Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 59

Morgunblaðið - 16.04.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2002 59 DAGBÓK Bankastræti 14, sími 552 1555 Þýskur sportlegur fatnaður og léttar sumaryfirhafnir Gott verð SUMARGJÖFIN fæst hjá okkur Glæsilegt úrval af skóm og töskum Kringlunni sími 553 2888 NÁMSK EIÐ Í SJÁLFS TYRKIN GU Áhersluatriði: • Að greina eigið samskiptamynstur • Að efla öryggi og sveigjanleika • Að ráða við vandasöm samskipti • Að auka sjálfstyrk á markvissan hátt Höfundar og leiðbeinendur námskeiðs eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Skráning í síma 562 3075 Netfang: psych.center@mmedia.is SÁLFRÆÐISTÖÐIN 4. flokki 1992 – 34. útdráttur 4. flokki 1994 – 27. útdráttur 2. flokki 1995 – 25. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2002. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa ÞAÐ má deila um það hvort norður eigi að opna á 11 punkta, en hinn raunverulegi sagnvandi kemur þó ekki fyrr en í næsta hring. Settu þig í spor norðurs. Það eru allir á hættu: Norður ♠ D873 ♥ 10 ♦ ÁD1072 ♣K83 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar *? Svar makkers í suður á einum spaða lofar fimmlit í stöðunni, því hann myndi dobla innákomuna neikvætt með fjórlit í spaða. Vestur lofar svo góðum spilum og hjartastuðningi með tveimur spöðum. Hvað á norður nú að segja? Spilið kom upp í úrslitaleik Bretlands og Bandaríkjanna í kvennaflokki á ÓL 1984. David Bird og Terence Reese heitinn gera sér mat úr spilinu í bók sinni Famous Bidding Decisions sem kom út árið 1996. Höfundarnir velja þar sagnstöður úr raun- verulegri keppni og gefa stig fyrir „bestu“ sögnina eftir eigin geðþótta. Í þessu tilfelli nefna þeir fjóra möguleika sem norður þarf að gera upp á milli – pass, dobl, þrjá spaða og fjóra spaða. Síðan birta þeir allt spilið og raun- verulegar sagnir: Norður ♠ D873 ♥ 10 ♦ ÁD1072 ♣K83 Vestur Austur ♠ Á62 ♠ 5 ♥ Á432 ♥ KD965 ♦ K543 ♦ G9 ♣G9 ♣Á7652 Suður ♠ KG1094 ♥ G87 ♦ 86 ♣D104 Vestur Norður Austur Suður Sanders Landy Kennedy Horton – 1 tígull 1 hjarta 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir fyrir sig í reynd og Sally Horton fékk tíu slagi eftir varnarmistök. Vestur spilaði út hjartaás og skipti yfir í laufgosa í öðrum slag. Ef austur kallar í litnum nær vörnin laufstungu, en Kennedy tók strax á ásinn. Þar með vannst spilið. Það þarf góða vörn til að hnekkja fjórum hjörtum í AV – tígul út í gegnum kónginn og norð- ur tekur þar tvo slagi og spil- ar þriðja tígulinn til að upp- hefja trompgosann. Miðað við 100% vörn er því „besta“ sögn norðurs þrír spaðar. En hvað segja höfundarn- ir? Þeir gefa lítið fyrir pass og dobl, og telja að norður þurfi að velja á milli þess að segja þrjá spaða eða fjóra. Róleg hækkun í þrjá spaða lýsir spilastyrknum betur, en kallar á vandræði síðar, því AV munu nær óhjákvæmi- lega fara í fjögur hjörtu og þá þurfa NS að taka sína erfið- ustu ákvörðun. Reese og Bird minna á þá mikilvægu reglu í sagnbaráttu að eftir- láta mótherjunum að taka síðustu ákvörðunina, og gefa sögn Landys hæstu einkunn. Og hafa rétt fyrir sér. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú hefur meðfædda kímni- gáfu, umburðarlyndi þitt og örlæti er annálað. Árið verður ánægjulegt og samband þitt við þína nán- ustu dýpkar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Upplagður dagur til fast- eignaviðskipta og allar fjár- hagsráðstafanir í tengslum við þau skila góðum arði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Jákvæðni þín og nærveru- kraftur er svo mikill að allir vildu vera í þínum sporum. Glaðværð þín smitar frá sér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Trúðu þínum eigin hugmynd- um um hvernig þú getur treyst tekjur þínar. Þær eru skynsamar, traustar og bráð- snjallar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu vakandi í viðskiptum þínum við aðra. Þú getur áorkað miklu með samvinnu við þá sem þú þarft að eiga við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur mjög skýra sýn á líf þitt og tilveru og átt þar af leiðandi auðvelt með að átta þig á og grípa tækifæri sem gefast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þekkingarforvitni þín vex í dag og hann er einstaklega vel til fallinn til að dýpka skilning þinn á veröld þinni og umhverfi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú átt kost á því að kynnast hvernig vinna skal með öðr- um og með þeirra eigur. Þeg- ar þú virðir gildi annarra eykst virðing annarra fyrir þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við lífsförunaut eru nauðsynlegar í dag og þið komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin fram á við er sú sem hentar ykkur báðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hin bjargfasta trú þín að aðr- ir komi þér til hjálpar rætist. Bjartsýni þín í þeim efnum er ástæðan fyrir því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skapandi samstarf leiðir til ánægjulegrar niðurstöðu og ástin og rómantíkin blómstr- ar í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tiltekt í eigin ranni mun leiða til ánægjulegrar niðurstöðu. Því meiri sem áhuginn er að aðhafast því betri árangur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú lætur fólk fara í taugarnar á þér. Gleymdu því ekki að þú þarft sjálfur að leggja eitt- hvað af mörkum ef þú vilt lífga upp á tilveruna. Nú er rétti tíminn til að leggja á ráðin varðandi sumarleyfið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT EFTIR BARN Brostin voru augu, þó var blíða á kinnum, saklaust brjóst sofið lá á dúni; blíðu grét móðir, björt augu faðir, sakleysi bæði; svo skal barn gráta. En lítill engill leið á skýjum röðuls nýrisins, reifaður gullblæjum. Andliti blíðu, björtum augum fríðan breiddi faðm mót föður ljósa. Sveinbjörn Egilsson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 h6 5. Bh4 c5 6. d5 Bxc3+ 7. bxc3 d6 8. e3 e5 9. Bd3 De7 10. Re2 Kd8 11. a4 g5 12. Bg3 Rbd7 13. h4 Hg8 14. hxg5 hxg5 15. Db1 Kc7 16. a5 Hb8 17. Ha2 e4 18. Bc2 Re5 Staðan kom upp í auka- keppni um sæti í landsliðs- flokki sem fer fram á haustmánuðum. Snorri G. Bergsson (2.280) hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2.255). 19. Rd4! cxd4? Sennilega hefði 19...Bd7 verið betra þar sem eftir texta- leikinn er sókn hvíts illviðráðanleg. Framhaldið varð: 20. cxd4 Rd3+ Það kom til álita að leika 20...Rxc4 en eftir 21. Db5 nær hvítur manninum til baka og fær betri stöðu. 21. Bxd3 exd3 22. c5! Re4 23. cxd6+ Rxd6 24. Dxd3 Bd7 25. Hh6! Hg6 26. Hc2+ Kd8 27. Hxg6 fxg6 28. Dxg6 Rf5 29. Bc7+ Kc8 30. Bb6+ Bc6 31. Dxf5+ Dd7 32. Df8+ Dd8 33. Dxd8# Auka- keppninni lýkur í vikunni en eftir fyrri hlutann hafði Sig- urbjörn Björnsson forystu með 2½ vinning af þrem mögulegum. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.           MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík JOCELYN, sem er 20 ára háskólanemi, óskar eftir ís- lenskum pennavini. Hún hefur áhuga á um Ísland. Jocelyn Coulter, 2832 Penncross Dr. SW, Marietta, GA 30064, USA. COLETTE, sem er 43 ára gömul, óskar eftir íslenskum pennavini. Hún hefur áhuga á bréfaskriftum, gönguferð- um og lestri. Colette Shids, Apt. 34, Greenwille Place, Clanbrassil St, Dublin 8, Ireland. ÞORVALDUR, sem er 11 ára og býr í Noregi, óskar eftir íslenskum pennavini, helst á Akureyri. Hann hef- ur gaman af siglingum, dýr- um og tölvuspilum. Þorvaldur Gunnarsson, Postboks 17, Borre, 3184 Horten, Norge. e-mail: gsteinn@online.no Pennavinir Með morgunkaffinu Þær eru áhugaverð- ar hugmyndir þínar um nýja vatnshana fyrir bæinn. Við munum hafa sam- band við þig. Því miður. Það er verið að gera við lyftuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.