Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 16.04.2002, Síða 21
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 21 TÖLUVERÐUR verðmunur er á lyfjum utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt könnun ASÍ á lyfjaverði í apótekum. Niðurstöðurnar ná til lyfjaverslana á landsbyggðinni og kemur fram meðal annars að þrjú apótek utan höfuðborgarsvæðisins selji lyfseðilskyld lyf á hámarksverði. Um er að ræða apótekin á Hólmavík, lyfsölu lækna á Vopnafirði og lyfsölu lækna á Kirkjubæjarklaustri. „Í tveimur tilfellum er töluverður mun- ur á milli apóteka í sömu eigu,“ segir ennfremur og er þar um að ræða verðmun milli Egilsstaðaapóteks og Lyfju og Laugarnesapóteks og Apó- teksins í Vestmannaeyjum, sam- kvæmt ASÍ. „Í vesturkjördæmi eru sex apótek, Borgarnesapótek, Lyf og heilsa Akranesi, Apótek Ísafjarðar, Apótek- ið Hólmavík, Apótekið Stykkishólmi og lyfsala lækna á Hvammstanga. Töluverður verðmunur er milli lyf- sala á þessu svæði á lyfseðilskyldum lyfjum til venjulegra sjúklinga. Mest- ur er hann 122% og í sjö tilfellum yfir 50%. Íbúar Vestfjarða greiða hærra verð en aðrir í kjördæminu. Apótekið í Hólmavík og Apótek Ísafjarðar eru oftast með hæsta verðið og selur Apó- tekið í Hólmavík lyfin í flestum til- fellum á hámarksverði, samkvæmt útgefinni lyfjaverðskrá. Borgarnes- apótek er hinsvegar oftast með lægsta verðið. Apótekið Hólmavík gaf ekki upp verð á lyfseðilskyldum lyfjum til elli- og örorkulífeyrisþega.“ ASÍ segir að mesti verðmunurinn í þeim flokki lyfja hafi verið 157% á Madopar-hylkjum við Parkinson og 100% verðmunur var á magalyfinu Nexium. Í 12 tilvikum af 25 var verð- munurinn meiri en 25%. Minnsti verðmunurinn var 7% á fjórum teg- undum lyfja. „Lyfsala lækna á Hvammstanga var oftast með hæsta verðið eða í 13 tilvikum, Lyf og heilsa Akranesi var oftast með lægsta verð- ið eða í 18 skipti.“ Mest 92% verðmunur í austurkjördæmi Átta apótek eru í austurkjördæmi; Apótek Austurlands, lyfsala lækna á Vopnafirði, Egilsstaðaapótek, Nes- apótek, Dalvíkurapótek, Apótekið Akureyri, Lyf og heilsa Akureyri og Siglufjarðarapótek. „Ólíkt vesturkjördæmi fer verð- munurinn á þessu svæði aldrei yfir 100% á lyfseðilskyldum lyfjum til venjulegra sjúklinga. Hann er mest- ur 92%, í fimmtán tilvikum er verð- munurinn 25% eða meiri en minnstur er hann 11%. Lyfsala lækna á Vopna- firði er oftast með hæsta verðið eða í 20 tilfellum, en lyfsalan selur lyfin í flestum tilvikum á hámarksverði, samkvæmt útgefinni lyfjaverðskrá. Mesti verðmunurinn á lyfseðilsskyld- um lyfjum til elli- og örorkulífsþega er 283%, á magalyfinu Losec Mups. Í tveimur öðrum tilvikum er verðmun- urinn yfir 100%, 115% munur er á Nexium, sem einnig er magalyf, og 100% munur er á innúðalyfinu Vent- olin Discus. Lyfsala lækna á Vopna- firði er einnig oftast með hæsta verð- ið til elli- og örorkulífeyrisþega. Apótekið Akureyri er hinsvegar oft- ast með lægsta verðið,“ segir ASÍ. Máttu ekki fylgjast með í Vestmannaeyjum Í suðurkjördæmi eru sex apótek tekin inn í verðsamanburð, það er Lyfja Grindavík, Apótek Keflavíkur; Apótek Suðurnesja, Lyfsalan Kirkju- bæjarklaustri; Hafnarapótek og Árnesapótek. „Apótek Vestmanna- eyja er ekki tekið inn í verðsaman- burðinn þar sem lyfsalinn neitaði verðtökuaðila að fylgjast með verð- upptökunni. Á lyfseðilskyldum lyfj- um til venjulegra sjúklinga er mesti verðmunurinn 100% á bólulyfinu Roaccutan. Oft er mikill verðmunur á þessu lyfi, en það er notað tímabundið í misstórum skömmtum. Virðist sem lyfsalar eigi mjög auðvelt með að gefa afslátt af hluta sjúklings í lyfinu. Verðmunurinn á svæðinu er einungis í sjö tilvikum 25% eða meiri. Minnsti verðmunurinn er 11% og er það í nokkrum tilvikum. Lyfsala lækna Kirkjubæjarklaustri er oftast með hæsta verðið. Eins og lyfsala lækna á Vopnafirði selur lyfsalan lyfin í flest- um tilvikum á hámarksverði, sam- kvæmt lyfjaverðskrá, eða mjög ná- lægt því. Í lyfjum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega fer verðmunurinn tvisvar sinnum yfir 100%. Mestur er hann 187% á geðlyfinu Zoloft, hins- vegar er mun minni munur á sam- heitalyfi Zoloft, Sertral eða 68%. Lægsta verð Sertral er hærra en lægsta verð Zoloft. Í fimmtán tilvik- um er verðmunurinn 25% eða meiri. Minnsti verðmunurinn er 13% á Nitromex lyfi við hjartaöng. Lyfsala lækna á Kirkjubæjarklaustri er oft- ast með hæsta verðið eða í 20 tilfell- um. Bæði lyfsala lækna á Vopnafirði og lyfsala lækna á Kirkjubæjarklaustri selja lyfseðilsskyld lyf mjög nálægt, eða á hámarksverði, samkvæmt lyfja- verðskrá. Lyfsölurnar eru reknar af læknum á stöðunum og eru yfirleitt til húsa í heilsugæslustöðvunum sjálf- um. Einungis er um verðsamanburð að ræða og lýkur hér samantekt ASÍ á könnun á lyfjaverði sem gerð var um miðjan mars. Töluverður verðmun- ur á lyfjum utan höfuðborgarsvæðis Þriðji og síðasti hluti lyfjaverð- könnunar ASÍ UNDANKEPPNI fyrir Íslands- mót kaffibarþjóna fór fram í Smáralind um síðustu helgi. Sex kaffibarþjónar komust í úrslit og fara þeir til Óslóar í júní til þess að taka þátt í heimsmeist- arakeppni kaffibarþjóna. Þau sem komust áfram til þátttöku í Íslandsmótinu, sem fram fer á sýningunni Matur 2002 í Smár- anum um næstu helgi, eru Ragnheiður Gísladóttir frá Kaffitári, Ásgeir Sandholt frá bakaríinu Sandholt, Njáll Björg- vinsson frá Te og kaffi, Ása Jel- ena Petterson frá Kaffitári, Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Konditori Copenhagen og Krist- ín Björnsdóttir frá Kaffibrennsl- unni. Júlíus Sigurjónsson Einar Van í Café Rue Royale vandar sig í undankeppni fyrir kaffibarþjón ársins. Undankeppni fyrir Íslands- mót kaffibar- þjóna lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.