Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 45

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 45 ✝ William RagnarArnfinnsson fæddist í Flatey á Breiðafirði 18. maí 1945. Hann lést í Stykkishólmi 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Björg Hansen Ólafs- dóttir, sem er látin, og Arnfinn Hansen. William, eða Billi eins og hann var kall- aður í vina- og kunn- ingjahópi, átti heima lengst af í Stykkis- hólmi. Hann átti tvö systkini, bróður og systur. Billi lifði sín æskuár í Flatey, en var snemma sendur í vist að Skafta- felli í Öræfum til Ragnars bónda þar. Þar var hann fram yfir ferm- ingu og flutti þá aftur til Flateyj- ar. Þar var hann til sjós um tíma m.a. á mb. Konráði sem þar var flóabátur og eins hjá Sigurjóni Helga- syni og með honum kom hann í Hólminn. Þá var Billi um skeið í Grundarfirði á veg- um Hjálmars Gunn- arssonar og Helgu konu hans. Hann stundaði síðan störf í Hólminum m.a. í bæjarvinnunni og annað sem til féll. Seinustu árin var hann svo á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi og til dánardags. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Williams fór fram frá Stykkishólmskirkju 16. mars. Það má ekki minna vera en að ég kveðji þennan hógværa og góða borðfélaga minn, nú þegar leiðir skiljast í bili. Ég var fjarverandi þegar andlát hans bar skyndilega að garði. Hann hafði áður verið las- inn en kom þennan dag að mat- borði eins og hann var vanur. Gekk síðan upp í dagstofu settist niður í stólinn og þegar komið var að hon- um litlu síðar var hann látinn. Fór á hljóðan og hæglátan hátt eins og umgengni hans var hér á heimilinu meðan ég man eftir honum. William var alveg sérstakur per- sónuleiki. Hann virtist alltaf vera í sama skapinu og hvað sem mætti honum æðraðist hann aldrei. Hann kvartaði ekki en mætti öllum með sama góða hugarfarinu. Ég held að hans aðall í lífinu hafi verið að þjóna, verða samborgurum og öll- um sem hann kynntist að gagni og þær voru ekki fáar ferðirnar sem hann fór fyrir félaga sína á Dval- arheimilinu og jafnvel í smáum stíl, svo sem að raða stólum í dagstof- unni þar sem horft var á sjón- varpið, lét hann aldrei falla niður, og umgengni hann við okkur var einstök. Hann lét ýmis mál til sín taka og þar voru í öndvegi mál þeirra er minna máttu sín eða höfðu orðið fyrir veikindum. Seldi fyrir þau jólakort o.s.frv. Aldrei varð ég þess var að hann öfundaði nokkurn mann eða legði neinum la- styrði, síður en svo. Hann gaf sig meira að brosi til náungans. En vel tók hann eftir öllu sem hann um- gekkst og mundi margt og gat ég oft leitað til hans um ýmislegt sem skeð hafði. Þannig var hann og hann átti marga vini og kom það sérstaklega vel fram á útfarardegi hans, þar sem fjöldi manns kom til að kveðja hann. Við félagar hans á Dvalarheim- ilinu finnum strax hvað misst er og hans er saknað af félögum og vin- um. Ég vil svo enda þessar fáu línur með þökk fyrir allar ánægjustund- irnar sem ég átti með honum og ég veit að hann mun fagna á nýjum leiðum og þar mun hann þiggja trúrra manna laun. Hann var jafn- an trúr og góður félagi. Árni Helgason, Stykkishólmi. Góðan dreng er gott að muna geymum fögru minninguna hún er perla í hugans reit. Kynnin þökkum þér af hjarta þau eru tengd því hreina og bjarta. Berst til himins bænin heit. (L.S.) Um leið og við kveðjum þig, Billi minn, langar okkur til að þakka þér áratuga vináttu og ekki síst þakka þér hve vel þú reyndist pabba meðan hann dvaldist á Dval- arheimilinu. Hann er þó langt í frá sá eini sem þú reyndist vel. Enginn ræður sínum næturstað, nú er þinn í öruggum höndum. Þín verður saknað af heimilisfólkinu á Dval- arheimilinu, líka af okkur hinum sem hittum þig á förnum vegi og áttum spjall saman um daginn og veginn. Okkur var heiður að þekkja þig. Við munum góðan dreng og kveðjum þig, kæri vinur, þú er öruggur í faðmi frelsarans, hann blessi þig og varðveiti. Föður hans og ættingjum vott- um við samúð okkar. Sesselja, Þorbergur og fjöl- skylda Páls Oddssonar. WILLIAM RAGNAR ARNFINNSSON Gagnfræðaskólaárin verða alltaf eftirminni- leg, þessi ár þegar unglingurinn er að þroskast og mótast og ákvörðunin um framtíð og ævistörf blasir við. Á árunum fyrir og um 1950 vakti hópur ungra manna í Gagnfræða- skóla Austurbæjar, sem fyrst var við Lindargötu í Reykjavík og síðar í Skólavörðuholti, athygli vegna hæfileika sinna á sviði danstónlistar. Á þessum árum var verksvið slíkra manna að breytast. Ný samkomu- hús voru að koma til sögunnar, þar sem sóst var eftir góðum hljóm- sveitum með hæfileikaríkum mönn- um, sem komu fram í einkennisbún- ingum með vel æfða og undirbúna dagskrá. Það voru því engin undur þó að slík glæsistörf freistuðu ungra manna með tónlistargáfu. Það var litið upp til þessara manna, ekki síst af okkur, sem fyrst baksviðs fengumst við þessa sömu iðju án þess þó að ætla okkur ein- hvern frama á þessari braut. Úr áðurnefndum hópi í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar urðu margir landsfrægir tónlistarmenn og þar á meðal vinur minn Karl Lilliendahl, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf óvænt og ótímabært. Hann ákvað að helga líf sitt tónlist- inni og hlaut mikinn frama sem gít- arleikari og hljómsveitarstjóri á vin- sælum skemmtistöðum Reykjavík- urborgar svo sem Klúbbnum og Hótel Loftleiðum. Mér var það alltaf sérstök ánægja að hlýða á og horfa á Karl Lillien- KARL LILLIENDAHL ✝ Karl Lilliendahlhljóðfæraleikari fæddist á Akureyri 16. júlí 1933. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. mars síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Hallgrímskirkju 15. mars. dahl leika á hljóðfæri sitt. Gleði og ánægja skinu úr andliti hans og það var augljóst, að hann naut starfsins og var sérstakur gleði- gjafi. Það er sérstök til- finning að standa með hljóðfæri sitt frammi fyrir fjölda fólks og finna hughrif þess svara þeim vænting- um, sem flytjandinn hefur. Sennilega eru það drýgstu launin. Kynni okkar Karls hófust þegar leiðir lágu saman í Kiwanisklúbbnum Heklu og Ferða- og skemmtiklúbbnum K 21. Til hinsta dags tók Karl þátt í störfum Kiwanisklúbbsins Heklu og var tví- vegis forseti hans. Ótal tækifæri voru þess eðlis, að tónlistar var þörf og þá lá Karl ekki á liði sínu. Mér koma í hug skemmtikvöld hjá Heklu, ferðalög og kvöldvökur fyrir vistfólk Hrafnistu í Reykjavík og heimsóknir til fatlaðra barna í Reykjadal í Mosfellsdal. Sama var uppi á teningnum í klúbbnum K 21. Árshátíðir að vetri og skemmtanir í Herdísarlundi og víðar að sumarlagi þegar nóttin var björtust eru eftirminnilegir atburðir þar sem Karl stjórnaði glaumi og gleði með bros á vör. Það var mér lærdómsrík reynsla og sérstök ánægja, að fá að vera við hlið hans með hljóðfæri mitt í flest- um þessum tilvikum. Þegar árin liðu kom í ljós, að hið krefjandi starf hljóðfæraleikarans dugði ekki eitt og sér til lífsvið- urværis og þess vegna hóf Karl störf jafnframt því hjá þekktu fyr- irtæki í sölu byggingarefna. Þar ávann hann sér traust og vinsældir viðskiptavina með sinni ljúfu og þekku framkomu. Þegar þetta fyr- irtæki hætti starfsemi átti Karl greiða leið til annars og stærra fyr- irtækis í sömu grein og undi þar vel hag sínum um árabil. Óvænt og óverðskulduð starfslok, að hans mati, fengu mjög á hann og urðu honum þungbær. Það duldist engum að hin síðari ár voru Karli nokkuð mótdræg heilsufarslega. Hann var slæmur í fótum og átti orðið erfitt með gang. Ekki er ólíklegt að hinar löngu stöð- ur við hljóðfæraleikinn hafi átt þar sinn þátt því að aldrei man ég eftir Karli öðruvísi en standandi með gít- arinn sinn þegar hann var að störf- um. Ekkert benti þó til þess að hann myndi kveðja þetta jarðlíf með svo skjótum hætti sem raun varð á. En Karl Lilliendahl skilur eftir sig góðar minningar og margir góð- ir vinir sakna hans. Ég hef rakið samskipti okkar í klúbbunum tveim- ur og ógleymanleg verður sú stund þegar Karl varð 60 ára og ætlaði að láta sig hverfa austur að Laugar- vatni. Fjölskylda hans hafði í leyni og án hans vitundar undirbúið mót- töku heima hjá Kristínu dóttur hans og boðið þangað nánustu vinum hans úr stétt hljóðfæraleikara. Hermína þurfti að beita klókindum til að fá hann á staðinn og aldrei hef ég séð mann eins dolfallinn, hrærð- an og snortinn eins og Karl var þeg- ar tekið var á móti honum með söng og hljóðfæraleik. Það er mér líka mikils virði að hafa fengið að vera við hlið hans á hljómsveitarpalli í síðasta sinn sem hann kom fram sem gleðigjafi op- inberlega ásamt samstarfskonu sinni til margra ára, söngkonunni Hjördísi Geirsdóttur og Ragnari Páli Einarssyni. Þetta var á kvöldskemmtun Kiw- anisklúbbsins Heklu fyrir vistfólk Hrafnistu í Reykjavík 21. febrúar sl. Honum fylgja kveðjur og þakkir fyrir samveru og vel unnin störf frá Kiwanisklúbbnum Heklu og klúbbn- um K 21. Sorgarfregnin um andlát Karls Lilliendahls barst okkur hjónum þar sem við vorum stödd erlendis og við gátum því miður ekki fylgt honum til grafar. Þess í stað koma hér síðbúin minningarorð með þökk fyrir góða samveru og með inni- legum samúðarkveðjum til Hermínu og fjölskyldu þeirra. Ólafur G. Karlsson. Þeir sem verða gamlir geta oft tekið undir með skáldinu sem endaði saknaðar- ljóð sitt á þessum hendingum þau dómsorð sár með sorgareym, þið sjáist aldrei framar. Guttormshagasystkini, börn Daníels Daníelssonar og Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur voru átta sem upp komust, þrjár systur og fimm bræður, fædd á árunum 1910– 1927. Næstyngstur systkinanna var Steindór, f. 10. sept. 1923, hann dó eftir stutta legu 13. mars síðastlið- inn. Faðir okkar dó í apríl 1932. Það vor var Dagur fermdur, Elín 12 ára, Steindór 8 ára og Svava 4 ára, mamma átti þrjú börn innan við fermingu og hélt áfram búskap í óskiptu búi með hjálp eldri systkina. Fyrsta sumarið vorum við öll heima við heyskapinn, en Gummi, sá elsti var þá komin í Laugarvatnsskóla og þaðan í Kennaraskólann og í vega- vinnu þegar hann gat. Hjá okkur í Guttormshaga var lengur fært frá og ær mjólkaðar í kvíum en annars staðar í Rangár- vallasýslu. Við færðum síðast frá 1936 og síðasti kvíasmali sýslunnar var Steindór bróðir minn. Næstu sumur gekk hann á teig með okkur sem eldri vorum, fljótlega áberandi duglegur. Um tvítugt fór hann á Bændaskólann á Hvanneyri var þar tvo vetur og varð búfræðingur og fjósameistari í einhverja mánuði að námi loknu. Til Danmerkur fór hann að sjá þeirra búskap, vann þar á bú- garði um tíma. Eitt sumar fóru þeir bræður, hann og Gunnar, á bát frá Vestmannaeyjum til síldveiða við Norðurland. Afli var ekki mikill enda var Norðurlandssíldin að hverfa út í hafsauga um þetta leyti og hefur ekki sést síðan hér við land, hún kom upp við Noreg og tal- ar víst norsku við eigendur sína. Tvö vor og sumur vann Steindór hjá vegagerðinni með jarðýtu á Vest- fjörðum, fyrst við að ryðja snjó af vegum og síðan að ýta vegi sem ógerðir voru. Á þessum árum mun hann hafa fundið sitt konuefni, Rannveigu Þ. Jónsdóttur ljósmóður frá Bolungar- vík. Þau settust að í Kópavogi þar byggði hann sér sitt hús, hann vann mikið sjálfur við húsið. Fagmann þurfti til að múra það, hann fór í Iðnskólann og fékk sín múrararétt- indi, síðan hefur hann unnið við múrverk og talinn fljótvirkur og mjög vandvirkur. Þau hjón eiga þrjá syni, Rafn Hagan verkamann, Jón Örnólf múrarameistara og Magna Gunnar múrara og arkitekt í Frakk- landi. Ég sakna góðs vinar, og óska aðstandendum gæfu og gengis. Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem). Horfinn okkur er góður maður, Steindór Daníelsson, og nágranni, sem með persónuleika sínum skilur eftir sig margar minningar hjá þeim sem eftir lifa og þekktu hann. Hann var einn þeirra manna sem ekki líta út fyrir að eiga við heilsubrest að stríða, en hverfa þegar sízt varir. Ég veit að áfallið er mikið fyrir aðstand- endur, þekki ég það af eigin raun, þegar amma mín lézt. Oft spjallaði amma mín heitin við Rannveigu eiginkonu hans, og minn- STEINDÓR DANÍELSSON ✝ Steindór Daní-elsson fæddist í Guttormshaga í Holtum í Rangár- vallasýslu 10. sept- ember 1923. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 13. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digra- neskirkju 21. mars. ist ég þess þau 15 ár sem ég naut hennar við, og sjálfur kynntist ég þeim hjónum síðar. Þegar ég var að alast upp á þessum slóðum var byggðin ekki eins þétt og síðar varð, en þau voru ásamt afa mínum og ömmu með frumbyggjum þessa svæðis, þótt nokkru síðar hafi verið. Ég mun ætíð minn- ast þess með þakklæti að hafa spjallað við þau hjónin, jafnvel um það sem var fyrir mína tíð. Það er mikill missir að Steindóri, glaðværð hans og kæti voru eftirminnilegir eigin- leikar. Þegar fólk hverfur skjótt er það enn erfiðara fyrir aðstandendur, en mestu skiptir að hafa, eins og hann, með lífi sínu skapað sér betra framlíf hjá algóðum Guði. Við í fjöl- skyldunni sendum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Ingólfur Sigurðsson, Jón Agnarsson. Þegar maður hugsar um Steindór sér maður fyrir sér glaðhlakkalegan glettnissvip. Hann var alltaf léttur og skemmtilegur, viðræðugóður og stríðinn. Það var gaman að spjalla við hann um daginn og veginn. Eftir að ég fór í guðfræðinám sveigðist talið jafnan að guðfræði. Steindór lét í veðri vaka að hann væri ekki trúaður, en þegar hann talaði um guðdóminn afhjúpaði hann sína fal- legu trú. Hann trúði á höfund allífs- ins, skaparann að baki öllum hlut- um. Aðferð hans til samræðu var í ætt við Sókrates, hann spurði og spurði, kom með athugasemd og spurði, alltaf jafn glettinn. Til í að skora alheiminn á hólm en undir niðri einlægur spyrjandi um hinstu rök tilverunnar. Það sýndi best trú- aráhuga þeirra hjóna er þau fóru á Alfanámskeið í kirkjunni sinni. Þar var sami glettni spyrjandinn á ferð. Steindór nálgaðist alltaf fólk með glettni, hlýju og áhuga. Framkoma hans var lærdómsrík fyrir unga stúlku, síðar konu. Ég hef fylgst með því af ánægju hversu duglegur Steindór hefur verið síðari árin að fara með Rannveigu í ferða- lög vítt og breitt um landið. Það voru þeim oft góðir dagar. Þau hjón hafa einnig sýnt foreldrum mínum mikla tryggð með reglulegum heim- sóknum. Góðar minningar úr bernskunni kallast fram þegar for- eldrar mínir heimsóttu þau hjón Steindór og Rannveigu og synina þrjá. Í minninu lifir lyktin sem fylgir Digranesheiði 9, ærsl við strákana, stóri flotti Volvoinn, rómurinn henn- ar Rannveigar og kætin í Steindóri. Hans verður sárt saknað víða. Minningin um góðan dreng blessast í hug og sinni, ég votta honum virð- ingu mína og þakklæti fyrir liðna tíð. Ég kveð með sálmi Einars Ben. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. En ástin er björt sem barnsins trú hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Ég votta þér Rannveig, sonum þínum, tengdadætrum og barna- börnum djúpa samúð og bið Guð að blessa, styrkja og leiða ykkur að huggunarlind frelsarans. Bára Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.