Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.04.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 55 TALSVERT var um inn- brot um helgina, í bifreið- ir fyrirtæki og heimahús. Þá þurfti lögregla að leysa upp fjöldaslagsmál við Hlemm- torg og stöðvaði sjö ökumenn sem grunaðir voru um ölvunarakstur. Um helgina þurfti lögregla að stöðva heimildarlaus veisluhöld skólanema og var 200 ungmennum vísað út í aðgerðum hennar. Um helgina var brotist inní 4 bíla í Mosfellsbæ og 11 aðra bíla í um- dæminu. Þá var brotist inn í fyrir- tæki á Laugavegi og þaðan stolið tölvubúnaði. Farið var inn í húsnæði í Breiðholti aðfaranótt laugardags meðan íbúar voru í fastasvefni. Það- an var stolið myndbandstæki og pen- ingum. Íbúi í vesturbænum kom að tveimur mönnum í húsi sínu aðfara- nótt sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu brotið sér leið inní húsið og einnig valdið skemmdum. Þeir forð- uðu sér úr húsinu en voru handtekn- ir skömmu síðar af lögreglu. Þá var brotist inn í í sameign í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi og þaðan stolið þvottavél með þvotti í. Á sunnudagsmorgun stöðvaði lög- reglan akstur bifreiðar á Miklu- braut. Við athugun lögreglu fundust hlutir sem ökumaður og farþegar gátu ekki gefið skýringu á, og eins ætluð ólögleg efni. 9 manns handteknir vegna fjöldaslagsmála Til átaka kom aðfaranótt laugar- dags við Hlemmtorg. Lögreglan varð að handtaka 9 manns, þar af 5 konur, og flytja í fangageymslur. Fólkið var á aldrinum 16 til 20 ára og urðu forráðamenn þeirra yngstu að sækja afkvæmi sín á lögreglustöð. Ekki urðu alvarleg meiðsli en einn hnífur fannst á vettvangi. Þá var kona flutt á slysadeild eftir að glasi hafði verið kastað í höfuð hennar á veitingastað við Klappar- stíg aðfaranótt laugardags. Slagsmál brutust síðan út á staðnum og var einn handtekinn og fluttur í fanga- geymslur. Úr dagbók lögreglunnar 12.–15. apríl Talsvert um inn- brot um helgina JÓN Freyr Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri Laugarnesskólans, heldur fyrirlestur, þriðjudaginn 16. apríl kl. 20 í stóra salnum í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Ís- lands. Fyrirlesturinn nefnist „Rækt- unarstarf Laugarnesskólans“. Á vegum skólans hefur verið stund- að skóg- og trjáræktarstarf, í Katlagili í Mosfellsdal, um ára- tuga skeið. Fjallar Jón Freyr um það í máli og myndum. Fundurinn er í umsjón Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar og er liður í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Bún- aðarbanka Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrými leyf- ir og verður boðið upp á kaffi, segir í fréttatilkynningu. Margar hendur vinna létt verk. Frá starfinu í Katlagili. Opið hús skóg- ræktarfélaganna FRJÁLS félagasamtök um náttúru- og umhverfisvernd hafa tekið hönd- um saman í þeim tilgangi að vekja athygli á því besta og versta sem gerst hefur í náttúruverndar- og um- hverfismálum íslensku þjóðarinnar á liðnu ári. Á tímabilinu 15. til 23. apríl verður leitað eftir tilnefningu frá almenn- ingi. Landsmenn geta sent tilnefn- ingar til Landverndar (Ránargata 18, 101 Reykjavík eða land- vernd@landvernd.is). Í tilnefning- um þarf að draga fram helstu rök fyrir tilnefningunni. Dómnefnd skipa þau Guðmundur Sigvaldason, umhverfisstjóri á Ak- ureyri, Ingibjörg E. Björnsdóttir umhverfisfræðingur og Hildur Þórs- dóttir landvörður. Dómnefndin má tilgreina að hámarki fimm sigurveg- ara í hverjum flokki. Niðurstöður dómnefndar verða birtar á sérstakri hátíð sem haldin verður í tilefni af Degi umhverfisins föstudaginn 26. apríl kl. 16, í Ráðhúsi Reykjavíkur, segir í fréttatilkynn- ingu. Það „besta“ og „versta“ í náttúru- og um- hverfis- verndar- málum SAMBÍÓIN hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn verðbólguþróuninni með því að bjóða upp á þriðjudagstilboð að nýju í kvikmyndahúsum sínum á valdar myndir eins tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Þriðjudaginn 16. apríl hefst þriðjudagstilboðið þar sem miðaverð verður kr. 500 á myndirnar „The Royal Tenenbaums“, „A Beautiful Mind“, „The Time Machine“, „Pétur Pan: Aftur til Hvergilands“, „Snow Dogs“, „Crossroads“ og „Skrímsli hf.“, segir í fréttatilkynningu. Þriðjudagstilboð hjá Sambíóum AÐALFUNDUR Foreldra- ogkennarafélags Breiðholtsskóla verð- ur haldinn miðvikudaginn 17. apríl kl. 20 í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Heiðursgestir fundarins verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Björn Bjarnason, Stefán Jón Hafstein og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Fundar- stjóri verður Stefán Jóhann Stefáns- son. Frambjóðendur munu svara spurningum sem snúa að skólamál- um og hverfismálum, segir í frétta- tilkynningu. Aðalfundur FOK í Breið- holtsskóla FRÆÐSLUFUNDUR Garðyrkju- félags Íslands verður haldinn mið- vikudaginn 17. apríl kl. 20 í Norræna húsinu. Gunnþór Kristján Guðfinns- son garðyrkjufræðingur og kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins flytur er- indi sem hann nefnir „Ræktun mat- jurta í heimilisgarðinum“. Gunnþór fjallar um ræktun al- gengustu matjurta í heimilisgarðin- um, m.a. sáningu, hitastig, útplöntun og umhirðu. Aðgangseyrir er kr. 500, kaffi og te er innifalið í verðinu, segir í frétta- tilkynningu. Fræðslufundur Garðyrkju- félagsins NÁMSKEIÐ um Hermun og herm- unarbúnað sem notaður er til að hanna og greina vinnukerfi innan fyrirtækja verður hjá Endurmennt- un HÍ í samstarfi við Endurmennt- unar- og símenntunarnefndir VFÍ, TFÍ og SV og menntamálanefnd Arkitektafélags Íslands. Námskeiðið verður dagana 22.-24. apríl kl. 13-17 og er ætlað verkfræðingum, tækni- fræðingum og viðskiptafræðingum sem vinna við að hanna og greina kerfi og starfa við t.d. framleiðslu- eða þjónustustjórnun eða ferilgrein- ingu. Kennari: Birna Pála Kristinsdótt- ir dósent við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor HÍ. Verð kr. 23.800. Nán- ari upplýsingar og skráning: http://www.endurmenntun.hi.is, seg- ir í fréttatilkynningu. Námskeið um hermun SAMFYLKINGIN og Ungir jafnað- armenn í Hafnarfirði bjóða til lista- og menningardagskrár í Hraunseli hjá Félagi eldri borgara í Hafnar- firði, fimmtudaginn 18. apríl, kl. 14. Boðið verður upp á hafnfirska dagskrá og skemmtun, söngur, upp- lestur, dans, leiklist, ljóð o.fl. Veit- ingar fyrir alla og barnahorn fyrir barnabörnin. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Skemmtun í Hraunseli, Hafnarfirði BÖRKUR Hansen prófessor, Ólafur H. Jóhannsson lektor og Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor við Kenn- araháskóla Íslands, halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.15, í sal Sjómannaskóla Íslands við Há- teigsveg. Í fyrirlestrinum verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorf- um skólastjóra til þess hvaða áhrif flutningur á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga hefur haft á skólastarf. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Ræða tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga Rangt nafn Rangt var farið með nafn Guðnýj- ar Elísdóttur í Lesbókinni sl. laug- ardag. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Nafn féll niður Nafn Tómasar Ponzi, höfundar tölvugrafíkur í sýningunni Krydd- legin hjörtu, sem sýnd er í Borgar- leikhúsinu, féll niður í umfjöllun sl. föstudag. Beðist er velvirðingar þá mistökunum. LEIÐRÉTT SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGIÐ boð- ar til ráðstefnu SARÍS á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. apríl kl. 8.45 – 13.30 undir yfirskriftinni Raf- ræn viðskipti: tækifæri eða tálsýn. Á ráðstefnunni verður leitað svara við spurningum eins og: Hefur tíma- bil varkárni og fyrirhyggju tekið við af rafrænu fári? Hvað er framundan í rafrænum viðskiptum milli fyrir- tækja, o.fl. Valgerður Sverrisdóttir mun setja ráðstefnuna en dagskrána er að finna á www.sky.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Ráðstefna um rafræn viðskipti LISTI Framsóknarmanna í Dalvík- urbyggð hefur verið ákveðinn. Nokkur tilfærsla hefur orðið á listanum. Fyrir fjórum árum voru Katrín Sigurjónsdóttir og Kristján Ólafsson í fyrsta og öðru sæti en skipa nú þriðja og fjórða. Þá hefur Sveinn Jónsson í Ytra-Kálfskinni dregið sig í hlé og situr nú í heið- urssætinu. Listinn er þannig skip- aður: 1. Valdimar Bragason, ráðgjafi, 2. Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, skrifstofumaður 3. Kristján Ólafs- son, umboðsmaður, 4. Katrín Sig- urjónsdóttir, skrifstofumaður, 5. Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi 6. Þorsteinn Hólm Stefánsson, bóndi, 7. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, bóndi 8. Dagur Óskarsson, nemi 9. Helga Berglind Hreinsdóttir, hársnyrtir. Listi Framsókn- ar ákveðinn SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Snæ- fellsbæjar hefur tilkynnt hverjir skipi framboðslista flokksins við sveitarstjórnarkosningarnar hinn 25. maí næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn myndar nú- verandi meirihluta í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Listann skipa: 1. Ásbjörn Óttars- son sjómaður. 2. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. 3. Ólína B. Kristins- dóttir verslunarmaður. 4. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri. 5. Pétur Pétursson útgerðarmaður. 6. Sigurjón Bjarnason rafverktaki. 7. G. Sirrý Gunnarsdóttir bankastarfs- maður. 8. Örvar Marteinsson sjó- maður. 9. Sigrún Guðmundsdóttir skólaliði. 10. Þórey Kjartansdóttir gjaldkeri. 11. Aðalsteinn Snæbjörns- son netagerðarmeistari. 12. Sara Ragnarsdóttir nemi. 13. Jensína Guðmundsdóttir afgreiðslustjóri. 14. Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja. Listi Sjálfstæð- isflokks Snæfellsbæjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.