Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 55

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 55 TALSVERT var um inn- brot um helgina, í bifreið- ir fyrirtæki og heimahús. Þá þurfti lögregla að leysa upp fjöldaslagsmál við Hlemm- torg og stöðvaði sjö ökumenn sem grunaðir voru um ölvunarakstur. Um helgina þurfti lögregla að stöðva heimildarlaus veisluhöld skólanema og var 200 ungmennum vísað út í aðgerðum hennar. Um helgina var brotist inní 4 bíla í Mosfellsbæ og 11 aðra bíla í um- dæminu. Þá var brotist inn í fyrir- tæki á Laugavegi og þaðan stolið tölvubúnaði. Farið var inn í húsnæði í Breiðholti aðfaranótt laugardags meðan íbúar voru í fastasvefni. Það- an var stolið myndbandstæki og pen- ingum. Íbúi í vesturbænum kom að tveimur mönnum í húsi sínu aðfara- nótt sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu brotið sér leið inní húsið og einnig valdið skemmdum. Þeir forð- uðu sér úr húsinu en voru handtekn- ir skömmu síðar af lögreglu. Þá var brotist inn í í sameign í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi og þaðan stolið þvottavél með þvotti í. Á sunnudagsmorgun stöðvaði lög- reglan akstur bifreiðar á Miklu- braut. Við athugun lögreglu fundust hlutir sem ökumaður og farþegar gátu ekki gefið skýringu á, og eins ætluð ólögleg efni. 9 manns handteknir vegna fjöldaslagsmála Til átaka kom aðfaranótt laugar- dags við Hlemmtorg. Lögreglan varð að handtaka 9 manns, þar af 5 konur, og flytja í fangageymslur. Fólkið var á aldrinum 16 til 20 ára og urðu forráðamenn þeirra yngstu að sækja afkvæmi sín á lögreglustöð. Ekki urðu alvarleg meiðsli en einn hnífur fannst á vettvangi. Þá var kona flutt á slysadeild eftir að glasi hafði verið kastað í höfuð hennar á veitingastað við Klappar- stíg aðfaranótt laugardags. Slagsmál brutust síðan út á staðnum og var einn handtekinn og fluttur í fanga- geymslur. Úr dagbók lögreglunnar 12.–15. apríl Talsvert um inn- brot um helgina JÓN Freyr Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri Laugarnesskólans, heldur fyrirlestur, þriðjudaginn 16. apríl kl. 20 í stóra salnum í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Ís- lands. Fyrirlesturinn nefnist „Rækt- unarstarf Laugarnesskólans“. Á vegum skólans hefur verið stund- að skóg- og trjáræktarstarf, í Katlagili í Mosfellsdal, um ára- tuga skeið. Fjallar Jón Freyr um það í máli og myndum. Fundurinn er í umsjón Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar og er liður í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Bún- aðarbanka Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrými leyf- ir og verður boðið upp á kaffi, segir í fréttatilkynningu. Margar hendur vinna létt verk. Frá starfinu í Katlagili. Opið hús skóg- ræktarfélaganna FRJÁLS félagasamtök um náttúru- og umhverfisvernd hafa tekið hönd- um saman í þeim tilgangi að vekja athygli á því besta og versta sem gerst hefur í náttúruverndar- og um- hverfismálum íslensku þjóðarinnar á liðnu ári. Á tímabilinu 15. til 23. apríl verður leitað eftir tilnefningu frá almenn- ingi. Landsmenn geta sent tilnefn- ingar til Landverndar (Ránargata 18, 101 Reykjavík eða land- vernd@landvernd.is). Í tilnefning- um þarf að draga fram helstu rök fyrir tilnefningunni. Dómnefnd skipa þau Guðmundur Sigvaldason, umhverfisstjóri á Ak- ureyri, Ingibjörg E. Björnsdóttir umhverfisfræðingur og Hildur Þórs- dóttir landvörður. Dómnefndin má tilgreina að hámarki fimm sigurveg- ara í hverjum flokki. Niðurstöður dómnefndar verða birtar á sérstakri hátíð sem haldin verður í tilefni af Degi umhverfisins föstudaginn 26. apríl kl. 16, í Ráðhúsi Reykjavíkur, segir í fréttatilkynn- ingu. Það „besta“ og „versta“ í náttúru- og um- hverfis- verndar- málum SAMBÍÓIN hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn verðbólguþróuninni með því að bjóða upp á þriðjudagstilboð að nýju í kvikmyndahúsum sínum á valdar myndir eins tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Þriðjudaginn 16. apríl hefst þriðjudagstilboðið þar sem miðaverð verður kr. 500 á myndirnar „The Royal Tenenbaums“, „A Beautiful Mind“, „The Time Machine“, „Pétur Pan: Aftur til Hvergilands“, „Snow Dogs“, „Crossroads“ og „Skrímsli hf.“, segir í fréttatilkynningu. Þriðjudagstilboð hjá Sambíóum AÐALFUNDUR Foreldra- ogkennarafélags Breiðholtsskóla verð- ur haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 20 í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Heiðursgestir fundarins verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björn Bjarnason, Stefán Jón Hafstein og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Fundar- stjóri verður Stefán Jóhann Stefáns- son. Frambjóðendur munu svara spurningum sem snúa að skólamál- um og hverfismálum, segir í frétta- tilkynningu. Aðalfundur FOK í Breið- holtsskóla FRÆÐSLUFUNDUR Garðyrkju- félags Íslands verður haldinn mið- vikudaginn 17. apríl kl. 20 í Norræna húsinu. Gunnþór Kristján Guðfinns- son garðyrkjufræðingur og kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins flytur er- indi sem hann nefnir „Ræktun mat- jurta í heimilisgarðinum“. Gunnþór fjallar um ræktun al- gengustu matjurta í heimilisgarðin- um, m.a. sáningu, hitastig, útplöntun og umhirðu. Aðgangseyrir er kr. 500, kaffi og te er innifalið í verðinu, segir í frétta- tilkynningu. Fræðslufundur Garðyrkju- félagsins NÁMSKEIÐ um Hermun og herm- unarbúnað sem notaður er til að hanna og greina vinnukerfi innan fyrirtækja verður hjá Endurmennt- un HÍ í samstarfi við Endurmennt- unar- og símenntunarnefndir VFÍ, TFÍ og SV og menntamálanefnd Arkitektafélags Íslands. Námskeiðið verður dagana 22.-24. apríl kl. 13-17 og er ætlað verkfræðingum, tækni- fræðingum og viðskiptafræðingum sem vinna við að hanna og greina kerfi og starfa við t.d. framleiðslu- eða þjónustustjórnun eða ferilgrein- ingu. Kennari: Birna Pála Kristinsdótt- ir dósent við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor HÍ. Verð kr. 23.800. Nán- ari upplýsingar og skráning: http://www.endurmenntun.hi.is, seg- ir í fréttatilkynningu. Námskeið um hermun SAMFYLKINGIN og Ungir jafnað- armenn í Hafnarfirði bjóða til lista- og menningardagskrár í Hraunseli hjá Félagi eldri borgara í Hafnar- firði, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 14. Boðið verður upp á hafnfirska dagskrá og skemmtun, söngur, upp- lestur, dans, leiklist, ljóð o.fl. Veit- ingar fyrir alla og barnahorn fyrir barnabörnin. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Skemmtun í Hraunseli, Hafnarfirði BÖRKUR Hansen prófessor, Ólafur H. Jóhannsson lektor og Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.15, í sal Sjómannaskóla Íslands við Há- teigsveg. Í fyrirlestrinum verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorf- um skólastjóra til þess hvaða áhrif flutningur á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga hefur haft á skólastarf. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Ræða tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga Rangt nafn Rangt var farið með nafn Guðnýj- ar Elísdóttur í Lesbókinni sl. laug- ardag. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Nafn féll niður Nafn Tómasar Ponzi, höfundar tölvugrafíkur í sýningunni Krydd- legin hjörtu, sem sýnd er í Borgar- leikhúsinu, féll niður í umfjöllun sl. föstudag. Beðist er velvirðingar þá mistökunum. LEIÐRÉTT SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGIÐ boð- ar til ráðstefnu SARÍS á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. apríl kl. 8.45 – 13.30 undir yfirskriftinni Raf- ræn viðskipti: tækifæri eða tálsýn. Á ráðstefnunni verður leitað svara við spurningum eins og: Hefur tíma- bil varkárni og fyrirhyggju tekið við af rafrænu fári? Hvað er framundan í rafrænum viðskiptum milli fyrir- tækja, o.fl. Valgerður Sverrisdóttir mun setja ráðstefnuna en dagskrána er að finna á www.sky.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Ráðstefna um rafræn viðskipti LISTI Framsóknarmanna í Dalvík- urbyggð hefur verið ákveðinn. Nokkur tilfærsla hefur orðið á listanum. Fyrir fjórum árum voru Katrín Sigurjónsdóttir og Kristján Ólafsson í fyrsta og öðru sæti en skipa nú þriðja og fjórða. Þá hefur Sveinn Jónsson í Ytra-Kálfskinni dregið sig í hlé og situr nú í heið- urssætinu. Listinn er þannig skip- aður: 1. Valdimar Bragason, ráðgjafi, 2. Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, skrifstofumaður 3. Kristján Ólafs- son, umboðsmaður, 4. Katrín Sig- urjónsdóttir, skrifstofumaður, 5. Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi 6. Þorsteinn Hólm Stefánsson, bóndi, 7. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, bóndi 8. Dagur Óskarsson, nemi 9. Helga Berglind Hreinsdóttir, hársnyrtir. Listi Framsókn- ar ákveðinn SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Snæ- fellsbæjar hefur tilkynnt hverjir skipi framboðslista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar hinn 25. maí næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú- verandi meirihluta í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Listann skipa: 1. Ásbjörn Óttars- son sjómaður. 2. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. 3. Ólína B. Kristins- dóttir verslunarmaður. 4. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri. 5. Pétur Pétursson útgerðarmaður. 6. Sigurjón Bjarnason rafverktaki. 7. G. Sirrý Gunnarsdóttir bankastarfs- maður. 8. Örvar Marteinsson sjó- maður. 9. Sigrún Guðmundsdóttir skólaliði. 10. Þórey Kjartansdóttir gjaldkeri. 11. Aðalsteinn Snæbjörns- son netagerðarmeistari. 12. Sara Ragnarsdóttir nemi. 13. Jensína Guðmundsdóttir afgreiðslustjóri. 14. Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja. Listi Sjálfstæð- isflokks Snæfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.