Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 18

Morgunblaðið - 16.04.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFLUTNINGUR prentunar og bókbands hefur um árabil verið hluti af starfsemi Prentsmiðjunnar Odda hf. án þess að vera á allra vitorði. Í rúmlega tvo áratugi hefur Oddi prentað fyrir bæði færeyskan og grænlenskan markað, m.a. síma- skrár beggja landa. Langstærstur hluti útflutningsins, eða 80%, er þó til Bandaríkjanna og þar er vöxt- urinn jafnframt mestur. Heildarútflutningstekjur Odda jukust á síðasta ári um 74% en Bandaríkjamarkaður sem hluti af því rúmlega tvöfaldaðist. Árið í ár hefur einnig farið vel af stað og stefnir allt í að sala útflutningsverkefna Odda nemi 300 milljónum króna á þessu ári en það er aukning úr 200 millj- ónum á síðasta ári. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru fluttar inn prent- aðar bækur á íslensku árið 2000 fyrir 170 milljónir króna. Árið 1988 hóf Oddi sókn á banda- rískan markað og stofnaði þar tveim- ur árum síðar dótturfyrirtækið Oddi Printing Corporation, sem sér um sölu- og markaðsstarfsemi í Banda- ríkjunum. Öll framleiðsla fer hins vegar fram hér á landi og hefur fyr- irtækið getið sér gott orð, sér í lagi í vandaðri bókaprentun. Prenta listaverkabækur fyrir Smithsonian og Guggenheim Árni Sigurðsson, forstöðumaður Oddi Printing Corp., hefur stýrt fyr- irtækinu frá 1990. Hann og Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðj- unnar Odda, segja fyrstu verkefni Odda í Bandaríkjunum hafa verið meira og minna fyrir fyrirsætuskrif- stofur, svo og auglýsingastofur í tengslum við vinnslu á bæklingum fyrir íslenskan ullariðnað. Árni segir verkaskiptingu í prent- iðnaði í Bandaríkjunum vera talsvert frábrugðna því sem gerist á Íslandi. Þar sjái mismunandi aðilar um sér- hvern þátt í framleiðsluferlinu. Einn sér um hönnun, annar um prentun og sá þriðji um bókband. „Við komumst í samband við prentmiðlunarfyrirtæki og í sam- vinnu við það urðum við vel þekktir fyrir vandaðar, myndskreyttar bæk- ur, s.s. sýningaskrár og bækur fyrir söfn og gallerí og slíka aðila. Það hef- ur verið, ásamt bókum fyrir hina og aðra útgefendur, meirihlutinn af því sem við erum að gera,“ segir Árni. Hann nefnir sem dæmi listaverka- bækur fyrir Smithsonian safnið og Guggenheim og sérstakt bók- menntatímarit, McSweeney’s, sem gefið er út af Dave Eggers rithöfundi en jafnframt sínum eigin skáldverk- um gefur hann út verk margra af þekktari ungum höfundum í Banda- ríkjunum. Hugmyndaauðgi meiri þar en hér Eyþór Páll Hauksson er sölustjóri útflutningsverkefna hjá Odda. Hann segir frágang og annað í prentun fyr- ir Bandaríkjamarkað ekki eins hefð- bundinn og hér heima. „Það er tölu- vert mikill munur á enda eru þeir stöðugt að leita að einhverju nýju og öðruvísi. Það er meiri hugmynda- auðgi þarna úti heldur en hérna heima.“ Um stöðu Odda í samkeppni á bandarískum prentmarkaði segir Árni að þar vinni margir þættir sam- an fyrirtækinu í hag. Gæðin tali sínu máli og ráði oft úrslitum um verkefni ásamt sveigjanleika og afbragðs- þjónustu. Jafnframt segir hann Odda bjóða u.þ.b. 20% lægra verð en flestir bandarískir prentarar á vandaðri prentun. Afhendingartímann segir hann styttri en hjá mörgum öðrum þrátt fyrir tveggja vikna skipsflutning full- unninnar vöru. „Við erum með allt undir einu þaki, hönnun ef því er að skipta, forvinnslu, prentun og bók- band. Það flýtir náttúrulega fyrir að vera ekki að flytja þetta frá einum stað til annars eins og tíðkast þarna úti. Við leggjum líka mikið upp úr góðri skipulagningu og við- skiptamenn okkar fá í hendur ít- arlega áætlun þar sem fram kemur dag fyrir dag hvar verkefnið er statt, allt frá því hann afhendir okkur gögn til vinnslu og þangað til við afhend- um tilbúið verk.“ Árni leggur þó áherslu á að Oddi sé sjaldnast að keppa í tíma eða verði á þessum markaði. Hann nefnir Dave Eggers aftur sem dæmi, nú um viðskiptavin sem er fyrst og fremst að leita eftir góðri þjónustu og þéttri samvinnu um útfærslu hugmynda sinna. Þorgeir bætir við að viðskiptavinir á borð við Eggers skipti verulegu máli fyrir markaðssetningu fyr- irtækisins. „Gæði þjónustunnar og gæði vörunnar spyrjast út,“ segir hann. „Það hjálpar líka mjög að kom- ast í verkefni eins og fyrir Smit- hsonian-safnið. Það vegur mjög þungt að slíkir aðilar skuli nota þjón- ustu okkar.“ Stækkunarmöguleikar fyrst og fremst erlendis Enn sem komið er nema útflutn- ingstekjur Odda innan við 10% af veltu fyrirtækisins. „Við höfum kannski ekki sett okkur mjög stíf markmið en ætlum okkur sannarlega að tvöfalda það á næstu árum,“ segir Þorgeir enda sjái Oddi sóknina á Bandaríkjamarkað sem möguleika til stækkunar. „Þetta er auðvitað mjög takmarkaður markaður hér heima og stækkunarmöguleikar okk- ar eru erlendis fyrst og fremst.“ Hann segir að til þess að það geti orðið sé fyrirtækið tilbúið til að laga sig að þessum markaði. Til dæmis verði í þessum mánuði tekin í notkun ný bindagerðarvél fyrir yfirstærðir á bókum, beinlínis með það fyrir aug- um að geta leyst ákveðin verkefni sem markaður er fyrir í Bandaríkj- unum. „Við erum löngu hættir að líta á þetta sem ævintýri eða tilraun,“ seg- ir Árni að lokum. „Þetta er bara okk- ar starf. Við erum bara þarna eins og hinir prentararnir og tilvera okkar er fyrst og fremst undir því komin að þegar prentkaupendur bera saman gæði, verð, þjónustu og afgreiðslu- tíma þá sé okkar pakki í sem allra flestum tilvikum hagstæðastur.“ Morgunblaðið/Þorkell Árni Sigurðsson, forstöðumaður Oddi Printing, Eyþór Páll Hauksson, sölustjóri útflutningsverkefna Odda, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, og Chuck Gershwin, sölumaður hjá Oddi Printing, leggja á ráðin í prentsmiðju Odda. Nokkur þeirra verka sem Oddi hefur prentað fyrir Bandaríkjamarkað. Stóraukinn út- flutningur Prent- smiðjunnar Odda TOGSKIPIÐ Ásgrímur Halldórsson SU 250 heldur í þessari viku til til- raunaveiða á djúpmiðum suðvestur af landinu til að kanna veiðimögu- leika á áður ónýttum fisktegundum. Er hér um að ræða sameiginlegt til- raunaverkefni nokkurra útgerðar- fyrirtækja, sjávarútvegsráðuneytis- ins, Hafrannsóknastofnunar og Hampiðjunnar hf. Líklegt er að um verulega hagsmuni geti verið að ræða, því ljóst er talið að um gríð- arlega mikið sé að ræða, bæði af laxsíld og öðrum tegundum. Spennandi verkefni Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að þetta sé mjög spennandi verkefni. Út- vegsmenn séu alltaf að reyna að afla þjóðarbúinu og sjálfum sér aukinna tekna og meðal annars hafi þar ver- ið horft til veiða á laxsíld. Ljóst sé að töluvert sé af laxsíldinni suðvest- ur af landinu. Það hafi komið fram við karfaveiðarnar á Reykjanes- hrygg. Friðrik segir að útvegsmenn líti á það sem hlutverk sitt að finna nýja möguleika til veiða. Þessi tilraun sé þess vegna eðlilegt framhald á þró- un veiða á Reykjaneshrygg, á Flæmska hattinum og í Barentshafi, þar sem útvegsmenn hafi haft frum- kvæðið að því að afla þjóðinni veiði- reynslu. „Við erum alltaf að leita leiða og bindum miklar vonir við það að þessi tilraun eigi eftir að skila góð- um árangri í veiðunum á næstu ár- um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Útgerðarfyrirtækin sem að til- rauninni standa og styrkt hafa verk- efnið eru: Haraldur Böðvarsson hf., Runólfur Hallfreðsson ehf., Fax- amjöl hf., Gjögur ehf., Festi hf., Huginn ehf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðin hf., Loðnuvinnsl- an hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar hf., Síldarvinnslan hf., Barðsnes ehf., Tangi hf. og Samherji hf. Upphaf og aðdragandi Upphaf þessarar tilraunar má rekja til áhuga forsvarsmanna SR- mjöls hf. á eflingu rannsókna á kol- munna, síld og makríl ásamt því að kanna möguleika á veiðum á laxsíld- um og hugsanlega öðrum tegundum sem er að finna í hafinu suðvestur af Íslandi. Hefur fyrirtækið um nokkra hríð aflað sér upplýsinga um mögulegar veiðar og hvaða veiðar- færi henti best við þær, en þar kem- ur til sérþekking Hampiðjunnar hf. Eftir viðræður aðila fór LÍÚ þess á leit við sjávarútvegsráðherra og Hafrannsóknastofnun í febrúar sl. að meiri tíma yrði varið til rann- sókna á uppsjávarfiskum á þessu ári en áformað væri, en einnig var hvatt til þess að kannaðir yrðu mögu- leikar á nýtingu ýmissa vannýttra tegunda, sérstaklega laxsíldar. Umtalsvert magn af laxsíld er að finna á nokkur hundruð metra dýpi víða á hafsvæðinu við Ísland og langt út fyrir mörk efnahagslögsög- unnar. Reyna veiðar á laxsíld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.