elli- og örorkulífsþega er 283%, á magalyfinu Losec Mups. Í tveimur öðrum tilvikum er verðmun- urinn yfir 100%, 115% munur er á Nexium, sem einnig er magalyf, og 100% munur er á innúðalyfinu Vent- olin Discus. Lyfsala lækna á Vopna- firði er einnig oftast með hæsta verð- ið til elli- og örorkulífeyrisþega. Apótekið Akureyri er hinsvegar oft- ast með lægsta verðið,“ segir ASÍ. Máttu ekki fylgjast með í Vestmannaeyjum Í suðurkjördæmi eru sex apótek tekin inn í verðsamanburð, það er Lyfja Grindavík, Apótek Keflavíkur; Apótek Suðurnesja, Lyfsalan Kirkju- bæjarklaustri; Hafnarapótek og Árnesapótek. „Apótek Vestmanna- eyja er ekki tekið inn í verðsaman- burðinn þar sem lyfsalinn neitaði verðtökuaðila að fylgjast með verð- upptökunni. Á lyfseðilskyldum lyfj- um til venjulegra sjúklinga er mesti verðmunurinn 100% á bólulyfinu Roaccutan. Oft er mikill verðmunur á þessu lyfi, en það er notað tímabundið í misstórum skömmtum. Virðist sem lyfsalar eigi mjög auðvelt með að gefa afslátt af hluta sjúklings í lyfinu. Verðmunurinn á svæðinu er einungis í sjö tilvikum 25% eða meiri. Minnsti verðmunurinn er 11% og er það í nokkrum tilvikum. Lyfsala lækna Kirkjubæjarklaustri er oftast með hæsta verðið. Eins og lyfsala lækna á Vopnafirði selur lyfsalan lyfin í flest- um tilvikum á hámarksverði, sam- kvæmt lyfjaverðskrá, eða mjög ná- lægt því. Í lyfjum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fer verðmunurinn tvisvar sinnum yfir 100%. Mestur er hann 187% á geðlyfinu Zoloft, hins- vegar er mun minni munur á sam- heitalyfi Zoloft, Sertral eða 68%. Lægsta verð Sertral er hærra en lægsta verð Zoloft. Í fimmtán tilvik- um er verðmunurinn 25% eða meiri. Minnsti verðmunurinn er 13% á Nitromex lyfi við hjartaöng. Lyfsala lækna á Kirkjubæjarklaustri er oft- ast með hæsta verðið eða í 20 tilfell- um. Bæði lyfsala lækna á Vopnafirði og lyfsala lækna á Kirkjubæjarklaustri selja lyfseðilsskyld lyf mjög nálægt, eða á hámarksverði, samkvæmt lyfja- verðskrá. Lyfsölurnar eru reknar af læknum á stöðunum og eru yfirleitt til húsa í heilsugæslustöðvunum sjálf- um. Einungis er um verðsamanburð að ræða og lýkur hér samantekt ASÍ á könnun á lyfjaverði sem gerð var um miðjan mars. Töluverður verðmun- ur á lyfjum utan höfuðborgarsvæðis Þriðji og síðasti hluti lyfjaverð- könnunar ASÍ UNDANKEPPNI fyrir Íslands- mót kaffibarþjóna fór fram í Smáralind um síðustu helgi. Sex kaffibarþjónar komust í úrslit og fara þeir til Óslóar í júní til þess að taka þátt í heimsmeist- arakeppni kaffibarþjóna. Þau sem komust áfram til þátttöku í Íslandsmótinu, sem fram fer á sýningunni Matur 2002 í Smár- anum um næstu helgi, eru Ragnheiður Gísladóttir frá Kaffitári, Ásgeir Sandholt frá bakaríinu Sandholt, Njáll Björg- vinsson frá Te og kaffi, Ása Jel- ena Petterson frá Kaffitári, Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Konditori Copenhagen og Krist- ín Björnsdóttir frá Kaffibrennsl- unni. Júlíus Sigurjónsson Einar Van í Café Rue Royale vandar sig í undankeppni fyrir kaffibarþjón ársins. Undankeppni fyrir Íslands- mót kaffibar- þjóna lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.